Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
VERSU sterk, hættuleg og
virk eru tengsl lista og
pólitíkur? Árið 2000 skrif-
aði ég grein um anga
harðrar rokktónlistar/
pönks sem kallast „straight
edge“ („hreinlífispönk“?)
(„Óviðunandi rekkjunautar?“ – 26. maí, 2000.
Birt á síðum Fólks í fréttum). Um er að
ræða pönktónlist þar sem hugsjónum og
pólitík iðkenda hennar er mjög svo haldið á
lofti. Þeir sem aðhyllast „straight edge“ lífs-
stíl sneiða algerlega hjá drykkju, dópi, kjö-
táti og ábyrgðarlausu kynlífi. Í rokk-
fræðilegu tilliti er stefnan afar athyglisverð
þar sem hugmyndafræðin er afar rík og í
sumum tilfellum flæðir hún yfir og afmáir
útgangspunktinn – þ.e. sjálfa tónlistina. Eins
er með þá stefnu
sem er umfjöllunar-
efni þessa pistils –
haturspönkið („hate-
core“) þó að grunn-
gildi þeirrar listar
lúti vissulega allt
öðrum lögmálum en hreinlífispönkið. Stefnan
er einnig nefnd nasistapönk, „pro-white“-
rokk eða einfaldlega rasistarokk. Stefnur
eins og hinsegin-pönk („queer-core“) og fem-
inista-pönk (riot-grrl“) gangast á líkan hátt
undir og lifa á ákveðinni hugmyndafræði.
Rasistarokkið sker sig þó á afar áberandi
hátt frá hinum stefnunum sem ég hef nefnt
hér. Útbreiðsla þess og ástundun er
… ja … í raun réttu alvarlegt mál.
Áþessum aflýstu tímum (póstmód-ernísku) er manni uppálagt að lítaá allt sem jafngilt, allt hafi jafnanrétt. Þetta á ekki síst við um listir.
En hvað á maður, opinn maðurinn, að gera
þegar maður stendur frammi fyrir hljóm-
sveit eins og hinni bandarísku Angry Aryans
sem gefur út plötu með titlinum Racially
Motivated Violence og spila lög á borð við
„Race Mixing Is Treason“, „Islam (Religion
of Whores)“ og „Faggots (Give Rainbow a
Bad Name“???
Útbreiðsla öfgasinnaðrar þjóðernishyggju
– sem hér er endurspegluð – og nútíma nas-
isma hefur þannig átt þónokkuð sterkan
bakhjarl í áðurnefndri útfærslu á pönki, þ.e.
rasistarokkinu. Fljótlega eftir að pönkið
sprakk út um 1977 í Bretlandi hófu að koma
fram sveitir sem tóku þessa einörðu og for-
dómafullu afstöðu. Þær sáu fljótt að tónlistin
og ímyndun sú sem hægt var að tengja við
hana (stutt hár, dr. Martens skór, t-bolir
með áróðursyfirlýsingum o.fl.) virkuðu vel
sem baráttutæki fyrir málstaðinn.
Vegna þessa tengja flestir rasistarokk án
umhugsunar við „skinhead“ stílinn og „Oi!“
útgáfuna af pönkrokki („Oi!“ vísar til heróps
sem oft er viðhaft í lagasmíðum slíkra sveita.
„Oi!“ var eins konar berstrípuð verka-
mannaútgáfa af pönkinu).
Hér er því komið gott tækifæri til að leið-
rétta þann leiða misskilning. Þekktar snoð-
inkollasveitir eins og 4-Skins og Oppressed
voru nefnilega þvert á móti á hinum vængn-
um í tónlist sinni og boðuðu umburðarlyndi
og einingu. En engu að síður fjölmenntu ný-
nasistar gjarnan á tónleika þeirra. Roddy
Moreno, leiðtogi Oppressed, hefur t.d. alla
tíð reynt að koma mönnum í skilning um
þessa lítt þekktu staðreynd en ekkert virðist
duga. Það er sorglega táknrænt að plötur
Oppressed má finna í vefverslunum sem sér-
hæfa sig í vörum tengdri þjóðernishyggju og
hugmyndum um yfirburði hins aríska kyn-
þáttar.
Það var breska sveitin Skrewdriver,leidd af hinum öfgafulla Ian Stuart,sem á „heiðurinn“ af hinni rógrónurasistarokksmenningu sem í gangi
er í dag en sérstaklega er hún sterk vestur í
Bandaríkjunum. Stuart þessi var einkar
áberandi í starfi þjóðernissinna í Bretlandi á
níunda áratugnum og átti gott með að fá fólk
til fylgilags við sig. Hann starfaði náið með
The National Front auk þess að leggja drög
að stofnun Blood and Honour, öfgasamtaka
að svipaðri mynd sem í dag eiga hauka í
horni víðsvegar um veröldina. Með
Skrewdriver gaf hann svo út plötur eins og
Boots & Braces, Voice of Britain, The
Strong Survive og Hail The New Dawn. Það
skuggalegasta við Skrewdriver var að Stuart
og félagar voru mun meira niðri á jörðinni
með sitt hatur en t.d. Angry Aryans sem af
tónlist sinni textum og lagaheitum að dæma
virðast vera að hneyksla til að hneyksla fyrst
og fremst. Stuart var hins vegar fúlasta al-
vara, var djúphugull og skipulagður.
Starfandi rasistarokksveitir í dag drjúpa
því höfði fyrir Stuart, sem lést í bílsysi árið
1993, og líta upp til hans sem guðföður á
margan hátt. Flestar spila þær gaddavírs-
pönk þar sem textarnir skipta mun meira
máli en sjálf tónlistin. Í mörgum tilfellum er
hún því hreinlega ekkert sérstök, ófrumlegt
groddapönk sem er hvorki betra né verra en
það sem þúsundir annarra eru að gera.
Sveitanöfnin eru athyglisverð og hér koma
örfá dæmi því til glöggvunar: Bound For
Glory (líklega þekktasta rasistarokksveitin í
dag), Panzerfaust, Combat 84 (frá Bret-
landi), Brutal Attack, Celtic Dawn, Extreme
Hatred, Nordic Thunder, Aryan Blood,
English Rose, Iron Cross, No Remorse,
Sniper, White Pride, Sturmtrupp,
Vendetta …
Ég hef ekki enn heyrt rasistarokksem hreyfir sérstaklega við mér,helst að White Pride hafi eitthvaðfram að færa hvað lagasmíðar og
einlægni í flutningi áhrærir. En ég man vel
eftir kristilegu þungarokksveitinni Believer
sem var í fremstu röð í harðri og hraðri
þungarokkstónlist á sínum tíma. Frábært
band, þó að textarnir skiptu mig engu.
Tökum einfalt – kannski barnalegt dæmi
út frá þessu. Segjum að Adolf Hitler, Charl-
es Manson eða einhver af þeim dæmigerðu
„hötuðu“ mönnum hafi verið framúrskarandi
myndlistarmenn, utan við þau illverk sem
þeir stuðluðu að. Hvernig snýr slíkt að
hreinskiptum áhugamanni um list? Gæti ég
sagt í einlægni, við aðra og sjálfan mig:
„White Pride er ein af mínum uppáhalds
hljómsveitum“? Ég held alltént að langar úr-
skýringar þyrftu að fylgja í kjölfarið ef ég
myndi detta ofan í þá „gryfju“. En sem tón-
listaráhugamaður er ég umfram allt að leita
að tónlist sem hreyfir við mér. Eiga „lista-
mennirnir“ í White Pride að líða fyrir skoð-
anir sínar, skoðanir sem ég er afar mótfall-
inn?
Mannhatur það sem rasistarokkiðboðar er siðlaust. Speki þessbrýtur einfaldlega í bága viðgrunneðli okkar sem manneskja.
Við erum félagsverur og „góð“ í okkur að
upplagi. Enginn er fæddur vondur, enginn
er fæddur fullur af hatri, enginn er fæddur
hræddur eða honum í blóð borið að honum
eigi að standa stuggur af næsta manni. Með
þessum rökum mótmæli ég alltént því sem
hvetur rasistarokkið til dáða – látum vera
með hina einföldu pönktónlist sem leikin er.
„Hættuleg hljómsveit …“
Í kvikmyndinni American History X er að finna
kröftugar pælingar hvað varðar nýnasisma og
þá menningu sem honum tengist.
AF LISTUM
Eftir Arnar
Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ian Stuart á sviði með Skrewdriver, sem er
áhrifamesta rasistarokksveit sögunnar.
TENGLAR
...................................................................
-www.resistance.com
-www.stormfront.org
-www.skrewdriver.net
-www.natfront.com
-www.micetrap.net
-notendur.centrum.is/~fith
Höfundur vill taka það skýrt fram að
hann hafnar alfarið rökum hægri öfga-
manna og er virkur baráttumaður gegn
slíkri starfsemi.
ÞAÐ er án efa spennandi að vera
hluti af leikhópi sem er fyrstur til
að kynna framúrstefnulegan, er-
lendan höfund á íslensku leiksviði.
Það verður að virða það þor sem
einkennir uppsetningu Hins lifandi
leikhúss á þessu verki Martins
Crimp. Höfundurinn hefur vakið
töluverða athygli beggja vegna Atl-
antshafs frá því að hann fékk John
Whiting-verðlaunin fyrir eitt leik-
rita sinna 1993, m.a. var hann í sam-
vinnu við hið fræga Royal Court-
leikhús í London 1997, en Aðfarir að
lífi hennar (Attempts on Her Life)
var einmitt frumsýnt það ár. Hann
hefur skrifað tug leikrita sem sýnd
hafa verið á sviði allt frá 1982 auk
þess að hljóta verðlaun fyrir besta
útvarpsleikrit ársins 1985. Hann
hefur einnig unnið að leikgerðum
verka eftir höfunda á borð við Jean
Genet, Ionesco, Molière, Bernard-
Marie Koltès og Franz Lehár.
Leikgerðirnar eftir verkum
tveggja síðustu höfundanna voru
unnar fyrir The Royal Shakespeare
Company í Bretlandi og Metropolit-
an-óperuna í New York.
Hér er því á ferðinni
þungavigtarmaður sem er jafnvígur
á að draga fram hið leikræna í
vinnu sinni með verk annarra höf-
unda og nota algjört frelsi höfund-
arins til að velta möguleikum hins
leikræna fyrir sér í eigin verkum –
jafnvel fjarlægja dramatíkina nær
algerlega ef honum býður svo við
horfa.
Verk hans hafa verið stimpluð
póstmódernísk, sem satíra eða jafn-
vel póstdramatísk; skilgreiningar
sem eru jafnloðnar og skilgreining-
ar mögulega geta verið en þær gefa
lesendum kannski einhverja hug-
mynd um hvað málið snýst.
Þorleifur Örn Arnarsson hrífst án
efa af því frelsi sem uppsetning á
verki eftir Crimp gefur leikstjóra.
Auk þess að móta verkið eftir eigin
hugmyndum í samvinnu við hópinn
á hann með honum hlut að þýðingu
og er skrifaður fyrir hönnun bún-
inga og leikmyndar. Það er greini-
legt að Þorleifur er að koma þeim
skilaboðum á framfæri við leikhúsá-
hugafólk að það megi eiga von á
spennandi og nýstárlegum verkum
frá hans hendi í framtíðinni. Sú
staðreynd að hann velur Tjarnarbíó
sem vettvang sinn er e.t.v. ekki til-
viljun, enda húsið tengt Grímu,
frægasta framúrstefnuleikhúsi allra
tíma á Íslandi. Það virðist sem Þor-
leifur hafi ákveðið að útfæra vanga-
veltur höfundar um leikhús þar sem
sem minnst áhersla er lögð á sam-
skipti persónanna og uppbyggingu
karakters í leik. Leikararnir standa
gjarnan á brúsapöllum (stórum vír-
keflum) og skiptast á að fara með
textann. Leikstjóranum er svo í
sjálfsvald sett hvernig hann raðar
atriðunum 17 saman, auk þess sem
hópurinn hefur prjónað örlítið við
verkið. Þegar líður á sýninguna er
sköpuð viss dramatík í samskiptum
persónanna sem er vissulega
ánægjulegt eftir aðskilnað þeirra í
upphafi hennar. Óneitanlega verða
þessir kaflar áhugaverðari og
skemmtilegast var að hlusta á hóp-
inn leika sér að ljóði eftir Halldór
Laxness, þar sem allir leikararnir
fóru á kostum, lögðust í eftirhermur
og skemmtu sér og öðrum. Þessar
andstæður áttu ekki allskostar sam-
an og sýninguna skorti sannfærandi
heildarmynd. Atriðin við píanóið
voru t.d. annar útúrdúr sem var
skemmtileg tilbreyting frá einhæfn-
inni á sviðinu en athafnir leikaranna
í þeim drógu um of athyglina frá
efni verksins að yndislegri tónlist-
inni.
Höfundurinn fæst nefnilega við
mjög merkilega tilraun: Hann skap-
ar aðalpersónu úr viðhorfi hinna
persónanna til hennar. Án efa hefur
þetta verið reynt áður en sennilega
aldrei verið gengið svona langt og
með svo góðum árangri. Persóna
Önnu – sem í leikritinu er ýmist
kölluð Anne, Anja eða Annie – á sér
fleiri hliðar og er margbreytilegri
en nokkur persóna leikin af einum
leikara á sviði getur orðið. Sú per-
sóna yrði ótrúverðug því hinar ólíku
gerðir hennar myndu stangast á. Í
meðförum fleiri leikara yrði persón-
an nær óumflýjanlega að mörgum í
hugum áhorfenda. En öll erum við
vön að setja saman mynd af ein-
hverjum sem við þekkjum ekki úr
frásögnum margra aðila sem þekkt
hafa ákveðna manneskju á ólíkum
aldursskeiðum og við mismunandi
aðstæður. Þess vegna höfum við
þennan hæfileika til að byggja upp
sannfærandi mynd af persónunni
Önnu sem umvefur allan þennan
margbreytileika. Þarna hefur Mart-
in Crimp tekist merkilegur hlutur,
að nálgast það að lýsa hinum ýmsu
andlitum einnar persónu betur en
undirritaður man eftir áður í leik-
bókmenntunum.
Þorleifi tekst að draga fram þetta
meginatriði en honum tekst ekki að
stýra leikurunum þannig að leikur
þeirra geri þessu magnaða verki
sannfærandi skil. Þarna er hæfi-
leikafólk að verki sem á stundum
gefur áhorfendum ávæning um
hvers er að vænta frá þeim í fram-
tíðinni, en leikurinn, áherslurnar,
framsögnin og líkamsbeitingin er of
einhæf hjá hverjum leikara fyrir sig
í hinum ýmsu hlutverkum til að það
sómi verkinu. Málið á þýðingunni er
oftast ágætt, en á stundum er tönnl-
ast á orðum sem eru annað hvort of
óalgeng í málinu eða slettur sem
hafa ekki öðlast nógu traustan sess
í talmáli til að merkingin veki meiri
athygli í eyrum áhorfenda en ný-
næmið af hljómi orðsins.
Þessi sýning skiptist nokkuð í tvö
horn: höfundarverk Martins Crimp
er mjög áhugavert og ákveðnir
þættir sýningarinnar nálgast að
gera því sómasamleg skil. En í raun
gefur þessi nálgun leikhópsins að-
eins ávæning af því sem hægt væri
að ætlast til af sýningu þessa verks.
Hin ýmsu
andlit Önnu
LEIKLIST
Hið lifandi leikhús
Höfundur: Martin Crimp. Þýðing og leik-
gerð: Hópurinn. Leikstjórn, hönnun sviðs-
myndar og búninga: Þorleifur Örn Arn-
arsson. Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson.
Hönnun lýsingar: Aðalsteinn Stefánsson.
Tæknileg ráðgjöf við ljósavinnu: Halldór
Örn Óskarsson. Leikarar: Guðjón Davíð
Karlsson, Melkorka Óskarsdóttir, Orri
Huginn Ágústsson, Ólafur Björn Ólafsson
og Ylfa Áskelsdóttir. Þriðjudagur 15. júlí.
AÐFARIR AÐ LÍFI HENNAR
Morgunblaðið/Arnaldur
„Þarna er hæfileikafólk að verki,“ segir Sveinn Haraldsson í umsögn sinni.
Sveinn Haraldsson