Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 25 L ISTAMENN endurtaka sig alla ævi. Mín end- urtekning er þversum, öfugt við flesta sem endurtaka sig langs- um.“ Þetta segir Þorgeir Þorgeirson í kvikmyndinni „Samræður um kvik- myndir“ sem sýnd var á Þor- geirshátíð laugardaginn 12. júlí í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Á hátíðinni fengu gestir smjörþefinn af þessari þversummu. Þorgeir hefur tjáð sig í réttarsölum, ritgerðum, ljóðum, kvikmyndum, skáldsögum, leikritum, þýðingum og samræðum en kjarninn í verkum hans, erindi hans, endurtekur sig. Svo fer að lok- um að sendiboðinn hefur skilað er- indi sínu inn í menninguna, boðin hafa sest að í samvitund þjóðar. Hvert er erindi Þorgeirs? Hvert er svo erindi Þorgeirs Þor- geirsonar. Á hátíðinni var það reifað frá ýmsum sjónarhólum. Ari Hall- dórsson kennari fjallaði um hugs- uðinn Þorgeir, Tómas Gunnarsson lögfræðingur um lögfræðinginn, Dagný Kristjánsdóttir bókmennta- fræðingur um rithöfundinn, Þor- steinn Jónsson og Hákon Már Odds- son kvikmyndagerðarmenn um kvikmyndamanninn, Viðar Eggerts- son leikstjóri um dramatúrginn, leik- ritaskáldið og kennarann. Svo töluðu sýnishorn úr verkum hans sínu máli; fjölmörg ljóð og textabrot í ljóð- rænum flutningi Önnu S. Ein- arsdóttur leikkonu og Vilborgar Dagbjartsdóttur. Sýndar voru kvik- myndirnar Maður og verksmiðja, Grænlandsflug, brot úr Róðri, Feigðarsurg eftir Þorgeir og Guð- berg Bergsson og Samræða um kvikmyndir eftir Ara Halldórsson, Hákon Má Oddsson og Þorgeir. Há- tíðinni lauk á Íslandsmynd kapteins Dam sem landsmenn hafa kynnst í bútum sem notaðir eru í ýmsum aug- lýsingum en þarna var hún sýnd í heild og allri sinni þjóðernisupphafn- ingu. Hvíta tjaldið Rammi ráðstefnunnar var Síldar- minjasafnið á Siglufirði og í byrjun stefnunnar var ljóst að Siglfirðing- urinn Þorgeir Þorgeirson hafði fært Síldarminjasafninu þá einu kvik- mynd sína sem hann leyfir sýningu á sem heildarverki. Hin ljóðræna heimildarmynd Maður og verk- smiðja nýtur sín til fulls á hvíta tjaldi Gránu, bræðsluhúss Síldarminja- safnsins og Grána nýtur ekki síður góðs af. Það er sem verksmiðjan vakni af værum blundi. Hvíta tjaldið sem vígt var á hátíðinni er í miðjum vélarsalnum og mun hún verða sýnd þar framvegis þegar síldarminja- safnið er opið. Inn í þetta dramatíska umhverfi hannaði Viðar Eggertsson ráðstefnuna og léð henni andrúm. Eggert Þorleifsson og Gunnsteinn Ólafsson tengdu atriðin með tónum úr Chaplins-vísum sem gengu eins og stef milli atriða og rímuðu við ákaflega fallega bernskuminningu Þorgeirs frá Siglufirði. Dagskráin hófst á áðurnefndum bernskuminningum Þorgeirs frá Siglufirði sem Viðar Eggertsson flutti. Þeim lýkur á þessum orðum: „Þegar ég dey hverfur þessi heimur því hann er hvergi til nema í kraft- fletinum þar sem undrun mín og staðreyndir veraldarinnar mætast. Og það kemur í ljós að veröldin hefur búið furðu minni ný viðfangsefni til að vinna úr, líka á þessum morgni. Óvænt og kynleg.“ Örlygur Kristfinnsson safnstjóri veitti viðtöku ljóðmyndinni Maður og verksmiðja fyrir hönd Síldar- minjasafnsins. Hann ræddi um eðli minjasafna, sýndarveruleik þeirra og þann tilgang að nálgast líf fólks- ins, að skynja betur horfna tíð og þetta horfna fólk. Í gegnum mynd Þorgeirs nálguðumst við manninn í verksmiðjunni. Því næst ávarpaði Þorgeir gesti og lagði út frá ljóði Stefáns Harðar Grímssonar Hvíta tjaldið „Hann lét þetta ljóð segja sér, á sínum tíma, að kasta burt efanum og losa sig við skuggann af ritskoðun og útskúfun og hefja endurtekna leit á öðrum stað. … en læsist með frelsi sitt úti Dagskráin var brotin upp með ljóðum og ljóðaþýðingum Þorgeirs. Þar sté fram völvan Vilborg Dag- bjartsdóttir og flutti ljóð eftir mann- inn sinn þannig að sum hver lukust upp fyrir undirritaðri í fyrsta sinn í meðförum hennar. Ljóðið Í minn- ingu Stefáns Harðar segir eins mikið um Þorgeir og Stefán Hörð. Þar yrk- ir Þorgeir um paradoksinn sem mennirnir hafa búið sér „með vald sitt lokast hann inni – en læsist með frelsi sitt úti.“ Í fyrirlestri sínum Hugleiðing um hugsuð dró Ari Halldórsson upp mynd af heimspekingnum og and- ófsmanninum Þorgeiri og fjallaði um mikilvægi hans. „ … því að fyrir grundvallarréttindum einstaklings- ins berst enginn nema einstakling- urinn sjálfur. Andófsmaðurinn … finnur til skyldunnar til að segja frá hlutunum eins og þeir eru án þess að frásögnin sé bjöguð af minnstu hags- munatengslum. Andófsmaðurinn er algjörlega einn í starfi sínu og skoð- anir hans eru aldrei falar.“ „Enginn skyldi ætla að hann hafi skoðanir Þorgeirs í hendi sér því að í huga Þorgeirs er skoðun afleiðing af því að skoða … Ljúki skoðun hans á einum stað færir hann sig yfir á þann næsta og þá kemur önnur skoðun í ljós.“ Ari dregur saman kjarnann í sköpun Þorgeirs og segir hann byggja á platónskri hugmynd um sannleikann og hefur eftir Þorgeiri: „Leitin að sannleikanum skiptir meira máli en sannleikurinn sjálfur. Hann er mikilsverður á meðan við erum að leita að honum en skiptir engu máli þegar búið er að finna hann því að þá verður hann sjálf- bjarga. Endurtekningin hjálpar til þess.“ Sekur um bersögli Þrjú dómsmál úr farangri Þor- geirs nefndist fróðlegur fyrirlestur Tómasar Gunnarssonar um dóms- mál Þorgeirs. Tómas rakti þá at- burðarás sem leiddi til eftirminnilegs sigurs einstaklings gegn sam- þjöppuðu valdi ríkisins úti í Strass- borg um árið. Þorgeir flutti mál sitt sjálfur eins og frægt er orðið og menn sáu meinbugi á mannréttinda- ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar. Í dag eru dómsmál Þorgeirs lesning ungra lögfræðinema og til þeirra er vitnað víða um lönd. Tómas lauk fyr- irlestri sínum með áminningu um að eftir 11. september yrði enn um sinn tekist á um tjáningafrelsi og lýðrétt- indi. Í erindi sínu Sagan og sjálfið tók Dagný Kristjánsdóttir freudískan útgangspunkt um bælingu þess sem okkur finnst of óþægilegt að vita og göfgun sjálfsmyndar bæði einstakl- ings og þjóðar og tengslin á milli stóru og litlu sögunnar. Hún bar meðal annars saman hina opinberu gáskafullu sýn á stríðsárin, og þá sýn sem fram kemur í minninga- skáldsögu Þorgeirs Kvunndagsfólki en þar birtist í kíminni fjarlægð ann- ar sannleikur um þjóð í hersetnu landi. Hún dró fram fleiri dæmi úr Kvunndagsfólki þar sem Þorgeir segir frá hinu smáa og ýfir í leiðinni yfirborð opinberu sjálfsmyndar- innar. Í bók sinni Yfirvaldinu leikur Þor- geir sér að litrófi sannleikans. Yfir- valdið er heimildar- og skýrslusaga um gamla atburði og höfundur segir um túlkunarvandann: „Nútíðin er forsenda fyrir réttum spurningum handa svörum fortíðarinnar“ og und- irstrikar að dómi Dagnýjar „að það er alltaf nútíminn sem er forsenda merkingarleitarinnar, það er hér og nú sem við endurtökum gömlu mis- tökin eða vinnum úr þeim.“ Einleikur á glansmynd er, að sögn Dagnýjar, „umræða um tilurð bók- mennta yfirleitt og þessarar bókar sérstaklega á milli höfundarins og raddar úr veruleikanum.“ Mynd bókarinnar af furðulegum undir- heimum samfélagsins kallist á við glansmyndina af Esjunni á hádegis- barnum á Hótel Borg en henni er svo lýst í bókinni „Mundi það ekki ein- mitt láta setja Esjuna svona í baksýn og eyjarnar nær“ „ … alveg í takt við þennan staðnaða draum sem enginn á að þekkja nema sá sem er inn- vígður í tilraunina. En líkið í fjör- unni? Það er á sínum stað. Krossvið- arforgrunnurinn með skörfunum á kletti; hann er settur til að fela líkið.“ Myndin sýnir segir Dagný; „Ís- land sem ekki er til á meðan það end- urtekna siðrof og rugl sem fram fer undir myndinni er til.“ Ég heyri surg Með þessum orðum hefst kvik- myndin „Feigðarsurg“ sem frum- sýnd var á hátíðinni. Þetta er göldr- ótt kvikmynd sem Guðbergur Bergsson og Þorgeir unnu saman. Málfríður Einarsdóttir situr í ex- pressjónísku húmi og bíður dauða síns eða öllu heldur slær honum á frest. Guðbergur leikles magnaðan texta sinn um listamann allra tíma. „Gluggi situr við glugga“ og er hægt og bítandi að lokast inni í skynfæra- skorti. Surgið kemur að innan. Hér er ekki rými til þess að fjalla um kvikmyndirnar sem sýndar voru. Þess ber þó að geta hvað vel fór á að ljúka ráðstefnunni með Íslandsmynd kapteins Dam sem tekin var að miklu leyti á Siglufirði 1938, um þær mundir er Þorgeir var að alast þar upp. Hún var sýnd í kjölfar fyr- irlestra þeirra Hákons Más Odds- sonar og Þorsteins Jónssonar. Þeir ræddu báðir um framlag Þorgeirs til íslenskrar kvikmyndagerðar. Hákon Már, annar prímus mótor hátíðar- innar, lagði áherslu á þá rannsókn- arvinnu sem Þorgeir hefur unnið fyr- ir íslenskan kvikmyndajarðveg. Þorsteinn fjallaði um slaka stöðu ís- lenskrar heimildakvikmyndunar og þá sannfæringu Þorgeirs að heim- ildakvikmyndin væri grundvöllur trúverðugs myndmáls. Lokaorð er- indis sem hann nefndi Veruleikinn óspjallaður lauk svo: „ … þess vegna er falsaður ímyndaheimur auglýs- inganna ekki góður grundvöllur að kvikmyndasögu. Nema þá í heimi lít- ilþægrar nægjusemi þar sem engin frambærileg list á hvort sem er heima.“ Áminning um sannleikann Hver er svo þversumman af þess- ari ráðstefnu. Þorgeir hefur sjálfur sagt: „Ráðstefna er hópur fólks sem daglangt eða jafnvel fleiri daga í senn er að villast í hugsanaþoku, sem það framleiðir sjálft jafnóðum.“ Hvert er erindi Þorgeirs Þorgeirson- ar? Leitin að sannleikanum grimma, sem eilíflega smýgur úr greipum okkar? Hér fer vel á að grípa niður í fyrirlestur Ara Halldórssonar þar sem hann vitnar í Þorgeir. „Trúverð- ugleikinn er þó forsenda alls skáld- skapar. Og það er endurtekningin sem skapar trúverðugleikann því manneskjan trúir því einu sem end- urtekur sig í sífellu. Hlutverk skáld- skapar er líkast til einhvers konar áminning um sannleika. Getur verið að skáldskapurinn sé að teygja sig út fyrir seilingu okkar eftir sannleik- anum um hugarburðinn og hremmi þá barasta hugarburðinn um sann- leikann?“ „Mín endurtekning er þversum“ Eftir Halldóru Thoroddsen Í Síldarminjasafninu á Siglufirði var sl. laugardag haldin hátíð til heiðurs Þorgeiri Þorgeirsyni, rithöfundi og kvikmyndagerð- armanni. Þar fjölluðu kvikmyndagerðar- menn, heimspekingur, bókmenntafræð- ingur, leikstjóri og lögfræðingur um fram- lag Þorgeirs í máli og myndum til íslensks samfélags undanfarna áratugi. Þorsteinn Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir, Viðar Eggertsson og ÞorgeirÞorgeirson í Síldarminjasafninu á hátíð tileinkaðri þeim síðastnefnda. VESTURLAND Fimmtudaginn 31. júlí fylgir Morgunblaðinu blað um Vesturland. Blaðið verður í stærðinni 26x39, prentað á 60 gr. pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 25. júlí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 28. júlí. Blaðinu er dreift um allt land. Meðal efnis: Hellaskoðun, þjóðgarður, Danskir dagar í Stykkishólmi, Fjör í Flatey, veitingahús, gisting og ótal ævintýri Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.