Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 18. júlí 1993: „Tölur lögreglu og Umferðarráðs um slys af völdum ungra ökumanna benda til þess að reynslu- og þekkingarleysi hái þeim í umferðinni. Á síðasta ári skráði lögregla 103 umferð- arslys af völdum sautján og átján ára ökumanna. Það eru miklu fleiri slys en aðrir ald- urshópar valda. Í 37% tilfella var orsök slyssins reynslu- leysi ökumanns; fálmkennd viðbrögð eða viðvaningslegt aksturslag. Of hraður akstur var orsök 23% slysanna. Á síðasta ári ollu sautján ára ökumenn 74 slysum, þar sem fólk meiddist eða slas- aðist. Alls slösuðust 123 í þessum slysum, þar af 12 al- varlega. Athyglisvert er að skoða aldurssamsetningu hinna slösuðu; 105 af 123 eru á aldrinum 15–20 ára, flestir farþegar hjá ökumönnum, sem ollu slysunum. Þessi slys á ungu fólki eru of hátt verð fyrir „reynsluakstur“ á göt- um og þjóðvegum. Reynslan sýnir því ljóslega fram á nauðsyn þess að bæta ökukennsluna.“ . . . . . . . . . . 17. júlí 1983: „Á fyrstu vik- unum í utanríkisráðuneytinu hefur Geir Hallgrímsson staðið þannig að málum, að enginn þarf að vera í vafa um hvað efst er á baugi þegar rætt er um einstakar fram- kvæmdir sem miða að því að treysta öryggi þjóðarinnar með endurnýjun á tækja- búnaði varnarliðsins. Nýj- asta dæmið um þetta eru skýr svör ráðherrans við spurningum Ragnars Arn- alds um ratsjárstöðvarnar. Hreinskilni utanrík- isráðherra er í góðu sam- ræmi við stefnu Sjálfstæð- isflokksins sem jafnan hefur viljað að einstakir þættir varnarmálanna séu ræddir opinberlega en ekki farið með þá sem feimnismál.“ . . . . . . . . . . 22. júlí 1973: „Ljóst er nú orðið, að skattaálögur vinstri stjórnarinnar koma þyngst niður á fólki með fremur lág- ar tekjur; ríkisstjórnin virð- ist skilgreina hugtakið há- tekjur á nokkuð annan veg en almennt gerist meðal fólksins í landinu. Í sam- tölum við nokkra verkamenn, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, kom fram, að þeir telja yfirleitt, að skattabyrðin sé alltof þung og skattarnir hafi hækkað meira en tekju- aukningunni nemur. Einn þeirra, sem Morgunblaðið ræddi við, sagðist greiða 216 þúsund krónur í opinber gjöld af 450 þúsund króna tekjum. Þessir aðilar eru einnig þeirrar skoðunar, að láglaunamenn séu tiltölulega verst settir í þessum efnum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. L angt er síðan samskipti Ís- lands og Bandaríkjanna hafa verið jafnstirð og nú. Frá því að bandarísk sendi- nefnd kom til Íslands seinni hluta júnímánaðar til við- ræðna við íslenzka embætt- ismenn um framtíð varnar- samstarfs þjóðanna tveggja hefur fátt komið fram opinberlega sem bendir til þess að lausn á þeim ágreiningsefnum sé í augsýn. Deilurnar um stöðu varnarliðsmannsins, sem tekinn var vegna árásar á annan mann í mið- borg Reykjavíkur, hafa stigmagnazt og hafa ekki orðið til þess að bæta andrúmsloftið í samskiptum ríkjanna tveggja. Bandaríkjamenn hafa lengi notið mjög sterks stuðnings hér á Íslandi og margir ein- dregnir stuðningsmenn varnarsamstarfs ríkjanna hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er kominn og velta því m.a. fyrir sér hvort of langt hafi verið gengið í báðum þess- um málum af Íslendinga hálfu. Þegar forystugreinar birtast í Morgun- blaðinu, sem eru gagnrýnar á Bandaríkja- menn, eins og gerzt hefur undanfarna daga og vikur, verður ritstjórn blaðsins þess áþreif- anlega vör hvað miklar áhyggjur geta komið upp hjá fólki sem með réttu lítur á samskipti okkar við Bandaríkjamenn sem grundvallar- þátt í utanríkisstefnu íslenzka lýðveldisins. Jafnframt má finna að það hlakkar í þeim sem alla tíð hafa verið andsnúnir varnarsamstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Einlægir stuðningsmenn náins samstarfs Ís- lendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum og á alþjóðavettvangi gleyma því kannski þess- ar vikurnar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem harðnar á dalnum í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Á hálfri öld hafa alltaf við og við komið upp vandamál sem leitt hafa til stirðleika í samskiptum ríkjanna tveggja. Og það hefur líka skipt máli að Bandaríkjamenn séu stundum minntir á að þeir eru hér gestir í okkar landi og að á Íslandi eru það íslenzk lög sem gilda og rétt kjörin íslenzk stjórnvöld sem ráða. Hæstiréttur Íslands skiptir t.d. ekki minna máli fyrir okkur Íslendinga en Hæsti- réttur Bandaríkjanna fyrir þá. Það getur verið hollt fyrir samskipti ríkjanna að á þetta sé minnt þegar atvik leiða til þess að tilefni sé til. Á fyrstu árum varnarliðsins hér komu upp margvísleg vandamál í samskiptum Banda- ríkjamanna og Íslendinga. Um þau má m.a. lesa í bók dr. Vals Ingimundarsonar, Í eldlínu kalda stríðsins, sem fjallar um samskipti Ís- lands og Bandaríkjanna á árunum 1945–1960. Dr. Valur segir m.a.: „Gylfi Þ. Gíslason tjáði bandarískum sendiráðsmanni þremur vikum eftir komu varnarliðsins, að Íslendingar væru algerlega mótfallnir því „að einkennisklæddir hermenn fjölmenntu á Hótel Borg, sæktu kvik- myndahús eða gengju um götur borgarinnar með íslenzkar konur upp á arminn“. Enginn vafi er á því, að Gylfi mælti hér fyrir munn margra enda var lítill áhugi á því að hverfa aft- ur til þess ástands, sem var á styrjaldarár- unum. Gylfi hafði tekið þátt í starfi Þjóðvarn- arfélagsins, en taldi að koma hersins væri ill nauðsyn vegna breytts ástands í alþjóðamál- um. Hins vegar vildi hann takmarka áhrif her- setunnar með því að einangra hermennina og banna ferðir þeirra af Keflavíkursvæð- inu … Yfirmenn Bandaríkjahers hugsuðu fyrst og fremst um hernaðarmikilvægi Íslands og virtust líta svo á, að það væri hlutverk utanrík- isráðuneytisins að greiða úr þeim vandamálum, sem kynnu að koma upp í samskiptum hersins og Íslendinga. Hans G. Andersen hafði kvartað yfir því að það hefði tafið viðræðurnar um varnarsamninginn hve fulltrúar bandaríska varnarmálaráðuneytisins hefðu takmarkaða þekkingu á stjórnmálaástandi á Ís- landi … Fyrstu mánuðina eftir að hermenn- irnir stigu hér á land fengu þeir ekki að fara til Reykjavíkur vegna þess, að íslenzk stjórnvöld vildu koma í veg fyrir að þeir yllu röskun á þjóðlífinu. En þegar banninu við borgarferðum varnarliðsmanna var aflétt 4. júní var eins og stíflan brysti: tugir einkennisklæddra her- manna fylktu liði til Reykjavíkur í frístundum sínum til að kynnast hverjum krók og kima skemmtanalífs borgarinnar. Það fór mikið fyrir þeim enda var ekki pláss fyrir fleiri en þúsund manns á öllum veitingahúsum borgarinnar til samans. Tóku margir borgarbúar þessari „inn- rás“ illa og kom oft til árekstra á öldurhúsum borgarinnar. Sá ótti greip um sig, að nýtt „ástandstímabil“ væri í uppsiglingu. … Til að freista þess að draga úr árekstrum í Reykjavík gerði Bjarni Benediktsson utanrík- isráðherra samkomulag við yfirmenn varnar- liðsins í júlí 1951 um að skerða ferðafrelsi her- manna utan Keflavíkurstöðvarinnar. Aðeins 100 hermenn fengu nú að fara til Reykjavíkur á dag og var þeim gert að dveljast þar ekki lengur en til klukkan tíu á kvöldin nema mið- vikudögum til miðnættis.“ Þessi frásögn er dæmi um það að ekki hefur allt verið dans á rósum í samskiptum þessara tveggja ríkja vegna veru varnarliðsins hér á Íslandi. Næstu árin á eftir komu upp nokkur mjög ljót dæmi um framkomu Bandaríkja- manna við Íslendinga, sem ollu miklu uppnámi meðal þjóðarinnar og má m.a. lesa um í Morg- unblaðinu frá þeim tíma. Á sjöunda áratugnum, Viðreisnaráratugnum, varð rekstur sjónvarps á Keflavíkurflugvelli til þess að skapa umtalsverðan óróa í samskiptum Íslendinga og Bandaríkjamanna, sem endaði með því að íslenzkt sjónvarp var sett á stofn og Keflavíkursjónvarpið takmarkað við varn- arstöðina. Þegar um er að ræða samskipti tveggja þjóða þar sem önnur þjóðin er mesta stórveldi heims en hin ein fámennasta sjálfstæða þjóð á jörðinni er kannski ekki við öðru að búast en stóra þjóðin gleymi því stundum að hún á sam- skipti við sjálfstætt ríki og smáþjóðin hafi stundum þörf fyrir að minna á að svo sé. Þekkingarleysi Bandaríkja- manna Þekkingarleysi þeirra fulltrúa Bandaríkjastjórnar, sem eiga samskipti við Íslendinga, er eitt af vandamálunum í samskiptum þessara tveggja ríkja og hefur verið það alla tíð eins og fram kom í tilvísun til ummæla Hans G. Andersen hér áðan. Í sendi- ráði Bandaríkjanna á Íslandi koma menn og fara. Í yfirstjórn varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli koma menn og fara. Í utanríkisráðu- neytinu í Washington, að ekki sé nú talað um varnarmálaráðuneytið, koma menn og fara. Svo virðist sem í þessum stjórnstöðvum Bandaríkjamanna sé ekki fyrir að fara og hafi aldrei verið til staðar einhver varanleg þekking á íslenzkum málum. Þó er þetta með nokkuð mismunandi hætti. Bandaríska sendiráðið hér í Reykjavík hefur yfirleitt verið skipað hæfu fólki og stundum mjög hæfu fólki, sem hefur sett sig inn í ís- lenzk málefni og öðlast djúpa þekkingu á þeim. Nokkur nöfn standa upp úr í þeim efnum og má í því sambandi minnast James Penfield, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Viðreisn- arárunum og naut einstaks trausts og trúnaðar Íslendinga. Fredericks Irvings, sem var sendi- herra hér á árum vinstristjórnarinnar 1971– 1974 og gegndi hér mjög veigamiklu hlutverki á þeim tíma eins og fram kemur í síðari bók dr. Vals Ingimundarsonar, Uppgjör við um- heiminn, Marshalls Brements og Nicholas Ruwe en sá síðastnefndi, sem nú er látinn, er sá bandarískur sendiherra hér sem bezt tengsl hafði í Washington því að bæði Reagan og Bush eldri voru nánir vinir hans og það á reyndar einnig við um þá sem nú ráða ferðinni vestan hafs, eins og Cheney varaforseta og Rumsfeld varnarmálaráðherra sem kom hing- að til lands á þeim tíma sem hann var sendi- herra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalag- inu á áttunda áratugnum. Þessir bandarísku sendiherrar áttu allir mikinn þátt í að treysta samskipti Íslands og Bandaríkjanna, hver með sínum hætti. Hins vegar hefur það alltaf verið svo að tiltölulega fáir yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli í síðustu 50 ár hafi haft einhverja þekk- ingu á íslenzkum málum eða grundvallaratrið- um í samskiptum þessara tveggja ríkja. Frá þessari meginreglu eru örfáar undantekningar. Þekkingarleysi bandaríska stjórnkerfisins á íslenzkum málefnum og að því er virðist algert minnisleysi í því sambandi hefur oft skapað al- varleg vandamál í samskiptum þessara ríkja. Þessi skortur á þekkingu hefur verið mjög áberandi undanfarna mánuði og misseri. Fólk- ið, sem hingað hefur komið frá Bandaríkjunum eða rætt við íslenzka embættismenn í Wash- ington hefur hvorki haft þekkingu á íslenzkum málum né haft tilfinningu fyrir meginþáttum í samskiptum þessara ríkja. Það kemur vafalaust mörgum á óvart að lík- lega er það Bush sjálfur sem hefur meiri til- finningu fyrir samskiptunum við þessa smá- þjóð en aðrir menn í Washington. Til þess liggja nokkrar ástæður. Faðir hans, Bush eldri, hefur komið til Íslands og er okkur Ís- lendingum afar vinveittur. Davíð Oddsson for- DÓMUR SÖGUNNAR Tony Blair, forsætisráðherraBreta, sagði í ávarpi tilBandaríkjaþings sl. fimmtu- dag að sagan mundi fyrirgefa þótt í ljós kæmi að helztu forsendur Bandaríkjamanna og Breta fyrir innrásinni í Írak, þ.e. tilvist gereyð- ingarvopna þar í landi, hefðu ekki staðizt. Þetta er ekki svona einfalt. Sagan mun ekki fyrirgefa ef í ljós kemur að forystumenn Breta og Bandaríkja- manna hafi vísvitandi veitt rangar upplýsingar til þess að rökstyðja innrásina. Eitt er að gera mistök. Annað er að leiða fólk vísvitandi á villigötur. Þetta liggur ekki enn ljóst fyrir. Það er ekki komið í ljós hvort um meðvitaða blekkingarstarfsemi var að ræða af hálfu Bandaríkjamanna og Breta. Sagan hefði fyrirgefið Richard Nixon og Repúblikanaflokknum á sínum tíma innbrot sendimanna þeirra í Watergate-bygginguna. Hún hefur hins vegar ekki fyrirgefið umfangsmikinn blekkingarleik sem fylgdi í kjölfarið. Um þetta snúast þær umræður sem nú standa yfir í Bretlandi og Bandaríkjunum um þær upplýsingar sem fram komu fyrir innrásina. Voru þessir menn í góðri trú um að þær upplýsingar sem þeir höfðu undir höndum væru réttar? Voru helztu ráðgjafar þeirra í góðri trú? Í lýðræðisríkjum nútímans eru takmarkaðar líkur á því að þjóðkjörnir leiðtogar komist upp með blekkingar og lygar. Upp- lýsingar fara svo víða og eru á svo margra vitorði að mestar líkur eru á að fyrr eða síðar komi sannleikurinn í ljós ef um vísvitandi og úthugsaða blekkingarstarfsemi er að ræða. Fjölmiðlar bæði austan hafs og vestan munu áreiðanlega leggja ríka áherzlu á það á næstu vikum og mán- uðum að grafast fyrir um hver sann- leikurinn er í þessum málum. Og það er ákaflega mikilvægt að hann komi fram. Alveg með sama hætti og Water- gate-málið var hreinsunareldur sem valdahóparnir í Washington þurftu að fara í gegnum er mikilvægt að þetta tiltekna mál verði upplýst. Það er hægt að búast við öllu frá einræðisherrum en ef lýðræðislega kjörnir leiðtogar leiðast út í áþekk vinnubrögð og einræðisherrar nota er mikil hætta á ferðum fyrir lýð- ræðið í heiminum. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Lyndon Johnson, þáver- andi forseti Bandaríkjanna, til- kynnti að hann mundi ekki leita end- urkjörs í forsetakosningunum 1968. Það var skynsamleg ákvörðun. John- son var ljóst að hefði hann boðið sig fram á ný hefðu kosningarnar snúizt um mjög blekkjandi upplýsingagjöf hans til bandarísku þjóðarinnar um stríðsreksturinn í Víetnam. Í stað þess að segja við Banda- ríkjaþing að sagan muni fyrirgefa hefði Tony Blair átt að gefa Banda- ríkjaþingi loforð um að hið sanna mundi koma í ljós í þeim deilum sem yfir standa um réttar eða rangar upplýsingar. Blair sagði líka í ávarpi sínu til Bandaríkjaþings að Bandaríkja- menn ættu aldrei að biðjast afsök- unar á gildum sínum og átti þá vænt- anlega við þau lýðræðislegu gildi, sem Bandaríkin byggjast á. Þetta er alveg rétt hjá Blair en það er kannski spurning hvort forsætis- ráðherrann hefði ekki líka átt að hvetja Bandaríkjamenn til þess að halda fast við þau gildi sem ríki þeirra byggist á. Bandaríkin geta verið í þeirri hættu vegna yfirburðastöðu á al- þjóðavettvangi að gleyma þessum gildum. Ef það gerðist hefði það al- varlegar afleiðingar fyrir heims- byggðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.