Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 29

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 29 sætisráðherra hefur haft persónuleg kynni af Bush-fjölskyldunni sem hafa nýzt okkur vel. Og síðast en ekki sízt hefur forsetinn sjálfur veitt því sérstaka eftirtekt á alþjóðafundum hvað forsætisráðherra Íslands hefur veitt hon- um sterkan stuðning. Það er alveg ljóst að þeir íslenzkir stjórn- málamenn, sem hafa haft forystu um að leiða þjóðina til stuðnings við veru bandaríska varn- arliðsins hér, hafa hvað eftir annað tekið mikla pólitíska áhættu hér innanlands þegar um hef- ur verið að ræða stuðning við Bandaríkjamenn. Nærtækast er að minnast þeirrar ákvörðunar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að veita Bandaríkjamönnum siðferðilegan stuðning vegna Íraksstríðsins skömmu fyrir kosningar en með því kölluðu þeir yfir sig mik- il vandamál síðustu vikurnar fyrir kosningar. Veturinn 1976 var krafan um úrsögn úr NATO og herinn burt orðin svo hávær vegna landhelgisdeilunnar við Breta að kalla mátti að um múgsefjun væri að ræða. Þáverandi for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson, stóð óhagganlegur í stuðningi sínum við varnarsamstarfið við Bandaríkin og kallaði yfir sig miklar en tíma- bundnar óvinsældir af þeim sökum. Þessi þekkingarskortur Bandaríkjamanna á íslenzkum málefnum er eitt mesta vandamálið sem við er að stríða í samskiptum við þá nú. Í því sambandi er ástæða til að benda á að grein eftir dr. Val Ingimundarson um þessi málefni, sem birtist í International Herald Tribune fyr- ir viku, hefur bersýnilega vakið mikla athygli þar sem máli skiptir og orðið til þess að auka skilning þeirra sem við sögu koma á sjón- armiðum Íslendinga varðandi varnarstöðina. Það er t.d. ótrúlegur þekkingarskortur og skilningsskortur á afstöðu Íslendinga og til- finningum Íslendinga sem lýsir sér í því að varnarliðið skyldi yfirleitt taka við varnarliðs- manninum á dögunum úr því þeir töldu sig ekki geta gætt hans á annan veg en þeir hafa gert. Úr því að svo var áttu þeir að sjálfsögðu að hafna því að taka við manninum ef þeir höfðu þá yfirleitt nokkurn áhuga á því að eiga vinsamleg og jákvæð samskipti við okkur Ís- lendinga um það mál. Í þessu tölublaði Morg- unblaðsins kemur reyndar fram að varnarliðið hafi nú sett manninn í eins konar stofufangelsi. Ef samskipti Bandaríkjamanna við aðrar þjóðir einkennast af sama þekkingarleysi á þeirra málum og sama skilningsskorti á tilfinn- ingum annarra þjóða og við Íslendingar höfum kynnzt á löngum tíma er kannski ekki við góðu að búast. Vandinn er óleystur Bæði þau málefni, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, deilurnar um varnar- liðsmanninn og ágreiningsefnin um framtíð varnarsamstarfsins, verður að leysa. Þau verða ekki leyst nema Bandaríkjamenn taki tillit til sjónarmiða okkar Íslendinga. Ef þeir telja sig ekki þurfa að taka neitt tillit til okkar afstöðu verður það svo að vera. En þá geta þeir heldur ekki búizt við því að við hlustum á þeirra sjón- armið. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með því í umræðunum um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík að Bandaríkjamenn sýnast leggja nokkra áherzlu á að halda áfram kafbátaleit- arflugi frá Keflavík til þess að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta á Norður-Atlants- hafi. Rússar sjálfir segja að það sé vegna þess að Bandaríkjamenn geti hvergi nokkurs staðar í þessum heimshluta fundið jafngóða aðstöðu til þess og hér á Íslandi. Hvernig geta Banda- ríkjamenn búizt við því að við Íslendingar hlustum á þeirra sjónarmið í þessu sambandi ef þeir vilja ekki taka tillit til afstöðu okkar á öðrum sviðum? Það vakti nokkra athygli að þeir fluttu þrjár af fimm björgunarþyrlum á Keflavíkurflugvelli til Afríku fyrir skömmu og segja að þær komi aftur. Hvað svo sem sagt er í Washington er auðvitað alveg ljóst að þyrlurnar þrjár eru fluttar til Afríku til þess að minna íslenzk stjórnvöld á að þeir geti farið sínu fram. Bandaríkjamenn hafa áður flutt flugvélar frá Keflavíkurflugvelli, sagt að þær kæmu aftur án þess að standa við þau loforð. Í samskiptum okkar við Bandaríkjamenn vegna þessara mála hljótum við Íslendingar að byggja á sögulegum pólitískum forsendum, þeim rökum sem lágu til grundvallar komu varnarliðsins hingað árið 1951. Það skiptir engu þótt embættismenn nútímans segi að slíkar sögulegar forsendur heyri fortíðinni til. Þeir sem ábyrgðina bera eru hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar. Þeir verða að standa fyr- ir máli sínu gagnvart íslenzku þjóðinni. Í árdaga lýðveldisins eftir margra alda bar- áttu fyrir því að öðlast sjálfstæði var það grundvallaratriði í hinni pólitísku afstöðu okk- ar Íslendinga að hér yrði ekki erlendur her á friðartímum og að bandaríska varnarliðið væri hingað komið annars vegar til að tryggja varn- ir Íslands og hins vegar sem framlag okkar Ís- lendinga til sameiginlegra varna hinna frjálsu þjóða heims. Á þesum grundvallaratriðum hljótum við að byggja enn í dag. Telji Bandaríkjamenn ekki lengur ástæðu til að tryggja varnir Íslands með þeim hætti sem íslenzk stjórnvöld telja viðunandi geta þeir ekki búizt við því að við látum af hendi land til þess að þeir geti sinnt öðrum verkefnum sem þeir telja nauðsynleg fyrir sig en hafa að þeirra eigin sögn ekkert með varnir Íslands að gera. Þá stöndum við Íslendingar frammi fyrir því að endurmeta afstöðu okkar í öryggismálum okkar og hljótum að gera það á eigin for- sendum. Þeir Íslendingar sem spyrja sjálfa sig um þessar mundir hvort of langt sé gengið af okkar hálfu í viðræðum og samskiptum við Bandaríkjamenn verða að hafa hugfast að það hafa alltaf komið þeir tímar í þessum sam- skiptum sem við höfum orðið að segja: hingað og ekki lengra. Skýrt dæmi um það var þegar Geir Hall- grímsson kom í utanríkisráðuneytið vorið 1983 og komst að raun um að Bandaríkjamenn höfðu þá í allmörg ár ekki sinnt þeirri sjálf- sögðu skyldu að leita leyfis íslenzkra stjórn- valda til ákveðinna athafna sem snertu þá og aðrar þjóðir innan Atlantshafsbandalagsins. Þeim var þá þegar gert ljóst að þeir voru í samskiptum við sjálfstæða þjóð. Það er óskemmtilegt að standa í deilum við gamla vini og í þessu tilviki á það af okkar hálfu við um Bandaríkjamenn. Kannski eru þeir sem ráða ríkjum í stjórnarskrifstofum í Washington um þessar mundir þeirrar skoð- unar að Bandaríkjamenn þurfi ekki á vinum að halda. Vonandi verður það ekki of sársauka- fullt fyrir þá að komast að raun um fyrr en síð- ar að þeir eru ekki einir í heiminum. Morgunblaðið/Golli „Þekkingarleysi þeirra fulltrúa Bandaríkjastjórnar, sem eiga samskipti við Íslendinga, er eitt af vandamálunum í samskiptum þessara tveggja ríkja og hef- ur verið það alla tíð eins og fram kom í tilvísun til ummæla Hans G. Andersens hér áðan. Í sendiráði Bandaríkjanna á Ís- landi koma menn og fara. Í yfirstjórn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli koma menn og fara. Í utanríkisráðuneyt- inu í Washington, að ekki sé nú talað um varnarmálaráðu- neytið, koma menn og fara. Svo virðist sem í þessum stjórn- stöðvum Bandaríkja- manna sé ekki fyrir að fara og hafi aldrei verið til staðar ein- hver varanleg þekk- ing á íslenzkum mál- um.“ Laugardagur 19. júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.