Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nú er bál brunnið,
banalín spunnið,
tregatár runnið,
torrek lífs unnið…
(M. Joch.)
Ofanritað er brot úr erfiljóði sem
ort var fyrir rúmri öld eftir mik-
ilhæfan embættismann. Orðin
koma nú í hug við fráfall Friðjóns
Guðröðarsonar sýslumanns sem
látinn er um aldur fram – harm-
dauði öllum þeim sem til þekkja og
samfylgdar hans nutu um farinn
veg. Nú er sá lífslogi slökktur sem
svo glatt og skært brann og flest-
um betur lýsti og yljaði í kringum
sig. Lengi mun elda eftir af þeim
loga um Rangárþing, að lokinni 16
ára farsælli þjónustu sýslumanns
og menningarfrömuðar.
Friðjón var að vísu orðinn reynd-
ur og ráðsettur embættismaður
þegar hann gerðist sýslumaður
okkar Rangæinga. Samt fylgdi hon-
um ferskur og framandi blær, svo
að ýmsum þótti jafnvel nóg um
frjálslega framgönguna og allt að
því ógætilegt orðavalið, eins og það
kunni að hljóma í eyrum hinna orð-
prúðu og varkáru heimamanna. En
fljótt mátti reyna að „hjartað var
gott sem undir sló“. Og fyrr en
varði var traustið unnið og honum
falin margvísleg trúnaðarstörf í
héraði, – eins og raun hafði á orðið
hvar sem hann kom að málum á
starfsævi sinni.
Fyrr á tíð var einatt rætt um
„yfirvaldið“ þegar sýslumenn bar á
góma. Það var þeirra titill í munni
almennings. Ekki var trútt um að
þeir sumir hverjir mikluðust af
valdi sínu, og létu á því kenna, –
rétt eins og vikið er að í guðspjöll-
unum um höfðingja og yfirvöld
þeirra tíma. En þar er slíkri hegð-
un hafnað og boðað að sá sem vilji
fara fyrir öðrum skuli vera til þjón-
ustu reiðubúinn. Að þeirri kenn-
ingu hallaðist Friðjón sýslumaður
ótvírætt í allri sinni embættis-
færslu, – vildi leysa úr málum með
lagni og leiða þá sem afvega fóru til
réttra vega.
Forysta hans og frumkvæði í fé-
lags- og menningarmálum var af
sömu rótum sprottin, einlægum
vilja til þjónustu í þágu almennings
og samfélags. Hann var alla tíð
ótrauður samvinnu- og fé-
lagshyggjumaður sem hafði alhliða
hagsmuni fjöldans fyrir augum
framar sínum eigin. Allt lífsstarf
hans var unnið í þeim anda. Það
var borið uppi af trú hans og lífs-
skoðun. Samofin þessu var afstaða
Friðjóns til kirkjunnar. Hann var
virkur í starfi hennar og sótti guðs-
þjónustur á helgum og hátíðum, –
og gegndi störfum í safnaðarstjórn
um skeið.
Hann sótti einnig námskeið á
vegum leikmannaskóla Þjóðkirkj-
unnar og tók þátt í nefndastörfum
og öðrum félags- og fundarstörfum
á vegum kirkjunnar. Meðal annars
var hann formaður byggingar-
nefndar safnkirkjunnar í Skógum,
sem vígð var hinn 14. júní 1998.
Ljúft er að minnast samveru-
stunda með þeim Friðjóni og Ing-
unni Jensdóttur konu hans í
Breiðabólstaðarkirkju, m.a. hvern
nýársdag um árabil, – og ekki síður
líflegra samræðna yfir kirkjukaffi á
prestssetrinu eftir guðsþjónustu.
Skylt er að þakka uppörvun og
stuðning í kirkjustarfinu svo og
þær mörgu björtu og glöðu stundir
sem svo mörgum veittust fyrir and-
legt fjör og snerpu, orðkynngi og
hnyttinyrði Friðjóns sýslumanns.
Honum var lagið, flestum betur, að
FRIÐJÓN
GUÐRÖÐARSON
✝ Friðjón Guðröð-arson fæddist í
Neskaupstað 1.
ágúst 1936. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 10.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 17.
júlí.
breyta hversdagsleik-
anum í hátíð, – bæði
með gjöfulli návist
sinni og með óþreyt-
andi elju sinni og
atorku í þágu menn-
ingarmála í héraði.
Í því naut hann líka
öflugs stuðnings hinn-
ar fjölhæfu listakonu,
Ingunnar eiginkonu
sinnar. Rangæingar
eiga þeim mikla þökk
að gjalda og hefðu
vissulega kosið að fá
að njóta samvista við
þau lengur.
Fljótlega eftir komu sína í Rang-
árþing eignuðust þau dálitla land-
spildu í Múlakoti í Fljótshlíð og
ræktuðu þar upp fagran og fjöl-
breyttan gróðurreit undir háum
hamravegg með niðandi fossi á
aðra hönd. Þessi yndisreitur þeirra
mun áfram verða sem tákn og
dæmi um þá alúð sem Friðjón lagði
í störf sín og þjónustu alla – og þau
áhrif sem hann lætur eftir sig í
mannlífi og menningu héraðsbúa.
Starfsferli Friðjóns verður ekki
lýst í þessum fáu orðum, svo víða
sem hann kom að verki. Aðrir
munu bæta þar um og gera skil
öðrum þáttum í lífsstarfi hans. Að-
eins skal komið að þakklæti fyrir
dýrmæt kynni og vináttu Friðjóns
og Ingunnar í garð okkar Ingi-
bjargar og að lokum minnst
ánægjulegs samstarfs og fé-
lagsskapar í Rótarýklúbbi Rang-
æinga, sem Friðjón átti sinn stóra
þátt í að lífga og fjörga marga
stund. Ekki síst er eftirminnileg
Rómarför okkar klúbbfélaganna
með mökum okkar sl. haust. Þá
gekk Friðjón ekki heill til skógar
vegna hins válega sjúkdóms sem nú
hefur umskiptum valdið. Þrátt fyrir
það hélt hann reisn sinni og hug-
arstyrk og hélt til jafns við aðra í
skoðunarferðum og skemmtileg-
heitum. Þar var hann enn að hugsa
meira um ferðafélagana en sjálfan
sig, – og þurfti nokkuð til eins og
heilsu hans var háttað. „Lítið ekki
aðeins á eigin hag, heldur einnig
annarra,“ stendur þar. Hann var
lífsskoðun sinni trúr allt til enda.
Við Ingibjörg færum ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímamótum.
Guð blessi minningu Friðjóns
Guðröðarsonar og veiti eiginkonu
hans og ástvinum öllum styrk í
þeirra mikla missi og huggun í sorg
þeirra og söknuði.
Sváfnir
Sveinbjarnarson.
Með Friðjóni Guðröðarsyni er
genginn góður drengur. Friðjóni
kynntist undirrritaður í raun fyrst
eftir að leiðir okkar lágu saman á
vettvangi sýslumanna. Við fyrstu
sýn virtist hann nokkuð hrjúfur og
átti til kaldhæðni. Við nánari kynni
kom í ljós að hlýtt hjarta sló undir
yfirborðinu. Þá rifjaðist upp fyrir
mér að hann hafði liðsinnt foreldr-
um mínum löngu fyrr og þau báru
honum afar vel söguna, sögðu hann
skemmtilegan með afbrigðum. Það
gerðu allir sem honum kynntust.
Þrátt fyrir nokkurn aldursmun
náðum við vel saman. Hann hringdi
til Ísafjarðar, spurði frétta og sýndi
nýjum félaga í stéttinni áhuga. Eðli
hans var að hafa hug á öllu er
skipti einhverju fyrir sýslumenn,
vöxt og viðgang þessa tiltölulega
litla hóps.
Enn er okkur hjónum í minni
heimsókn til þeirra Ingunnar á
Hvolsvöll og í Fljótshlíðina með tví-
burana okkar í frumbernsku. Dag-
urinn sem við áttum með þeim
hjónum var einstakur og þá birtust
allir beztu kostir þeirra beggja.
Það var einstök skemmtun og
fræðsla að njóta samvistanna við
þau. Aðrir verða til að rita um ævi
og störf. En þess er ekki hægt að
láta ógetið að á þeim eina og hálfa
áratug sem Friðjón gegndi emb-
ætti sýslumanns í Rangárvallasýslu
urðu breytingar á starfsvettvangi
sýslumanna, sennilega þær mestu
frá upphafi. Sýslunefndir hurfu og
dómstörf fluttust til sérstakra hér-
aðsdómara. Friðjón var héraðs-
höfðingi í lund og ól með sér mik-
inn metnað fyrir hönd íbúa
sýslunnar. Hann sómdi sér einnig
prýðilega sem dómari.
Á fundi í Brúarlundi í Holtum
síðasta laugardag um afleiðingar
jarðskjálftanna í júní árið 2000
mátti glöggt finna hlýjan hug
heimamanna til Friðjóns, þegar
hans var minnzt. Þar kom einnig
fram skýr sýn hans á framtíðina,
en hann hafði um það forgöngu
löngu fyrir jarðskjálftana að kann-
aður yrði með vísindalegum hætti
styrkur bygginga á Suðurlandi,
hversu líklega þær myndu standast
jarðskjálfta. Ætíð er erfitt að fást
við náttúruhamfarir. Friðjón sýndi
glöggt að hann var vandanum vax-
inn og fór fyrir almannavörnum
með eftirtektarverðum hætti. Hann
hafði tekizt á við annað stórt verk-
efni ríflega þremur árum fyrr þeg-
ar Víkartindur strandaði austan
Þjórsár. Ekki er að efa að hvort
tveggja verkið hefur tekið á. Slíkt
setur mark á manninn. Þess hefur
ekki verið getið að hann var einkar
hirðusamur um sögulegan fróðleik
umhverfisins, bæði í Austur-Skafta-
fellssýslu og síðar í Rangárvalla-
sýslu. Á báðum stöðum var hann
forgöngumaður.
Sýslumenn minnast góðs félaga
og heiðursfélaga í sínum röðum.
Við hjónin söknum vinar og færum
Ingunni Jensdóttur, börnum þeirra
hjóna og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu mæts manns.
Ólafur Helgi
Kjartansson.
Langan og farsælan embættis-
feril Friðjóns Guðröðarsonar sýslu-
manns þekki ég aðeins af afspurn
og þykist viss um að aðrir verði til
að minnast hans að verðleikum. Ég
hef lítillega fylgst með þátttöku
hans í félagsmálum innan þeirra
héraða sem hann hefur þjónað sem
yfirvald og veit hve mikils virði hún
hefur verið, t.a.m. í gerð og útgáfu
héraðsrita og héraðssögu. Það
þekkja þó aðrir miklu betur. Mig
langar aðeins á þessum vettvangi
að tjá persónulegar þakkir til hans
fyrir dýrmæt kynni og samskipti.
Lauslega kynntumst við á náms-
árum fyrir fjórum til fimm áratug-
um, bjuggum þá báðir á stúdenta-
görðunum í Reykjavík. Og tæpum
tuttugu árum seinna tóku börn
hans að sækja til mín í skóla og
endurnýja þannig fyrri kynni okk-
ar.
Allir sem fengist hafa við skóla-
stjórn þekkja hve mikils virði eru
einlæg samskipti við foreldra og
aðra aðstandendur nemendanna.
Þar er um að ræða gagnkvæmar
upplýsingar og kynningu, sem get-
ur jafnvel haft úrslitaáhrif á árang-
ur skólagöngunnar. Líklega er þó
mikilvægust sú uppörvun sem það
veitir starfsmönnum skóla að finna
sífellt áhuga þeirra, sem vænst
þykir um nemendurna, og jákvæð-
an stuðning við alla viðleitni skól-
ans til að verða þeim að liði. Af
þeim fjölmörgu foreldrum, sem ég
skulda þakkir fyrir slík samskipti,
er Friðjón einna eftirminnilegastur
og mest til eftirbreytni. Fjögur
börn og tvær stjúpdætur hefur
hann átt í Menntaskólanum að
Laugarvatni. Og aldrei lét hann hjá
líða að hafa samband við skólann
þegar áföngum lauk eða ástæða
þótti til, ræða um feril þeirra og ár-
angur hverju sinni, og færa skól-
anum þakkir.
Kynni okkar Friðjóns urðu svo
enn nánari þegar Ingunn kona
hans tók að setja á svið leiksýn-
ingar með nemendum mínum í ML,
fyrst árið 1993 og síðast 2002, alls
fimm sýningar með frábærum ár-
angri, þ.á m. stórvirki eins og Fiðl-
arann á þakinu og Kabarett. Frið-
jón sparaði enga fyrirhöfn til að
styðja Ingunni og skólann í þessum
störfum, þar sem oft varð að leggja
nótt við dag. Á þessum árum gafst
okkur Friðjóni oft tækifæri til að
setjast niður og ræða sameiginleg
áhugamál. Þá sannfærðist ég enn
betur um að þar fór víðsýnn mann-
vinur, sem ég er innilega þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast. –
Ingunni og börnunum sendum við
Rannveig einlægar samúðarkveðj-
ur.
Kristinn Kristmundsson.
Margt skapast á mannsævi segir
í Heimskringlu. Í upphafi er
mannsævin óskrifað blað. Smátt og
smátt bætast kaflar í lífssögu
manna, allt eftir því hvað við tökum
okkur fyrir hendur. Ég kynntist
aðeins litlum hluta lífssögu Frið-
jóns Guðröðarsonar, því ég kynnt-
ist honum ekki fyrr en ég flutti aft-
ur í fæðingarbæ minn, Hvolsvöll,
árið 1990 en þá hafði Friðjón verið
sýslumaður Rangæinga frá árinu
1986.
Í gamla daga voru gefnar út
bækur sem hétu: „Þeir sem settu
svip á bæinn“. Það má svo sann-
arlega segja að Friðjón Guðröð-
arson hafi verið einn þeirra sem
settu svip á bæinn. Hann var höfð-
inglegur í fasi, smekklega klæddur,
var einstakur húmoristi, kryddaði
skemmtilega í einstakri frásagnar-
gleði og sá spaugilegu hliðarnar á
lífinu og tilverunni á hverju sem
gekk. Um leið var Friðjón myndug-
ur sýslumaður sem vildi þegnum
sínum vel. Hann var afar tryggur
og hugulsamur. Hann reyndist
þeim vel sem til hans leituðu og var
drengur góður. Hann var mikill
fagurkeri, áhugamaður um listir og
menningu og átti mörg falleg lista-
verk. Heimili hans og Ingunnar
Jensdóttur konu hans, var sérlega
fallegt og menningarlegt, þar fóru
áhugamál þeirra hjóna saman. Á
sama hátt skreytti hann sýsluskrif-
stofuna með fallegum málverkum
bæði með listaverkum eftir heima-
menn og aðra listamenn. Slíkt hef-
ur mikið menningarlegt gildi fyrir
íbúana og eykur virðingu og áhuga
fyrir listsköpun á svæðinu. Hann
var ákaflega slyngur að stýra
mannamótum og fundum og glæða
slíka mannfagnaði lífi og krafti um
leið og hann kappkostaði að ná
settu marki. Þegar Friðjón hélt
upp á sextugsafmæli sitt í unaðs-
reit þeirra hjóna í Múlakoti í
Fljótshlíð, sagði einhver ræðu-
manna að svona ættu sýslumenn að
vera. Það eru orð að sönnu. Friðjón
var samvinnu- og framsóknarmað-
ur af lífi og sál enda sprottin úr
slíku umhverfi og er ég honum afar
þakklátur fyrir góða liðveislu, hjálp
og stuðning í pólitísku starfi.
Það skiptir lítil og stór samfélög
miklu máli að eiga góða embætt-
ismenn sem taka þátt í mannlífinu
og láta af sér gott leiða. Friðjón
Guðröðarson var einn þeirra. Hann
lagði gjörva hönd á menningarlíf
okkar Rangæinga, var mikill
áhugamaður um útgáfu héraðsrits-
ins Goðasteins og stýrði útgáfu
þess um tíma. Hann var einn að-
alhvatamaður að áframhaldandi
uppbyggingu Byggðasafnsins að
Skógum, ásamt með Þórði Tóm-
assyni safnverði. Þau áform eru
löng í höfn. Hann var einn öflugasti
félaginn í Oddafélaginu. Friðjón
var áhugamaður um uppbyggingu í
sýslunni og áhugasamur um vöxt
og velferð á Hvolsvelli, það fann ég
vel þegar ég var sveitarstjóri á
staðnum, hann gladdist yfir hverju
framfaraspori. Í Rotaryklúbbi
Rangæinga var hann hrókur alls
fagnaðar og einn af máttarstólpum
klúbbsins. Á ári hverju fór hann í
pílagrímsför á heimaslóðir sínar í
Neskaupstað og kom þá alltaf
tvíefldur til baka. Þangað fór hann
til þess að hlaða batteríin eins og
hann kallaði það. Sögurnar mögn-
uðust alltaf eftir heimsókn í átthag-
ana, ,,kryddblandan var ferskari og
lýsingarnar skrautlegri“ eftir að
hafa teygað sjávarloftið.
Margir Rangæingar urðu í senn
hálf kindarlegir á svipinn og óvið-
búnir þegar sýslumaður þeirra tók
að finna ýmis gælunöfn á þegnana.
Þeir áttu þessu ekki að venjast, en
innan tíðar fóru þeir að henda gam-
an að þessu uppátæki sýslumanns
og voru mörg þeirra lýsandi fyrir
viðkomandi persónu. Svo var komið
að menn urðu jafnvel stoltir af
nafngiftunum. Þannig kallaði hann
mig t.d. Ármann á Alþingi og bað
um Ármann á Alþingi, þegar hann
þurfti að hafa samband í gegnum
Alþingi og skilaboðin bárust mér
frá símavörðunum sem áttuðu sig
fljótlega á þessum uppátækjum
sýslumannsins og þá fór ekkert á
milli mála um hvern var beðið eða
hver var hinum megin á línunni.
Um langt árabil störfuðu foreldr-
ar mínir hjá Sýslumannsembættinu
í Rangárvallasýslu. Friðjón þótti
góður húsbóndi eins og reyndar
forverar hans. Þannig háttaði til að
þau létu af störfum fyrir aldurs-
sakir einmitt í embættistíð Frið-
jóns. Það var til mikillar fyrir-
myndar hvernig að starfslokum bar
og á hvern hátt hann þakkaði þeim
störf sín við embættið. Það var
táknrænt fyrir trygglyndi hans,
vinfestu og myndarskap.
Friðjón ákvað að hætta sem
sýslumaður þegar hann varð 65 ára
– áform hans voru að njóta efri ár-
anna. Því miður brugðust þeir
draumar Friðjóns, því óhægt er
forlögin að flýja og það verður
fram að koma sem ætlað er, segir í
Njálssögu. Lífssögu hans lauk 10.
júlí sl. þegar hann lést eftir erfið
veikindi. Minningin lifir um litríka
og sterka persónu. Borgfirska
skáldið, Guðmundur Böðvarsson,
yrkir um dauðann:
Við dauðans fljót, sem þrumir þungt
í þögn á milli landa
við munum síð á sömu strönd
í sömu sporum standa.
Við Steinunn vottum Ingunni
Jensdóttur og börnum og öðrum
aðstandendum samúð okkar og
þökkum Friðjóni samfylgdina.
Ísólfur
Gylfi Pálmason.
Vinir berast burt með tímans
straumi, kvað Jónas Hallgrímsson.
Það segir líka einhvers staðar að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Ég sakna Friðjóns
Guðröðarsonar vinar míns.
Samverustundirnar voru stopul-
ar síðari árin en þeim mun kærari
þegar við hittumst.
Ég kynntist Friðjóni lítillega eft-
ir að ég flutti ásamt fjölskyldu
minni til Hornafjarðar haustið
1975.
Það var svo eftir að hann réð
mig sem framkvæmdastjóra Elli-/
hjúkrunar- og fæðingarheimilis
Austur-Skaftafellssýslu síðla árs
1982, að reglubundin samskipti
komust á og úr varð vinátta sem
varaði til þessa dags.
Friðjón var vinur vina sinna,
trygglyndur, heilsteyptur og raun-
góður.
Sýslumaðurinn Friðjón var afar
mildur og réttsýnn og tillitssamur
við þá sem áttu í erfiðleikum. Yf-
irvaldið leitaðist við að aðstoða fólk
út úr vanda þess í stað þess að
stikla endilega á lagabókstöfum.
En hann kunni líka að taka á mál-
um þegar svo bar undir.
Framfaramál voru Friðjóni of-
arlega í huga og kom hann iðulega
að verki þar sem slíkar bollalegg-
ingar voru uppi. Elli-/hjúkrunar- og
fæðingarheimili Austur-Skaftafells-
sýslu er þar efst á blaði en hann
átti mikinn þátt í stofnun þess og
rekstri á meðan hann bjó á Horna-
firði. Hann var einn af stofnendum
héraðsritsins Skaftfellings, svo og
vikublaðsins Eystrahorns. Friðjón
kom mikið við sögu endurbygging-
ar Gömlu búðar á Höfn til nytja
sem náttúrugripa- og byggðasafns
og fleira mætti nefna.
Aukinheldur var Friðjón bráð-
skemmtilegur og sérdeilis glúrinn í
orðavali að ekki sé minnst á ýmis
gælunöfn sem hann tíndi til sjálfum
sér og öðrum til skemmtunar.
Orðalengingar voru ekki til siðs hjá
honum eður lopateygingar.
Friðjón var á vissan hátt örlaga-
valdur í lífi mínu, hafði trú á getu
minni og framtaki og fyrir það er
ég honum ævarandi þakklátur.
Ég kveð vin minn með sárum
söknuði.
Þér, Ingunni, og börnunum öll-
um sendi ég innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ásmundur Gíslason.