Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 41 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLL AGNAR PÁLSSON fyrrv. yfirdýralæknir, Sóleyjargötu 7, sem lést fimmtudaginn 10. júlí, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudag- inn 22. júlí kl. 13.30. Kirsten Henriksen, Hlín Helga Pálsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Vigdís Hallfríður Pálsdóttir, Kristín Helga Þórarinsdóttir, Tómas Þorsteinsson, Páll Agnar Þórarinsson, Helga Lára Ólafsdóttir, Magnús Björn Ólafsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HÖRÐUR ÓLAFSSON, Kveldúlfsgötu 6, Borgarnesi, er andaðist fimmtudaginn 10. júlí, verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju mánudaginn 21. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún María Harðardóttir, Sigmundur Halldórsson, Hilmar Harðarson, Kristín Pétursdóttir, afabörn og langafabörn, Helgi Jónas Ólafsson, Eyrún Kristjánsdóttir. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og margvíslegan stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur minnar, KATRÍNAR EMMU MARÍUDÓTTUR HALE, Hólmgarði 40, Reykjavík. Fyrir hönd annarra aðstandenda, María Gunnlaugsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR JÓELSSON kaupmaður, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 13. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lóa Bjarnadóttir, Margrét Geirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Bjarni Geirsson, Guðrún Sverrisdóttir, Ingvar Geirsson, Gyða Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN EMIL BJÖRNSSON skipasmiður, Lágengi 23, Selfossi, áður Tunguvegi 13, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 10. júlí var jarðsunginn í kyrrþey föstudaginn 18. júlí. Elsa V. Backman, Sigurbjörn Ernst Björnsson, Ingrid Björnsdóttir, Katrín Súsanna Björnsdóttir, Anna Soffía Björnsdóttir, Elsa Birna Björnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Sigbjörn Björns-son fæddist á Surtsstöðum í Jökuls- árhlíð 26. október 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Norðfirði hinn 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigrún Jó- hannesdóttir frá Syðri-Vík í Vopna- firði, f. 3. maí 1891, d. 11. október 1984, og Björn Sigbjörnsson frá Surtsstöðum, f. 14. september 1884, d. 19. desember 1957. Systkini Sigbjörns eru: Jó- hanna, f. 27. febrúar 1912, Sigur- björg, f. 5. október 1914, d. 25. ágúst 1995, Jóhann Eiríkur, f. 28. desem- ber 1921, d. 3. sept- ember 2000, Guðrún Ragnheiður, f. 26. desember 1925, og Gunnsteinn Bragi, f. 28. nóvember 1929. Sigbjörn var ókvæntur og barn- laus. Hann bjó lengst af á Surtsstöðum, ásamt Braga bróður sínum og Steinunni konu hans, en fluttist að Lagarfelli 11 í Fellabæ árið 1981 og átti þar heima til dauðadags. Útför Sigbjörns var gerð frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 12. júlí. Elsku Bjössi frændi. Þá hafa leiðir skilið og þú horfið til annarra heima. Ekki kom mér til hugar þegar við kvöddumst á sjúkra- húsinu á Norðfirði að þú ættir svo fáa daga ólifaða, þó svo að sjúkleiki sækti að og aldur færðist yfir. Ef til vill vissir þú betur, því hugurinn var skýr sem fyrr, en að venju kvartaðir þú ekki né ræddir þínar þjáningar. Okkur hefur verið tjáð að andlát þitt hafi orðið hægt og hljótt, líkt og lífs- stíll þinn var, og þannig trúi ég að þú hafir kosið þér að kveðja þennan heim. Eftir sitja ættingjar og vinir og minnast ánægjulegra samveru- stunda og þar er af nógu að taka. Nú líta menn ekki lengur inn í kaffi á Lagarfelli 11 til að rifja upp með þér liðna atburði og fletta upp í þínu skarpa minni, einhverju því sem aðr- ir höfðu ekki á reiðum höndum. Þar kom ekki að sök þótt skólaganga þín á yngri árum mældist álíka í vikum og nú er talin í árum hjá okkar kyn- slóð. Þú aflaðir þér fróðleiks með lestri og mundir það sem þú last, heyrðir og sást. Gaman var að fylgj- ast með þér, í þau fáu skipti sem við ferðuðumst saman um landið, því þó að þú hefðir aldrei komið á þær slóð- ir sem við fórum um virtist þú þekkja þar hverja laut og þúfu. Það var líka oft gaman þegar ég, lítill pjakkur, fékk að fara með þér á beitarhúsin. Það var mikið ferðalag fyrir litla fætur og þá var gott að fá að halda í trausta og hlýja hönd til að létta göngu. Ekki spillti svo að hlusta á allar sögurnar, vísurnar og ævin- týrin sem þú sagðir mér á leiðinni. Sumt var eflaust spunnið á staðnum en annað nokkuð eftir bókinni. Við tveir á heimleið á tunglskinsbjörtu vetrarkvöldi með glampandi svell- glotta og ískristalla allt í kring. Þetta er ljúf minning. Ekki er ég eina barnið sem naut samvista við þig. Þar veit ég að margir hugsa hlýtt til þín þegar litið er til baka. Þó svo að þú hafir sjálfur ekki eignast börn átti Bjössi frændi, með stóru f-i, stóran barnahóp. Næmi þín á börn var líka mikil. Oft dáðumst við hjónin að því, er þú á efri árum fórst sjálfur að velja, kaupa og pakka inn gjöfum til krakk- anna okkar. Stórar sem smáar hittu þær alltaf beint í mark og hefðum við foreldrarnir ekki getað gert betur. Ekki reyndist þú síður þeim sem á hallaði. Alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd og fékkst þá aldrei um eigin þarfir né langanir. „Sælla er að gefa en þiggja,“ hafa eflaust verið þín ein- kunnarorð þó svo að upphátt væru þau ekki sögð. Þær eru margar og góðar minn- ingarnar sem koma upp í hugann á kveðjustund en þær geymi ég áfram og hef fyrir mig. Þinn stíll var aldrei að tala um eigið ágæti, eða annað sem snerti sjálfan þig, og það mun ég að framansögðu virða. Við fjölskyld- an á Mánatröðinni þökkum þér allt stórt og smátt en umfram allt sam- fylgdina á lífsleiðinni, trygglyndið og traustið. Þótt þín sé sárt saknað á þessari stundu verður minningin um Bjössa frænda ætíð björt í huga okk- ar og lýsir upp, beri skugga á. Guð blessi þig. Stefán Bragason. Takk elsku Bjössi, takk fyrir allt. Takk fyrir að vera svona góður frændi. Takk fyrir að vera svona góður afabróðir og í raun meira ein það. Takk fyrir að vera hlýr og gef- andi því það er aldrei nóg af hlýju. Takk fyrir að vera brosandi og skemmtilegur. Takk fyrir að vera hafsjór af fróðleik. Takk fyrir allar samverustundirnar þegar ég kom og gisti á Lagarfellinu. Takk fyrir að klappa á kollinn á mér þegar ég var í heimsókn. Takk fyrir gönguferðirn- ar í Fellunum. Takk fyrir samveruna í sveitinni þegar við vorum saman í sauðburðinum á Surtsstöðum hjá Bjössa og Sjöfn. Takk fyrir litlu hlut- ina sem gefa lífinu gildi. Takk fyrir að setja tvíbökuna í kaffið því litlum snáða fannst það skrítið þar sem venjan var að setja hana í kakó. Takk fyrir að nota randalínuna hennar ömmu sem ofanálegg á brauðið. Takk fyrir ferðalagið á Snæfellsnes- ið þar sem þú fékkst stóru rækjuna með fálmurunum ofan á fiskinn. Takk fyrir að sitja í brúna stólnum og taka veðrið. Takk fyrir páskaegg- in. Takk fyrir jólagjafirnar sem voru svo vandlega inn pakkaðar að maður var lengi að föndra við að opna þær. Takk fyrir öll jólaboðin á jóladag, þín verður sárt saknað í því næsta. Takk, elsku Bjössi, takk fyrir allt. Guðjón Bragi. Nú er hann Sigbjörn föðurbróðir minn látinn og þá staldrar hugurinn við og reikar um liðna daga. Bjössi frændi, eins og við kölluð- um hann, var alltaf stór hluti af lífi okkar systkinanna þar sem hann átti alltaf heima með foreldrum okkar. Hann stundaði fjárbúskap með þeim á Surtsstöðum til ársins 1981 en þá fluttu þau í Fellabæinn þar sem hann starfaði í yfir tíu ár hjá Verslunar- félagi Austurlands. Hann var hlédrægur, traustur og ljúfur maður sem hugsaði fremur um hag annarra en sinn eigin og kvart- aði aldrei – það var ekki hans stíll. Hann var mjög barngóður og hafði gaman af því að gleðja börn í kring- um sig, nutum við systkinabörn hans þess í ríkum mæli og svo okkar börn síðar. Oft lagði hann höndina á lítinn koll og svo kom sérstakt bros á and- lit hans sem sagði meira en nokkur orð. Bjössi var mikið náttúrubarn og naut þess að ganga um landið tím- unum saman og gefa gætur að dýr- um og landslagi. Sem lítil stelpa minnist ég m.a. margra gönguferða með honum, ýmist til að líta eftir kindum eða bara ganga um landið, þar sem gjarnan var staldrað við á mel og skoðaðir athyglisverðir stein- ar eða þá að við fundum fallegt blóm sem vert var að skoða nánar. Á sumrin fundum við stundum fugla- hreiður í gönguferðunum, en þá mátti ekki trufla nema þá rétt til að kíkja á eggin. Fuglarnir áttu að fá frið á hreiðrinu sínu. Þegar þreytan fór að segja til sín á göngunni var gott að geta laumað lítilli hendi í lófa frænda og hlusta á sögur eða frá- sagnir sem hann kunni urmul af. Bjössi var mjög fróður og víðles- inn og var stundum leitað til hans þegar verið var að rifja upp ein- hverja atburði. Ef hann hafði ekki svar á reiðum höndum þá átti hann það til að hverfa inn til sín og koma svo skömmu seinna með bók í hönd- unum sem svaraði spurningunni. Hann þekkti vel landið okkar, bæði af bókum og útvarpi og síðar einnig af sjónvarpi, þótt hann ferðaðist ekki mikið um það sjálfur. Mér er minn- isstætt ferðalag sem hann fór með okkur bróður mínum og fjölskyldu hringinn með vikudvöl á Snæfells- nesi. Hann þuldi upp bæi, ár og ýmis örnefni á leiðinni, áður en komið var að þeim, og gjarnan fylgdu með sög- ur af viðeigandi stöðum. Þetta hafði hann þá lesið um eða horft á í sjón- varpi og staðsett svo vel í huga sér. Nú er kallið komið og að leiðar- lokum ylja okkur minningarnar um þig, elsku frændi. Þær eru okkur dýrmætar og þær munum við geyma með okkur. Þakk fyrir samfylgdina. Snærún Bragadóttir og fjölskylda. SIGBJÖRN BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.