Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 45

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 45
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 45 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Mjög gott bakarí í stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni.  Ísbúð, videó og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tækifæri.  Höfum ýmis góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum. Hótel og veitingastaður með mikla sér- stöðu. Rekstrarleiga með kauprétti kemur til greina fyrir vandað fólk.  Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir möguleikar.  Glæsileg snyrtivöruverslun í miðbænum.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.  Söluturn og videóleiga í Hafnarfirði, tilvalið sem fyrsta fyrirtækið, verð 4,5 m. kr.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum, tryggur kúnnahópur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Framleiðslubakarí í Hafnarfirði með eða án verslunar.Tilvalið fyrir bakara sem langar í eigin rekstur.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Glæsileg videósjoppa í vesturbænum með langa og góða rekstrarsögu. 60 m. kr. ársvelta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eigin innflutningur. Auð- veld kaup.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. Velta síðasta árs 40 m. kr. og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó, gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Algjör bylting gegn aukakílóunum! Sló öll sölumet í Bandaríkjunum árið 2002 thermo complete Ný vara frá Herbalife Nú geta ALLIR sem þurfa losað sig við aukakílóin - hvað sem þau eru mörg Nánari upplýsingar í síma 515 8899 Geymið auglýsinguna ÞAÐ er dá-lítið erfittað segjatil um íhvaða röð Jesús kallaði læri- sveinana til sín, því guðspjöllunum ber ekki alveg saman um það. En í Jó- hannesarguðspjalli virðist Andrés fyrstur og með hon- um einhver annar, ónefndur. Orðrétt segir þar: Daginn eftir var Jóhann- es [skírari] þar aftur staddur og tveir læri- sveinar hans. Hann sér Jesú á gangi og segir: „Sjá, Guðs lamb.“ Læri- sveinar hans tveir heyrðu orð hans og fóru á eftir Jesú. Jesús sneri sér við, sá þá koma á eftir sér og sagði við þá: „Hvers leitið þið?“ Þeir svara: „Rabbí (það þýðir meistari), hvar dvelst þú?“ Hann segir: „Komið og sjáið.“ Þeir komu og sáu, hvar hann dvaldist, og voru hjá honum þann dag. Þetta var síðdegis. Annar þessara tveggja, sem heyrðu orð Jó- hannesar og fóru á eftir Jesú, var Andrés, bróðir Símonar Péturs. Flestir hallast að því, að hinn sé Jóhannes, frumhöfundur um- rædds guðspjalls, er sökum hóg- værðar og lítillætis vill ekki troða sér inn í frásögnina undir nafni, hvorki þarna né annars staðar. Það styður ennfremur þessa til- gátu, að í öllu skrifinu er ekki heldur minnst á Jakob, eldri bróð- ur hans. Þeir voru Galíleumenn, eins og Andrés og Pétur, og sömuleiðis fæddir í Betsaída. Foreldrar þeirra voru Salóme, móðursystir Jesú, að því er virðist, og útgerð- armaðurinn Sebedeus. Jóhannes er talinn hafa verið yngstur postulanna. Hann er einn af þeim fjórum sem virðast hafa tilheyrt innsta kjarna lærisveina- hópsins. Jesús gaf Sebedeusar- sonum viðurnefnið boanerges, sem er gríska og merkir „þrumu- synir“. Kannski var þetta í gamni sagt, en þeir bræður voru á fyrstu lærisveinaárum sínum ákafamenn í lund og miklir fyrir sér (Mark- úsarguðspjall 9:38; Lúkasarguð- spjall 9:52-56). E.t.v. lá þó dýpri merking í orðum hans. Jóhannes stóð einn postulanna við kross Jesú, á Golgata á föstu- daginn langa, og kom fyrstur þeirra að gröfinni að morgni páskadags. Elsta heimild um tilvist þessa lærisveins er Bréf Páls til Galata- manna (2:9), sem ritað er árið 53; hann er þar, ásamt Jakobi og Pétri, sagður einn af mátt- arstólpum safnaðarins í Jerúsal- em. Talið er að Jóhannes hafi eftir dauða meistarans, upprisu og himnaför verið áfram í Jerúsalem og þar um slóðir, mun lengur en hinir, og ekki fyrr en í kring um 60 lagt af stað með boðskapinn til Litlu-Asíu og sest að í Efesus, bú- ið þar í mörg ár, en verið einn dag- inn snemma á valdatíma Domet- íanusar keisara (81–96) tekinn höndum og sendur til Rómar og þaðan í útlegð til grísku eyj- arinnar Patmos, við strönd núver- andi Tyrklands, þar sem hann rit- aði Opinberunarbókina, í félags- skap arnar, árið 95 eða svo. Eftir dauða keisarans, þegar annar hafði tekið við stjórnartaumunum, Nerva (96–98), fékk postulinn að snúa heim til Efesus, og lifði þar til hárrar elli, eða fast að 100 ár- um, jafnvel lengur, ólíkt félögum sínum og vinum ellefu, sem allir liðu píslarvættisdauða. Og þar í borg á guðspjallið að hafa orðið til. Ekki eru þó allir sammála þess- ari atburðarás. Sagnir eru nefni- lega til um það, að Jóhannes hafi verið deyddur ásamt Jakobi bróð- ur sínum einhvers staðar á ára- bilinu 42-45. En sú frétt þykir ekki eins sannfærandi, ýmissa hluta vegna. En nóg um það. Þrjú bréfa Nýja testamentisins eru við hann kennd, talin rituð á árabilinu 90–100. Sagt er, að þegar kraftar Jó- hannesar voru á þrotum og hann gat ekki lengur komist óstuddur til kirkju, hafi vinir borið hann þangað, og ræða hans verið: „Litlu börn, elskið hvert annað.“ Einkennistákn Jóhannesar er m.a. kaleikur, eins og sést glöggt á myndinni sem fylgir þessum pistli og er eftir flæmska listmál- arann Sir Anthony Van Dyck (1599–1641). Stundum fylgir með vængjaður höggormur eða dreki. Helgisagan þar á bak við segir, að prestur einn við hof gyðjunnar Artemisar eða Díönu í Efesus hafi ætlað að byrla Jóhannesi eitur, en þegar postulinn signdi yfir bik- arinn hljóp þar upp naðra (Satan) og hvarf á braut. Nafnið Jóhannes er hebreskt að uppruna, Jochanan, og merkir eiginlega „Guð hefur sýnt mis- kunn“. Það sést fyrst í rituðu máli hér á landi á 15. öld. Í manntali 1703 var bara einn nafnberi. En hinn 31. desember 2001 báru 929 Íslendingar það sem fyrsta eiginnafn, og 159 sem ann- að. Af því eru leidd nöfnin Jóhann (1965+608), Jón (5567+891), Jens (234+124), Hannes (423+69) og Hans (158+71). Jóhannes er verndardýrlingur Litlu-Asíu. Messudagur hans í vesturkirkjunni er 27. desember, en í austurkirkjunni 8. maí og 26. september. Á íslensku nefnist hann Jónsdagur. Jóhannes sigurdur.aegisson@kirkjan.is Jóhannes Sebedeusson rís einna hæst allra postulanna í minningunni, vegna hjartalags síns og allra verka. Sigurður Ægisson fjallar í dag um þann mann, sem flestir telja að hafi verið „lærisveinninn, sem Jesús elskaði“. Lærisveinarnir 12 SÆLL og blessaður, gamli vinur, Kjartan Lárusson. Mér er bæði ljúft og skylt að svara bréfi þínu til mín sem birtist í Mbl. 17. júlí sl. Þú segist þar vera að svara níðgrein minni um Íslands- glímuna síðustu. Rétt er það að grein mín fjallaði um níðið, mestu meinsemd glímunnar fyrr og síðar, níðið sem stundum setur svartan blett á okkar ágætu þjóðaríþrótt. Þú nefnir þrjú atriði rangt með farin í grein minni og þar hefur þú tekið rétt eftir. Ég sá þau reyndar sjálfur meðan greinin beið birtingar og sendi leiðréttingu til Mbl. nokkru áður en greinin birtist sem því miður komst ekki til skila. Mér þykir leitt að þú skulir ekki átta þig á að skrif mín um glímu hafa ekki þann tilgang að kasta rýrð á persónu einstakra glímumanna. Ég er að gagnrýna frammistöðu glímu- manna og dómara í þeim tilgangi að menn hugleiði hvað hægt sé að gera til úrbóta og koma í veg fyrir að við- ureignir í glímu vinnist með níði eða á annan ósanngjarnan hátt. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að gagnrýna glímu án þess að nefna nöfn glímu- manna. Ég hef til dæmis gagnrýnt glímulag núverandi glímukóngs, Ólafs Sigurðssonar. Þetta á ekkert skylt við persónu hans og utan glímuvallar er Ólafur á margan hátt til fyrirmyndar. Hann hefur hins vegar tileinkað sér þá aðferð við glímu sem nú er mjög í tísku t.d. í boltaíþróttum; að ganga eins langt og dómarar leyfa og helst lengra. Slík aðferð býður níðinu heim og þá kemur til kasta dómara að stemma stigu við því. Þar fannst mér dóm- urum síðustu Íslandsglímu ekki tak- ast vel til þrátt fyrir hástemmdar lofræður þínar um þá. Þeim til afbötunar má segja að fá- ar íþróttir er jafnerfitt að dæma og glímuna og mörkin milli hins leyfi- lega og ólöglega eru stutt og stund- um erfitt að festa auga á þeim. Til- laga mín um að banna handstuðning fram á báðar hendur er til þess að skýra þessi mörk og auðvelda dóm- urum störf sín og koma í veg fyrir að níðið verði verðlaunað með sigri. Þú viðurkennir í bréfinu til mín að einn byltudóm síðustu Íslandsglímu mætti rökræða eftir að hafa skoðað hann á myndbandi. Þar er væntan- lega um að ræða dóminn í úrslita- glímunni þegar Ólafi var dæmdur sigur gegn Pétri Eyþórssyni. Ég trúi ekki að óreyndu að þú, Kjartan Lárusson, sért sáttur við að slík bylta, ólögleg eins og hún var, hafi ráðið úrslitum í Íslandsglímunni 2003. Þú segir, Kjartan minn, að ég hafi skrifað níðgreinar um ágæta glímu- menn á undanförnum árum. Ég kannast ekki við það. Ég hef í mín- um greinum hrósað mörgum ágæt- um glímumönnum fyrir sína glímu og einn besta eiginleika góðs glímu- manns tel ég vera þann að forðast að níða andstæðing sinn. Þeir sem ekki forðast að níða andstæðinginn eru ekki nógu góðir glímumenn að mínu mati og líklega þarf ég ekki að nafn- greina þá fyrir þig því ég held að þú þekkir þá mætavel. Og það er rétt hjá þér að tillögur mínar að glímu- lagabreytingum miða að því að þeir sem leggja lag sitt við níðið verð- launist ekki. Að síðustu, Kjartan, gamli vinur. Hafi ég gleymt því þá vil ég nú þakka þér kærlega fyrir stuðninginn við endurkjör mitt sem formanns GLÍ á sínum tíma alls fimm sinnum og einnig góða samvinnu okkar að glímumálum allan þann tíma og bæði fyrr og síðar. Von mín er sú að okkur takist saman að vinna að því að útrýma níðinu úr glímunni og leiða góða glímu og drengilega til öndvegis í þjóðaríþrótt okkar Ís- lendinga. JÓN M. ÍVARSSON, fyrrverandi formaður Glímusambands Íslands. Íslands- glíman og níðið Frá Jóni M. Ívarssyni: Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.