Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 52

Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 52
52 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4.10, 6.10, 8.10 og 10.10. B i. 12 Sýnd kl. 4, 7 og 10. with english subtitles Sýnd kl. 3.50. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12  X-IÐ 97.7  DV  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. FRUMSÝNING Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 10. Bi.14. SG. DV AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. FRUMSÝNING Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) YO LA TENGO er hljómsveitsem helst höfðar til tónlist-arpælara og -fræðinga; húner ekki líkleg til að ná al- mennum vinsældum þó að tónlistin sé á köflum létt og grípandi, þægileg fyrir eyrað, þá er stundum salt í syk- urkarinu og á eftir sannkallaðri dæg- urperlu kemur skælifetlavein og skruðningar. Yo La Tengo hefur verið að í tæpa tvo áratugi; fyrir nítján árum aug- lýstu þau Ira Kaplan, sem lék á gítar og söng, og Georgia Hubley, sem lék á trommur og söng, eftir samstarfs- mönnum sem áttu vissulega að kunna á hljóðfæri en tónlistarsmekk- urinn skipti meiru; þeir einir áttu að sækja um sem höfðu dálæti á Soft Boys, Mission of Burma og Love. Nokkrir léku með þeim Kaplan og Hubley næstu árin en 1985 var loks komin mynd á sveitina, auk þeirra Kaplan og Hubley voru liðsmenn gít- arleikarinn Dave Schramm og bassaleikarinn Mike Lewis. Þannig skipuð tók sveitin upp fyrstu smá- skífuna og síðan breiðskífuna Ride the Tiger. Sú skipan stóð þó ekki lengi því rétt þegar plantan var kom- in út hættu þeir Schramm og Lewis. Á næstu plötu, New Wave Hot Dogs, sem kom út 1987, lék Stephen Wichnewski á bassa en hann entist ekki nema eina plötu heldur. Næsti bassaleikari var Gene Holder sem stýrði einnig upptökum á plötunni President Yo La Tengo, sem kom út 1989, en vann var bara gestur, ekki fastráðinn. Schramm sneri aftur til að leika með Yo La Tengo inn á plöt- una Fakebook, sem á var safn laga eftir aðra listamenn og einnig ný lög eftir sveitina og endurgerð á einu gömlu Yo La Tengo-lagi. Mannaskipan loks fullmótuð Það var svo ekki fyrr en á fimmtu breiðskífunni, May I Sing With Me sem kom út 1992, að mannaskipan var loks fullmótuð; James McNew tók að sér bassaleikinn og hefur ver- ið í sveitinni síðan. Painful kom 1993, Electr-o-Pura 1995, tveggja diska safn af b-hliðalögum og sjaldheyrð- um og útgefnum lögum sem kallaðist Genius + Love = Yo La Tengo 1996, snilldarskífan I Can Hear the Heart Beating as One kom 1997, And Then Nothing Turned Itself Inside Out 2000, The Sounds of the Sounds of Science 2002 og svo Summer Sun fyrr á þessu ári. Væntanlega kannast einhverjir við sveitina úr myndinni I Shot Andy Warhol, en í henni leikur Yo La Tengo hljómsveitina Velvet Und- erground, sem henni hefur reyndar iðulega verið líkt við, þá helst af þeim sem ekki þekkja báðar sveitirnar. Undanfarin ár hefur sveitin líka verið iðin við sitthvað annað; getið er Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sykur og salt Bandaríska hljómsveitin Yo La Tengo höfðar lík- lega helst til tónlistarpælara og -fræðinga, en flest- ir finna þó eitthvað við sitt hæfi á skífum hennar. Ný plata Yo La Tengo er Summer Sun. HRAFN Jökulsson hefur verið í far- arbroddi í átaki skákfélagsins Hróksins við að auka veg skák- íþróttarinnar. Hann vinnur um þessar mundir að útgáfu tímarits um nýlega ferð Hróksins til Græn- lands þar sem haldið var veglegt skákmót en hann er einnig nýsnú- inn úr ferð um Snæfellsnes, Strandir og Vestfirði þar sem boð- að var „fagnaðarerindi skáklistar- innar,“ eins og hann segir sjálfur. Hvað ertu með í vösunum? Ég er með lyklana að himinblárri Mözdu, sem gegnir hinu mikilvæga hlutverki skákbíls og klink sem á að duga fyrir fyrsta capuccino dagsins á Vegamótum á eftir. Hvað þarf maður meira til að byrja dag- inn? Uppvaskið eða skræla kartöflur? Uppvaskið tvímælalaust. Ég fæ oft innblástur yfir uppvaskinu en aldrei þegar ég skræla kartöflur. Ef þú værir ekki skákfrömuður og blaðamaður, hvað myndirðu þá helst vilja vera? Bóndi í fjarlægri sveit. Ég var sjö sumur í sveit þegar ég var pjakkur og verð forsjóninni sífellt þakklátari fyrir þann tíma. Þar lærði ég að vinna en hafði líka nægan tíma til að hugsa. Ég held að hugsunin sé aldrei tær- ari en þegar maður er tíu ára eða svo. Hefurðu tárast í bíói? Já, rökkvaðir bíósalir eru kjörinn vettvangur til að veita tilfinningun- um ærlega útrás. Reyndar hef ég bara komist einu sinni eða tvisvar á bíó síðasta árið, og því verið fátt um tár. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég byrjaði að sækja tónleika um 1980 þegar rokk og pönk skók Reykjavík. Ég á nokkrar ógleyman- legar myndir í huganum frá Mel- arokki, tónleikum á Melavellinum þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Enginn sérstakur. Ég fæ hins vegar alltaf óbeit á þeim persónum sem eru með einhver leiðindi við Jodie Foster. Ég er búinn að halda með henni síðan við vorum bæði lítil. Hver er þinn helsti veikleiki? Eftir að ég hætti að drekka vín eru það aðallega súkkulaðikökurnar sem ég á erfitt með að standast. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Reynir Traustason, samstarfsmað- ur minn við skipulagningu Græn- landsmótsins, hefur haldið margar ræður til að sýna fram á að ég sé kröfuharður þrælahaldari þegar hlutirnir þurfa að gerast. Ég hugsa að það sé rétt, en kröfuharkan nær reyndar til sjálfs mín líka. Flest lýsingarorð eiga einhvern- tíma við mig, en ég reyni að vera oftar skemmtilegur en leiðinlegur. Bítlarnir eða Stones? Ég var að koma úr landsbyggðar- reisu ásamt skák- drottningu okkar Hróksmanna, Regínu Pokorna. Bítl- arnir voru með í för og sungu. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Ég hef verið að lesa bók Willards Fiskes um skáksögu Íslands, sem prentuð var í Flórens á Ítalíu árið 1905, ári eftir dauða hans. Merki- leg bók eftir ennþá merkilegri mann. Fiske var líklega mesti vel- gjörðarmaður sem Íslendingar hafa eignast. Minningu hans þarf að sýna sóma, og það gerum við best með því að starfa í anda hans. Hvaða lag kveikir blossann? Haukur Morthens klikkar ekki. Að mínu viti var hann einn flottasti söngvari norðan Alpafjalla. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég keypti heilan bunka af diskum þegar ég kom við í 12 tónum. Þar valdi Jóhannes Ágústsson ofan í mig nýjasta skammtinn, en hann er sérfræðingur minn á þessu sviði. Ég segi honum í hvernig skapi ég er og hann finnur viðeig- andi tónlist. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Ég gleymi prakkarastrikum jafnóð- um og verð alltaf jafnhissa þegar ég er minntur á einhver gömul af- rek á því sviði. Þegar ég var strákur langaði mig að setja starfsheitið prakkari í símaskrána. Prakkarar eru ómissandi til að gefa lífinu lit og fjör. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Það voru súrsuðu selshreifarnir sem ég bruddi í rökkvuðu eldhúsi í Ingólfsfirði á Ströndum fyrir tveimur áratugum eða svo. Veru- lega bragðvondur matur, en hitt gerði þó máltíðina enn ógeðfelldari að mér þótti sem ég væri að borða mannshendur. Fær innblástur yfir uppvaski SOS SPURT & SVARAÐ Hrafn Jökulsson Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.