Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið nýtt og glæsilegt útlit og býðst nú betur búinn en áður. Öflugar vélar, tölvustýrð spólvörn, þriggja punkta bílbelti og höfuðpúðar fyrir alla farþega. Flex-7 sætakerfið gerir þér kleift að breyta bílnum eftir þínu höfði á svipstundu. Zafira er glæsilegur án þess að slá af öryggiskröfum. Einstaklega rúmgóðar innréttingar en þó nett útlit gera Opel Zafira að hinum fullkomna fjölskyldubíl. Komdu, skoðaðu og prófaðu! Opel Zafira Öflugar vélar í boði: • 1,8 ltr. 125 hestöfl• 2,0 ltr. sjálfskipt dísilvél 7 mann a Nýtt útlit – meira öryggi Nú hefur fjölskyldan enn fleiri ástæður til þess að fá sér splunkunýjan Opel Zafira. -Þýskt eðalmerkiSævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Ingvar Helgason F í t o n / S Í A F I 0 0 7 5 7 5 Bronsverðlaun á Ólympíuleikum Stærðfræðing- ar út um allt Fertugustu og fjórðuÓlympíukeppninnií stærðfræði, sem haldin var í Tókýó í Japan, lauk í seinustu viku. Ey- vindur Ari Pálson, nýút- skrifaður stúdent af eðlis- fræðibraut 1 frá Menntaskólanum í Reykjavík, vann til brons- verðlauna í keppninni. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í Ólympíu- keppninni? Ég tók þátt í forkeppni í haust þar sem valdir voru samtals fjörutíu þátttak- endur til að taka þátt í úr- slitakeppni sem haldin var í vor. Af þeim hópi voru valdir úr tólf sem komust áfram í norrænu keppnina og af þeim sem best gekk samanlagt voru valdir sex til að keppa og var ég þar á meðal. Íslenska stærð- fræðifélagið og Félag raungreinakennara í framhalds- skólum standa að baki þessu vali. Hefur þú keppt áður í slíkri Ól- ympíukeppni? Ég hef keppt í S-Kóreu, Banda- ríkjunum, Skotlandi og svo núna í Japan. Auk þess hef ég keppt í svokallaðri Eystrasaltskeppni og farið með Eystrasaltsliðinu til Noregs, Þýskalands og Eistlands. Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ævintýri og langar mig að koma á framfæri þakklæti til Kópavogsbæjar fyrir stuðning í gegnum árin. Hvernig fer Ólympíukeppnin fram? Keppnin tekur tvo daga og fá allir keppendurnir sömu sex dæmin og fjóra og hálfan tíma hvorn dag til að leysa þau. Maður er oft spurður: Gott og vel, strák- ar, þrjú dæmi, fjórir og hálfur klukkutími, hvað gerið þið eigin- lega þegar þið eruð búnir að leysa dæmin? Þetta er þó alls ekki svo einfalt því við íslensku keppend- urnir erum í raun þakklátir ef við yfirleitt náum að leysa erfið dæm- in á þessum tíma. Meðal dæma má nefna ójöfnur, fallajöfnur, rúmfræðidæmi, talnafræðidæmi og fléttufræðidæmi. Dæmin eru frumsamin fyrir hverja Ólympíu- keppni. Það er því ekki nóg að vera búinn að skoða öll dæmi í heiminum heldur þarf maður líka að búa yfir stærðfræðilegu innsæi. Hvaðan koma keppendur og á hvaða aldri eru þeir? Keppendur í ár voru fjögur hundruð fimmtíu og þrír, frá átta- tíu og þremur löndum úr öllum heimsálfum. Einna fæst lið koma frá Afríku. Að jafnaði eru sex í liði, stundum færri ef fjármagn viðkomandi lands er takmarkað. Keppendur mega ekki vera orðnir tvítugir þegar þeir taka þátt og ekki vera byrjaðir í háskóla. Ís- lendingarnir eru því oft í eldri kantinum. Í ár var t.d. einn fjór- tán ára frá Armeníu svo að ald- ursbilið er dálítið breitt. Hvernig var að koma til Japans? Það var mögnuð upplifun að koma þangað. Mannþröngin er mikil, háhýsi hvert sem litið er og afar lítið um græn svæði. Manni líður þó ekki illa í þrönginni því lands- menn eru mjög kurteisir og tillits- samir. Við sáum helstu ferða- mannastaðina í Tókýó og fórum í Disneyland. Þá fórum við líka á sushibar enda nauðsynlegt að smakka þjóðarrétti. Við ætluðum að reyna að komast á Súmó- keppni en því miður var uppselt. Hvernig var undirbúningurinn? Um leið og stúdentsprófum lauk í MR tók við þjálfun hjá mér sem stóð allan daginn og fram á kvöld. Við æfðum okkur saman við að leysa dæmi og hlýddum á fyrirlestra. Leiðbeinendur okkar komu víða að, t.d. frá háskólan- um. Þess má geta að mest öll stærð- fræðin sem dæmin byggjast á höfum við ekki lært í skólanum. Við þurftum því að læra mjög mikið aukalega á þeim u.þ.b. eina og hálfa mánuði sem við höfum til undirbúnings. Maður hefur heyrt að Kínverjarnir hafi verið í nokk- ur ár í sérkennslu sem miðar ein- göngu að þessari keppni enda árangur eftir því. Þannig að það er á brattann að sækja hjá okkur. Hvernig er komið í veg fyrir að þjóðum sé mismunað í keppninni? Úr mörg hundruð dæmum sem send eru inn flokkar hópur virtra stærðfræðinga úr dæmi sem þeim líst á. Dómnefndarfulltrúar frá öllum löndunum hittast síðan, ræða dæmin og ákveða hver þeirra skuli nota í keppninni. Ákveðnar reglur eru um að ef eitthvert dæmanna er of líkt dæmi sem tekið hefur verið fyrir í þjálfun ber dómnefndarfulltrúa að tilkynna það. Þannig á það að vera gulltryggt að dæmin séu glæný og að enginn hafi forskot. Hvernig kviknaði stærðfræðiáhuginn hjá þér? Í gagnfræðaskóla tók ég þátt í stærðfræðikeppni á vegum Flensborgarskólans sem Ásgeir Harðarson kom að en hann kenndi mér síðar í MR. Þar tók ég þátt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og komst þar í ólympíuliðið strax í þriðja bekk. Ásgeir var mikill drifkraft- ur, stóð fyrir laugardagsæfingum og stærðfræðikeppnum í MR og á ég honum mikið að þakka. Eyvindur Ari Pálsson  Eyvindur Ari Pálsson er fædd- ur árið 1983. Hann gekk í grunn- skóla í Hafnarfirði en eftir það lá leiðin í Menntaskólann í Reykja- vík þaðan sem hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut 1 í vor. Auk þess að vera mikill áhugamaður um stærðfræði spilar Eyvindur tennis og á klarinett. Hann hyggur á háskólanám í stærðfræði við Háskóla Íslands í haust. Hvar hann endar segir hann óráðið enda komi stærð- fræðingar víða við í atvinnulíf- inu. Þjálfun allan daginn og fram á kvöld HVERIRNIR við Námaskarð eru áhugaverður við- komustaður ferðamanna. Mikil litadýrð er í leir og útfellingum og menn geta orðið agndofa þegar hver- ir krauma og skvetta úr sér. Athygli sumra beinist þó einnig að flugfari ljósmyndarans sem flaug hjá garði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litadýrð í leirhverum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.