Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 39 Árangurinn var ekki í samræmivið það sem við bjuggumst við. Hann byrjaði illa sem er ólíkt honum og fann aldrei taktinn. Örn sagði mér sjálfur eftir sundið að honum hefði einfaldlega liðið illa í vatninu. Þetta eru okkur vissulega vonbrigði því við vorum orðnir bjartsýnir eftir undan- rásirnar fyrr um morgunin sem gengu mjög vel. Yfir heildina er ég ánægður með okkar fólk hér í Barce- lona. Þau eru flest að bæta sína tíma og meira get ég ekki beðið um,“ sagði Steindór Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Bandaríkjamaðurinn Aaron Peirsol náðum bestum tíma, kom í mark á 25,28 sek. Þrjú heimsmet voru sett Það voru sett þrjú heimsmet í sundhöllinni í Barcelona í gær. Ástr- alarnir Matt Welsh og Leisel Jones settu tvö þau fyrstu, en síðan kom Japaninn Kosuke Kitajima með eitt. Kitajima fagnaði sigri í 100m bringusundi á 59,78 sek. og bætti tveggja ára met Rússans Roman Sloudnovs um 0,16 sek., en hann setti metið á HM í Fukuoka. Þessi 20 ára sundmaður frá Japan varð annar sundmaðurinn í heimin- um til að synda vegalengdina undir mínútu. Hinn 26 ára Welsh, sem hóf að æfa og keppa í sundi 18 ára, bætti tveggja ára met landa síns Geoff Heugills, í 50 m flugsundi, um 1/100 úr sekund – synti á 23,43 sek. Welsh á einnig heimsmetið í 200 m flugsundi. „Það var engin pressa á mér og ég var mjög ánægður með byrjunina. Mér tókst vel upp. Þetta var stór- kostlegt,“ sagði Welsh. Hin 19 ára Leisel Jones, sem fékk silfur á Ólympíuleikunum í Sydney í 100 m bringsundi, setti heimsmet í undanúrslitunum er hún synti á 1.06,37 mín. og getur hún hæglega bætt metið í úrslitasundinu í dag. Hún bætti gamla metið, sem Pene- lope Heyns frá Suður-Afríku átti frá 1999, um 0,15 úr sek. „Það hjálpaði mér mikið að sjá Matt setja heimsmet rétt áður en ég stakk mér til sunds,“ sagði Jones. Jenny Thompson frá Bandaríkjun- um varð heimsmeistari í 100 m flug- sundi kvenna á 57,96 sek. og. Jana Klotsjkova fra Úkraínu varð sigur- vegari í 200 m fjórsundi á 2.10,75 mín. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íris Edda Heimisdóttir keppti í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Barcelona í gær. Örn náði sér ekki á strik Örn Arnarson var á ferðinni á heimsmeistaramótinu í Barcelona. ÍRIS Edda Heimisdóttir, ÍRB, og Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, kepptu í gær á heims- meistaramótinu í sundi í Barcelona á Spáni en komust ekki í undanúrslit í sínum greinum. Íris Edda keppti í 100 metra bringusundi og varð í 34. sæti af alls 45 keppendum á tíman- um 1.13,28 mín. Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Run- ólfsdóttir sem sett var árið 1991 í Aþenu, 1.11,87 mín. Íris Edda tryggði sér rétt til að taka þátt í Ólympíuleikun- um í Aþenu 2004. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, hafði náð þeim áfanga á sunnudaginn. Alls hafa fimm sundmenn tryggt sér farseðla á ÓL í Aþenu, þar sem fyrir HM höfðu Örn Arnarson, ÍRB, Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, tryggt sér rétt á að keppa í Aþenu. Anja Ríkey keppti í 100 metra baksundi og varð líkt og Íris Edda í 34. sæti af 45 keppendum. Anja Ríkey kom í mark á 1.05,80 mín en Íslands- metið í greininni á Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, 1.05,61 mín. Íris Edda með ÓL- farseðil til Aþenu  LEEDS United klófesti í gær varnarmanninn Zoumana Camara frá franska liðinu Lens. Camara gerði eins árs lánssamning við Leeds en hann er 24 ára gamall og hefur leikið einn landsleik fyrir Frakkland. Camara er annar leik- maðurinn á stuttum tíma sem gengur til Leeds en miðjumaðurinn Jody Morris skrifaði undir hjá Leeds á föstudaginn.  KEVIN Davies mun leika með Bolton á næstu leiktíð í ensku úr- valsdeildinni. Davies var í herbúð- um Southampton síðasta vetur en fékk ekki nýjan samning hjá liðinu. Davies er fjórði leikmaðurinn sem kemur til Bolton í sumar en áður hafa þeir Ivan Campo, Stylianos Giannakopoulos og Florent Laville skrifað undir samning við liðið.  SIR Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, er vonsvikinn að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi ekki komið til fé- lagsins. „Ég er vonsvikinn en þó ekkert gífurlega. Við höfum áður misst af leikmönnum sem ég hef viljað fá til United en það hefur ekki stoppað okkur í að vera sigur- sælt lið,“ sagði Sir Alex.  WAYNE Bridge skrifaði í gær undir samning við Chelsea en hann lék með Southampton síðasta vet- ur. Bridge er varnarmaður og kost- ar Chelsea um 850 milljónir ís- lenskra króna. Graeme le Saux, sem hefur leikið með Chelsea síð- ustu ár, gekk til liðs við South- ampton en Le Saux og Bridge leika báðir í stöðu vinstri bakvarðar.  EGIL „Drillo“ Olsen fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs gat ekki fylgst með 19 ára liði Noregs í úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða gegn Portúgal í Liechtenstein. „Drillo“ er þjálfari liðsins ára liðs- ins, en í stöðunni 2:0 fyrir Noreg fékk hann óreglulegan hjartslátt og varð að fá aðstoð frá læknum á svæðinu í framhaldinu. „Drillo“ segir við norska fjölmiðla að hann hafi þjáðst af óreglulegum hjart- slætti undanfarin tíu ár og engin hætta hafi verið á ferðum. Þess má geta að Portúgal skoraði tvívegis í síðari hálfleik og eru Norðmenn úr leik eftir 2:2 jafnteflið.  ÞÓ svo að Kevin Keegan, hinn litríki knattspyrnustjóri Manchest- er City, hafi tryggt sér miðvall- arleikmennina Michael Tarnat og nú síðast Trevor Sinclair frá West Ham, er hann ekki hættur að kaupa leikmenn. Hann hefur hug á að styrkja miðju liðsins enn frekar með því að fá sé einn miðjumann til viðbótar. Þeir leikmenn sem hafa verið orðaðir við City eru Paul Bos- velt, 33 ára, hjá Feyenoord og Ant- oine Sibierski, 28 ára, hjá Lens. Sibierski er líklegri til að verða inni í framtíðarplani Keegans hjá City. FÓLK INDRIÐI Sigurðsson, leik- maður norska úrvalsdeild- arliðsins Lilleström, er undir smásjá þýska úrvals- deildarliðsins Bochum samkvæmt frétt staðar- blaðsins Romerikes-Blad. Lars Petter Fosdahl, umboðsmaður Indriða, segir að útsendarar Boch- um hafi fylgst með leik- manninum í leik Lille- ström gegn Lyn sl. sunndag þar sem Lilleström sigraði 2:0 á heima- velli sínum Åråsen. Indriði segir við Romerikes-Blad að hann hafi ekki vitað af heimsókn Bochum og að hann vilji ekki vita af slíku fyrir leiki þar sem það hafi ekki góð áhrif á sig sem leik- mann. Spurður um fram- tíð sína hjá Lilleström svarar Indriði því að hann vilji ekki gera samning við Lilleström á ný en samn- ingur hans við félagið rennur út í lok leiktíðar og hann vilji komast að hjá öðru liði í öðru landi á næstu leiktíð. Þess má geta að tveir ís- lenskir leikmenn eru á mála hjá Bochum en það eru bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir. Bochum fylgist með Indriða Sigurðssyni ÖRN Arnarson náði ekki að tryggja sér rétt til að keppa í úrslita- sundinu í 100 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur yfir í Barcelona á Spáni. Örn komst í undanúrslit en varð í 7. sæti í sínum riðli og varð í 14. sæti í heildina. Þeir átta sundmenn sem náðu bestum tíma tryggðu sér rétt til að keppa í úrslitasundinu í dag. Örn var nokkuð frá sínu besta og synti á 55,67 sekúndum. Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi, sagði að hann og Örn væru báðir óánægðir með árangurinn í sundinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.