Morgunblaðið - 22.07.2003, Síða 21
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 21
! !
" !
# #$ $ % &$ $
'#$
# FRAMLEIÐENDUR og seljendur
farsíma gefa að meðaltali upp sex
sinnum lengri taltíma á hleðslu en
raunin er við prófanir. Þetta kemur
fram í könnun Alþjóðasamtaka um
neytendarannsóknir, ICRT, og
dönsku Neytendastofnunarinnar.
Greint var frá þessari könnun að
hluta til á neytendasíðu í síðustu viku
en hún náði til 40 gerða farsíma.
Taltími var mældur með einu
þriggja mínútna símtali á klukkutíma
á 900 MHz neti.
„Með þessu móti reynir prófunin
líka á biðtíma og er eins nálægt raun-
verulegri daglegri notkun og hægt
er,“ segir í niðurstöðum.
Neytendastofnunin segir notend-
um óhætt að draga 5⁄6 af uppgefinni
endingu rafhlöðu eftir hverja hleðslu
og nemur munurinn hundruðum pró-
senta, að því er segir á vefsíðu fi.dk.
„Stærstu frávikin varða síma með
Li-polymer rafhlöðum, en helsti mun-
urinn á þeim og Li-ion rafhlöðum,
sem eru eldri, kemur fram í verðlagn-
ingu og þykkt. Framleiðendur halda
því fram að rafhlöðurnar endist allt að
11 klukkustundir í símtölum, en sam-
kvæmt prófunum Neytendastofnun-
arinnar var hámarksending rúmur
klukkutími.“
Minnstu frávikin í könnuninni í
heild nema 90% og þau mestu yfir
1000%, samkvæmt töflu á vefsíðu
stofnunarinnar.
Meðalfrávik 356%–775%
Meðalfrávik í prósentum reyndust
minnst á Nokia-farsímum, 356%, og
mest 775% á Sony Ericsson-farsím-
um, samkvæmt sömu heimild.
„Ef niðurstaðan er sú að það
slokknar á síma eftir 33 mínútna tal-
tíma, hefur hleðslan dugað fyrir 11
þriggja mínútna símtölum með
klukkustundar millibili. Það gerir 11
klukkustundir í bið. Endingarbesta
rafhlaðan dugir í 26 klukkutíma og
fyrir einnar klukkustundar og 18 mín-
útna samtal.“
Uppgefinn taltími frá framleiðanda
fyrir viðkomandi síma var frá tveimur
og hálfum tíma upp í fjóra og hálfan.
Annað dæmi er sími með fjórar
klukkustundir uppgefnar í taltíma,
sem prófanir sýndu að entist í 40 mín-
útur áður en þurfti að hlaða hann upp
á nýtt.
Tekið er fram að geta rafhlöðunnar
sé ekki eini þátturinn sem ræður því
hversu lengi er hægt að nota símann.
„Fjarlægð frá sendi reynir á raf-
hlöðu símans, sem og mikil notkun á
öðrum tæknibúnaði. Einnig eyðir lita-
skjár hleðslunni hraðar en svart-hvít-
ur.“
Loks segir að rafhlöðurnar sem
prófaðar voru hafi verið hlaðnar sam-
kvæmt fyrirmælum framleiðenda fyr-
ir fyrstu notkun og afhlaðnar þrisvar
sinnum áður en prófunin hófst. Notk-
unin fór fram að degi til, í tíu klukku-
tíma í senn. Á klukkutíma fresti var
viðkomandi sími notaður í þriggja
mínútna símtali og látinn bíða í 57
mínútur. Þvínæst var slökkt á honum
í 14 tíma. Ef slokknaði á rafhlöðu án
þess að hægt væri að hafa kveikt á
símanum í 45 klukkutíma samanlagt,
var hann prófaður aftur til saman-
burðar, segir loks á vefsíðu dönsku
Neytendastofnunarinnar, fi.dk.
!""#"$%&'()#)
*+!&"#&,,'
)'#"-./
0 12
)'#"-./
13)3"'
0 12
)'#"-./
13)3"'
)'#"-./4
0*0&0,5661
0 16
0*0&0,5
0 1
1)3"'
0 142
0 166
,7*3,"30#78
)'#"-./
0*0&0,561
0 162
0 14
,7*3,"30#78
13)3"'
&17''0"
6
0"9&17''0"2
1)3"'
0*0&0,
,7*3,"30#78
0 12 1
0"9&17''0"
0 1
"'0"17:/
0"9&17''0"6
0"9&17''0"641
0*0&0,5;66
"'0"17:/ 6
13)3"'
0*0&0,
)'#"-./2
0 16
"'0"17:/ 4
3-#"<'() .,+=-1
,*()1
%8,
51)=*('()/
*,10- "<1"-
64
66
2
4
62
22
62
6
62
6
6
2
22
4
2
4
24
2
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
)(">*#&
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/?0,9)3&
1/10"
1/10"
1/?0,9)3&
1/10"
1/?0,9)3&
1/ 1/10"
1/?0,9)3&
1/10"
1/ 1/?0,9)3&
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/?0,9)3&
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
1/10"
Segja margföld frávik í
endingu farsímahleðslna
Alþjóðasamtök
um neytendarann-
sóknir kanna
40 gerðir farsíma
ÍSLENSKT blómkál, hvítkál og spergilkál kom á
markað fyrir fáeinum dögum og hefur uppskera verið
góð, að sögn garðyrkjubænda. Er hún um það bil hálf-
um mánuði fyrr á ferðinni en venja er.
Íslenska grænmetið er nú í nýjum umbúðum þar
sem fram kemur að um íslenska framleiðslu sé að
ræða. Segja garðyrkjubændur að neytendur geti
gengið út frá því sem vísu að grænmeti sem ekki er
merkt sem íslensk framleiðsla sé annars staðar frá.
„Einu undantekningarnar frá þessu eru íslenskir
tómatar og sveppir sem seldir eru í lausu.“
Grænmeti sem fer í verslanir á höfuðborgarsvæðinu
er yfirleitt ræktað á Suðurlandi eða í Borgarfirði og
komið í verslanir sólarhring eftir að það er tekið upp.
„Með nýjum umbúðum eykst geymsluþol grænmet-
isins þar sem það er betur varið en áður fyrir hita- og
rakasveiflum í umhverfinu. Markmið grænmet-
isbænda er að skila vörunni eins ferskri og kostur er
til neytandans og þegar saman fer nálægð við mark-
aðinn og góð vörumeðferð er auðveldara að ná því
markmiði,“ segja grænmetisbændur.
Íslensk káluppskera
komin á markað
Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari
Íslenskt grænmeti er í nýjum og bættum umbúðum.
ÓHEMJU langt er liðið frá því
er klassískan harmónikusnilling
rak síðast á fjörur undirritaðs – sjö
ár – og ábyggilega enn lengra þar á
undan. Er þá nánast upptalin tón-
leikareynsla manns af því sérhæfða
sviði og e.t.v. til marks um sjald-
gæfni þess háttar heimsókna hing-
að, jafnvel þótt kennt hafi verið á
dragspil sem alvarlegt hljóðfæri í
tónlistarháskólum ytra í meira en
hálfa öld. Alltjent er manni tekin
að dofna minningin um fyrri gest-
inn, nema hvað hann var ítalskur,
hét í höfuðið á napólíska endur-
reisnartónskáldinu Gesualdo og lék
kontrapunktísk verk J.S. Bachs án
þess að sleppa nótu. Seinna dæmið
var landi hans Renzo Ruggiero, er
kom fram í Íslenzku óperunni í
október 1996, þá um þrítugt.
Úkrainumaðurinn Igor Zavadsky
mun jafnaldri Ruggieros og kvað
þegar dubbaður þjóðartónlistar-
maður síns heimalands þótt enn sé
aðeins 37 ára gamall. Þrátt fyrir,
skyldi maður halda, versta veður á
versta tíma – í hitabylgju á föstu-
dagskvöldi í miðjum júlí – tókst
furðuvel að fylla 90 sæta sal Nor-
ræna hússins þegar hann kom fram
á vegum Harmonikuhátíðar
Reykjavíkur, og virtist áheyrenda-
hópurinn einhver sá fjölbreyttasti
sem maður hafði augum barið á 24
ára ferli; samsettur jafnt líklegu
sem ólíklegustu fólki.
Af 16 atriðum prentaðrar dag-
skrár var aðeins hægt að kenna tvö
síðustu, „Tico-tico“ (Z. de Abreu)
og Valse-musette „Indifference“ (J.
Columbo) við hefðbundna hamónik-
ustandarða, því auk „Libertangos“
bandonéon-meistarans Astors
Piazzolla, er snarstefjaður var af
fingrum fram, lék Zavadsky ein-
göngu háklassísk verk í eigin um-
ritunum. Hófust leikar með ábúð-
armiklum orgelforleik eftir Max
Reger í d-moll, eftir hvern Gaukur
Daquins myndaði lauflétta and-
stæðu. Tokkata og fúga Bachs í d-
moll bauð upp á skemmtilega ekkó-
dýnamík (sem einkenndi sömuleiðis
mörg seinni barokkverkin) og náði
ótrúlega miklu af þéttustu fúgu-
raddfærslunni, enda þótt frösunin
væri stundum svolítið andstutt,
sjálfsagt vegna belgtakmarkana.
Fyrsti þáttur Vetrarins eftir Viv-
aldi var fáður skærum litum, og
eitthvað virtist þetta alkunna verk
líka laða að fólk utan salar, því
strax að þætti loknum tók viðbót-
arhópur hlustenda að tínast inn í
hægðum sínum. Að töfinni lokinni
kom næst að fiðlukonsert Vivaldis í
a-moll. Var eftirtektarvert hvað
Zavadsky náði fram skýrum and-
stæðum einleiksraddar, concertinos
og tuttis, og feykti einkum földum í
sópandi lokaþættinum (Presto).
Mikil tilfinning var yfir Adagio Alb-
inonis er menn þekkja úr Frjálsum
höndum Ríkisútvarpsins, og í fljótu
bragði illskiljanlegt hvernig kontra-
punktur milliraddar, miðja vegu
milli bassa og diskants, gat flotið
átakalaust með úr aðeins tveim
höndum, nema því aðeins nikkan
hafi verið búin aukadiskanthnöpp-
um bassamegin.
Það, ásamt hnappalyklakerfi –
sem stendur píanókerfinu tækni-
lega langtum framar og væri án efa
á öllum slaghörpum í dag, hefði
hljómborðshönnun Jankos (1882)
komið fram 100 árum fyrr – gerði
væntanlega sitt, ásamt ómældri
fingrafimi, til að Zavadsky næði
fram jafnmiklu óbreyttu og raun
bar vitni af frumgerðunum í umrit-
unum sínum.
Eftir fjúkandi geystan en einnig
svolítið göslandi stormþátt úr
Sumri Vivaldis (III, Presto), ásamt
miklu belg-tremólóli, lauk Zav-
adsky fyrri hluta með hinni sér-
kennilega rapsódísku Fantasíu
Mozarts í d-moll fyrir píanó, er var
afburðavel leikin og hljómaði nán-
ast sem frumsamin væri fyrir
hnappanikku.
Umrituð slaghörpuverk Fréde-
rics Chopin einkenndu meiripart
seinni hlutans, þ.e. Valsarnir nr. 7 í
cís og 17 í e og Næturljóðunum í
Es og cís. Mátti vart á milli þeirra
sjá í fruntavel leiknum útfærslum
Zavadskys, er gæddi virtúósa lip-
urð sína bæði skáldlegum galdri og
djúpri innlifun, á köflum krydd-
uðum með þjóðlegum rússneskum
accelerandóum. Eitt klassískt gít-
arverk var einnig á skrá, „Asturia“
eftir Albeniz; fírugt leikið með týp-
ískt tiplandi ondeggiando í byrjun
og enda. Tíð og hvimleið leiftur frá
skotglöðum ljósmyndurum í Libert-
ango Piazzollas virtust sem von var
setja spilarann út af laginu, og
þurfti að hann að gera hlé til að ná
áttum. En í virtúósanúmerum Col-
umbos og de Abreus var allt komið
á fullt aftur, og voru undirtektirnar
eftir því. Aukalögin, Badinerie úr
h-moll svítu Bachs (að vísu með
mjög einfaldaðri bassalínu) og 5–6
Paganini-tilbrigði, drifu að lokum
áheyrendur upp úr veikbyggðum
stólum Norræna hússins með
stormandi heitu og verðskulduðu
klappi.
Úkraínskir
harmóniku-
galdrar
TÓNLIST
Norræna húsið
Verk eftir Reger, Daquin, J. S. Bach, Viv-
aldi, Albinoni, Mozart, Chopin, Albeniz,
Columbo og de Abreu. Igor Zavadsky
harmónika. Föstudaginn 18. júlí kl. 21.
HARMÓNIKUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
LISTIR