Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hermann Þor-valdur Svein- björnsson fæddist í Neskaupstað 5. mars 1949. Hann lést á heimili sínu í Garða- bæ, 16. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Laufey Guð- laugsdóttir húsmóð- ir, f. á Norðfirði 22.3. 1918, og Sveinbjörn Á. Sveinsson, skip- stjóri og útgerðar- maður, f. í Neskaup- stað 13.2. 1917, d. 8.12. 1984. Hermann var þriðji í röð sjö systkina. Systk- ini hans eru Hulda, f. 22.9. 1943, Sveinn, f. 5.3. 1945, Sigurður, f. 26.11. 1952, Anna Maren, f. 23.7. 1956, og tvíburarnir Gunnar og Ólafur, f. 6.5. 1959. Hermann kvæntist Auði St. Sæ- mundsdóttur kennara, 5. mars 1971, þau skildu. Dóttir þeirra er Katrín Brynja, kennari og dag- stofu útvarpsins. Árið 1980 fluttist Hermann ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar þar sem hann tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri. Undir hans ritstjórn varð Dagur fyrsta og eina dagblaðið sem gefið hefur verið út hérlendis utan Reykjavíkursvæðisins. Á meðan hann bjó á Akureyri var hann jafn- framt fréttaritari Sjónvarpsins og stjórnaði útvarps- og sjónvarps- þáttum. Hermann var einn af stofnendum myndbandafyrirtæk- isins Samvers á Akureyri og Ey- firska sjónvarpsfélagsins og sat í stjórn þess. Hann varð síðar um skeið blaðafulltrúi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga en frá 1990 var hann fréttamaður á Fréttastofu ríkisútvarpsins og annaðist meðal annars um árabil þáttinn Auðlind, fréttaþátt um sjávarútvegsmál. Hann skráði ævi- sögu Sigurjóns Rist vatnamæl- ingamanns auk þátta í bókaflokkn- um Betri helmingurinn. Í frístundum lagði Hermann stund á myndlist, hann var liðtæk- ur hljóðfæraleikari auk þess sem hann sinnti ýmsum félagsstörfum. Útför Hermanns verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. skrárkynnir á RÚV, f. 5.9. 1971, maki Auð- unn Sv. Guðmunds- son, f. 17.8. 1971, son- ur þeirra er Máni Freyr, f. 28.6. 2002. Hermann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Mattheu G. Ólafsdóttur hjúkrun- arforstjóra, f. 14.10. 1951, hinn 10. apríl 1993. Foreldrar henn- ar eru Helga Þor- grímsdóttir, f. 11.4. 1930, og Ólafur Þor- steinsson, f. 14.7. 1929. Hermann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, lauk þaðan stúdentsprófi 1969 og lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Á námsárunum stundaði hann sjómennsku og starfaði sem blaðamaður á dagblaðinu Tíman- um. Að námi loknu réðst hann til starfa sem fréttamaður á Frétta- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mamma. „Veistu það Katrín, ég myndi keyra fram af næstu bjargbrún.“ Þetta var svarið sem ég fékk hjá góðri vinkonu minni í vor þegar ég spurði hvernig hún myndi halda að hún brygðist við ef pabbi hennar væri eins veikur og pabbi minn og útlitið ekki gott. Og loksins, þegar ég fékk hrein- skilið svar, áttaði ég mig á því að til- finningar mínar voru ekkert óeðlileg- ar miðað við aðstæður. Svar hennar endurspeglaði líðan mína. Ég sat með son minn í fanginu fyrir rúmu ári og sá stutti var tólf daga gamall. Pabbi og Matta komu í heim- sókn að kvöldlagi og ég hélt að þau ætluðu bara rétt að kíkja á nýjasta undrið í fjölskyldunni og fyrsta barnabarnið. Auðvitað var það rétt hjá mér en erindið var líka annað, pabbi var kominn til að segja mér frá niðurstöðum rannsókna sem voru ekki góðar. Þarna sat ég með nýtt líf í fanginu og við hliðina á okkur sat pabbi minn sem að öllum líkindum átti ekki langt eftir. Þetta var skrýtin staða. En pabbi var ekki á því að láta undan og tilheyra tölfræðilegum nið- urstöðum, saman ætluðum við að gefa læknavísindunum langt nef. Við tók rúmt ár sem var í alla staði það besta sem ég hef átt og sennilega það erf- iðasta líka. Fáir sýndu meðgöngunni jafnmik- inn áhuga og pabbi, hann vildi fá að fylgjast með mér og kúlubúanum og áhuginn var einlægur. Það var svo stoltur afi sem kom í Hreiðrið til að kíkja á nýfæddan snáðann sem hann myndaði í bak og fyrir. Máni Freyr stækkaði hratt og þroskaðist og fljót- lega kom í ljós aðdáun hans á afa sín- um. Hann hreinlega skríkti af gleði við fíflaganginn í honum og þegar sá stutti fór að skríða fór hann mjög hratt yfir, elti afa sinn um allt hús, hékk í buxnaskálmum hans og beið þess að hann tæki sig í fangið. Að- dáun afans á bláeygða glókollinum leyndist engum. Máni Freyr var einn af fáum sem fékk að „spila“ á hljóm- borðið hans pabba og það með sínum hætti. Álengdar stóð ég, að springa úr stolti yfir báðum. Pabbi sýndi honum ótakmarkaða þolinmæði og leiðbeindi honum af einstakri alúð og væntum- þykju. Pabbi var svo lánsamur að ganga í AA-samtökin árið 2000 og sú speki sem hann tileinkaði sér þar gerði hon- um kleift að njóta lífsins til hins ýtr- asta, þrátt fyrir aðstæður sem enginn kýs sér. Æðruleysisbænin var orðin hluti af daglegu lífi hans og hann leit- aði í „verkfærakistuna“ sína, eins og hann kallaði það, sem hann fékk í AA- samtökunum þegar hann þurfti á því að halda. Stundum fékk ég að fara með honum á fundi og það var ofboðs- lega stolt dóttir sem stóð við hlið pabba síns og spjallaði með honum við skemmtilegt fólk. Eftir fundi þeg- ar hann skutlaði mér heim áttum við oft saman gott og innihaldsríkt spjall um lífið og tilveruna. Við vorum á sömu línu og náðum vel saman, stund- um svo vel að það var eins og hlut- verkin faðir-dóttir þurrkuðust út og samtöl okkar einkenndust af djúp- stæðri vináttu. Það má vera að við höfum verið að bæta okkur upp þá tíma sem við vorum ekki á sömu línu og áttum ekki skap saman, ég veit það ekki, en hvort heldur sem er þá nut- um við nærveru hvort annars. Það skipti ekki máli hvað við vorum að gera eða hvort við ræddum um merkilega hluti. Það var gott bara að vera saman. Við höfðum mikla þörf hvort fyrir annað og við litla fjölskyld- an eyddum löngum stundum með pabba og Möttu. Á sama tíma tókst pabbi á við veikindi sín með mikilli reisn og æðruleysi. Ljóst og leynt hef ég hamast við að tileinka mér kosti hans, reynt að læra af mistökum hans og gleypt í mig alla þá visku sem hann bjó yfir – eins og ég mögulega hef getað. Þessu er eng- an veginn lokið og sennilega er ég rétt að byrja. Það að vinna á sama stað og pabbi er bara brot af einlægum vilja mínum til að feta í fótspor hans á einn eða annan hátt. Skoðanir hans skiptu mig miklu máli, ef pabbi var sáttur við það sem ég var að gera, þá var ég sátt. Ef ekki – þá settist ég niður til að end- urskoða málin. Mér skilst að það að missa þig sé ekkert sem ég muni komast yfir en ég muni læra að lifa með því. Hvað Mána Frey snertir þá er missir hans mikill, þú kenndir honum svo ótal margt en varst bara rétt að byrja. Ég mun hins vegar vera dugleg við að segja honum frá þér og kenna honum það sem ég veit að þú myndir vilja að hann lærði. Þú munt lifa með okkur áfram því í hvert sinn sem ég horfi í augu hans sé ég þig með þín bláu augu. Vonandi er það ekki það eina sem hann hefur fengið frá þér. Hann fær að vita að hann minnir á góðan afa sem hann fékk ekki að eiga lengi. Elsku hjartans pabbi minn, við vor- um sammála um að á þessa jörð vær- um við komin til að læra og að héðan færum við reynslunni ríkari. Við kenndum hvort öðru gríðarlega margt – en mér kenndir þú meira en þig grunar. Takk fyrir að vera hluti af lífi mínu. P.s. carpe diem! Þín elskandi dóttir, Katrín Brynja. Sólríkasta og heitasta dag sumars- ins kaus Hemmi okkar að kveðja þennan heim. Fyrir rétt rúmu ári greindist hann með krabbamein sem hann barðist hetjulega við allt þar til yfir lauk. Hemmi kom inn í líf okkar þegar hann fór að búa með Möttu í Írabakk- anum. Þó að tíminn þeirra hafi verið alltof stuttur saman finnst okkur Hemmi hafa tilheyrt fjölskyldunni alla tíð. Hann var hvers manns hug- ljúfi og eru tengdaforeldrar hans þakklátir fyrir að hafa eignast svo yndislegan tengdason og engan ann- an hefðu þau kosið sér. Börnin sakna vinar í stað því Hemmi var mikill barnavinur. Hann gat eytt ómældum tíma við hljómborðið og spilað og sungið með börnunum við hvaða tækifæri sem var. Ber þar hæst hin árvissu jólaböll, sem enginn mátti missa af, og haldin voru á Brúarflöt- inni. Í sameiningu tókst Möttu og Hemma ævinlega að gleðja börnin í fjölskyldunni með fallega útbúnum gjöfum, söng og dans í kringum jóla- tréð. Hemmi var hrókur alls fagnaðar og þegar stórfjölskyldan kom saman naut Hemmi sín best við hljóðfærið. Hemmi var félagslyndur og lífsglaður og naut þess að vera í góðra vina hópi. Oft hafði hann að orði hvað hann var heppinn að hafa kynnst Möttu og fengið að tilheyra þessari lífsglöðu og samheldnu fjölskyldu. Hemma var margt til lista lagt og var ævinlega leitað til hans þegar fjölskyldan gerði sér glaðan dag. Hemma verður því sárt saknað þegar móðurfjölskylda Möttu kemur saman um næstu helgi. Þótt Hemmi verði ekki með okkur þá mun hann vera í huga okkar allra. Hemmi og Matta áttu einstakt líf saman, þau voru ekki bara hjón held- ur bestu vinir og sálufélagar og voru samstiga í einu og öllu. Þeirra helsta og mesta áhugamál var að ferðast og fræðast um landið okkar. Hemmi málaði Ísland eins og við þekkjum það. Myndir eftir hann prýða heimili okkar og eru til minningar um þann listamann sem Hemmi okkar var. Við teljum það hafa verið forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Hemma og eiga með honum samleið og svo gjarnan viljað hafa hana miklu lengri en enginn veit sinn næturstað. Missir okkar allra er mikill en þó mestur hennar Möttu okkar, Katrín- ar Brynju dóttur Hemma og Lauf- eyjar móður hans. Við biðjum algóðan Guð að taka á móti Hemma og um- vefja hann í ást og kærleik, gefa ást- vinum hans styrk til þess að takast á við sorgina og missinn. Skarð Hemma verður ekki fyllt og mun hann lifa í hjarta okkar svo lengi sem við lifum. Helga og Hallgrímur, Þorgrímur og Gyða, Oddur og Sigríður, og börn þeirra. Að setjast niður og koma minning- um í orð var erfiðara en ég hélt, því þær eru svo margar. En ein stendur upp úr og hún er um píanó. Píanó sem ber það með sér að vera mikið notað og sem hefur ferðast landshorna á milli með honum Hermanni frænda mínum. Á þorranum árið 2001 varð merki- leg stund þegar handsalaður var „kaupsamningur“ milli Hermanns og eldri sonar míns Atla, sem hafði ákveðið að feta í hans fótspor sem „tónlistarmaður“ og byrjaður í píanó- námi. Hermann fylgdi kaupunum eft- ir með því að mæta á alla tónleika hjá Atla og á eftir í tónleikakaffi heim til okkar Steins þar sem við áttum ávallt yndislega stund með Hermanni, Möttu og öðrum tónleikagestum úr fjölskyldunni. Þessi áhugi og eftir- fylgni Hermanns er ómetanlegt vega- nesti fyrir Atla sem er mikill aðdáandi hans. Á þetta píanó var einnig spilað á jólaböllunum frægu og ómissandi sem Hermann hélt fyrir börnin í fjöl- skyldunni af óbilandi áhuga. Þar var dansað kringum jólatréð, spilað undir af Hermanni og sungið hástöfum. Oft- ar en ekki safnaðist fullorðna fólkið saman í kringum píanóið þegar börn- in gátu ekki meira og héldu áfram að syngja. Þessum stundum vildum við aldrei missa af. Elsku Hermann, nærvera þín er komin til að vera í þessu píanói. Ég þarf ekki annað en hlusta á Atla leika á það til þess að minningarnar streymi fram og fyrir það er ég þakk- lát. Elsku hjartans amma, Matta, Katrín, Máni Freyr og Auðunn, þið berið harminn mestan. Guð geymi ykkur um alla framtíð. Svala. Það er um það bil ár síðan Her- mann greindist með krabbamein í lungum. Reyndar vitum við núna að hann hafði lengi ekki gengið heill til skógar, en fyrstu verulegu einkennin gerðu vart við sig á vordögum í fyrra. Sunnudaginn eftir sveitarstjórnar- kosningarnar var hann vaktstjóri á Fréttastofu Útvarpsins, og sagði við mig síðar eftir þá vakt að hann hefði verið sárþjáður en stóð að sjálfsögðu vaktina til enda. Þetta rúma ár hafa skipst á skin og skúrir, en það var reyndar ekki fyrr en síðustu vikurnar að verulega fór að dimma í lofti. Fram að því hafði hann af og til komið til okkar í heimsókn, fengið sér kaffibolla, sett einn til tvo mola í kaffið hrært í og gjarnan haft gamanyrði á vörum eftir fyrsta sop- ann. Það var nefnilega stutt í glettn- ina hjá Hermanni og hann hafði sér- stakan smitandi hlátur. Hermann kom til starfa á Frétta- stofu Útvarpsins árið 1990, og hafði þá að baki fjölbreyttan feril í fjölmiðl- un. Hann var lögfræðingur að mennt, en hafði lítið fengist við þau fræði eft- ir háskólanám. Námið kom hins vegar að góðum notum við dagleg störf hjá okkur, og bættist þar við enn einn þekkingarbrunnurinn í fjölbreyttri menntun fréttamanna Útvarpsins. Okkur er nauðsynlegt að frétta- menn séu vel upplýstir á mörgum sviðum og að ekki séu allir sniðnir í sama stakk. Fljótlega eftir að Hermann hóf störf á Fréttastofu Útvarpsins kom haldgóð þekking hans á sjávarútvegs- málum í ljós. Það varð síðan til þess að hann varð leiðandi í ritstjórn Auð- lindar – þáttar um sjávarútvegsmál. Þetta er mikilvægur málaflokkur, þar sem líka eru oft uppi andstæðar skoð- anir. Ég hygg að á engan sé hallað með því að segja að Hermann hafi áunnið sér traust og virðingu innan sjávarútvegsgeirans. Hann var líka vandaður og varkár fréttamaður, sem alltaf mátti treysta. En það var ekki aðeins frétta- mennskan sem átti hug hans, heldur átti hann sér mörg og mismunandi áhugamál. Hermann var listfengur og lagði bæði stund á tónlist og málara- list. Heima í Neskaupstað var hann framarlega í tónlistarlífi á sínum yngri árum og þess nutum við frétta- menn á Útvarpinu oft og iðulega þeg- ar einhver mannfagnaður var hjá okkur. Þá var Hermann í essinu sínu og hrókur alls fagnaðar. Nú á síðari árum lagði hann æ meiri rækt við málverkið og sótti sér bæði menntun og innblástur í þeim efnum innan- lands og utan. Þær eru orðnar marg- ar landslagsmyndirnar sem eru á veggjum vina og kunningja eftir Her- mann. Í veikindum sínum undanfarna mánuði sótti hann mikið í tónlistina, jafnframt því sem hann uppgötvaði heim ljósmynda og tölvutækni. Ég og mín fjölskylda átti því láni að fagna að vera með Hermanni og dótt- ur hans, Katrínu Brynju, á skíðum í Ölpunum. Hann var mikill skíðamað- ur og unun að sjá hann sveifla sér nið- ur brekkurnar. Við vinnufélagarnir á Ríkisútvarp- inu, og ég og fjölskylda mín, vottum Mattheu, Katrínu Brynju, aldraðri móður hans og öðrum ættingjum innilega samúð vegna fráfalls Norð- firðingsins Hermanns Sveinbjörns- sonar. Kári Jónasson. HERMANN SVEINBJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Hermann Sveinbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg fóstra mín, SOFFÍA GÍSLADÓTTIR frá Hofi í Svarfaðardal, síðar til heimilis í Þórunnarstræti 123, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík föstudaginn 18. júlí, verður jarðsungin frá Dal- víkurkirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Vallakirkju í Svarfaðardal. Gísli Símon Pálsson. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR STURLUSON söngvari, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 15. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arnhildur Reynis Dúfa Sylvía Einarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Hrafn A. Harðarson, Maja Jill Einarsdóttir, Árni Steingrímsson, Lísa Lotta Reynis, Börkur Árnason, Michael Einar Reynis, Geirþrúður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.