Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 11 FORNLEIFAVERND ríkisins hefur veitt 28 leyfi til fornleifarann- sókna það sem af er árinu en aldrei áður hafa jafnmargar forn- leifarannsóknir verið í gangi á Íslandi. Kristín Huld Sigurð- ardóttir, for- stöðumaður Forn- leifaverndar ríkisins, segir að leyfisveit- ingum gæti enn fjölg- að enda árið ekki á enda. Hún segir þessa miklu grósku í forn- leifarannsóknum meðal annars skýrast af því að talsvert fjármagn hafi komið inn í slíkar rannsóknir á síðustu árum og þá aðallega í styrkjaformi frá ríkinu og sveitarfélögum. „Kristnihátíðarsjóður sem Alþingi setti á stofn árið tvö þúsund hefur veitt heilmiklu fjármagni inn í fornleifarannsóknir en meg- inmarkmið hans er að styrkja rannsóknir sem tengjast kirkju- sögu og kristni. Síðan hefur Rannsóknarráð Íslands styrkt margar rannsóknir, einnig Fornleifasjóður sem er nýr sjóður sem kom til með þjóðminjalög- unum árið 2001. Þá má ekki gleyma styrkjum frá Evrópu og styrkjum sem fylgja erlendum forn- leifafræðingum sem koma til landsins,“ segir Kristín. Kristín segir að tug- ir manna starfi við uppgröft og fornleifa- rannsóknir á Íslandi í sumar. Yfir veturinn dragist starf- semin hins vegar saman að ein- hverju leyti. Hún segir fornleifa- fræðinga ýmist starfa hér sjálfstætt eða hjá fyrirtækum sem sérhæfi sig í fornleifarannsóknum. Stærst þeirra sé sjálfseignarstofn- unin Fornleifastofnun Íslands en Kristín segir talsvert vera um það að fólk rugli saman Fornleifavernd ríkisins og Fornleifastofnun Ís- lands. Slíkur ruglingur geti verið hvimleiður, bæði fyrir stofnunina svo og þá sem leita til rangs aðila til að fá úrlausn mála sinna en hún segist vona að þessi misskilningur verði úr sögunni með tíð og tíma. Meira tillit tekið til fornleifa Fornleifavernd Íslands var sett á stofn árið 2001 og hefur það meg- inhlutverk að tryggja varðveislu menningarsögulegra minja, auð- velda aðgang þjóðarinnar að þeim og greiða fyrir rannsóknum. Stofn- unin sér meðal annars um leyf- isveitingar til fornleifarannsókna, friðlýsingu minja og frumrann- sóknir fornleifa. Einnig veitir hún umsögn um svæði þar sem framkvæmdir, sem valda jarðraski, eru fyrirhugaðar en Kristín segir það hafa breytt miklu um umgengni við fornleifar. „Þetta umsagnarhlutverk okkar hefur orðið til þess að meira tillit er tekið til fornleifa en áður þegar kemur að slíkum framkvæmdum. Með þjóðminjalögunum frá 2001 varð einnig sú breyting að reynist fornleifarannsóknir nauðsynlegar í tengslum við stórframkvæmdir skal framkvæmdaraðilinn kosta þær,“ segir Kristín. Fornleifarann- sóknir aldrei fleiri Eitt verkefna sumarsins er uppgröftur á hinu forna klausturstæði á Skriðuklaustri. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir SNEMMA á árinu varði Magnús Eðvald Björnsson doktorsritgerð sína í tölvunarfræði við Brandeis- háskóla í Massachusettsríki í Banda- ríkjunum. Titill rigerðarinnar er BuddyCache: High-Performance Object Storage for Collaborative Strong- Consistency Applications in a WAN. Ritgerðin kannar leiðir til að stytta þann biðtíma er hlýst þegar samverk- andi biðlarar á háhraðaneti sækja hlut- bundnar upplýs- ingar og staðfesta færslur á miðl- urum yfir víðnet. Hannað og útfært var kerfi til að bæta biðtímann og sýnir það að mögulegt er að stytta hann um allt að 60% fyrir dæmigerð- ar tafir á Netinu. Niðurstaðan var útfærð fyrir tvo mismunandi flokka samskiptareglna fyrir fínskala sam- kvæmt skyndiminni (e. fine-grained cache coherence protocols) og smíð- að var tölfræðilíkan til að meta hag þessarar tækni fyrir almennar sam- skiptareglur samkvæmra skyndi- minna. Doktorsverkefnið var unnið undir leiðsögn dr. Liuba Shrira og and- mælendur við vörnina voru þeir dr. Martin Cohn (Brandeis-háskóla), dr. Timothy Hickey (Brandeis-háskóla), dr. David Detlefs (Sun Microsys- tems Labs) og dr. Nathan Goodman (The Institute for Systems Biology). Verkefnið var styrkt af National Science Foundation og Brandeis- háskóla. Magnús Eðvald Björnsson er fæddur í Reykjavík 22. apríl 1972, sonur hjónanna Björns Árna Ágústssonar úrsmiðs og Þuríðar Magnúsdóttur verslunarstjóra. Magnús lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1992 og BS- prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1995. Þá tók við ársdvöl í Frakklandi þar sem hann lagði m.a. stund á frönskunám og lauk BS námi í tölv- unarfræði við HÍ 1997. Sama haust hóf hann framhaldsnám í tölv- unarfræði við Brandeis-háskóla. Magnús starfar nú hjá EMC2- fyrirtækinu í Massachusetts sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gagnageymslum og er í forystu á því sviði. Magnús er kvæntur Nönnu Reyk- dal og eiga þau einn son, Magnús Eðvald, tveggja ára. Nýr doktor í tölvunarfræði Magnús Eðvald Björnsson UM þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að 50 KFUM-drengir úr Reykja- vík og Vestmannaeyjum lögðu land undir fót og dvöldu í tjaldbúðum við bæinn Bygholm, skammt frá Horsens á Jótlandi. Drengirnir nefndu sig „Hólmverja“ með tilliti til nafns staðarins þar sem þeir dvöldu og einnig hinna fornu Hólmverja í Hvalfirði nálægt sumarbúðum KFUM í Vatna- skógi. Greint var frá ferðinni í íslenskum dagblöðum á sínum tíma en við Bygholm komu saman drengir frá fjölmörgum KFUM-félögum víðsvegar úr Evrópu. Hólmverjar hafa nú ákveðið að hittast að nýju nk. fimmtudag til að minnast tímamótanna. Hist verður í veitingasal á 4. hæð í Perlunni milli kl. 16 og 17 og þaðan haldið að Friðrikskapellu við Hlíðarenda. Eru Hólmverj- ar hvattir til að taka fjölskyldur sínar með sér. Hólmverjar, utanfarar KFUM, sumarið 1953. Þeir hyggjast efna til endurfunda í Perlunni í Reykjavík næstkomandi fimmtudag. Hólmverjar fagna 50 ára afmæli MARGAR smáskriður hlupu úr fjall- inu við bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í hellirigningu sem gerði á laugar- dag. Komu skriðurnar niður á jafn- sléttu rétt við fjárhúsin þar. Glaðasólskin var fram eftir degi en síðan gerði miklar fjalla- og hita- skúrir sem voru svo þéttar að varla sá út úr augum, að sögn Gísla Páls- sonar, bónda á Aðalbóli. Með skúrunum fylgdu bæði þrumur og eldingar sem ekki eru al- gengar á þessum slóðum. Vatnið hleypti af stað möl og jarðvegi í efstu brúnum í fjallinu fyrir ofan Aðalból og kom síðan niður lækjarfarvegina og sópaði með sér miklu grjóti og drullu sem dreifðist um sléttlendið, skemmdi girðingu og lokaði veginum inn í Snæfell um tíma. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinssson Skriður í Hrafn- kelsdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.