Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI HVAL rak á fjöru á Fitjum, skammt norðan við Sandgerði, í fyrrakvöld. Hræið er illa farið en helst er talið að um sé að ræða hrefnu. Einar Arason, sem býr á Klöpp, sá að fuglager var í einhverju æti í fjörunni og þegar hann kannaði málið kom í ljós að hvalshræ hafði rekið að landi. Lét hann Reyni Sveinsson, forstöðumann Fræða- setursins í Sandgerði, og Svein Kára Valdimarsson, forstöðumann Náttúrustofu Suðurnesja, vita. Reynir segir að hvalurinn hafi greinilega verið að velkjast lengi á sjó eða í grjóti og sé illa farinn. Þeir félagar telja helst að hræið sé af hrefnu en von er á vís- indamönnum frá Hafrann- sóknastofnun til að líta nánar á hvalinn og taka sýni. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við hræið en Reynir telur líklegast að það verði dregið á haf út og sökkt því ómögulegt sé að láta það rotna þarna í fallegri fjöru þar sem mikið fuglalíf sé. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sveinn Kári Valdimarsson virðir fyrir sér hvalshræið sem rak á fjöru á Fitjum skammt frá Sandgerði. Illa farið hvalshræ á fjöru Sandgerði leyst upp í minni fleti sem í fjar- lægðinni mynda skýr mynstur. Í nýjustu myndum sínum glímir Sossa við óhjákvæmilega afleiðingu þessarar þróunar. Bakrunnurinn þrengir sér fram í myndina og leys- ir að hluta eða öllu leyti upp mynd- efnið. Hið figuratíva stefnir í að missa lögun. Með þessu skrefi end- urtekur Sossa á sinn sérstæða hátt og af innri þörf þróunina í listasög- unni frá Delacroix til Monet og síð- ar Seurat. Hvort hún gengur síðan alla leið til Malevich og til algerrar óhlutbundinnar túlkunar, mun tím- inn einn leiða í ljós.“ Sossa stundaði nám við Mynd- MERKJA má nýjar áherslur í mál- verkum Sossu Björnsdóttur en hún opnaði sýningu í Listasafni Reykja- nesbæjar sl. laugardag. Sýningin mun standa út ágúst. Á sýningunni er 31 málverk, upp- stillur úr borgum og bæjum og lit- skrúðugar landslagsmyndir. Fólk- ið, sem einkennt hefur verk Sossu, er ekki lengur til staðar. „Ég er bú- in að vera að stefna í þessa átt lengi og það er tilvalið að sýna þetta hér í þessum sal. Kannski kem ég til baka, hver veit,“ sagði Sossa í sam- tali við blaðamann. Tom Jörgensen, ritstjóri Kunst- avisen í Danmörku segir þessa þró- un í málverkum Sossu óhjákvæmi- lega. Í formála myndskrár segir Jörgensen: „Síðustu átta til tíu árin hefur hin listræna tjáning Sossu verið meira eða minna í föstum skorðum: Hversdagslífið, konur við söng, við vinnu eða í kyrrstöðu, endursköpun meistaraverka lista- sögunnar og túlkun á myndmáli Biblíunnar. Myndir sem ávallt hafa verkað einstakar, meira að segja smærri verkin. Tignarlegar myndir hlaðnar kímni og tilfinningu og málaðar í hreinum litum. Sossa not- ar sömu tækni og impressionistar og síð-impressionistar á borð við Serurat og Signac. Myndverkið er lista- og handíðaskóla Íslands, Skol- en for brugskunst í Kaupmanna- höfn og lauk síðan meistaragráðu við School of fine Arts/Tufts University í Boston. Sossa sem er búsett í Reykja- nesbæ hefur sýnt víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, Portúgal og í Bandaríkjunum og frá árinu 1998 hefur Sct. Gertrud galleríið við Strikið verið með árlegar sýn- ingar á verkum hennar á menning- arnótt Kaupmannahafnarborgar. Sýningarsalur Listasafns Reykja- nesbæjar er í Duushúsum í Keflavík og er opinn alla daga frá 12.30 til 19. Nýjar áherslur í myndum sem Sossa sýnir í Listasafninu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Miklar pælingar voru meðal gesta í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum eftir að Sossa opnaði sýningu sína um helgina. Búin að stefna að þessu lengi Keflavík LOKAÐ útboð fer fram á byggingu húss í miðbæ Sandgerðis sem hýsa mun bæjarskrifstofur, íbúðir Bú- manna og fleira. Tilboð verða opnuð um miðjan ágúst. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn mun byggja húsið samkvæmt samningum við Sandgerðisbæ og hef- ur verið unnið að undirbúningi bygg- ingarinnar undanfarna mánuði. Búið er að samþykkja breytingar á skipu- lagi og fá leyfi landeigenda til að hefja byggingarframkvæmdir. Fimm verk- tökum hefur verið gefinn kostur á að bjóða í verkið. Í húsinu verða 14 íbúðir Búmanna á efstu hæð, fjórar þjónustuíbúðir og bæjarskrifstofur á miðhæð og bóka- safn, salur og aðstaða fyrir þjónustu- fyrirtæki á jarðhæð. Verktaki á að af- henda Búmannaíbúðirnar í byrjun árs 2005. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæj- arstjóri segir að byggingin sé mikið framfaraspor og vekur sérstaka at- hygli á að hún feli í sér umhverfisátak með því að gengið verði frá umræddri lóð og miðbæjarsvæðinu í heild. Bygging miðbæjar boðin út Sandgerði FJÖGUR skip lönduðu loðnu í verksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja í Krossanesi um helgina, samtals um 3.700 tonnum. Alls hafa borist um 21.000 tonn af loðnu á vertíð- inni, eða um 1.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Hilmar Stein- arsson verksmiðjustjóri er alls ekki á því að vertíðinni sé að ljúka og hann gerir sér vonir um að fá loðnu fram að mánaðamótum. Síðasta löndun í fyrrasumar var 25. júlí. Alls eru brædd um 1.000 tonn af loðnu á sólarhring í verksmiðjunni. Antares VE landaði tæplega 1.000 tonnum, Sigurður VE 1.440 tonnum og Grindvíkingur GK tæp- lega 1.100 tonnum. Þá landaði norska skipið Senior um 180 tonn- um en skipið var að ljúka veiðum innan íslensku lögsögunnar, að sögn Hilmars. Hann sagði að ís- lensku skipin væru við veiðar í grænlensku lögsögunni norður af landinu. Antares fyllti sig þar aftur á aðeins nokkrum klukkustundum eftir löndunina í Krossanesi á laug- ardag og var á leið til Siglufjarðar í gær. „Þetta er alls ekki búið og það er mjög gott hljóð í mínum mönnum á miðunum. Þeir segja skilyrðin í sjónum öðruvísi en í fyrra og eru bjartsýnir. Veiðin er þó að færast hægt og rólega til norðaustur, segja þeir mér,“ sagði Hilmar. Ný löndunarbryggja verður byggð í Krossanesi, sem leysa mun af hólmi trébryggju sem komin er til ára sinna. Nýja löndunar- bryggjan verður aðeins sunnar en gamla bryggjan og slitin frá olíu- bryggjunni sem þar er. Þar hefur verið gerð uppfylling og dýpkun niður á 10 metra er lokið. Hafna- samlag Norðurlands hefur boðið út niðurrekstur á stálþili nýju bryggj- unnar, sem verður 80 metra löng og með steyptri þekju. Hilmar sagði það orðið mjög að- kallandi að fá nýja löndunar- bryggju, enda rækju djúpristu skipin sig niður við gömlu bryggj- una. Morgunblaðið/Kristján Norska skipið Senior landaði loðnu í Krossanesi á laugardag. Ný lönd- unarbryggja verður byggð í Krossanesi og þar er búið að gera uppfyllingu og dýpka niður á 10 metra þar sem væntanleg bryggja verður. Fjögur skip lönd- uðu í Krossanesi EKKERT verður að fyrirhugaðri útihátíð á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina, en áhuga- samir aðilar höfðu sýnt því áhuga að standa að tónleikum á svæðinu. Björn Jósef Arnviðarson sýslu- maður sagði við Morgunblaðið að það benti ekkert til þess að leyfi verði veitt. „Þau skilyrði sem sett voru fyrir leyfinu hafa ekki verið uppfyllt. Þeim var kynnt að áður en afstaða yrði tekin þyrftu þeir að uppfylla öll skilyrði og þar sem það var ekki gert þá reyndi aldrei á hver afstaða okkar yrði. Við settum fram kröfu um ákveðnar tryggingar og þessum aðilum var jafnframt gerð grein fyrir því að kostnaðurinn yrði að öllum líkindum ekki jafnmikill og sú upphæð sem sett var sem trygging. Þeir sóttu um leyfi fyrir 8.000 manna hátíð og þar sem staðsetn- ingin er úti í sveit, þá yrði þetta hrein viðbót í sambandi við lög- gæslu,“ sagði Björn. Ingólfur Hlynsson, sem kenndur er við Gleðisveit Ingólfs, sagði við Morg- unblaðið að það væri orðinn of lítill tími til stefnu þetta árið og því væri búið að ákveða að sækja um leyfi til að halda hátíðina á næsta ári. Akureyringar þurfa samt ekki að fara langt til að leita sér að skemmtun um verslunarmanna- helgina, því hátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri. Verslunarmannahelgin Engin hátíð á Melgerðismelum Helgin var hins vegar ósköp venjuleg á Akureyri, eins og lög- reglumaður orðaði það. Mikið var af fólki í bænum en næturlífið fór vel fram. Lögreglan á Akureyri sá um löggæslu á fjölskylduhátíðinni í Hrísey og fyrir utan smápústra fór hátíðin vel og friðsamlega fram. BETUR fór en á horfðist er bíll valt ofan í lækjarskurð skammt norðan Akureyrar seinni partinn á sunnudag. Þrír voru í bílnum og kenndu tveir sér eymsla í baki eftir óhapp- ið og fóru til skoðunar á slysadeild FSA en bíllinn er mikið skemmd- ur. Bílvelta norðan Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.