Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 41 Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is HREFNA Huld Jóhannesdóttir, miðherji úr KR, tryggði ungmenna- liði kvenna, skipað leikmönnum undir 21 árs, jafntefli gegn Noregi á opna Norðurlandamótinu í Dan- mörku í gær, 1:1. Hún skoraði glæsilegt mark þremur mín. fyrir leikslok – með góðu skoti af löngu færi og knötturinn hafnaði í mark- horninu. Edda Garðarsdóttir var nærri búinn að skora mark í byrjun leiks er hún spyrnti knettinum í stöng úr aukaspyrnu. Norðmenn náðu að skora eftir hornspyrnu á 21. mín. Hrefna Huld með glæsi- mark Ákefðin var mikil í liði Skaga-manna eftir að Egill Már Mark- ússon hafði flautað til leiks. Barist var hart um hvern bolta og greinilegt að heimamenn ætl- uðu ekki að gefa nein færi á sér. Stefán Þórðarson framherji ÍA lét mikið að sér kveða eftir að hafa tekið út leik- bann gegn FH í síðasta leik. Stefán átti fyrstu tvö marktækifæri leiks- ins, skot og skalla sem bæði fóru yfir mark Grindvíkinga. Ólafur Gott- skálksson var ekki í liði Grindvíkinga að þessu sinni og stöðu hans í mark- inu tók ungur heimamaður, Helgi Már Helgason, og þurfti hann að taka á stóra sínum á 12. mínútu er hann bjargaði liði sínu frá því að fá mark á sig. Það var líkt og að tilþrif Helga hefðu vakið vonir í brjósti leikmanna Grindavíkur þar sem liðið náði í kjöl- farið þremur ágætum sóknum í röð og endaði sú þriðja með því að Óli Stefán Flóventsson skallaði knöttinn í markstöng ÍA á 14. mínútu. Eftir þessa skorpu Grindvíkinga tóku heimamenn öll völd á vellinum og fengu svo sannarlega tækifæri til þess að skora mörk. Fyrst ber að nefna færi sem Garðar Gunnlaugs- son fékk á 21. mínútu, Hjörtur Hjartarson fékk annað færi á 30. mínútu, Stefán skallaði í þverslána á 37. mínútu og að síðustu varði Helgi vel skalla frá Garðari á 40. mínútu og var það síðasta marktækifæri fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki eins kraftmikill og sá fyrri. Skagamenn náðu að brjóta ísinn eftir fast leik- atriði á 57. mínútu þar sem Gunn- laugur Jónsson fleytti knettinum aft- ur fyrir sig með höfðinu eftir hornspyrnu frá hægri. Ekki var gott að sjá hvort knötturinn hafnaði í sóknarmönnum ÍA eða varnarmönn- um Grindvíkinga á leið sinni að markinu en svo virðist sem Ólafur Örn Bjarnason hafi sett knöttinn í eigið mark. Eftir markið varð leikur ÍA var- kárari, enda ekki furða þar sem staða liðsins var vænleg. Óli Stefán náði hjartslætti stuðn- ingsmanna beggja liða af stað á ný þegar hann skallaði yfir úr góðu færi á 70. mínútu og var það annað um- talsverða færi liðsins í leiknum. Og jafnframt það síðasta. ÍA náði tökum á leiknum á ný, sköpuðu sér færi sem þeir unnu afar illa úr og sérstaklega Garðar Gunn- laugsson á 85. mínútu þar sem hann slapp einn í gegnum vörn Grindavík- ur og átti aðeins eftir að koma knett- inum yfir markvörð Grindvíkinga en knötturinn fór yfir markið. Í liði heimamanna bar mest á Gunnlaugi Jónssyni og Hjálmi Dór Hjálmssyni í vörn liðsins. Grétar Rafn Steinsson gaf ekkert eftir á miðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Stefán Þórðarson var að leika einn af sínum betri leikjum í sumar. Í liði gestanna var Óli Stefán Fló- ventsson einmana í fremstu víglínu og greinilegt að liðið saknaði Ray Jónssonar sem var í leikbanni líkt og Óðinn Árnason. Miðja liðsins var flöt og máttlítil og aðeins Eysteinn Húni Hauksson sem lét að sér kveða. Helgi Már Helgason stóð sig vel í marki Grindvíkinga og verður ekki sakaður um markið þrátt fyrir að hafa verið „hent út í djúpu laugina“ með stuttum fyrirvara. Sjálfstraustið var lítið Gunnlaugur Jónsson fyrirliði Skagamanna sagði að sigurinn væri mikilvægur fyrir liðið þar sem sjálfs- traust leikmanna væri ekki mikið enda hefði gengið illa að finna leið að marki andstæðingana í sumar og staða liðsins í neðri hluta deildarinn- ar væri óskemmtileg. „Við erum að skapa okkur færi en eins og áður þá nýtum við þau ekki nógu vel og kannski er sjálfstraust okkar ekki nógu mikið til þess að koma boltan- um í netið. Það er hinsvegar alltaf gaman að vinna leiki og bikarkeppn- in verður krydd í tilveruna hjá okk- ur,“ sagði fyrirliðinn en hann svaraði á heimasíðu félagsins frétt sem birt- ist á íslenskum netmiðli í vikunni þess efnis að upplausnarástand ríkti í herbúðum liðsins. „Þegar slíkar fréttir eru bornar á borð er þeim svarað á heimasíðu ÍA, annað var ekki hægt enda ekki fótur fyrir því sem sagt var. Neikvæð umræða um liðið hefur áhrif á okkur sem lið en við höfum unnið markvisst í okkar málum og ég tel að markastíflan sem við höfum reist fyrir framan mark andstæðinga okkar muni bresta áður en langt um líður.“ Vorum andlausir Óli Stefán Flóventsson átti hættu- legasta marktækifæri Grindvíkinga í fyrri hálfleik er hann skallaði knött- inn í stöng af stuttu færi eftir skyndi- upphlaup liðsins. Hann var hinsveg- ar undrandi á hve illa liðið hefði náð sér á strik að þessu sinni. „Okkur hafði gengið vel í síðustu leikjum, unnið sex leiki í röð, fimm í deild- arkeppninnni og einn í bikarkeppn- inni og menn voru vel stemmdir fyrir leikinn. Það skilaði sér ekki úti á vell- inum og við vorum andlausir í þess- um leik,“ sagði Óli Stefán en Grind- víkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá Akranesi í bikarkeppninni und- anfarin ár. „Það er svart og hvítt í deild og bikar hjá okkur á þessum velli. Undanfarin fjögur ár höfum við þrívegis tapaði í bikarkeppninni á meðan okkur hefur gengið vel í deildarkeppninni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Grétar Rafn Steinsson, ÍA, og Gestur Gylfason úr Grindavík háðu margar rimmur á Jaðarsbakka- velli í gær og fylgist Hjálmur Dór Hjálmsson með úr fjarlægð en heimamenn fá nú tækifæri til þess að leika á ný í undanúrslitum bikarkeppninnar eftir 1:0 sigur á Grindvíkingum. Krydd í tilveruna BIKARKEPPNI KSÍ verður líkast til krydd í tilveruna hjá leikmönnum ÍA þetta árið eftir 1:0 sigur á Grindvíkingum í átta liða úrslitum á Akranesi í gær. Staða heimamanna í deildarkeppninni hangir enn sem rigningarský yfir knattspyrnubænum þar sem liðinu gengur af- ar illa að skora mörk þrátt fyrir að marktækifærin séu til staðar. Leikur ÍA var oft á tíðum ágætur og sigur liðsins sannfærandi en lið Grindavíkur hefur oft leikið betur og átti til að mynda aðeins eitt al- vöru færi í leiknum er knötturinn hafnaði í stönginni. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar  ÞORSTEINN Jónsson, sem lék með KR og FH í efstu deild knatt- spyrnunnar, er genginn til liðs við Fjölni í Grafarvogi og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar það gerði jafn- tefli við Völsung um helgina.  RAGNA Lóa Stefánsdóttir er búin að skipta yfir í KR, en hún var skráð- ur leikmaður hjá Ipswich í Englandi.  GEORGE Karl er hættur sem þjálfari Milwaukee Bucks í NBA- körfuboltanum. Karl hefur verið þjálfari liðsins síðustu fimm ár.  ALI Benarbia, fyrirliði Manchest- er City, á síðustu leiktíð er hættur hjá félaginu. Benarbia er 34 ára gamall miðjumaður en hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá stuðn- ingsmönnum City.  BARNSLEY hefur leyst varnar- manninn Chris Morgan, 25 ára, fyr- irliða liðsins, undan samningi, en hann átti eitt ár eftir af samningi sín- um við liðið. Morgan, sem hafði leik- ið 200 leiki fyrir Barnsley, var inni í framtíðarplani Guðjóns Þórðarson- ar, knattspyrnustjóra liðsins.  SCOTT Parker, leikmaður Charl- ton, hefur gert nýjan fimm ára samning við liðið. Parker er 22 ára gamall miðjumaður og var valinn leikmaður tímabilsins hjá Charlton síðasta vor. Parker hefur verið eft- irsóttur af Chelsea, Tottenham og Everton.  DAMIEN Duff er genginn til liðs við Chelsea frá Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea þarf að borga Blackburn um 2100 milljónir íslenskra króna fyrir Duff sem er 24 ára gamall en hann er fjórði leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar.  ÍTÖLSKU úrvalsdeildarliðin í knattspyrnu AC Milan og Lazio skiptust í gær á leikmönnum. Miðju- maðurinn Demetrio Albertini fór til Lazio en varnarmaðurinn Giuseppe Pancaro fór til Milan í staðinn.  LEICESTER City, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, fengu í gær góðan liðstyrk. Þá gekk Craig Hig- nett til liðsisns frá Blackburn Rov- ers.  FRAMHERJINN, Kevin Davies er genginn til liðs við Bolton Wander- ers frá Southampton. Davies hefur átt erfitt uppdráttar á undanförnum árum eða allt frá því hann var seldur frá Southampton til Blackburn á sjö milljónir punda. FÓLK Grindavík með Dana í sigtinu BJARNI Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, vonast til þess að geta krækt í framherja frá Danmörku til þess að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir lokaátökin á Íslandsmótinu og átti Bjarni von á því að fá svör frá Dananum í dag. „Ég held að það sé best að segja sem minnst ef þetta gengur ekki í gegn en við höfum verið að leita að framherja og er- um í samningaviðræðum við einn slíkan frá Dan- mörku. Við vonumst til þess að því máli ljúki á morgun (í dag) og að hann verði klár í slaginn um leið og það gerist,“ sagði Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.