Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 9 ÞAÐ er mjög undarleg tilfinning að vera á vestasta hluta Evrópu, sögðu ferðafélagarnir Matthias Wübben og Thomas Kilian frá Þýskalandi í spjalli við Morgunblaðið þegar þeir höfðu lokið við að tjalda í Látravík við Látrabjarg. Þeir sögðust hafa ítrekað það oft í póstkortum til fé- laga sinna undanfarna daga að leið- in lægi á þennan vestasta útjaðar álfunnar. Nú er þeim áfanga náð. „Þetta er mjög sérstakt,“ sagði Matthias en í fyrrasumar fóru þeir á syðsta hluta Afríku. Þeir hafa verið í þrjár vikur á Íslandi og fara aftur til Þýskalands næstu helgi. Í gær héldu þeir ferð sinni áfram og ætla að nota tímann til að skoða Þingvelli og jafnvel Þórsmörk ef tími gefst til. Félagarnir hafa ferðast gang- andi og með áætlunarbílum. Þeir segjast upplifa landið öðruvísi með þeim hætti; geta gefið sér betri tíma til að skoða áhugaverða staði, stórbrotna náttúru og skipulagt ferðalag sitt sjálfir. Reykjavík togar ekki í þá en þeir segja borgina fallega og litríka. Þar sé rólegra yfir fólki en í Þýska- landi. Bjórinn þar er hins vegar of dýr og þeir geta nálgast fjölbreytt skemmtanalíf í heimalandinu. Á Ís- landi sækjast þeir eftir að vera úti í guðsgrænni náttúrunni. „Landslagið hér er svo sí- breytilegt að maður þarf að hafa sig allan við,“ segir Thomas sem er líffræðingur að mennt. „Hann get- ur sagt þér allt um fuglana í bjarg- inu,“ segir rafnmagnsverkfræðing- urinn Matthias eftir að þeir höfðu skoðað Látrabjarg, stærsta fugla- bjarg Íslands og eitt hið stærsta í Evrópu. Bjartar nætur Íslands trufluðu þá aðeins í upphafi ferðar en nú segjast þeir ekki eiga í erfiðleikum með að fara að sofa klukkan tíu á kvöldin. Það hafi hins vegar verið einstæð upplifun að liggja í útisund- laug á Snæfellsnesi og horfa á Snæ- fellsjökul baðaðan í kvöldsólinni. Félagarnir hafa ferðast um heim- inn í mánuð á hverju ári síðastliðin þrjú ár. Thomas hafði dreymt um að koma til Íslands frá því að hann var fimmtán ára. Hann lét fyrst verða af því fyrir tveimur árum en nú dró hann vin sinn með sér. Að þeirri ferð lokinni halda þeir til síns heima í Mannheim og Düsseldorf en útiloka ekki endurkomu seinna. Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson Matthias Wübben og Thomas Kilian frá Þýskalandi hvíla lúin bein eftir að hafa skoðað stórbrotið fuglalíf í Látra- bjargi. Næst liggur leiðin til Þingvalla og Þórsmerkur en þeir segja Reykjavíkurborg ekki toga sérstaklega í sig. Ánægðir á útjaðri Evrópu MEIRIHLUTI Evrópubúa er hlynntur því að hjónabönd sam- kynhneigðra para verði lögleidd. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup í Evrópu framkvæmdi. Um 15.000 manns í 30 ríkjum tóku þátt í könnuninni en í henni var spurt tveggja spurninga. Annars vegar var spurt um afstöðu til lögleið- ingar hjónabanda samkynhneigðra í Evrópu og hins vegar var spurt um afstöðu til þess að samkyn- hneigð pör fengju rétt til að ætt- leiða börn. Í niðurstöðunum kemur fram að íbúar landa innan Evrópusam- bandsins eru almennt jákvæðari hvað varðar réttindi samkyn- hneigðra en íbúar utan þess. Þann- ig eru 57% íbúa ESB hlynnt hjóna- böndum samkynhneigðra en aðeins 23% íbúa annarra Evrópuríkja. Danir bera höfuð og herðar yfir aðrar Evrópuþjóðir hvað þetta varðar en 82% Dana eru hlynnt hjónaböndum samkynhneigðra. Holland fylgir þétt á eftir með 80% íbúa. Á Kýpur er hins vegar mest andstaða við hjónabönd samkyn- hneigðra en aðeins 9% íbúa þar lýstu sig hlynnt eða nokkuð hlynnt. Innan við helmingur hlynntur ættleiðingarrétti Afstaða til þess hvort samkyn- hneigð pör eigi að fá réttindi til að ættleiða börn er aftur á móti ekki eins afgerandi. 42% íbúa innan ESB eru fylgjandi því að samkyn- hneigðir megi ættleiða börn en að- eins 17% íbúa í löndum utan ESB. Það er aðeins í fjórum löndum að meirihluti er fylgjandi ættleiðing- arrétti en það eru Holland, Þýska- land, Spánn og Danmörk. Meirihluti hlynnt- ur hjónaböndum samkynhneigðra ICELANDAIR lenti í þriðja sæti vínsamkeppni Business Traveler Magazine en nokkuð á fjórða tug al- þjóðlegra flugfélaga tók þátt í keppninni og lögðu þau fram rauð- vín, hvítvín og freyðivín sem þau bjóða upp á á fyrsta farrými. Veitt voru verðlaun í einstökum flokkum en Tai Airways varð hlutskarpast í heildarkeppninni, Lufthansa var í öðru og sem fyrr segir Icelandair í því þriðja. Guðjón Arngrímsson upplýsinga- fulltrúi segir Icelandair áður hafa náð langt í vínkönnunum og að það sé vart tilviljun að félagið hafi náð jafnlangt í keppni Business Traveler Magazine og raun ber vitni. „Fyrir örfáum árum tókum við þetta vand- lega fyrir hjá okkur og fengum nokkra sérfræðinga, auk nokkurra ágætra viðskiptavina, til liðs við okk- ur og settum saman eins konar sam- ráðsnefnd sem síðan smakkaði og valdi vín. Þannig að við höfum lagt vinnu í að geta boðið upp á gott vín.“ Icelandair í toppsæti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bankastræti 14, sími 552 1555 Útsala 40-80% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. 15% aukaafsláttur af drögtum, kjólum og yfirhöfnum Engjateigi 5, sími 581 2141. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 Opið laugard. frá kl. 10-14 Nýjar haustvörur Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Útsalan í fullum gangi Frábær afsláttartilboðFataprýði Verið velkomnar Þri. 22/7: Afrískur pottréttur m. fersku grænmeti, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 23/7: Grænmetisflatbaka m. fersku grænmeti, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 24/7: Kókoskarrý m. fersku grænmeti, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 25/7: Ofnbakað grænmeti m. fersku grænmeti, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 26.-27/7: Indverskur matseðill. Mán. 28/7: Fylltar paprikur. Matseðill www.graennkostur.is 20% aukaafsláttur af peysum á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Síðumúla 3 sími 553 7355 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. ÚTSALA Undirföt - Sundföt 20-50% afsl. undirfataverslun Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Lagerútsala í kjallara Nýtt kortatímabil Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Silfurhúðum gamla muni t.d. kaffikönnur, bakka, kertastjaka, borðbúnað o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.