Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 47
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 47 VESTURLAND Fimmtudaginn 31. júlí fylgir Morgunblaðinu blað um Vesturland. Blaðið verður í stærðinni 26x39, prentað á 60 gr. pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 25. júlí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 28. júlí. Blaðinu er dreift um allt land. Meðal efnis: Hellaskoðun, þjóðgarður, Danskir dagar í Stykkishólmi, Fjör í Flatey, veitingahús, gisting og ótal ævintýri Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is                                                                 ! "#$ %  #" & #'   ! ) "# ( !  (   ! "#    (  ! " $%&&'( ")'$ *+,(( " (+% -%., (%#  (       ( ( ( (   !  (   ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       *+" " ##  " ,,-#"  !" #'" ."   #/   . 0 (& 0##,,-#"  !" #')  -#"!"   (       &'/011* ,     !"#$  %            &  '( '#       /011,2 #(! 12"",,-#" + !& #'( 34 +#% 34 +#% 34 +#% +5/ 6/ 78%., 6/ /%+5 ,(( # /%92 .: 5+. ;%%/ ; (( ((% < ="()> 7+,+. ?( %&! .. )   "##" "##" 3-  3-  "##" / 3! ." ##' 03-  3-  4!3 3-  "##" 3/ 8//)"!% @+(./ %9  (,8A 8.*8.  ( !(+* !  ./ @ !98 7+. . , 6+ 3-  3/ .(3( 3-  3-  3-  3/ 3-  03-  03-  :  ,  ( ! ( 7 B+8. : 8B "! +.+5  C..&+, :8.+  @  D ;+A 4)B ,8  .*8 03-  03-  3.  3-  3.  3.  3.  03-  4!3 "##" 3-  3-  !!%* ,% 5   "  ") "##"  #  #'# ##   3-  )#/ 3!.( * ") -  #( >(%* ,% 62     " " $ 2"( 3- 3!" / 3!.(* "(        :#6/%* ,% 5   "#!   ##!  #  #'## ##   "( 7"##"## #8!" # #' # ## 3- #/ 3!.( *  ") - 9:8('((' '()) '('# '()' '((!            SJÓNVARPIÐ er ekki hvað síst áhrifaríkur miðill þegar kemur að því að móta sjálfsmynd, lífssýn og heimssýn fólks. Meðvitað eða ómeðvitað eigum við það flest til að bera okkur saman við söguhetj- urnar í sjónvarpsþáttunum og kvikmyndunum og tökum þau okk- ur til fyrirmyndar. Sama hversu sjálfstæð við telj- um okkur vera sem einstaklinga eigum við okkur öll einhverjar fyr- irmyndir að því hvernig gott líf og góð manneskja á að vera og fáum af sjónvarpinu einhverjar vísbend- ingar um hvernig við eigum að líta út og hegða okkur. Sumir líta til Brad Pitt sem há- tinds karlmennskunnar á meðan aðrir nota Tony Soprano eða Ja- mie Oliver sem mælikvarða á eigin velgengni. Á árum áður vildu víst margar konur líkjast Pamelu í Dallas en hún hefur fyrir löngu vikið fyrir Halle Berry, Helgu Braga eða Nigellu Lawson. Sjónvarpið kennir okkur líka hvernig samskipti kynjanna eiga að vera, enda eru hrakfallasögur af ástarlífi sjónvarpspersóna með vinsælasta sjónvarpsefni. Einn er þó sá hópur sem var með öllu vanræktur hvað þetta varðaði fyrr en loks á síðustu ár- um að breyting varð á. Það eru samkynhneigðir. Nýr sproti hefur vaxið í sjón- varpsflórunni sem kalla mætti samkynhneigt sjónvarp. Það er, sjónvarpsþættir þar sem viðfangs- efnið er að hluta eða að heild sam- kynhneigð. Meðal slíkra þátta sem sýndir eru hér á landi eru Will og Grace, Oz, Six Feet Under og þættirnir um Braithwaites fjöl- skylduna. Í öllum þessum þáttum má sjá samkynhneigðar sögu- hetjur í forgrunni en síðan er ógrynni þátta þar sem samkyn- hneigð kemur við sögu við og við, líkt og í Vinum, ER, Survivor og South Park. Þó þessir þættir taki mis-fallega og mis-alvarlega á hinu samkyn- hneigða viðfangsefni eiga þeir það allir sameiginlegt að veita samkyn- hneigðum loks eitthvað til að sam- svara sig við á sjónvarpsskjánum. Týpurnar eru vitaskuld ýktar í flestum þessum þáttum en það sama gildir auðvitað um allt annað sjónvarpsefni. Gagnsemi þessara fyrirmynda verkar bæði „innávið“, gagnvart þeim sem eru samkynhneigðir, og „útávið“ gagnvart gagnkynhneigð- um. Hún veitir samkynhneigðum mælikvarða til að mæla sig við og læra af sigrum og ósigrum þeirra sem sjást á skjánum, jafnvel þó mælikvarðinn sé oft ýktur. Á sama tíma fá gagnkynhneigðir að sjá samkynhneigð í hversdagslegu samhengi og kynnast meira eða minna eðlilegum samkynhneigðum sögupersónum. Jafnvel má reikna með að það slái á fordóma þegar gagnkynhneigðum gefst kostur á að sjá heiminn með samkynhneigð- um augum. Loks er samkynhneigt sjón- varpsefni oftar en ekki bráð- skemmtilegt, enda snúast þættirn- ir ósjaldan ekki um meinfyndna skjönun á gagnkynhneigðu hvers- dagslífi eða fjalla um þau drama- tísku sálarátök sem geta fylgt því að vera ekki eins og normið. Jákvæð áhrif samkynhneigðs sjónvarpsefnis verða því seint of- metin, bæði til að styrkja og dýpka sjálfsmynd samkynhneigðra og til að stuðla að víðsýnna og fordóma- lausara samfélagi. Enn eru þó nokkrar þáttaraðir sem eftir er að taka til sýninga hér á landi og ber þar fyrst að nefna Queer as Folk sem skók Bretland fyrir 4 árum. SkjárEinn lofaði ein- mitt í auglýsingum að sýna Queer as Folk hér um árið en lét aldrei verða af því. Kannski að Sjón- varpið eða Stöð 2 grípi gæsina? Einnig eru nokkrar kvikmyndir sem gaman væri að sjá, eða sjá oftar, eins og hin danska En Kort, En Lang, ameríska myndin But I’m a Cheerleader eða hugljúfu ástarsögurnar Trick og Get Real. Gay Pride/Hinsegin dagar verða haldnir 8. og 9. ágúst. Vonandi sjá sjónvarpsstöðvarnar sóma sinn í að gera samkynhneigðu sjónvarps- efni sérstaklega góð skil þá hátíð- arhelgi. En auðvitað á samkyn- hneigð í sjónvarpi ekki að vera árstíðabundin eins og jólamynd- irnar heldur helst að vera á dag- skrá alla daga vikunnar, á einn hátt eða annan. Þættirnir um Will og Grace eru líklega fremstir meðal jafningja af þeim þáttum sem sýndir eru í íslensku sjónvarpi og segja á einhvern hátt frá samkynhneigð. Aðalleikarar þáttarins stilla sér hér upp á verðlaunahátíð tileinkaðri samkynhneigðri fjölmiðlun. LJÓSVAKINN Samkynhneigt sjónvarp Ásgeir Ingvarsson ÚVARP/SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.