Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arnarfell kemur í dag. Kiel fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bauska kemur í dag, Markus J og Nevskiy fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 12. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, Kl. 13.30 létt ganga. Pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, leik- fimi byrjar aftur 2. sept., kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 12 hárgreiðsla. Bóka- bíllinn er í fríi til 9. sept. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Göngu-Hrólfar ganga á morgun frá Glæsibæ kl. 10. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöð- in,kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa og tréskurður lokað frá 3. júlí til 5. ágúst. Kl. 10–11 boccia. Fótaaðgerða- stofan er lokuð frá 21 júlí til 5 ágúst. Hár- greiðslustofan er lok- uð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist. Hana-nú Kópavogi. Skráning í „óvissu- stuttferð“ til Njarðvík- ur laugardag 26. júli er hafin. Pantanir og upplýsingar í Gjá- bakka. Sími 554 3400. Skráningu lýkur á há- degi föstudag 25. júli. Takið með ykkur nesti. Tilvalin skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag þriðjudaginn 22. júlí við Árbæjarsafn. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861- 6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er þriðjudagur 22. júlí, 203. dagur ársins 2003, Mar- íumessa Magdal. Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.)     Í pistli um alþjóðamál áDeiglunni.com skrifar Baldvin Þór Bergsson um hugmyndir Banda- ríkjayfirvalda um að dæma afganska fanga í sérstökum stríðs- glæpadómstól sem virð- ist lítið eiga skylt við þær hugmyndir um dómstóla sem Banda- ríkjamenn sjálfir hafa haldið að öðrum þjóðum og hreykt sér af við hvert tækifæri. Hann segir: „Enda eru Banda- ríkjamenn ávallt tilbúnir að dásama eigið rétt- arkerfi, eigin réttlæt- iskennd og hugmyndir um sakleysi uns sekt er sönnuð. Þegar hlutirnir eru skoðaðir í návígi koma hins vegar í ljós alvarlegar brotalamir í kerfinu sem ástæða er til að skoða nánar.“     Baldvin rifjar það uppað Bandaríkjamenn hafi notið mikils stuðn- ings í herför sinni til Afganistan skömmu eft- ir hryðjuverkin í New York 2001.“ Baldvin segir að með framgöngu sinni í Afg- anistan eftir stíðið hafi heldur dregið úr stuðn- ingi við Bandaríkin. „Bandarísk stjórnvöld réttlættu hana með yf- irlýsingum þess efnis að uppbygging ríkisins fylgdi í kjölfarið, að þjóðin yrði hamingju- samari vegna lýðræð- islegrar og efnahags- legrar uppbyggingar. En efndir hafa varla fylgt orðum. Vissulega hefur frjálsræði og ör- yggi aukist í Kabúl, höf- uðborg Afganistan, en á öðrum svæðum ríkir sannkölluð skálmöld. Stríðsherrar ráða ríkj- um fyrir utan borg- armúrana, hlutskipti kvenna er jafnslæmt og áður og nokkur hundruð manns bíða réttarhalda sem fyrirfram virðast töpuð,“ segir Baldvin.     Baldvin gagnrýnir svoharðlega þær að- ferðir sem Bandaríkja- stjórn hyggst nota við réttarhöld yfir þeim sem teknir hafa verið til fanga í stríðinu gegn hryðjuverkum: „Banda- ríkin hreykja sér af því að vera boðberi frelsis í heiminum. Það er því umhugsunarvert hvers vegna bandarískir rík- isborgarar munu ekki falla undir lögsögu rétt- arins heldur aðeins er- lendir. Í stað þess að koma nýjum lögum um aðgerðir gegn hryðju- verkum í gegnum þingið hefur George Bush kos- ið að stofna þennan skuggadómstól utan lög- sögu allra nema hans sjálfs.“     Að endingu segir Bald-vin: „Flest bendir til þess að George W. Bush nái endurkjöri. Það seg- ir sitt hvað um banda- rískt þjóðfélag að vafa- samar hugmyndir á borð við sérstakan stríðsglæpadómstól dragi lítið úr mögu- leikum hans.“ STAKSTEINAR Með lögum skal land byggja Þakkir til Garðheima ÉG HEF oft farið í versl- unina Garðheima, bæði til að versla og skoða. Þar er oft margt um manninn og starfsfólkið önnum kafið, ýmist við afgreiðslu eða að leiðbeina viðskiptavinunum. Stundum er örtröðin svo mikil að erfitt getur verið að ná tali af afgreiðslufólkinu og þá kann maður varla við að tefja viðkomandi lengi með miklum vangaveltum og spurningum. Ég er al- gjör grænjaxl í garðrækt og bráðvantaði upplýsingar og ráð í sambandi við ýmislegt sem lýtur að gróðri og garð- rækt. Ég greip því til þess ráðs að senda fyrirspurn til garðyrkjufræðings Garð- heima í tölvupósti, en nafnið valdi ég af handahófi af heimasíðu Garðheima. Nokkru síðar fékk ég mjög greinargott svar við öllum spurningum mínum til baka í tölvupósti. Þetta er góð þjónusta og hana ber að þakka. Guðlaug. Kristinfræði sem skyldufag JÁ, ÞEIR hjá Evrópu- ráðinu gagnrýna þetta fyr- irkomulag. Sumir telja Jesú spámann og margir trúa því að hann sé sonur Guðs. Ef þeir sem telja Jesú spá- mann eða trúa á son Guðs eru mótfallnir því að orð Jesú séu kennd í skólum þá eru þeir sjálfum sér ósam- kvæmir og ekki hægt að taka mark á þeim. Jesú sagði: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt sem ég hef boðið yður.“ (Mt. 28:19). Ég þakka íslensku kennur- unum sem hafa kennt krist- infræðina vel og Drottinn blessi þá. Ég ráðlegg ráð- herra að segja Evrópu- ráðinu að við förum eftir þessari skipun Jesú. Dr. Þorsteinn K. Óskarsson. Hjálp við kattafári ÞAÐ eru margir sem fárast yfir köttum á lóðum sínum. Gott ráð er að strá kaffi- korgi yfir mold og gras, því kettir forðast korginn. Korgurinn er fínn áburður í garða. Borgari. Dýrahald Gullfallegir kettlingar ÞRÍR gullfallegir kettlingar fást gefins. Þeir eru 8 vikna gamlir og kassavanir. Upp- lýsingar í síma 698 4942. Húgós er sárt saknað HÚGÓ hvarf frá Prestastíg 4 í Grafarholti fyrir 3 dög- um. Hann ber ól og er auk þess eyrnamerktur. Þeir sem hafa orðið varir við Húgó eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 820 5662. Pattaralegur fress- köttur týndist STEINGRÁR, pattaraleg- ur 7 ára gamall fressköttur týndist í Neðra-Breiðholti. Kötturinn þekkir ekki til á þeim slóðum þar sem hann á heima í Lindarhverfi. Hann er ólarlaus, með hvítar lopp- ur, hvítan smekk, stór augu og stór eyru. Eyrnamerking hans er Y7016. Þeir sem hafa orðið varir við köttinn eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 861 1225. Snoppa er týnd SNOPPA hvarf af heimili sínu, Hrefnugötu í Norður- mýri, 16. júlí sl. Hún er þrí- lit, eyrnamerkt og með hálft skott. Hún hefur fitnað tals- vert síðan meðfylgjandi mynd af henni ásamt Kela, syni hennar, var tekin. Þeir sem hafa orðið varir við Snoppu eru beðnir að hringja í síma 552 0391 eða 896 1019. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur LÁRÉTT 1 gamansemi, 4 kom við, 7 snúa heyi, 8 dans, 9 handæði, 11 groms, 13 geta gert, 14 drýsilinn, 15 krukku, 17 örlaga- gyðja, 20 hyggindi, 22 skrá, 23 fjandskapur, 24 eldstæði, 25 mannlaus. LÓÐRÉTT 1 mjó lína, 2 árás, 3 teikn- ing af ferli, 4 litur í spil- um, 5 skyldmennið, 6 bik, 10 kækur, 12 gætni, 13 elska, 15 leggja inn af, 16 skrínukostur, 18 amboð- ið, 19 sonur, 20 sigra, 21 munn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 munntóbak, 8 byrst, 9 áfram, 10 auð, 11 arður, 13 aumur, 15 flagg, 18 saggi, 21 Rut, 22 tuddi, 23 ísöxi, 24 snakillur. Lóðrétt: 2 umráð, 3 notar, 4 ónáða, 5 aurum, 6 obba, 7 ámur, 12 ugg, 14 una, 15 fætt, 16 aldin, 17 grikk, 18 stíll, 19 glöðu, 20 iðin. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... MEÐ sífellt batnandi vegum ogauknum ferðalögum um land- ið eykst þörfin á góðu skipulagi tjaldsvæða og fullkomnari aðstöðu fyrir þá sem kjósa að nýta sér þau til dvalar og gistingar. Nýjustu tölur um fjölda skráðra fellihýsa og tjaldvagna í umferð er um 8 þúsund og eru þá væntanlega ótaldir húsbílar og hjólhýsi sem einnig fjölgar stöðugt. Víkverji er einn af fjölmörgum sem fest hefur kaup á fellihýsi til að njóta ferðalaga um landið. Þetta er skemmtilegur ferðamáti, þar sem kostir þess að sofa ekki á kaldri jörðinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vosbúð þótt rigni svolítið eru ótvíræðir. x x x ÞEIR sem ferðast um á þennanmáta nýta sér yfirleitt skipu- lögð tjaldsvæði hvort heldur er á láglendi eða hálendi en aðstaðan hérlendis er víðast hvar aðeins miðuð við að gestir ætli einungis að dvelja næturlangt og þeir sem hyggja á lengri dvöl lenda oft í vandræðum vegna aðstöðuleysis. Flest skipulögð tjaldsvæði hafa þó viðunandi salernisaðstöðu og á nokkrum stöðum er einnig eld- unar- og baðaðstaða fyrir ferða- menn. Þau eru hinsvegar teljandi á fingrum annarrar handar tjald- svæðin þar sem gert er ráð fyrir þjónustu við fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi. Sumum kann að finnast sérstök þjónusta óþarfa lúxus á venjulegu tjaldsvæði en þess ber að gæta að margir kjósa að halda kyrru fyrir á sama stað í nokkra daga, ferðast um og kynna sér héraðið sem dvalið er í og vilja þá geta nýtt sér möguleika ferðahýs- isins til hins ítrasta. Þetta er orð- inn mjög algengur ferðamáti í Evrópu og aðstaða á tjaldsvæðum iðulega til mikillar fyrirmyndar. Af þessu geta landeigendur og sveit- arstjórnir svo auðvitað haft aukn- ar tekjur. Ef borin er saman aðstaða á ís- lenskum tjaldsvæðum og annars staðar í Evrópu verður nið- urstaðan þeim íslensku víðast hvar verulega í óhag. VÍKVERJI las því af miklumáhuga grein Guðbjargar Guð- mundsdóttur í Morgunblaðinu sl. sunnudag um ferðalag á húsbíl á Norðurlöndunum og lýsingar á tjaldsvæðum sem hún gisti með fjölskyldu sinni. Þar sagði m.a.: Fyrir það fyrsta eru tjaldsvæði Skandinavíu vel skipulögð og stjörnuvædd og því auðvelt að sjá hvaða aðstöðu þau hafa upp á að bjóða.“ Síðan segir: „Aðstaðan á tjald- svæðinu var til sóma. Þarna voru þvottavélar og þurrkarar, aðstaða til að sinna húsbílnum, tæma sal- ernin, vatnið og svo framvegis, hægt að vaska upp í uppþvottavél eða upp á gamla mátann, elda inni húsi og fara á salerni.“ Öll er greinin hin fróðlegasta og hvetur Víkverji alla þá sem sjá um rekstur íslenskra tjaldsvæða að kynna sér hana vandlega og auð- vitað einnig þá sem hyggja á ferðalög í húsbíl eða með ferða- hýsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.