Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
Sýnd kl. 8 og 10.
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 6, 8.30 og 11.
Stríðið er hafið!
Sýnd kl. 6.
YFIR 28.000
GESTIR!
16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT
17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 UPPSELT
18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT
19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
MYNDBANDAÚTGÁFAN þessa
vikuna er með sæmilegasta móti, en
þó hafa aðdáendur þáttanna um Vini
(Friends) ástæðu til að kætast því
heilar þrjár spólur með samtals 12
þáttum koma út. Það eru þættir 13
til 24 í 9. seríu sem koma út og eru
þar á meðal þættir eins og „Þessi um
draum Rachelar“ og „Þessi með
brjóstastækkuninni“. Það er tilvalið
fyrir þá sem hafa misst af einhverj-
um þáttum á Stöð 2 að ná aftur upp
þræðinum af ævintýrum félaganna
sex, Joey, Chandler, Monicu, Ross,
Phoebe og Rachel. Þetta eru ekki
vinsælustu gamanþættir sögunnar
fyrir ekki neitt.
Myndir sem fjalla á spaugilegan
hátt um raunir svertingja í skugg-
legum úthverfum eiga sér vissan
áhorfendahóp. Oftar en ekki eru að-
alleikararnir rapp-stjörnur og er
Rakarastofan (Barbershop) engin
undantekning þar á. Hér er sagan
sögð af Calvin sem erfir rakarastofu
í vafasömu hverfi. Upphefst spaugi-
leg atburðarás með leikurum á borð
við Ice Cube og Anthony Anderson.
Matt Dillon á frumraun sína sem
leikstjóri í myndinni Draugaborg-
inni (City of Ghosts). James Caan og
Gerard Depardieu eru meðal leikara
í myndinni sem segir sögu svika-
hrapps sem flýr til Tælands þar sem
hann festist fljótt aftur í sama farinu
og fer að leggja á ráðin um eitt alls-
herjar svindl sem myndi koma hon-
um á græna grein. En reglurnar eru
öruvísi í Asíu en í Bandaríkjunum.
Kvikmyndin Venjuleg (Normal) er
gerð eftir sögu Jane Anderson sem
jafnframt leikstýrir. Jessica Lange
og Tom Wilkinson leika aðalhlut-
verkin í þessari mynd sem fjallar um
heimilisföður sem skyndilega afræð-
ur að skipta um kyn.
Unnendur Hong-Kong bardaga-
mynda ættu að gefa gaum að mynd-
inni Vampírubönum (Vampire Hun-
ters) sem kemur út 23. júlí. Myndin
er runnin undan rifjum Tsui Hark og
segir frá hópi kunningja á 19. öld
sem læra Kung-Fú og galdra í forn-
um skóla með það fyrir augum að
ráða niðurlögum vampýruskrímsla
sem herja á heimaland þeirra.
Gamli sprelligosinn Leslie Nielsen
snýr aftur í myndinni 2001: Stjörnu-
stríðni (2001: A Space Travisty).
Söguþráðurinn er að vanda ójarð-
bundinn, en forseta Bandaríkjanna
hefur verið rænt og kolruglaður tví-
fari kominn í hans stað. Spæjarinn
Dick Dix er fenginn til að bjarga
málunum og þarf varla að hafa fleiri
orð um hve hrapallega til tekst.
Ofurhuginn (Daredevil) snýr aftur
á spólu. Þessi mynd með Ben Affleck
sem leðurklæddi bjargvætturinn er
ein af stærri myndum ársins en Of-
urhuginn er sem kunnugt er blindur
en gæddur yfirnáttúrulegum hæfi-
leikum til að skynja umhverfi sitt
eins og leðurblaka. Hann er líka með
óbeit á óþokkum og lætur vondu
mennina finna til tevatnsins.
!" #
!" $
$
!" $
#
!" $
!" $
!"
!" #
$
!" #
$
$
%
&
&
%
%
%
&
%
&
&
&
'
&
'
&
&
%
&
&
&
!"
#$
% & $"'
(
(
!
)$
*+ !,
#!$ !
"
,$"
$$
Leslie Nielsen, Ofurhuginn og Vinirnir vinsælu koma á myndband
Vinir og
vondir
menn
Reffilegur í rauðu: Ben Affleck í
hlutverki Ofurhugans á ekki í nein-
um vandræðum með að lumbra á
vondu körlunum.
Framhaldsmyndin
Vondu strákarnir 2
(Bad Boys 2) fór beint
á toppinn á banda-
ríska bíólistanum. Var
hún aðsóknarmesta
mynd helgarinnar
þrátt fyrir tiltölulega
slæma dóma. Í mynd-
inni taka Will Smith
og Martin Lawrence
saman höndum á ný
með leikstjóranum
Michael Bay en í þetta
sinn eru kjaftaglöðu
löggurnar á hælunum
á eiturlyfjakóngi í
Miami. Framleiðandi
myndarinnar er Jerry
Bruckheimer en hann kemur einnig
að næstvinsælu mynd helgarinnar,
Sjóræningjum Karíbahafsins (Pirat-
es of the Caribbean) sem er í leik-
stjórn Gores Verbinskis, en hún fer
af toppnum í annað sætið.
Aðsókn í kvikmyndahús í Banda-
ríkjunum ef miðað er við vinsælustu
myndirnar er 33% meiri en á sama
tíma í fyrra. Jói enski (Johnny
English) með Rowan Atkinson í að-
alhlutverki á ekki mikla hlutdeild í
aukningunni en myndin fór í fjórða
sætið um frumsýningarhelgina og
olli það nokkrum vonbrigðum.
Þriðja nýja myndin er síðan ung-
lingamyndin Þetta líf (How To
Deal) en þar er Mandy Moore í að-
alhlutverki. Myndin hlaut að mestu
leyti slæma dóma og fór beint í átt-
unda sætið. Allison Janney og Trent
Ford eru einnig í stórum hlutverk-
um en leikstjóri er Clare Kilner.
Snillingabandalagið (The League
of Extraordinary Gentlemen) stend-
ur enn fyrir sínu og féll um eitt sæti
og er í því þriðja.
T3 lækkaði sig um tvö sæti og sit-
ur í því fimmta á meðan teikni-
myndin Leitin að Nemo (Finding
Nemo) frá Disney/Pixar fer úr
fimmta sætinu í það sjötta. Mynd-
inni hefur gengið sérlega vel en hún
hefur setið átta vikur á lista.
Breska myndin 28 dögum síðar
(28 Days Later) í leikstjórn Dannys
Boyles nýtur vinsælda og situr í tí-
unda sætinu eftir fjórar vikur á
lista.
Í næstu viku verða frumsýndar
vestra m.a. framhaldsmyndir um
Löru Croft sem Angelina Jolie leik-
ur og Njósnakrakkana en þar leikur
Antonio Banderas stórt hlutverk.
Will Smith og Martin Lawrence í slaginn á ný
Vondu strákarnir
yfirbuguðu
sjóræningjana
!" #
$
%
&"
'( )
*+, -$ &.,
/0'1
!!'!
23'2
4'!
4'&
1'!
0'2
5'.
!'1
&'0
/0'1
2!&'&
/&'5
4'!
2&1'.
!3!'.
15'/
5'.
.4'2
!!'/
Martin Lawrence og Will Smith í hlutverkum sín-
um sem eiturlyfjalöggurnar Marcus Burnett og
Mike Lowrey.