Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Verona á hreint ótrúlegum kjör- um. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægilegu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigu- bíla frá Avis á einstaklega hagstæðu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina Verslunarmannahelgin á Ítalíu 30. júlí frá kr. 19.950 Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600 / 2 = 16.300.- Skattar kr. 3.650.- Samtals kr. 19.950.- pr. mann. Gildir út 30. júlí, heim 11. ágúst Almennt verð kr. 20.950.- Úrval hótela í boði. Síðustu sætin ÞRÍR nýir einangrunarklefar fyrir mikið veika sjúk- linga hafa nú verið teknir í notkun á Landspítala – há- skólahúsi í Fossvogi og munu þeir til dæmis nýtast ef upp kemur hér á landi farsótt svipuð HABL-bráða- lungnabólgunni. Í framhaldi af bráðalungnabólgufaraldrinum HABL var ákveðið að fara út í framkvæmdir við ein- angrunarstofur, og öndunarvélakostur gjörgæslu- deildarinnar endurnýjaður, segir Kristinn Sigvalda- son, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss: „Aðalsmitsjúkdómadeild landsins er í þessu húsi og gjörgæsludeildin tilheyrir því. Við tökum við veikustu sjúklingunum, en smitsjúkdóma- deildin tekur þá sem eru frískari, en þurfa samt að vera í einangrun.“ „Áður vorum við bara með eitt pláss fyrir alvarlega veika sjúklinga sem þurftu að vera í einangrun,“ segir Margrét Ásgeirsdóttir aðstoðardeildarstjóri. Sjaldn- ast þurfti fleiri en eitt rúm í einangrun. Loftræstikerfið í nýju sjúkrastofunum þremur er alveg lokað af frá aðalloftræstikerfinu í spítalanum og segir Kristinn að loftræstikerfið sé svo notað til að stjórna þrýstingi í stofunum. Það þarf að fara um tvennar dyr til að komast inn á hverja stofu, og mega þær ekki vera opnar á sama tíma ef sjúklingur er í ein- angrun. Hægt er að stilla loftræstikerfið á annaðhvort yfirþrýsting eða undirþrÝsting inni á stofunum. Krist- inn segir að þrýstingurinn sé í raun notaður til að ein- angra stofurnar: „Maður stillir á yfirþrýsting ef maður vill ekki að neitt berist inn á stofuna. Það er varnarein- angrun fyrir sjúklinginn svo það berast engar bakt- eríur eða veirur inn til hans.“ Þessi stilling er einkum notuð ef sjúklingurinn er með lélegt ónæmiskerfi og þolir engar veirur eða bakteríur. „Svo er hægt að stilla á undirþrýsting sem tryggir að ekkert loft komist út úr herberginu. Það er notað þegar um er að ræða sótt- einangrun, þegar sjúklingurinn er með einhverja sýkla sem ekki mega berast út.“ Í heild eru 11 rúm á deildinni, og ef upp kæmi alvar- leg farsótt, til dæmis svipuð og HABL, þá er til við- bragðsáætlun þar sem ökk gjörgæsludeildin verður einangruð, að sögn Kristins. Þá væri hægt að hafa 11 sjúklinga í einangrun, auk þeirra sem geta verið á smitsjúkdómadeild. Þar eru 5 sjúkrastofur svipaðar og nýju stofurnar á gjörgæsludeildinni. Einnig eru aðrar stofur í sjúkrahúsinu þar sem mætti einangra sjúklinga í neyð. Nýju stofurnar verða notaðar eins og almennar stofur þegar ekki er þörf á einangrun. Nýir einangrunarklefar í Landspítala – háskólasjúkrahúsi Nýtast ef alvar- legar farsóttir koma upp Morgunblaðið/Arnaldur Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild, og Margrét Ásgeirsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild, við eina af nýlegu öndunarvélunum í nýrri einangraðri sjúkrastofu. SVEINN Björnsson hefur rekið Flugþjónustuna við Reykjavík- urflugvöll frá 1973 og starfsemin á því 30 ára afmæli í ár. Á þeim tíma hafa um 35 þús- und flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum átt viðskipti við Flugþjónustuna sem útvegar ár- lega nokkur þús- und flug- farþegum hótelherbergi, bílaleigubíla og aðra þjónustu auk þess að selja elds- neyti, veita upplýsingar um veður, gera flugáætlanir og selja mat í vél- arnar á meðan þær stoppa hér á landi. Flugþjónustan er eina fyr- irtækið sem býður upp á slíka þjón- ustu á Reykjavíkurflugvelli en á Keflavíkurvelli eru nokkur flug- þjónustufyrirtæki starfandi. Auk Sveins eru tveir starfsmenn sem vinna fyrir Flugþjónustuna og oft mikið um að vera þegar nokkrar þotur lenda með stuttu millibili. Sveinn segir að vinnan komi þó í skorpum og háannatíminn sé yfir sumarið en þá lenda nokkrar vélar á degi hverjum og þær stærstu taka 70-80 farþega þótt ekki sé algengt að svo stórar vélar lendi á vellinum. Aukin viðskipti við einkaflug „Við eigum bæði viðskipti við flugvélar í einkaflugi, sem koma helst frá Bandaríkjunum og eins við ferjuflugvélar sem eru einkum frá Evrópu. Til að byrja með þjónuðum við nær eingöngu ferjuvélum en það hefur breyst, nú eigum við meiri viðskipti við einkaflugvélar. Þróunin í einkaflugi í Evrópu og hér heima síðustu ár hefur hins vegar verið sú að dregið hefur úr því að einstaklingar standi í einka- flugi og vélar hafa ýmist verið seld- ar til Bandaríkjanna eða þá að fyr- irtæki hafa í auknum mæli tekið yfir reksturinn,“ segir Sveinn. Nýverið voru gerðar talsverðar breytingar á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var endurbyggður og flugbrautirnar jafnframt stytt- ar, bæði vegna hertra örygg- isreglna og eins vegna fyrirhug- aðrar færslu Hringbrautarinnar suður fyrir Umferðarmiðstöðina. Aðspurður um áhrif breytinganna á flugumferð á vellinum segir Sveinn að stytting flugbrautanna hafi vald- ið því að lendingum á vellinum hafi fækkað. „Stærri og langdrægari þotur geta ekki lengur lent á Reykjavíkurflugvelli og þurfa í staðinn að fara til Keflavíkur. Völl- urinn er hins vegar í mjög góðu ásigkomulagi eftir endurbæturnar og gagnvart veðri og vindum er staðsetning vallarins eins og best verður á kosið. Það er tómt mál að tala um flugvöll hérna í nágrenni borgarinnar sem gæti haft jafn- góða staðsetningu að því leyti,“ segir Sveinn og tekur fram að hon- um finnist nýting á Reykjavík- urflugvelli aftur á móti ekki nægj- anlega góð. „Fyrst völlurinn er hérna á annað borð er gott að hafa sem besta nýtingu á honum, þetta er dýrt mannvirki og okkur veitir ekki af að fá tekjur af honum.“ Sveinn er þeirrar skoðunar að ekki eigi að færa Reykavík- urflugvöll. „Völlurinn er stolt Reykjavíkur og vera hans innan borgarmarkanna veitir lands- byggðinni sjálfsagða þjónustu. Auk þess leiða öryggissjónarmið varð- andi sjúkraflug og annað því tengt til þess að betra er að hafa flugvöll innan borgarinnar en utan hennar. Þotur verða æ hljóðlátari með tím- anum og fólk verður mikið minna vart við flugumferð en áður,“ segir Sveinn og bendir á að í Evrópu sé það mjög algengt að flugvellir séu inni í borgum. „Ef innanlandsflug yrði til dæmis flutt til Keflavíkur mundi flug verða lengra og dýrara, farþegar frá Reykjavík þyrftu í flestum til- fellum að keyra í tæpan klukkutíma í gangstæða átt miðað við áfanga- staðinn og hinn aukni kostnaður við flugið myndi ganga ansi nærri inn- anlandsflugi í landinu. Flugvöllur í Reykjavík er að mínu mati ómiss- andi,“ segir Sveinn. Sveinn Björnsson hefur rekið Flugþjónustuna í 30 ár Hefur afgreitt um 35 þúsund flugvélar Morgunblaðið/Jim Smart Þetta er ein þeirra 35 þúsund flugvéla sem Flugþjónustan hefur þjónað á 30 ára starfsferli. Vélin kom í gær og á að halda til Kaliforníu í dag. Sveinn Björnsson FJÖGURRA bíla árekstur varð á Reykjanesbraut, við gatnamótin að Lækjargötu í Hafnarfirði, um kl. fjögur í gær. Engin slys urðu á fólki, en töluverðar skemmdir á bílunum og þurfti að fjarlægja einn þeirra af vettvangi með kranabíl. Töluverðar umferðartafir urðu vegna óhappsins. Fjórir bílar rákust saman TALSVERÐUR erill var hjá lögregl- unni í Hafnarfirði um helgina vegna unglingasamkvæma í heimahúsum og nokkuð um að nágrannar kvörtuðu vegna hávaða og ónæðis er af þeim hlaust. Ölvun unglinga var einnig nokkur og þurfti lögregla að hafa af- skipti af fimmtán ára pilti er var með- vitundarlaus sökum áfengisneyslu. Hann var sóttur af foreldrum sínum. Í dagbók lögreglu segir að það hafi ítrekað gerst að foreldralaus ung- lingasamkvæmi hafi farið úr böndun- um og var svo einnig í þetta sinnið. Eru foreldrar enn og aftur hvattir til þess að huga að þessum málum og að leyfa ekki slík samkvæmi án eftirlits. Unglinga- samkvæmi úr böndunum TÆPLEGA þrítugur karlmaður slasaðist illa á auga í gær þegar golf- kúla skaust í hann úr sláttuvél þar sem hann var við vinnu í Tungudal í Skutulsfirði. Eftir skoðun á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði var hann fluttur með sjúkraflugi á Land- spítalann í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði ók maðurinn dráttarvél með svokallaða brautarsláttuvél í eftirdragi og var að slá tún sem á að nota vegna lands- móts Ungmennafélags Íslands. Svo virðist sem golfkúla hafi leynst í grasinu og skotist af miklu afli í auga mannsins þegar hann ók sláttuvél- inni þar yfir. Golfvöllur Ísfirðinga er skammt frá umræddum stað en tún- ið hefur verið notað sem æfingavöll- ur knattspyrnumanna. Golfkúla skaust í auga sláttumanns ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SALA á framlengdum hliðarspegl- um fyrir bíla tók mikinn kipp í síð- ustu viku og eru slík öryggistæki nú að verða uppseld víða um bæinn. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Tjaldvagnalands, segir að salan á speglum hafi rokið upp í kjölfar fjölmiðlaumræðu þess efnis að bílar, sem hefðu fellihýsi í eftir- dragi, væru undantekningalítið ekki með tilskilda spegla. „Í síðustu viku seldum við yfir 100 hliðarspegla en venjulega erum við að selja 10 til 20 spegla á viku. Það má því segja að þetta sé allt að því tíföld aukning,“ segir Arnar. Hann segir mjög jákvætt að fólk skuli huga að örygginu þegar mesta ferðahelgi ársins sé framundan. „Reglan segir að ef þú sérð ekki aftur fyrir þig í bakspegli eða hlið- arspegli þá þarftu auka hliðar- spegla. Þetta á við um flesta fólks- bíla og minni jeppa,“ segir Arnar. Benedikt Árnason, sölumaður hjá Evró, segir speglana vera nauð- synlega þegar fólk ferðist með felli- hýsi. „Við mælum með speglunum í öllum tilfellum enda auka þeir ör- yggið til muna. Fólk mætti vera duglegra að nota slíka spegla,“ seg- ir Benedikt. Fjölmiðlaumræða um fellihýsi Hliðar- speglar að seljast upp TVÖ börn á Sauðárkróki brenndust þegar kúlur úr flugeldum á flugelda- sýningu lentu á þeim. Sýning var haldin í tilefni af Hafnardeginum um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu sprungu sjö flugeldar rétt eftir að þeir fóru á loft og púðurleifar svifu yfir áhorfendur, sem voru í um það bil 50 metra fjarlægð frá skot- palli. Átta ára gamall drengur brenndist smávægilega á kinn en 10 ára gömul stúlka fékk annars stigs bruna á hendi. Þau voru flutt á Heil- brigðisstofnunina á Sauðárkróki til aðhlynningar. Misheppnuð flugeldasýning ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.