Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 200. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stærstu útsölulokin götumarkaður alla helgina Síðustu dagar stjórnarinnar Lífverðir Saddams lýsa atburða- rásinni er Bagdad féll | Erlent 14 Sumarlögin gefa mynd af haustútgáfunni | Fólk 42 Fyrirboði haustsins Hið nýja veldi Kommúnistaávarp 21. aldarinnar? | Lesbók 10 MEÐ algjöru banni við rjúpnaveiðum hefur fót- unum verið kippt undan framleiðslu fyrirtækis- ins Hlaðs á Húsavík sem hefur framleitt 100–300 þúsund skot á ári. Sport- vörugerðin sér einnig fram á milljónatjón. Forsvarsmenn fyrir- tækjanna gagnrýna harðlega hversu skammur fyr- irvari var á banninu. Þegar þeir lögðu inn pantanir var gert ráð fyrir því að veiðitíminn yrði styttur en veiði ekki bönnuð með öllu. „Í fyrra var rætt um að taka tíu daga framan og aftan af veiðitímabilinu. Það hefði í sjálfu sér verið í fínu lagi en nú sit ég uppi með hráefni og vöru í mörg ár,“ sagði Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hlaðs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið muni einnig sitja uppi með margs konar veiðivörur fyrir tugi milljóna. „Þetta er allt á lánum og maður veit alveg hvernig það endar,“ sagði hann. Ásgeir Halldórsson hjá Sportvörugerðinni tók í sama streng, en hann situr uppi með 200 þúsund rjúpnaskot. Hann gerði ráð fyrir því að selja skot til smásala fyrir um sjö milljónir. Nú þurfi hann að huga að geymslu fyrir þau næstu þrjú árin en geymslukostnaður verði vart undir einni og hálfri milljón króna. Framleiðandi og seljandi rjúpnaskota verða fyrir stórtjóni Gagnrýna skamman fyrirvara  Gífurlegt/4 KREPPAN í færeysku fiskeldi, ann- arri stærstu útflutningsgreininni, er nú farin að segja til sín í öllu sam- félaginu með vaxandi atvinnuleysi og taprekstri í bönkunum. Bendir flest til, að góðærið, sem nú hefur staðið í um áratug, sé á enda. Føroya Banki, sem kom mjög við sögu í erfiðleikunum fyrir rúmum áratug, var rekinn með 274 millj. ísl. kr. halla eftir skatt á fyrra misseri þessa árs en allt frá árinu 1993 hefur Í skýrslu síðarnefnda bankans er því spáð, að tekjur landstjórnarinnar muni minnka á næstunni og atvinnu- leysi aukast. Með öðrum orðum, að góðærinu sé líklega lokið í bili. Hefur nú verið hnykkt á því með tilkynn- ingu frá landstjórninni um að at- vinnurekendur og launþegar skuli greiða 0,75% af launum í atvinnu- leysissjóðinn en skömmu fyrir síð- ustu áramót var þessi prósenta lækkuð úr 1,25% í 0,5%. hann skilað góðum hagnaði. Er ástandið enn verra hjá hinni stóru fjármálastofnuninni, Føroya Spari- kassa, en þar var tapið á fyrra helm- ingi ársins um 643 millj. kr. Ástæðan er ástandið í laxeldinu, mjög lágt verð og ILA-veikin, alvarlegur veirusjúkdómur. Til að búa sig undir vaxandi áföll í fiskeldinu hefur Føroya Banki lagt til hliðar rúmlega 7,2 milljarða kr. og Føroya Sparikassi 1,64 milljarða kr. Kreppir að í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. ÓBREYTTIR borgarar í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, skoruðu í gær á erlend ríki að stöðva blóðbaðið í borginni en miklir bardagar geisuðu þar í gær. Talið var, að nokkrir tugir manna hefðu fallið, þar á meðal fólk, sem hafði leitað skjóls í skólahúsi. George Bush Banda- ríkjaforseti hefur skipað svo fyr- ir, að herskip verði send upp að ströndum landsins en ekki er ljóst hvort það er undanfari beinna afskipta af óöldinni í landinu. Bush sagði að hlutverk hers- ins yrði takmarkað og hann yrði einungis á staðnum þar til frið- argæslusveitir SÞ kæmu á vett- vang. Þjóðarleiðtogar víða um heim fögnuðu ákvörðun Banda- ríkjastjórnar að senda skip til landsins, meðal annarra Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sem sagði hana mikilvægt skref í átt að stöðugra ástandi. Dagurinn í gær var einn sá blóðugasti í langan tíma og sprengikúlum rigndi yfir borg- ina. Óbreyttir borgarar flýðu úr einu hverfinu í annað í leit að einhverju hæli eða að vatni og mat en vatnskerfið er ónýtt og matarbirgðir þrotnar. Samtökin Læknar án landa- mæra reyna enn að sinna særðu fólki við erfiðar aðstæður og talsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna skoruðu enn í gær á erlend ríki að sker- ast í leikinn. Leiðtogar Vestur- Afríkuríkjanna ætla ekki að ákveða neitt um það fyrr en í næstu viku og hingað til hefur Bandaríkjastjórn ekkert viljað segja um fyrirætlanir sínar. „Ef blóðbaðið verður ekki stöðvað eigum við eftir að verða vitni að ólýsanlegum hörmung- um,“ sagði Marc Destanne de Bernis, fulltrúi SÞ í Líberíu. Fyrir utan manndrápin eru þeg- ar fréttir um mikinn kóleru- og malaríufaraldur. AP Ákallar Guð og Ameríku LÍBERÍSK kona stendur fyrir framan varnarmúr bandaríska sendiráðsins í Monrovíu og biður ann- aðhvort Guð eða Ameríku að bjarga sér. „Ég grát- bið George Bush að stöðva þenna hrylling strax. Það er verið að drepa fólk, konur og börn,“ sagði Emmanuel Sieh, annar íbúi, en rétt hjá safnaðist grátandi fólk saman við rústir skólahúss, sem hafði orðið fyrir sprengju. Þar féllu sjö manns. Lík unglingspilts lá í rústunum og kona með tveggja ára barn grét yfir líki systur sinnar. Varað við ólýsanlegum hörmungum í Líberíu Monróvíu. AP, AFP. Bandarískum herskipum stefnt til landsins HELSTA ástæðan fyrir búferlaflutningum hérlend- is er aðdráttarafl þéttbýlisins, en hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur aftur af frekari bú- ferlaflutningum. Þetta kemur fram í grein hagfræð- inganna Gylfa Zoëga og Mörtu G. Skúladóttur sem birtist í nýjasta hefti Fjármálatíðinda. Þar kemur fram að nálægðin við stóra þéttbýlis- kjarna valdi því að fólk flytji til höfuðborgarsvæð- isins. Í þéttbýli sé fjölbreytileikinn meiri og auðveld- ara fyrir fólk að fá störf við hæfi. Munur á fasteignaverði sé hins vegar það mikill að það haldi aftur af þróuninni. Í greininni kemur jafnframt fram að framkvæmd- ir á Austurlandi muni valda samdrætti annars stað- ar á landinu og þær geti jafnvel dregið úr fram- kvæmdum á öðrum svæðum. Fasteignaverð helsta bremsan  Fasteignaverð/10 ♦ ♦ ♦ BANDARÍKJAHER hand- tók 13 menn, sem sumir hverjir eru taldir vera líf- verðir Saddams Husseins, í húsi við Tíkrit, heimaborg einræðisherrans fyrrver- andi, í gær. Talið er að 5–10 þeirra hafi tilheyrt einkalíf- varðasveit Saddams en Ray Odierno, háttsettur hers- höfðingi, sagði of snemmt að segja til um hvort þeir hafi nýlega verið með Sadd- am eða geti veitt upplýsing- ar um dvalarstað hans. Íraskur maður gaf hern- um upplýsingar um dvalar- stað mannanna sem héldu sig í húsi sunnan við bæinn. „Hringurinn þrengist óð- um,“ sagði Odierno. Tugir þúsunda sjía-músl- ima söfnuðust saman við mosku í hinni heilögu borg Najaf í gær og hlýddu á herskáan klerk, Moqtada Sadr, krefjast þess að Bandaríkjaher hefði sig á brott frá borginni og að stjórnarráð sem þeir hafa skipað yrði lagt niður. Handtóku lífverði Saddams  Bandaríkjaher/14 Washington, Bagdad. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.