Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 18

Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Útsala Útsala Útsala Útsala Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin ELSTA flughæfa flugvélin á land- inu, Piper J-3 Cub C-65, er orðin 60 ára gömul og af því tilefni efndi eigandi vélarinnar, Kristján Víkingsson, til afmælishófs í Flugsafninu á Akureyri fyrir helgi. Í máli Kristjáns kom fram við þetta tækifæri að vélinni væri helst flogið á sunnudögum þegar gott er veður. Afmælisdagur vél- arinnar er 14. júlí en hún var smíðuð í Loch Haeven í Banda- ríkjunum árið 1943 og notuð af flughernum þar sem kennslu- flugvél. Árið 1967 keypti Norðurflug Tryggva Helgasonar hf. vélina til landsins og fékk hún einkenn- isstafina TF-JMF. Í dag ber hún einkennisstafina TF-CUB. Vélin var notuð til kennslu- og útsýnis- flugs allt til ársins 1977. Þá hefur vélin dregið ófáar svifflugurnar á loft í gegnum tíðina. Á árunum 1989 til 1991 var vélin endur- byggð að hluta af núverandi eig- anda. Vélin er óbreytt frá upp- hafi og er vélarafl hennar 65 hestöfl. Hún hefur ekki rafkerfi og því þarf að snúa henni í gang með handafli. Kristján sagði að vélin hefði alla tíð verið farsæl en þó hefði hún tvisvar orðið fyrir skemmd- um. Í annað skiptið var vélinni flogið í Vaðlaheiðina og í hitt skiptið sló henni niður í lendingu, með þeim afleiðingum að loft- skrúfan slóst niður. Ekki urðu þó slys á fólki í þessum óhöppum. Sem fyrr segir er afmælis- dagur vélarinnar 14. júlí. Afmælinu var hins vegar frestað þar til í síðustu viku, þar sem von var á umboðsmanni New Piper Aircraft Inc. í Skandinavíu, í sölu- og kynningarferð til Akureyrar á nýrri Piper Archer III flugvél. Var sú vél einnig til sýnis í afmælinu. Gamla vélin er tveggja sæta en sú nýja fjögurra sæta. Elsta flughæfa flugvélin sem til er á Íslandi orðin 60 ára Morgunblaðið/Kristján Afmælisgestir skoða Piper-flugvélina í Flugsafninu á Akureyri. Aðeins flogið á sunnu- dögum í góðu veðri BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær bókun sem formaður þess lagði fram, þar sem skorað er á íslensk flugmálayfirvöld að framlengja leyfi Grænlandsflugs til beins flugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í a.m.k. eitt ár eða til 1. nóvember 2004 og jafnframt verði unnið að því að tryggja varanlegt leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Grænlandsflugi þarf ákvörðun um framlengingu leyfisins að liggja fyrir og hafa borist stjórninni fyrir stjórn- arfund sem haldinn verður hinn 11. ágúst nk. Ef staðfesting á framleng- ingu leyfisins liggur ekki fyrir á þeim fundi er hætta á að stjórn félagsins ákveði að hætta fluginu. Í bókuninni sem formaður bæjar- ráðs lagði fram kemur meðal annars fram: „Flugfélagið Grænlandsflug hefur nú frá því 28. apríl sl. haldið uppi áætlunarflugi tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar. Nú virðist sem framhald þessa flugs sé í hættu þar sem leyfi til flugsins hefur ekki fengist framlengt nema til nk. áramóta. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að flug þetta hófst hefur þegar komið greinilega í ljós hver lyftistöng það er og mun verða fyrir ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu og Norður- landi. Þá er óhætt að fullyrða, að beint flug frá Akureyri til Kastrup- flugvallar opnar nýjar víddir fyrir íbúa á landsbyggðinni og eykur sam- keppnishæfni svæðisins á allan hátt.“ Leyfi Grænlandsflugs verði framlengt Í KVÖLD kl. 20 verða haldnir út- gáfutónleikar í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í til- efni af útkomu geisladisks með söng- lögum eftir Garðar Karlsson. Disk- urinn heitir Vorperla og lögin samdi Garðar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Braga Sigurjónssonar og Sverris Pálssonar. Flytjendur eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Ósk- ar Pétursson tenór, ásamt Daníel Þorsteinssyni sem leikur undir á píanó en hann útsetti einnig lögin. Undirbúningur geisladisksins hófst árið 2000 og hafði Garðar sjálf- ur valið þau lög sem hann vildi að yrðu gefin út. Garðar lést árið 2001 en fjölskylda hans ákvað að ljúka við gerð disksins og lögðust allir á eitt við að vanda til verks, líkt og hann sjálfur hefði gert. Ólöf dóttir Garð- ars hannaði umbúðirnar, sem eru hinar glæsilegustu, og greinargóðar upplýsingar eru um lögin ellefu, Garðar sjálfan og flytjendurna en Hulda Björk er einmitt líka dóttir Garðars. Eins og áður sagði útsetti Daníel Þorsteinsson lögin og bætti um betur með því að taka lögin og textana saman í vandað nótnahefti, sem verður til sölu auk disksins. „Þessi lög eru nauðsynleg viðbót við sönglagahefðina og mikilvægt að koma þeim á framfæri og gera þau aðgengileg. Það er mikið samið af tónlist af þessu tagi, sem nær ekki alla leið,“ segir Daníel og bætir við að útgáfa á tónlist af þessu tagi sé orðin sjaldgæf og þetta sé því merkilegt framtak. Hulda tekur undir þetta og segir að stefnan sé að halda verkinu áfram. Af nógu sé að taka. „Til að halda heildarsvipnum ákváðum við að hafa eingöngu sönglög á þessum diski. Upphaflega stóð til að gefa út einn disk með úrvali laga en það er svo mikið til af lögum að diskarnir verða væntanlega fleiri,“ segir Hulda. Garðar samdi ekki bara sönglög; eftir hann liggja fjölmarg- ar tónsmíðar af ýmsu tagi. Þar má nefna dægurlög, barnalög, kórlög, sálmalög, píanólög og harmoniku- lög og því ærið verk framundan við að velja fleiri lög til útgáfu. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. Diskurinn og nótnaheftið eru seld í einkasölu og hægt er að panta disk og/eða nótnahefti með því að senda skeyti á vorperla@st- rik.is. Einnig er hægt að kaupa ein- tak á handverkshátíðinni á Hrafna- gili um helgina. Útgáfu- tónleikar í Laugar- borg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þau koma fram á útgáfutónleikunum í Laugarborg í kvöld. Frá vinstri: Óskar Pétursson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Daníel Þorsteinsson. Flugmódelfélag Akureyrar heldur á morgun árlega módelflugkomu á Melgerðismelum. Dagskráin hefst kl. 9 og lýkur með grillveislu um kvöldið. Heiðursgestur verður Bret- inn Steve Holland, sem kemur með tvö módel í yfirstærð, annað þeirra er eitt það stærsta sem flogið hefur, með rúmlega sex og hálfs metra vænghaf. Sveppir og ber á Laugalandi Skógræktarfélag Eyfirðinga gengst fyrir skógargöngu á morgun, laug- ardag, kl. 13.30 í Laugalandsskógi á Þelamörk. Auk skoðunarferðar um skógræktarsvæðið verður sér- staklega hugað að afurðum skógar- ins, það er sveppum og berjum. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér nýt- ingu þessara búdrýginda eru sér- staklega hvattir til að koma. Sveppa- fræðingur verður með í för. Boðið verður upp á einfalda sveppa- rétti, sem matreiddir verða á staðn- um. Þátttakendum er bent á að taka með sér hníf og ílát til að tína í. Allir eru velkomnir. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.