Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 13
VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 13 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 08 .2 00 3 Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 1.980 Barnastólar 10-40% afsláttur Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5 % staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Rocket 24” og 26” 21. gíra fjallahjól með dempara, Shimano gírum, V-bremsum og álgjörðum. 24” Tilboð stgr. kr. 18.905 26” Tilboð stgr. kr. 19.855 SCOTT MX 5 Frábært fjallahjól frá Scott, 21. gíra Shimano með demparagaffli. Tilboð aðeins kr. 28.405 stgr. Pro Track 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Tilboð stgr. kr.14.155, verð áður kr. 24.900 OXIDE 26” 21. gíra tveggja dempara hjól með Shimano gírum. Tilboð stgr. aðeins kr. 23.655 FLAME 12” og 16” Vönduð barnahjól með fótbremsu og hjálpardekkjum. 12” Tilboð stgr. 8.284 16” Tilboð stgr. 8.930 QUAKE 26” Vandað demparahjól, ál stell, diskabremsur. 21. gíra Shimano Alivio. Frábært tilboð stgr. 37.905 Verið velkomin í verslun okkar á Þýskum dögum. Fjöldi tilboða og sérstök afsláttarkjör í ljósadeild. Þýskir dagar! Umboðsmenn um allt land. 69.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Aktionspreis (tilboðsverð) 8.900 kr. stgr. Farsími - A50 Aktionspreis (tilboðsverð) 79.900 kr. stgr. Þvottavél WXL 1241 Aktionspreis (tilboðsverð) OD DI H F K 01 51 MARKAÐSRÁÐ Akraness stend- ur fyrir stórri atvinnuvegasýningu í og við Íþróttamiðstöðina á Jað- arsbökkum síðustu helgina í sept- ember. Gert er ráð fyrir að um sextíu fyrirtæki taki þátt í sýning- unni sem ber heitið: „Þeir fiska sem róa.“ Markmiðið með sýningunni er að kynna bæjarbúum fjölbreytt at- vinnulíf staðarins, láta landsmenn og fjárfesta vita um möguleika Akraness hvað varðar staðsetn- ingu atvinnufyrirtækja og loks að markaðssetja Akranes sem heild. Markaðs- og atvinnufulltrúar Akraneskaupstaðar, þau Rakel Óskarsdóttir og Magnús Magnús- son, annast framkvæmdastjórn og undirbúning sýningarinnar. Magn- ús sagði að sýningin yrði mjög fjölbreytt því í henni taka þátt fyr- irtæki sem starfa á fjölmörgum sviðum. Sem dæmi mætti nefna fyrirtæki sem starfa við matvæla- framleiðslu, verslun, þjón- ustu, iðnað, kennslu og fleira. Sýning- in hefst föstu- daginn 26. september með fagsýningu fyrir boðsgesti sem stendur yfir í þrjár klukkustundir. Að henni lokinni verður sýningin opnuð almenningi fram á sunnudag. Aðgangseyri er stillt mjög í hóf, eða krónur 300, en ókeypis er fyrir börn. Auk þess fylgir ókeypis aðgangur að sund- lauginni á Jaðarsbökkum og ýms- um uppákomum sem verða í tengslum við sýninguna. Dagskrá verður fjölbreytt, en ennþá er eftir að leggja lokahönd á hana. 80 aðilar að Markaðsráði Akraness „Markaðsráð Akraness var stofnað fyrir einu og hálfu ári í kjölfar félagsins Átak Akraness. Nú eru um 80 fyrirtæki aðilar að markaðsráðinu,“ sagði Magnús. „Um 60 þeirra ætla að vera með og mér sýnist að kynningin á sýn- ingunni hafi því gengið vel. Þetta er langstærsta verkefni félagsins til þessa og sýnir vel hve mik- ilvægt er að staðbundin fyrirtæki, hvar á landinu sem þau eru, taki höndum saman í sameiginlegum hagsmunamálum. Í tengslum við sýninguna verður gefin út stór og vegleg sýningar- skrá í blaðformi sem dreift verður með Morgunblaðinu til áskrifenda þess auk þess sem henni verður dreift til allra íbúa á Akranesi og í nágrenni. Í sýningarskránni verð- ur þátttökufyrirtækjunum gerð ít- arleg skil svo og bæjarfélaginu í heild. Akraneskaupstaður er þátt- takandi í sýningunni og því gefst gestum kostur á að afla sér upp- lýsinga um bæinn, lausar lóðir, uppeldis- og skólamál, íþrótta- starfsemi og fleira.“ Íbúum Akraness fjölgað frá 1996 Magnús sagði að hugsunin á bak við sýninguna væri að laða fólk og fyrirtæki til bæjarins. „Íbúum Akraness hefur fjölgað árlega frá árinu 1996, eða um leið og fólk fór að gera sér ákveðnar væntingar í sambandi við Hvalfjarðargöngin og atvinnuupp- byggingu á svæð- inu. Hér er upp- gangur og fólk er smám saman að læra að nýta sér þessa jákvæðu breytingu sem orðið hefur með bættum samgöngum og öflugri at- vinnustarfsemi. Ef til vill hefði fólk mátt vera betur vakandi fyrir þeim möguleikum sem sköpuðust fyrir um 5 árum, en mörg fyr- irtæki í Reykjavík nýttu sér hana og bættu Akranesi við sitt mark- aðssvæði. Segja mætti að það hefði þurft að virka betur í báðar áttir strax frá upphafi. Ferðaþjónustan varð svolítið eftir, en nú er hún að taka við sér á nýjan leik. Vaxandi fjöldi landsmanna kemur í auknum mæli til að skoða söfnin okkar, heimsækja baðströndina Langa- sand og nýta sér aðstöðuna í golfi. Annars eru íbúar Akraness yf- irleitt mjög ánægðir með að búa hér og það er mikilvægast. Þeim þykir skilyrði til að ala upp börn vera góð og þeir eru ánægðir með skólana og ýmsa þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Mörgum þyk- ir líka fjarlægðin frá höfuðborg- arsvæðinu vera hæfileg og því einn af kostunum við að búa á Akra- nesi.“ Um 60 fyrirtæki taka þátt í at- vinnuvegasýningu Akranes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.