Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 9 Hallveigarstíg 1, s. 588 4848 Mikið úrval af flottum yfirhöfnum Ný sending af peysum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Máttarstólpar og menningin Tækifæri, samstarf, skyldur og reynsla Opinn fundur um samstarf menningar- og atvinnulífs á föstudaginn Föstudaginn 5. september kl. 13.30 til 17.00 gangast Listahátíð í Reykjavík og Höfuðborgarstofa í samvinnu við Samtök atvinnulífsins fyrir opnum fundi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um samstarf menningar- og atvinnulífs. Aðalfyrirlesari fundarins verður Mikael Strandänger, framkvæmdastjóri alþjóðlegu samtakanna Arts and Business (Kultur och Näringsliv) í Svíþjóð. Dagskrá: Fundurinn er öllum opinn þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á artfest@artfest.is, info@visitreykjavik.is eða í síma 561 2444, á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavík Valur Valsson, formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík og Útflutningsráðs, setur fundinn Mikael Strandänger framkvæmdastjóri Arts & Business í Svíþjóð. Í fyrirlestri sínum segir hann m.a. stuttlega frá samtökunum Arts and Business, fjallar um mikilvægi góðs samstarfs á þessu sviði, skattalöggjöf sem hvetjandi afl fyrir samstarf atvinnu- og menningarlífs, sameiginleg markmið og hagsmuni. Jafnframt tekur hann dæmi af góðu samstarfi menningar- og atvinnulífs. (Fyrirlesturinn verður á ensku) Kaffihlé Pallborðsumræður: Þátttakendur Mikael Strandänger, Bogi Pálsson, viðskiptafræðingur, Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður og Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi. Stjórnandi pallborðs, Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnar Höfuðborgarstofu. (Pallborðsumræður fara fram á íslensku) Fyrirspurnir og umræður Móttaka fyrir fundargesti í Hafnarhúsinu Skólafötin sem krakkarnir vilja Kringlunni - Smáralind NÝ SENDING Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988 Lagerhreinsun 1.-13. september Prjóna- og heklugarn, hlægilegt verð! Meðal annars Regia sokkagarn og Peluche pelsgarn. Fjölbreytt úrval. Jólaútsaumur 40% afsl. Heilsársútsaumur 40% afsl. Strammamyndir 40% afsl. Ath. takmarkað magn. Garn og gaman Suðurhlíðarskóli Einkaskóli á grunnskólastigi Neðst í suðurhlíðum Fossvogsins. Suðurhlíð 36, 105 Rvík, sími 568 7870 netfang: sudurhlidarskoli@simnet.is, vefslóð: www.sudurhlidarskoli.is Tveimur árgöngum kennt saman Nemendafjöldinn er að jafnaði 60 til 65 nemendur á vetri og er miðað við að 12–16 nemendur séu í hverri stofu og er tveimur árgöngum kennt saman. Skólaárinu er skipt í þrjár annir til að dreifa vinnuálaginu og til að létta nemendum námið. Góð kjör – greiðsludreifing Getum bætt við nokkrum nemendum í 1.–4. bekk. Skólagjaldið er 19.760 kr. á mánuði. Dæmi um greiðslutilhögun: Greiðsludreifing til 12 mánaða, 15.643 kr. á mánuði. Gæsla fyrir og eftir skóla er innifalin í gjaldinu. „Þessi skóli er bara miklu betri og rólegri, ekki eins mikið verið að stríða og lemja og svoleiðis“ Getum bætt við nokkrum krökkum í yngstu bekkina Elstu bekkirnir eru fullsetnir Sagði strákur í 7. bekk, í könnun 10. bekkjar meðal nemenda í Suðurhlíðarskóla LÍKNARFÉLAGIÐ Bergmál hef- ur verið starfandi í rúman áratug, og hefur haldið orlofsvikur fyrir krabbameinssjúka og langveikt fólk tvisvar á ári allt frá árinu 1995. Blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins áttu leið um Sólheima í Grímsnesi á dögunum og hittu þar fyrir Kolbrúnu Karlsdóttur, for- mann stjórnar Bergmáls, og fjölda manns sem dvaldist í góðu yfirlæti að Sólheimum. Sólheimar leggja fé- laginu til húsakost til orlofsdval- arinnar, og fjöldi fólks kemur til sjálfboðavinnu til að gera orlofsvik- una mögulega. „Vikan er búin að vera stórkost- leg að vanda,“ sagði Kolbrún í sam- tali við Morgunblaðið. „Hér hafa dvalið rúmlega fjörtíu manns í viku, og við höfum nýtt allt pláss sem við höfum. Hér bjóðum við fólki upp á margs konar umönnun og afþreyingu, sem hefur fallið í góðan jarðveg.“ Kærleikurinn umvefur starfið Eydís Búadóttir er ein gesta á orlofsviku Bergmáls að þessu sinni. Hún segir það einstakt að fá að vera þess aðnjótandi að fá að fara með í orlofsferðina. „Það hefur allt verið yndislegt, og við höfum notið alls hins besta hér á staðnum. Veðrið hefur líka leikið við okkur. Við höfum fengið svæðanudd, kynnst höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð og staðið til boða hárgreiðsla og fótsnyrting ásamt sundi, svo eitthvað sé nefnt. Við er- um frjáls með að skipuleggja tíma okkar, og getum valið úr fjölda góðra atriða. Við höfum farið í ferðalag um nágrennið, og svo eru kvöldvökur alla vikuna þar sem þjóðkunnir listamenn hafa skemmt,“ segir Eydís. „Hér hef ég eignast fjölda nýrra vina, og er Bergmáli afskaplega þakklát. Það er ótrúleg starfsemi sem félagið heldur úti, sem margir vita ekki af. Ég frétti af starfi Bergmáls í samtökum sem ég er í vegna sjúkdóms míns. Ég ákvað að sækja um að fá að fara með í or- lofsferðina. Ég var svo heppin að fá inni í ferðinni í sumar. Þetta er engu líkt að fá að vera hér, og hef ég byggt mig upp fyrir áframhald- andi meðferð við sjúkdómnum. Síð- ast en ekki síst hef ég orðið svo snortin af þeim ótrúlega kærleik sem ríkir hér,“ segir Eydís að lok- um. Orlofsvika líknarfélagsins Bergmáls að Sólheimum Umvafin kærleik og góðvilja Morgunblaðið/Þorkell Kolbrún Karlsdóttir greiðir Berg- ljótu Snorradóttur frá Lindarbæ fyrir lokaballið í orlofsvikunni. Morgunblaðið/Þorkell Þóranna Eiríksdóttir sjálfboðaliði í óðaönn við kökuskreytingar. Hún er einnig umsjónarmaður með einu húsanna sem Bergmál hefur til um- ráða. „Hér gilda aðeins ein lög,“ segir hún. „Það eru faðmlög!“ Morgunblaðið/Þorkell Eydís Búadóttir er ein þeirra sem notið hafa dvalarinnar í orlofsviku Bergmáls að Sólheimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.