Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 24
FRÉTTIR
24 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ríkislögreglustjórinn
Laust afleysingastarf á skrifstofu
ríkislögreglustjórans
Staða
skrifstofumanns
Við embætti ríkislögreglustjórans er laus til
umsóknar tímabundin staða skrifstofumanns
vegna fæðingarorlofs o.fl. Gert er ráð fyrir því
að ráðið verði í stöðuna í eitt ár. Viðkomandi
mun sinna almennum skrifstofustörfum, svo
sem skráningum í skjalavörslukerfi embættis-
ins, frágangi skjala í skjalasafn, símsvörun og
ljósritun. Reynsla af skrifstofustörfum áskilin.
Ráðningarkjör fara samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélagi ríkisstofnana, SFR.
Nánari upplýsingar gefur Steinar Adolfsson,
lögfræðingur, í síma 570 2568.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti
lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum um-
sóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin af ríkislögreglu-
stjóra.
Umsóknum skal skilað til embættis ríkis-
lögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykja-
vík, en umsóknarfrestur rennur út þann
5. september 2003.
Reykjavík, 29. ágúst 2003,
Ríkislögreglustjórinn.
RAÐAUGLÝSINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Tunguháls 170 fm - til leigu
Glæsilegt iðnaðarbil með 5 m lofthæð. Inn-
keyrsluhurð 4,8 m með sjálfvirkum búnaði.
Malbikað bílaplan. Góð og áberandi staðsetn-
ing. Laus strax.
Skútahraun - til leigu
Mjög gott þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á
1. og 2. hæð. Mögulegar stærðir allt frá 30 til
600 fm á hvorri hæð. Gott bílaplan. Góð stað-
setning. Hagstæð leiga. Laust strax.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Kynningarfundur
— Stangaveiði erlendis
verður í sal SVFR á Háaleitisbraut 68 þriðjudag-
inn 2. september kl. 20.00.
Justin Staal, markaðsstjóri Frontiers í London,
mun kynna veiðimöguleika á vegum Frontiers
víða um heim.
Kynningin er öllum opin og hvetjum við alla
áhugamenn um stangaveiði til að mæta.
Stjórnin.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
FRÁ árinu 1999 og fram til júníbyrj-
unar 2003 hafa 310 mannvirki risið á
Selfossi. Segja má að um algera bylt-
ingu hafi verið að ræða því árin 1996–
1998 risu 25 mannvirki. Þessa miklu
aukningu má meðal annars rekja til
margföldunar á lóðaframboði sem
varð við þá nýbreytni að einkaaðilar
buðu upp á byggingarlóðir jafnframt
því sem sveitarfélagið bauð fram lóð-
ir fyrir íbúðarhús. Fossmenn ehf.
keyptu svonefnt Fossland í eigu Sel-
fossbænda, 35 hektara lands og var
kaupverð 50 milljónir. Landið hafði
staðið falt fyrir sveitarfélagið um
langan tíma en það ekki séð sér fært
að kaupa. Gerður var samningur við
sveitarfélagið um skipulag svæðis-
ins, sem liggur vestan Eyravegar, en
þar átti sveitarfélagið 15 hektara.
Fossmenn tóku að sér alla gatnagerð
og deiliskipulag, lögðu holræsi og
vatnslagnir í götur ásamt því að setja
bundið slitlag á götur og gangstéttar.
Fyrirtækið fékk í staðinn að leggja á
gatnagerðargjöld eftir sömu gjald-
skrá og sveitarfélagið notar. Sam-
komulag þetta var liður í þeirri
stefnu bæjarins á þeim tíma að
einkaaðilar fengju tækifæri til að
standa fyrir skipulagi lóða og sölu á
þeim. Nú er verið að selja lóðir í síð-
asta hluta Fosslandsins með 96 íbúð-
um en alls eru 300 íbúðir á þessum 35
hekturum.
Hæpnar forsendur
Fossmenn ehf. hugðust halda
áfram þessari starfsemi og byggðu á
því mati manna að aðflutningur fólks
til Selfoss muni halda áfram og jafn-
vel aukast til muna með stöðugt vax-
andi þjónustu. Fyrirtækið keypti
land í næsta nágrenni Fosslandsins,
sem nefnt hefur verið flugvallar-
svæði. Eigendur landsins voru
bændur í Sandvíkurhverfi og á
Stekkum. Um var að ræða 60 hekt-
ara lands. Þessi kaup ollu uppnámi
hjá flugáhugamönnum og mikil um-
ræða varð á Selfossi um þessi mál.
Segja má að málinu hafi lyktað með
því að sveitarfélagið Árborg nýtti sér
forkaupsrétt að flugvallarlandinu
samkvæmt lögum. Fossmenn kærðu
ekki þessa niðurstöðu bæjaryfir-
valda þó að þeir teldu gjörninginn
mjög hæpinn. Eigendur landsins
voru og mjög óánægðir með þetta
ráðslag bæjaryfirvalda og hafa sagst
munu leita til dómstóla.
„Bærinn nýtti sér forkaupsréttinn
að flugvallarlandinu á grundvelli
jarðalaga sem er hæpin forsenda því
landið verður aldrei nýtt undir land-
búnað,“ segir Guðmundur Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Fossmanna
ehf. og einn eigenda. „Það hafa geng-
ið dómar í svona málum sem hafa
verið sveitarfélögunum í óhag.
Ástæða þess að við kærðum ekki
þessa gjörð bæjaryfirvalda var sú að
við skipulag lands, bæði aðal- og
deiliskipulag hefur bærinn algjört
forræði varðandi framgang skipu-
lagsins. Við töldum ekki vænlegt að
standa í stríði við bæjaryfirvöld í
þessum málum, vitandi hvað gerðist í
Garðabæ hjá Jóni Ólafssyni sem sat
uppi með land sem hann keypti og
fékk ekki að skipuleggja það.“
„Ég held að við höfum staðið vel að
málum í Fosslandinu, höfum verið
búnir að ganga frá götum áður en
framkvæmdir hefjast líkt og er gert í
Reykjavík en í nýjum hverfum bæj-
arins á Selfossi hefur þetta tekið
lengri tíma. Það má alveg nefna það
að þegar við gengum frá fyrstu göt-
unum í Fosslandinu fékk bærinn at-
hugasemdir frá fólki í nýja Suður-
byggðahverfinu sem fannst hlutirnir
ganga of hægt varðandi gatnagerð
þar í samanburði við Fosslandið.
Með því að bærinn sé ekki í sam-
keppni þá stýrir hann hraðanum og
þar er kannski að einhverju leyti
komin ástæða þess að menn vildu
neyta forkaupsréttar og losna við
samkeppnina.“
Spöruðu bænum 150 milljónir
Gatnagerðin í Fosslandinu kostar
um 300 milljónir. Það er þekkt stærð
að bærinn hefur náð að fjármagna
60–70% af gatnagerðinni með gatna-
gerðargjöldum en hefur þurft að
fjármagna það sem á vantar með
greiðslum úr bæjarsjóði. „Það má því
segja að þetta fyrirkomulag í Foss-
landinu hafi sparað bænum fjárútlát
við gatnagerð og landakaup sem
nemur 150 milljónum króna. Það er
auðvitað gaman að geta þess að nýi
leikskólinn sem bærinn reisti í hverf-
inu kostaði þá upphæð. En þetta er
auðvitað pólitísk stefnubreyting og
bærinn ætlar greinilega að sjá um
þessa þætti í framtíðinni með meiri
kostnaði fyrir bæjarsjóð.
Það sem mér finnst aftur á móti
verst er að svo virðist sem fallegasta
byggingarsvæði bæjarins fari undir
flugvöll. Þetta er mjög gott bygging-
arland þar sem stutt er á fast og út-
sýnið er fallegt. Þetta er nefnilega
úrtökugott land til bygginga og það á
auðvitað að nýta það sem slíkt. Það
er ekkert mál að færa flugvöllinn,
það er svona viku vinna fyrir öflugan
verktaka að framkvæma það. Þessi
flugvöllur getur verið hvar sem er
hér í nágrenninu.
Við hjá Fossmönnum höfum átt
gott samstarf við Ræktunarsamband
Flóa og Skeiða um uppbygginguna
en það fyrirtæki keypti Hagalandið
milli Fosslandsins og flugvallar-
svæðisins og hefur óskað eftir leyfi
til að deiliskipuleggja það fyrir íbúð-
arbyggð en ekki fengið svör sem sýn-
ir farveginn sem bæjarstjórnin hefur
mótað.“
„Við fyrirhuguðum að gera íbúð-
arbyggð á flugvallarsvæðinu með op-
inberri þjónustu og öllu sem fylgir
slíkum svæðum. Þetta 60 hektara
land ætluðum við að byggja upp á 10
árum en gera má ráð fyrir að það
tæki styttri tíma miðað við þann að-
flutning af fólki sem hér hefur komið.
Í áætlunum okkar Fossmanna töld-
um við að það tæki 10 ár að byggja
upp Fosslandið en sýnt er að það tek-
ur helmingi skemmri tíma og gera
má ráð fyrir að það verði fullbyggt
2005. Þannig gengur uppbyggingin
hraðar fyrir sig en menn töldu enda
Selfoss öflugt þjónustusvæði með
sterka byggðakjarna í nágrenninu
og mikla uppbyggingu og vöxt í upp-
sveitum Árnessýslu. Þessi mikla
hringiða myndar sog inn á svæðið í
heild. Okkur telst svo til að það sé
verið að byggja á 15–20 hektara
lands á ári hér á Selfossi og með
sama áframhaldi eru það 150 – 200
hektarar sem þarf undir nýja byggð
á næstu 10–12 árum.
Ef sama regla gildir að fyrir
hverja 35 hektara sparist fjárútlát
hjá bæjarsjóði sem nemur 150 millj-
ónum þá sparast 270–300 milljónir á
flugvallarlandinu og með því að beita
sömu aðferðum á 200 hektara nemur
þessi sparnaður bæjarsjóðs 700–800
milljónum sem gott er fyrir bæjar-
sjóð að hafa til að byggja upp lög-
bundna stoðþjónustu fyrir íbúana, að
ekki sé talað um þegar rekstur sveit-
arfélagsins er kominn í 97% af
tekjum og allar nýjar framkvæmdir
eru fjármagnaðar með lánsfé. Ef
haldið er áfram á sömu braut fer það
bara á einn veg,“ segir Guðmundur
Sigurðsson.
Önnur sveitarfélög sýna áhuga
Það er Guðmundi og félögum hans
mikil vonbrigði að Fossmenn þurfi
að hverfa af þeirri braut sem þeim
gekk vel á. Hann telur stefnubreyt-
ingu bæjaryfirvalda afturför hafa í
för með sér kostnaðaraukingu fyrir
íbúana því bærinn hafi alveg sömu
tekjur af húsbyggingum sem eru á
Fosslandinu og á öðrum svæðum en
sleppi við aukafjárútlát vegna gatna-
gerðar og landakaup.
En eru Fossmenn þá hættir starf-
semi?
„Nei, nei, það eru fleiri fiskar í
sjónum. Til okkar hafa leitað tvö
sveitarfélög á Austfjörðum og eitt
sveitarfélag á Suðurlandi og spurt
hvort við værum tilbúnir að taka að
okkur sambærileg verkefni og við
gerðum hér í Fosslandinu. En það er
allt á umræðustigi ennþá og ekki
unnt að greina frá því.
Það er auðvitað deginum ljósara
að um leið og við höfum verið að selja
lóðir höfum við verið að selja Selfoss
því við höfum notað allan okkar slag-
kraft í að selja lóðirnar og markaðs-
setja staðinn. Við teljum að með
þessu móti hafi fjölgað mun meira
hérna en ef lóðaframboð hefði verið
minna. Auk þess hefur þetta eflt at-
vinnu á Selfossi til muna,“ segir Guð-
mundur.
Sveitarfélagið Árborg nýtti forkaupsrétt að flugvallarlandi
Stöðvar framhald þess
að einkaaðilar bjóði
byggingarland á Selfossi
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fossmanna ehf., og Ólafur
Snorrason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, standa
við enda einnar nýju götunnar í Fosslandinu þar sem lóðir eru tilbúnar.
Fossmenn harma það að
ekki skuli byggt á flug-
vallarsvæðinu. Í samtali
við Sigurð Jónsson
fréttaritara segja þeir
að óhagkvæmara sé fyr-
ir bæinn að standa sjálf-
ur að uppbyggingunni.