Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 11 VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um sex milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins. Á tíma- bilinu voru fluttar út vörur fyrir 107,6 milljarða en inn fyrir 113,5 milljarða fob. Á sama tímabili í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 8,7 milljarða króna á föstu gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því 14,7 millj- örðum lakari á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,9 milljarða króna og inn fyrir 20,0 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um 5,1 millj- arð króna en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um tæpan milljarð. Verðmæti sjávarafurða dregst saman um 8% Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 7,0 milljörðum eða 6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 62% af öllum útflutningi og var verðmæti þeirra 8% minna en á sama tíma árið áður, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Mestur sam- dráttur varð í verðmæti fiskimjöls, saltfisks og frystra flaka en á móti kom að aukning varð í verðmæti út- flutts lýsis. Verðmæti útfluttra iðn- aðarvara var 2% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útflutn- ingur á áli dróst saman en á móti kom aukning á útfluttu kísiljárni. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 7,7 milljörðum eða 7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning varð í inn- flutningi á fjárfestingarvörum, fólks- bílum, flutningatækjum til atvinnu- rekstrar og neysluvörum en á móti kom að kaup á flugvélum, reiknuð á föstu gengi, urðu 4,3 milljörðum minni í ár en í fyrra. Mesti halli ársins Samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka hefur ekki verið jafnmikill halli á vöruskiptum í neinum mánuði ársins eins og júlí- mánuði. Greining Íslandsbanka væntir þess að á næstu mánuðum og misserum verði áframhaldandi halli á vöruskiptajöfnuði og að þegar nær dregur hápunkti stóriðjufram- kvæmda muni hann aukast enn frek- ar. Halli síðustu mánaða sé því ein- ungis upphafið að þróun sem mun spanna tímabilið fram til ársins 2007 eða þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur. Undir þetta tekur Landsbankinn í mánaðarriti sínu en þar kemur fram að nokkur vöxtur sé hlaupinn í einka- neyslu og bendir á tæplega 60% meiri bílainnflutning á fyrstu sex mánuðum ársins. Spáir bankinn um 15 milljarða viðskiptahalla á árinu. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka tekur einnig í svipaðan streng en í hálf fimm fréttum kemur fram að neysla almennings hafi vaxið hratt að undanförnu og hefur inn- flutningur hálfvaranlegra neyslu- vara aukist um 12% og varanlegra um 20%. Athygli vekur að innflutn- ingur fjárfestingavara hefur aukist um 22% sem bendir til að fjárfesting fari vaxandi og að áhrif stóriðjufram- kvæmda séu farin að segja til sín í vöruskiptum, að því er segir í hálf- fimm fréttum. Vöruskiptin óhagstæð um 6 milljarða fyrstu 7 mánuðina Morgunblaðið/Arnaldur Í júlí voru vöurskiptin við útlönd óhagstæð um 5,1 milljarð og er það mesti halli á vöruskiptum í einum mánuði það sem af er ári. TAP varð á rekstri Kaldbaks hf. á fyrri hluta ársins, sem nemur 124 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra var hagn- aðurinn 896 milljónir króna. Inn- leystur hagnaður nam 332 m.kr., samanborið við 58 m.kr. á sama tímabili í fyrra, en óinnleyst tap af verðbréfum var 498 milljónir, bor- ið saman við óinnleystan hagnað upp á 668 milljónir í fyrra. Eigið fé var 6.029 m.kr. um mitt ár, borið saman við 5.191 milljón um áramót. Heildareignir voru 8.558 milljónir og var eiginfjár- hlutfall því 70%, samanborið við 56% um áramót, þegar heildar- eignir voru 9.293 milljónir króna. Lækkun á bréfum Í tilkynningu frá félaginu segir: „Skýring á verri heildarafkomu fé- lagsins nú má aðallega rekja til lækkunar á gengi hlutabréfa Sam- herja hf. en vísitala sjávarútvegs- fyrirtækja hefur lækkað um rúm- lega 7% frá áramótum. Á tímabilinu seldi Kaldbakur hf. eignarhluti sína í Íslenskum aðalverktökum hf., Bústólpa ehf., Akva ehf., Fjárstoð ehf. og Nýju kaffibrennslunni ehf. Á sama tíma- bili keypti félagið eignarhluti í Tryggingamiðstöðinni hf. og Sjöfn hf.“       !""# $ %                                         ! "  !#   $  %     % & ! ! %  $% &'$()*&   '+,,-*&          (.        Milljarðs- sveifla hjá Kaldbaki HAGNAÐUR af rekstri Hrað- frystihússins-Gunnvarar hf. nam 304 milljónum króna á fyrri árs- helmingi. Á sama tímabili árið áður var hagnaður félagsins 474 millj- ónir króna og nemur samdráttur- inn 36% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði dróst saman um 51% og nam 264 millj- ónum í ár. Framlegð lækkaði úr 30,5% í 18,9% á milli ára og hefur styrking krónunnar þar veruleg áhrif. Tekjur félagsins lækkuðu um 21% frá sama tímabili í fyrra en rekstrargjöld um 8%. Skýring fé- lagsins á lækkun tekna er mun sterkari króna nú en í fyrra og lækkandi afurðaverð sem og minni afli frystiskips. Aukning fjármuna- liða nam hins vegar 32%. Þá nam söluhagnaður af hlutabréfum í SH 233 milljónum króna. Um horfur í rekstri segir í til- kynningu að þróun gengis íslensku krónunnar muni hafa afgerandi áhrif á rekstrarniðurstöðu félags- ins á árinu en sé miðað við núver- andi aðstæður þá verði félagið gert upp með nokkrum hagnaði í ár.     !""#    -      !    ' () !   *#        "      +  &   +& #$                 %  %&  $    ! "  !#  ') ! &  &$ , &$,      + %   + $%$    %   $ !      $, &$&, &'$()*&   '+,,-*&          (.        Hagnaður Gunnvarar dregst saman HAGNAÐUR Sparisjóðs Norðlend- inga var rúmlega 31 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins saman- borið við ríflega 25 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Vaxtatekjur námu 211,9 milljónum króna en vaxtagjöld 116,2 milljón- um. Hreinar vaxtatekjur voru því 95,7 milljónir króna samanborið við 85,4 milljónir á sama tímabili í fyrra og er það hækkun um 12%. Arðsemi eigin fjár var 15,2% fyrstu sex mán- uði ársins. Aðrar rekstrartekjur námu 58,9 milljónum króna en þær voru 49,1 milljón króna á sama tímabili 2002. Framlag til afskriftareiknings út- lána nam 19,9 milljónum króna, samanborðið við 20,3 milljónir árið áður. Eigið fé Sparisjóðs Norðlendinga 30. júní 2003 nam 441,6 milljónum króna en var um áramót 410,4 millj- ónir króna. CAD hlutfallið var 14,4% miðað við 30. júní. Skuldir og eigið fé samtals námu 4.237 millj- ónum króna og er það hækkun um 3,3%. Innlán í Sparisjóð Norðlend- inga námu ríflega 3.107 milljónum króna þann 30. júní, sem er aukning um 13,4% frá áramótum. Útlán námu 2.974 milljónum króna og hækkuðu um 5,6% frá áramótum. Rekstrargjöld námu 95,9 milljónum króna, samanborið við 81,8 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Kostn- aður sem hlutfall af hreinum rekstr- artekjum var 62% á fyrstu sex mán- uðum ársins. Sex mánaða uppgjör Sparisjóðs Norðlendinga 31 milljón króna í hagnað HAGNAÐUR Hlutabréfamarkaðar- ins hf. (Hmarks) á fyrri helmingi ársins nam 21 m.kr. eftir skatta. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 42,3 milljónir. Hreinar rekstrartekjur voru 10,4 m.kr., rekstrargjöld voru 2,9 m.kr. og innleyst tap var 13,3 m.kr. Óinn- leystur hagnaður af verðbréfaeign var 33,9 m.kr. Eigið fé í lok tímabilsins var 316 m.kr. og innra virði hlutabréfa fé- lagsins var 2,52. Heildareignir Hmarks í lok júní námu 319 m.kr. Þar af voru eignir í erlendum hluta- bréfum 296 m.kr., eignir í innlendum hlutabréfum 12 m.kr. og handbært fé 10 m.kr. Hagnaður hjá Hmark HAGNAÐUR varð af rekstri Guð- mundar Runólfssonar hf. á fyrri árs- helmingi sem nam tæpum 39 millj- ónum króna. Á sama tímabili í fyrra varð 171 milljónar króna hagnaður af rekstrinum. Samdráttur hagnaðar frá fyrra ári nemur því 77%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði (EBITDA) var 80 milljónir króna, eða um 21% tekna félagsins, og dróst hann saman um 40% frá fyrra ári. Rekstrartekjur félagsins lækkuðu um 24% frá sama tímabili í fyrra og námu 382 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í ár. Í tilkynn- ingu er tekjulækkunin rakin til sterkrar stöðu íslensku krónunnar og lægra afurðaverðs. Rekstrargjöld félagsins lækkuðu um 18% á milli ára en fjármagnsliðir drógust saman um 71%. Ytri skilyrði hafa verið fremur óhagstæð í rekstri Guðmundar Run- ólfssonar hf., að því er segir í til- kynningu. Sterk staða krónunnar og erfiðir markaðir fyrir afurðir félags- ins hafi einkennt fyrstu sex mánuði ársins. Um framtíðarhorfur segir að rekstur félagsins hafi verið sveiflu- kenndur eftir ársfjórðungum og 3. ársfjórðungur hafi að öllu jöfnu verið hvað lakastur. Hins vegar hafi sá 4. jafnan komið best út. Telja forsvars- menn félagsins að þetta ár verði eng- in undantekning þar á. Jákvæð þró- un hafi átt sér stað varðandi gengi krónunnar og eftirspurn eftir afurð- um félagsins hafi verið að aukast.      !""# -  % & .    !        ' () !      "   &    +    + !           %      ! "-  !#  ') !   $, %$ , %   +  %  + &%&   %& %   $,  $, &'$()*&  '+,,-*& ' (        (.        ' (   Hagnaður dregst saman hjá Guðmundi Runólfssyni STEFÁN Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri Thorarensen-Lyfja, dótturfélags Lífs, frá og með deg- inum í dag, mánudag. Stefán mun eftir sem áður sitja í stjórn Thor- arensen Lyfja og Lífs. Við starfi framkvæmdastjóra Thorarensen Lyfja tekur Thomas Möller sem verið hefur aðstoðar- framkvæmdarstjóri Lífs hf. Líf var rekið með tæplega 15 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, sam- anborið við 177 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tap varð þó á rekstri á öðrum ársfjórðungi, sem nemur 27 milljónum, en gengistap nam þá 110 milljónum króna. Á öðr- um ársfjórðungi í fyrra var hagn- aður upp á 97 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir: „Þrátt fyrir að afkoma Lífs hf. af reglulegri starfsemi fari batnandi er niðurstaða sex mánaða uppgjörs- ins enn langt frá því að vera við- unandi að mati stjórnenda félags- ins. Hagræðingaraðgerðir hafa þegar byrjað að skila sér í betri rekstri á öðrum ársfjórðungi. Reiknað er með að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) á 3. og 4. ársfjórðungi verði betri en á öðrum ársfjórð- ungi.“ Rekstrartekjur félagsins á fyrri hluta ársins námu 4.135 milljónum króna, en 3.341 milljón í fyrra. Rekstrargjöld voru 3.994 milljónir, en 3.218 milljónir á fyrra ári. Hagn- aður fyrir skatta var 37 m.kr. á fyrri helmingi ársins, en 211 millj- ónir á fyrri hluta ársins 2002. Eignir félagsins 30. júní námu 5.377 milljónum króna, en voru 5.138 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar voru 4.309 m.kr. nú, en 3.924 milljónir um áramót. Veltufé frá rekstri var 129 milljónir á fyrri hluta ársins en 200 milljónir á fyrri hluta ársins 2002. Veltufjárhlutfall var 1,64 á tímabilinu janúar–júní 2003 en 1,22 á sama tímabili 2002. Líf með 15 milljónir í hagnað Thomas Möller nýr framkvæmda- stjóri Thorarensen-Lyfja ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.