Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 21 ✝ Anton LíndalFriðriksson bryti fæddist á Ísafirði 1. september 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Antons voru Jakobína Sigríð- ur Jakobsdóttir, f. á Ísafirði 18. júlí 1886, d. 31. janúar 1965, og Friðrik Sigfússon, f. á Eskifirði 10. apríl 1902, d. 7. febrúar 1947. Bræður Antons sammæðra eru Sig- urður Líndal Pálsson, f. 12. nóvem- ber 1904, Viggó Ágúst Loftsson, f. 13. september 1909, Jón Helgi Líndal Arnfinnsson, f. 15. maí 1912, Jakob Guðberg Hannes Líndal Arnfinns- son, f. 30. júlí 1916, Óskar Líndal Arnfinnsson, f. 7. júlí 1920, og Arn- finnur Valgeir Arnfinnsson, f. 28. janúar 1923. Anton kvæntist 17. nóvember hönnuður, f. 9. apríl 1950. Kjörsonur þeirra er Sváfnir Már Gunnarsson, sonur Bergrúnar. 2) Eyrún lyfja- tæknir, f. 24. mars 1954, fyrri maki Halldór Kristinsson, synir þeirra Rúnar, f. 18. október 1980, og Arnar, f. 25. febrúar 1982. Seinni maki Ey- rúnar er Sverrir Agnarsson, f. 3. jan- úar 1954. 3) Bergrún leikskólakenn- ari, f. 8. október 1956, d. 19. mars 1995. Dóttir hennar og Sigurðar Georgssonar er Ragnheiður Kristín, f. 3. ágúst 1981. Sonur Bergrúnar er Sváfnir Már, f. 13. ágúst 1986. 4) Arnrún skrifstofumaður, f. 24. sept- ember 1958, maki Ingvi Þór Sigfús- son bifvélavirki, f. 23. júlí 1957. Börn þeirra eru Anton Líndal, f. 23. febr- úar 1978, Þórður Guðni, f. 2. sept- ember 1979, og Svanlaug, f. 28. júní 1981. Einnig ólu Jarþrúður og Anton upp bróðurdóttur Jarþrúðar, Dórótheu Sturludóttur, f. 29. ágúst 1942, maður hennar er Brian Hart- ford og eru þau búsett í Banda- ríkjunum. Anton gekk snemma í Frímúrara- regluna og var í stúkunni Eddu þar til hann lést. Anton starfaði alla sína starfsævi hjá Eimskipafélagi Íslands. Útför Antons verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1949 Jarþrúði Péturs- dóttur, f. 27. ágúst 1927, d. 16. maí 1998. Foreldrar hennar voru Pétur Zophóníasson, f. í Goðdölum í Skagafirði 31. maí 1879, d. 21. febrúar 1946, og Guð- rún Jónsdóttir, f. á Ás- mundarstöðum á Mel- rakkasléttu 6. febrúar 1886, d. 12. nóvember 1936, og var Jarþrúður yngst barna þeirra. Anton og Jarþrúður eiga fjórar dætur, þær eru: 1) Guðrún, aðstoð- arleikskólastjóri í Reykjavík, f. 19. apríl 1950. Fyrri maki Guðni Jónsson viðskiptafræðingur, þau eiga tvö börn, sem eru Jarþrúður flugfreyja, f. 25. nóvember 1971, gift Einari Sig- urðssyni flugmanni, dóttir þeirra Hugrún Líf, f. 13. nóvember 2000, og Jón Líndal matreiðslunemi, f. 8. mars 1976. Seinni maki Guðrúnar er Gunnar Steinþórsson, grafískur Minn kæri tengdafaðir Toni er fall- inn frá, og á þessum tímamótum í lífi fjölskyldunnar rifjast ýmislegt upp og margs er að minnast. Þú, Toni, varst einn af þessum góðu mönnum sem maður verður samferða á lífsleiðinni, og fyrir það er ég þakk- látur. Þið hjónin tókuð mér með hlýju og væntumþykju þegar ég kom inn í fjölskyldu ykkar fyrir þrettán árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síð- an. Þú hafðir hætt að vinna hjá Eimskip nokkrum árum áður en ég kynntist ykkur. Tveimur árum eftir að ég varð hluti af fjölskyldu þinni minnist ég þess þegar þú stoltur veittir móttöku og varst sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsráðs 1990, fyrir störf að fé- lags- og velferðarmálum sjómanna. Mér er einnig minnisstætt þegar ég sá þig fara létt með það að stökkva upp á þak í Efstó til að gera við hitt og þetta. Hæfileikar þínir lágu víða, en á einu sviði varstu hreinn snillingur, það var í matreiðslu, enda meistari í greininni. Þegar við Guðrún rugluðum saman reytum okkar og ákáðum að giftast og halda brúðkaupsveislu komu þessir hæfileikar þínir vel í ljós. Ekkert ann- að kom til greina en að þú sæir um all- an undirbúning fyrir brúðkaupsveislu okkar. Sæli vinur þinn og yngsta dóttir þín, Arnrún, hjálpuðu til og gekk þetta allt upp, og varð þessi fína veisla. Ég fæ ekki betur séð en að þessir góðu hæfileikar þínir, matreiðsla, gangi í arf því dóttursonur þinn Nonni, sonur Guðrúnar, sýnir sömu hæfileika og afinn og gefur honum ekkert eftir, með allri virðingu fyrir afa. Þegar við Guðrún giftum okkur voru tvær af dætrum þínum búsettar í Noregi, Eyrún með fjölskyldu sinni, Rúnari, Arnari og Halldóri, og Berg- rún af sínum dugnaði og einskærri eljusemi ein með börnin sín tvö, Ragn- heiði Kristínu og Sváfni Má. Ekki vissi neitt af okkur þá að Sváfnir Már ætti eftir að verða eitt af börnum okkar Guðrúnar. Hann sér nú á eftir afa sín- um með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir síðustu samverustundirnar á „Króknum“ í sumar. Stoltur máttu vera, Toni minn, af erfingjum þínum, dætrunum Guðrúnu, Eyrúnu, Bergrúnu og Arnrúnu. Berg- rún sem varð þér, Jöru og allri fjöl- skyldunni harmdauði þegar hún féll frá langt um aldur fram, aðeins 38 ára gömul. Síðar varð áfallið mikið fyrir þig þegar lífsförunautur þinn féll frá fyrir fimm árum, þá slokknaði neistinn. Við kveðjum þig í dag, Toni minn, á afmælisdeginum þínum, sem við hefð- um frekar viljað verja með þér á heim- ili þínu á Vesturgötu 7, rifja upp gamla tíma og gleðjast með þér. Í staðinn mun fjölskyldan af sinni kunnu samheldni halda áfram að safn- ast saman 27. ágúst (fæðingardag Jöru) – eins og hún hefur alltaf gert og nú þar sem þú ert horfinn okkur 1. september og minnast ykkar sæmdar- hjóna. Toni minn, hafðu þökk fyrir allt og allt, megi hlýjar minningar um þig mýkja sáran söknuð afkomenda þinna, við vitum að Jara og Bergrún hafa tek- ið á móti þér og leiða þig um nýjar og ókunnar slóðir, sem eru okkur „lif- andi“ mönnum framandi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Gakktu á Guðs vegum, vinur. Þinn tengdasonur, Gunnar. Elsku pabbi minn, nú er þinni göngu lokið. Á slíkum stundum hrannast minningarnar upp og hugurinn reikar um liðinn tíma. Stolt lít ég til baka og sé þig fyrir mér í brytaúníforminu þínu. Þú varst brytinn sem sigldi um höfin blá og landaði í framandi borgum heimsins. Við systurnar áttum því láni að fagna að fá tækifæri til að sigla með þér, fyrst um strandlengjuna hér við Ísland og þegar við urðum eldri til ýmissa borga. Árið 1959 þegar ég var aðeins níu ára gömul fór ég mína fyrstu ferð með þér, á Dettifossi, til „útlanda“ og þá ferð man ég eins og hún hefði gerst í gær. Þetta var heilt ævintýri og þú þreyttist aldrei á því að þvælast með mig hingað og þangað um borgir heimsins til þess að sýna mér allt sem merkilegt var að skoða. Í þeirri ferð fórum við m.a. til Len- ingrad í Rússlandi og þar fékk ég að sjá vetrarhöllina hans Péturs mikla og horfa á skautaballett. Ég skrifaði rit- gerð um ferðina sem fór í skólablað Langholtsskóla þegar ég var tíu ára. Skólasystkini mín voru alveg dolfallin yfir þessu því þá höfðu fá börn fengið tækifæri til að fara í siglingu, hvað þá að fara til annarra landa. Eftir því sem árin liðu urðu þessar siglingar tíðari og til Ameríku fór ég með þér þegar ég var fjórtán ára. Sú ferð var einnig farin með Dettifossi og var öðruvísi ævintýri en það fyrra, ég varð eftir hjá vinafólki ykkar mömmu og síðan komuð þið bæði með Detti- fossi til þess að ná í mig þangað. Árið 1967 var ég „munstruð“ sem þerna hjá þér á Dettifossi, sú ferð átti að taka aðeins þrjár vikur en tók rúm- ar sex vikur, m.a. fórum við til Lett- lands. Í ferðinni fengum við tækifæri til þess að kynnast betur. Í hjarta mínu veit ég að þarna byggðum við upp allt það traust og þá vináttu sem við áttum saman síðar á ævinni. Einnig er mér minnisstætt þegar þið mamma komuð til Hamborgar með Dettifossi og sóttuð okkur Eyrúnu ásamt mökum en við höfðum verið í brúðkaupsferð og keyrt um alla Evr- ópu. Það voru mikil forréttindi að fá að sigla með þér alla tíð og geymum við systur þær minningar vel. Fjölskyldan okkar er mjög samhent og erum við þakklát fyrir þau fimm ár sem við áttum með þér eftir lát mömmu. Eftir andlát mömmu var eins og neisti þinn væri ekki eins skær og hann hafði verið. Þitt fyrsta langalangafabarn er Hugrún Líf, dótturdóttir mín. Jara yngri og Einar eru foreldrar hennar. Eftir að hún fæddist árið 2000 kom aft- ur þessi neisti í augun þín og hún var svo sannarlega „ljósið í lífi þínu“ eins og þú kallaðir hana. Á byggðasafninu á Hofsósi eru ætt- fræðibækurnar hennar mömmu. Þú tókst þá ákvörðun að færa byggða- safninu þær að gjöf sumarið 2002. Stórfjölskyldan fór saman norður því þú óskaðir eftir því að sem flestir úr fjölskyldunni kæmu norður og tækju þátt í þessum viðburði með þér. Jara dóttir mín hefur verið þér mik- ill stuðningur eftir að mamma lést, og leitaðirðu gjarnan ráða hjá henni ef eitthvað var. Aðeins hálfum mánuði fyrir andlát þitt varstu nógu hress til þess að fara aftur norður á Hofsós með Jöru og fjölskyldu hennar, ásamt Nonna, afa Jöru úr föðurætt, því það átti eftir að afhenda mynd af mömmu og varstu ákveðinn í að þessu verkefni þyrftirðu að ljúka áður en þú færir frá okkur. Ferðin var ykkur öllum ánægjuleg og varstu alsæll með hana. Eftir að þessu verkefni lauk held ég að þú hafir verið tilbúinn að fara til mömmu og Bergrúnar. Elsku pabbi minn, þín er sárt sakn- að af okkur öllum. Megi góður Guð styrkja okkur öll í sorg okkar. Guðrún. Þegar ég nú kveð afa minn, Anton Líndal Friðriksson, hinstu kveðju er margs að minnast. Mér fannst alltaf jafnyndislegt að koma heim í Efsta- sundið. Þú, elsku afi minn, amma og Búdda tókuð ávallt svo hlýlega og vel á móti mér og vilduð allt fyrir mig gera. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Alltaf var gott að koma til ykkar og skríða á milli hjá ykkur ömmu, þú svafst oftast með Moggann yfir hausn- um og þegar við vöknuðum á morgana fórum við saman inn í eldhús þar sem ég fékk cocoapuffs eins og ég gat í mig látið. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst heim frá Ameríku með heilt vörubretti af cocoapuffs handa mér. Þú varst yndislegur afi og mamma hefði ekki getað átt betri pabba. Það varst þú sem komst svo oft að passa okkur þrjú, Sváfni, mig og mömmu, þegar hún var veik. Elsku afi minn, takk fyrir góðar stundir, þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Einar Benediktsson segir svo í Ein- ræðum Starkaðar: Það smáa er stórt í harmanna heim, – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. – En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Þín Ragnheiður. Afi. Skrýtið að þú sért farinn. Það er svo margt sem við hefðum viljað segja þér. Við vorum búnir að ákveða að hittast daginn eftir að þú kvaddir. Það er mjög sárt að geta ekki hitt þig þar sem við höfðum ekki sést í þrjá mánuði og við sem ætluðum okkur að setjast nið- ur og skiptast á nýjum og gömlum ferðasögum eins og við vorum vanir eftir sumarið. Afi, þú varst alveg ein- staklega sérstök manneskja, vildir engum illt og hefðir fórnað öllu þínu fyrir aðra og ókunnuga. Við erum þakklátir fyrir öll þau ár sem þú varst með okkur í þessu lífi. Við munum heimsóknirnar til okkar þegar við bjuggum í Noregi, skylmingarnar sem þú kenndir okkur, jólin öll, veiðiferð- irnar, reynslusögurnar, taflið, matinn, frímúraraböllin, áhuga þinn á tónlist okkar, þú gerðir þér ferð á næstum alla tónleikana, leikina, samtölin, Efstasundið. Efstasundið gamla vekur allskyns minningar frá barnæsku okk- ar. Mikið skemmtum við okkur vel. Þú, amma og Budda hugsuðuð alltaf svo vel um okkur. Ef keypt var nammi, þá voru fleiri kassar keyptir og ef það voru rakettur voru það nokkrir svartir plastpokar. Þetta var dekurparadís. Þegar við fluttum heim til Íslands fyrir sjö árum bjuggum við bara sex hæðum neðar í sömu blokk í Ljós- heimunum. Mikið var þægilegt að hafa ömmu sína og afa í sama húsi, sérstaklega vegna þess hve velkomn- ir við vorum alltaf, það lá við að við mættum kíkja í heimsókn klukkan fjögur á næturnar … Á Hrafnistu var Sturla, bróðir ömmu, nágranninn þinn, þannig að þér leiddist nú aldrei þar. Alltaf voruð þið eitthvað að bralla, þið tveir vinirnir. En eftir að fyrst amma og svo Sturla lét- ust leiddist þér og þú vildir komast nær höfninni, á Vesturgötu. Nú var ekkert sem gat stoppað þig, þú keyptir þér nýjan bíl og fórst að rúnta reglu- lega um bæinn og varst fastakúnni á Grandakaffi. Útsýnið frá Vesturgöt- unni gerði þér kleift að fylgjast með skipunum sem sigldu þar um. Sjórinn var nú þitt annað heimili. Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, – hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnípið allan þann dag. – Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. (Jóhann Sigurjónsson.) Takk fyrir allt. Við söknum þín. Rúnar og Arnar. ANTON LÍNDAL FRIÐRIKSSON ✝ Ágúst Ólafssonfæddist í Gíslholti í Vestmannaeyjum 1. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 29. júlí síðastliðinn. Ágúst var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur frá Rauðsbakka, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969, og Ólafs Gísla Vigfússonar frá Rauf- arfelli, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974. Systkini Ágústs eru Vigfús, f. 1918, d. 2000, Kristný, f. 1921, Jóna, f. 1924, d. 1944, Sigríður, f. 1931, Guðjón, f. 1935, og Jón Ólafur, f. 1944. Eiginkona Ágústs er Nanna Guð- jónsdóttir, f. 27. september 1928. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Grétar, börn hans eru Sindri og Guðrún. 2) Jóna Kristín, gift Birgi Guðjónssyni, börn þeirra eru Guðjón, Anna Krist- ín og Ólafur Vignir. 3) Salbjörg, gift Ósvaldi Tórshamar, börn þeirra eru Jóhann Ágúst, Hildur Rán, Alex- ander Páll, Ólafur Eysteinn, Sig- mundur Kristinn, Ró- bert Freyr, látinn, Albert Snær, Ósvald Salberg, látinn og Gunnlaugur Hróð- mar. 4) Jenný, dóttir hennar er Nanna Sig- urjónsdóttir. 5) Ólaf- ur Gísli, kvæntur Báru Kristinsdóttur, þau eiga dótturina Ágústu Jóhönnu. 6) Jón Eysteinn, sonur hans er Einar Vil- berg. Barnabarna- börn Ágústs eru Elín Ósk Sindradóttir, Óskar Smári Harðarson, látinn, Ar- on Smári Harðarson, Máni Freyr Jóhannsson, Erla Díana Jóhanns- dóttir, Birta Líf Jóhannsdóttir og Hekla Sól Jóhannsdóttir. Ágúst lærði húsasmíði ungur að árum og starfaði við þá iðn á sumrin en á veturna stundaði hann sjóinn. Hann var mikið í íþróttum á yngri árum og keppti fyrir Knattspyrnu- félagið Tý. Útför Ágústs fór fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 9. ágúst. Nú er kallið komið og þú hefur flutt þig heim til föður okkar allra á himn- um, elsku pabbi minn. Nú er þrautum þínum lokið og þú hefur það vonandi betra núna. Pabbi var sjómaður, lengst af átti hann trilluna Rán VE 330 og reri mest á henni. Hann fór mikið með erlenda ferðamenn í siglingar á sumrin. Stundum var hann að leggja í hann þegar ferðamaður kom. Þá tók pabbi hann með, lagði veiðarfærin og fór svo í siglingu í kringum Heimaey, sýndi honum hella og fuglabjörg. Síðan dró hann veiðarfærin sem ferðamönnun- um fannst mikil upplifun. Aldrei tók hann neitt fyrir þetta, fannst það sjálf- sagt. Pabbi fór líka mikið með erlenda fréttamenn út í Surtsey á meðan gosið þar stóð sem hæst. Hann þjónaði líka lundakörlunum á lundaveiðitímanum, flutti karlana á milli, fór út með vistir og sótti lunda. Mest sótti hann í Álsey og Suðurey. Pabbi hafði gaman af börnum sín- um og barnabörnum en minna gat hann sinnt barnabarnabörnunum þegar þau komu eitt af öðru. Hann fylgdist þó alltaf með þeim og spurði alltaf eftir þeim. Pabbi var rólegur maður en gat rokið upp en það var fljótt úr honum. Hann vildi allt fyrir alla gera og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum endur- gjaldslaust. Barnabörnin höfðu gaman af að koma til afa og ömmu og afa og afi átti alltaf kúlur til að stinga upp í þau. Það leiddist þeim ekki. Ég veit, elsku pabbi minn, að þú passar strákana okkar Gunnu fyrir okkur. Elsku pabbi minn, hvíl þú í friði. Kveðja Salbjörg. Tíminn er svo fljótur að líða. Mér finnst svo stutt síðan ég var lítill og var að heimsækja afa og ömmu. Afi gaf mér alltaf kúlu en nú er þetta búið. Afi er búinn að skila sínu og ég á eftir að skila mínu. En þá hittumst við aftur á himnum, elsku afi, ég sakna þín. Þinn Alexander Páll. ÁGÚST ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.