Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 27 Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun í síma 561 5620 frá kl. 14.00–18.00. Íbúar í Grafarvogi og nágrenni ATHUGIÐ: Kennt verður í Hamraskóla. Kennsla hefst um miðjan september Allir aldurshópar frá 4ra ára Ingvar Helgason F í t o n F I 0 0 7 7 1 9 Ingvar Helgason hf. · Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is frá 3.289.000 kr. TERRANO frá 4.590.000 kr. PATROL frá 2.490.000 kr. DOUBLE CAB frá 2.760.000 kr. X-TRAIL frá 3.860.000 kr. MAXIMA frá 2.260.000 kr. PRIMERA frá 1.650.000 kr. ALMERA frá 1.390.000 kr. MICRA Hann er japanskur og var valinn áreiðanlegasti bíll í sínum flokki af bresku neytendasamtökunum. Könnunin tók til bilanatíðni og gangsetningar og það var okkar bíll, Nissan Almera sem náði hæstu einkunn, einfaldlega 100% áreiðanlegur bíll. Nissan Almera er á einstöku verði miðað við búnað, þægindi og aksturseiginleika. Komdu í reynsluakstur, 100% bíllinn stendur þér til boða fyrir aðeins 29.929 kr. á mánuði. ÞETTA ER BÍLLINN NISSAN ALMERA frá 29.929 á rekstrarleigu í 3 ár. kr./mán. Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Consumers’ Association 100% Var valinn áreiðanlegastibíll í sínum flokki af breskuneytendasamtökunum áreiðanlegur UM ÞESSAR mundir er verið að fullgera heilan knattspyrnuvöll undir þaki í Grafarvogi. Það er verið að byggja keppnissundhöll í Laugardal, þó að við hliðina sé 50 metra sundlaug með stórum áhorf- endastúkum. Verið er að stækka Laugardalshöllina um helming, og nú er það krafa Knattspyrnusam- bands Íslands að áhorfendasvæði Laugardalsvallar verði stækkað úr 7.000 sætum í 14.000. Þessi stækk- un kostar 1 milljarð að mati Egg- erts Magnússonar, formanns KSÍ. Nú spyr ég: Hversu oft eru yfir sjöþúsund manns á knattspyrnu- leik í Reykjavík? Hve oft á ári er keppt í sundi? Hve margir áhorf- endur eru að meðaltali á sundmót- um? Af hverju hafa íþróttirnar svona mikinn forgang fram yfir aðra menningarstarfsemi? Af hverju eru alltaf til peningar til að byggja íþróttamannvirki en engir til þess að byggja tónlistar- hús? Við eigum afreksmenn í íþróttum en við eigum líka afreks- menn í tónlist og þeim hefur ekki verið sami sómi sýndur. Það getur vel verið skömm að því að við eig- um ekki þjóðarleikvang sem rúmar 20 þúsund manns í sæti en það er hundrað sinnum meiri skömm að eina tónleikahús höfuðborgar Ís- lands sé bíósalur. GUNNAR MÁR HAUKSSON, bankamaður, Sundlaugavegi 24, Reykjavík. Íþrótta- mannvirki/ tónlistarhús Frá Gunnari Má Haukssyni: BARNIÐ er arftakinn, sem tekur við af okkur í veröldinni, sem alltaf líður áfram endalaust í Guðs geimi, sem við erum ábyrg fyrir til framhaldslífsins hér í heimi. Hið nýfædda ungbarn tekur því sem hið nýja umhverfi réttir því hvar sem er á hnettinum, og verð- ur að semja sig að öllum þjóðsið- um og tungu þeirrar þjóðar hvar sem það er fætt, svo undursamleg er sköpun lífsins í heiminum. Allir menn hafa fengið þá hæfileika í vöggugjöf að geta samið sig að sið- um og lært mál þess lands sem þeir eru settir í. Aðeins eru menn eðlislega ólíkir í náttúrugreind. Skaparinn hefur gefið öllum hæfi- leika til að þroska greind sína. Svo vel hefur Drottinn allífsins sáð hinu góða sæði yfir allt mannkyn- ið, aðeins vantar ræktunina! Barnið þarf strax og það lærir málið, að heyra aðeins hið fagra, sannleika, réttlæti, trú, og kær- leika. Það þarf að uppræta illgres- ið hér í heimi með hinu góða sæði Guðsorðs svo að hið illa fyrirfinn- ist ekki lengur, fyrir hið unga líf sem kemur úr Guðsríki, svo að birta himnaríkis fái að skína hér í heimi. Kristnifræðsla er mjög takmörk- uð í barna- og unglingafræðslu hérlendis, og er mjög fábreytt. Gaman og gott væri ef dæmisögur Biblíunnar væri hægt að færa í myndrænan búning, og víst yrði hin kristilega kennsla auðlærðari og líflegri í myndformi, áhrifa- ríkari og eftirminnilegri. Stöðugt eftirlit þarf að vera með börnum og eins unglingum, barnið er lengi að komast til þroska, freistingarn- ar eru margar og gott væri að auka samverustundir undir eftirliti með góðum og glöðum skemmti- atriðum – til fagnaðar og gleði. Fráleitt finnst mér að áfengis- sala sé leyfð unglingum þótt átján ára séu orðnir – og hví þarf áfeng- isverslun að vera leyfð? Hvaða gleði gefur hún, þar sem svo mikið er í boði af allsnægtum og svo er almenn ofneysla áfengis til skað- ræðis, jafnvel til öryrkju, heimili lögð í rúst og börnin þurfa að gjalda á heimilunum. Það er sak- næmt athæfi hinna fullorðnu að leyfa áfengissölu. Bókmenntirnar tækju breyting- um við kristilegt hugarfar, listirn- ar mundu taka fegurri stefnu og náttúran mundi skapa fegurri og áhrifaríkari verk. Skólarnir ættu að fara með nemendurna út í góðu veðri og tala til ungviðisins. Öll skrípakúnst mundi smáhverfa og fögur hugverk verða til, og nýtt líf skapast í heiminum. Hinir full- orðnu eru ábyrgir. Hljómlistin mundi slá á nýja strengi á hörpu sinni við að sitja við nið fossins sem fellur niður af hömrunum ef nemendur mundu fá kennslustundir við fossniðinn. Náttúran er svo unaðsleg og færir okkur til guðdómsins. Söngvarinn nær rödd náttúrunnar og allar list- ir blómstra í nýjum hljómum úti í náttúru Guðs sköpunar. Barnið er hnoss frá Guði á himnum sem okkur ber að varð- veita. Höfum alltaf eftirlit með því hvar það er og hvað það er að gera. Guð varðveiti ungviði heimsins og gefi því þroska til þess að bæta veröldina. JÓHANNA B. WATHNE, Lindargötu 61, 101 Reykjavík. Barnið – arftakinn Frá Jóhönnu B. Wathne: SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.