Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ byrjuðum með um 20 tonn af
bókum og bætum svo við eftir þörf-
um daglega,“ segir Bragi Kristjóns-
son um bókamarkað Bókavörð-
unnar, sem hófst í fyrrum Íslands-
bankahúsinu á Laugavegi 105 í
gær.
Bragi segir að hann hafi byrjað
með svona bókamarkað fyrir 15 ár-
um og þar sem viðtökurnar hafi
verið góðar hafi hann haldið upp-
teknum hætti árlega síðan. „Við lít-
um á þetta sem skemmtun fyrir við-
skiptamenn okkar og okkur sjálfa í
hálfan mánuð og bjóðum helmings-
afslátt en þær bækur sem ekki eru
verðlagðar kosta hundrað kall,“
segir Bragi. „Það eru alls konar
happdrætti í þessu sem fólk kann
að meta og við erum ekki með
neina smámunasemi.“
Meðan bókamarkaðurinn stend-
ur yfir er Bragi jafnframt með 50%
afslátt á bókum í verslun sinni á
Vesturgötu 17. Hann segir að í boði
séu allir flokkar bóka og nóg hafi
verið að gera fyrsta daginn. „Fólk
kemur og lýkur sér af fyrir árið,
kaupir 20 til 50 bækur og er svo
ekkert að vesenast í því meir,“ seg-
ir Bragi.
Um 20 tonn
af bókum
á markaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hægt er að gera góð kaup á bókamarkaði Bókavörðunnar en hér velja þær Magnea Rannveig og Guðrún sér ljóða-
bækur í einni gömlu gjaldkerastúkunni í fyrrum Íslandsbanka við Hlemmtorg í Reykjavík.
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn gengst
fyrir alþjóðlegri skákhátíð á Suður-
landi 28. október til 7. nóvember.
Tvö sterk skákmót verða á Hótel
Selfossi og er annað þeirra eitt
sterkasta skákmót sem haldið hefur
verið á Íslandi. Friðrik Ólafsson
verður verndari mótsins og Daninn
Bent Larsen skákskýrandi, en hátíð-
in er tileinkuð sunnlenskum börnum
og meðal annars verður efnt til risa-
fjölteflis og barnaskákmóts.
„Það er sérstakt fagnaðarefni að
Selfoss skuli annað árið í röð vera
vettvangur stórmóts í skák,“ segir
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.
„Gamall draumur skákáhuga-
manna um árlegt stórmót er nú að
rætast. Þökk sé afar góðri sam-
vinnu við bæjaryfirvöld í Árborg og
fleiri sveitarfélögum á Suðurlandi
og staðarhaldara á hinu glæsilega
hóteli sem er eins og kjörið fyrir al-
þjóðlega stórviðburði.“
Á alþjóðlega mótinu verður
keppt í meistaraflokki og áskor-
endaflokki og eru tíu skákmenn í
hvorum flokki. Í meistaraflokknum
verða m.a. sigurvegararnir á
Mjólkurskákmótinu á Hótel Selfossi
2002, Ivan Sokolov og Predrag
Nikolic, rússneski stórmeistarinn
Vladimir Malakhov sem er aðeins
21 árs en kominn með tæplega
2.700 Elo-stig, Victor Bologan, sig-
urvegarinn á sterkasta skákmóti
heims á árinu, og íslensku stór-
meistararnir Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Þórhallsson.
Í áskorendaflokki verða á meðal
keppenda tékkneski stórmeistarinn
Tomas Oral og skákdrottning
Hróksins, Regina Pokorna. Aldurs-
forseti á Hótel Selfossi verður Ingv-
ar Ásmundsson, en meðal annarra
keppenda verða Stefán Krist-
jánsson og Ingvar Þór Jóhann-
esson.
Skákhátíð um allt Suðurland
„Við leggjum áherslu á að hér
verður ekki einvörðungu um tvö
sterk alþjóðleg skákmót að ræða
heldur skákhátíð sem teygir sig allt
frá Þorlákshöfn til Hafnar í
Hornafirði,“ segir Hrafn, en liðs-
menn Hróksins eru um þessar
mundir að heimsækja skóla á Suð-
urlandi og færa þriðjubekkingum
að gjöf, frá Hróknum og Eddu út-
gáfu hf., bókina Skák og mát. „Við
munum heimsækja og virkja
skólana á þessu svæði og vonumst
til þess að mörg hundruð börn taki
þátt í viðburðum Hróksins í
tengslum við alþjóðlega mótið á
Hótel Selfossi.“
Alþjóðleg skákhátíð
á Suðurlandi undirbúin
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skákhátíð er ráðgerð á Selfossi og víðar um Suðurland í næsta mánuði.
Myndin er frá skákmóti Hróksins á Selfossi í fyrra.SENDINEFND frá ríkisþingi
Kaliforníu er í opinberri heimsókn
á Íslandi í boði Alþingis og verður
hér til föstudags.
Þingmennirnir þrír hófu heim-
sóknina á Akureyri á laugardag,
en komu til Reykjavíkur í gær og
munu meðal annars kynna sér
orkumál, sjávarútvegsmál og al-
mannavarnir. Þeir verða við þing-
setninguna á morgun og munu
eiga fundi með fulltrúum þing-
flokka og efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis auk þess sem
þeir hitta forseta Íslands og for-
sætisráðherra.
Á Akureyri heimsóttu þing-
mennirnir meðal annars háskólann
og var myndin tekin við það tæki-
færi en á henni eru frá vinstri Þor-
steinn Gunnarsson, rektor Háskól-
ans á Akureyri, Debra Bowen,
Dede Alpert, Bruce McPherson og
Halldór Blöndal, forseti Alþingis.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þingmenn frá Kali-
forníu í heimsókn
MEINT innherjasvik fyrrverandi
hluthafa í bresku verslanakeðjunni
Iceland með hlutabréf í félaginu
verða tekin til rannsóknar hjá opin-
berri stofnun í Bretlandi, sem rann-
sakar efnahagsbrot. Verslanakeðjan
Iceland er nú hluti af verslanakeðj-
unni Big Food Group, sem Baugur
Group á 22% hlut í. Framkvæmda-
stjóri hjá Baugi ID telur ekki að
rannsóknin hafi nein áhrif á fyrir-
tækið sjálft þar sem hún beinist að
fyrrverandi eiganda þess sem fyrir
löngu hafi hætt öllum afskiptum af
rekstrinum.
Í apríl síðastliðinum var sagt frá
því að breska viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytið hafi þá í tvö ár rannsakað
meint innherjasvik Malcolm Walker,
stofnanda og fyrrverandi stjórnar-
formanns verslunarkeðjunnar Ice-
land, í tengslum við sölu hans á
hlutabréfum í fyrirtækinu. Jafn-
framt kom fram að ráðuneytið hefði
vísað málinu til opinberrar stofnunar
sem rannsakar fjársvik. Breska
blaðið Mail on Sunday greinir frá því
að stofnunin hafi nú tekið málið til
rannsóknar.
Segir Mail on Sunday að rannsókn
viðskiptaráðuneytisins hafi hafist
eftir að Malcolm Walker, stofnandi
og fyrrverandi stjórnarformaður
Iceland, seldi hlutabréf í fyrirtækinu
fyrir 13,5 milljónir punda, rúmlega
1,7 milljarða króna, í desember árið
2000. Verð bréfanna hafi þá verið
mjög hátt. Mánuði síðar hafi fyrir-
tækið hins vegar gefið út afkomu-
viðvörun og í kjölfarið hafi gengi
hlutabréfanna hrunið. Walker hætti
störfum vegna uppnáms sem varð
vegna hlutabréfasölu hans.
Blaðið segir að einnig hafi verið
rannsökuð fjármál Iceland áður en
ný stjórn tók við fyrirtækinu í árs-
byrjun 2001. Hinir nýju stjórnendur
fyrirtækisins hafi upplýst að hagn-
aður Iceland allt árið 2000 hafi num-
ið 26 milljónum punda. Fyrri stjórn-
endur hafi hins vegar áður haldið því
fram að hagnaðurinn á fyrri hluta
ársins 2000 hafi numið tæpum 40
milljónum punda.
Engin áhrif
Iceland er nú hluti af verslunar-
keðjunni Big Food Group sem Baug-
ur Group á liðlega 22% hlut í. Meg-
inhluta bréfanna keypti Baugur í
október 2002, fyrir hluta andvirðis
seldra hlutabréfa í verslunarkeðj-
unni Arcadia.
Jón Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri hjá Baugi ID,
fjárfestingarfyrirtæki Baugs Group,
telur að rannsóknin hafi ekki nein
áhrif á fyrirtækið sjálft. Það beinist
gegn fyrrverandi eiganda þess sem
fyrir löngu hafi hætt afskiptum af
því og málið sé því alveg ótengt nú-
verandi rekstri.
Meint innherjasvik hjá
Iceland rannsökuð
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti fund í gær með Kofi
Annan, aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðv-
um samtakanna í New York. Í frétt
frá utanríkisráðuneytinu segir að
þeir hafi rætt tillögur aðalfram-
kvæmdastjórans um endurskipu-
lagningu á stofnunum Sameinuðu
þjóðanna, einkum hugmynd hans um
að setja á fót ráðgjafahóp virtra ein-
staklinga til að greina ástand og
horfur og gera tillögur um þetta mál
fyrir næsta allsherjarþing.
Þeir ræddu einnig ástandið í Írak
og Afganistan, og fyrirhugaðan fund
utanríkisráðherra Norðurlanda með
utanríkisráðherrum ríkja í sunnan-
verðri Afríku sem haldinn verður í
Mósambík í október nk. Aðalfram-
kvæmdastjórinn taldi Ísland hafa
mikið fram að færa á sviði þróun-
armála, ekki síst á sviði sjávarútvegs
í krafti sérþekkingar.
Halldór Ás-
grímsson ræddi
við Kofi Annan
ÍSLENSKIR eigendur flaks Guð-
rúnar Gísladóttur hafa gefist upp á
tilraunum við að lyfta skipinu af
hafsbotni við Lófóten og er ástæð-
an fjárskortur að því er segir á
fréttavef norska ríkisútvarpsins
(NRK).
Haft er eftir Henry Bertheussen,
yfirmanni strandgæslunnar, að
norska sjávarútvegsráðuneytið
muni greiða fyrir verkið og senda
reikninginn síðan til íslenskra eig-
enda skipsins.
Strandgæslan hefur fengið
þrjú tilboð í verkið
Á fréttavef Avisa Nordland segir
Bertheussen að þrjú fyrirtæki hafi
þegar boðist til þess að ná skipinu
upp og Seløy Undervannsservice
sem unnið hefur að björguninni fyr-
ir Íslendingana sé eitt þeirra. Bert-
heussen segir nokkurn mun vera á
tilboðunum, bæði hvað varðar upp-
hæðir og þann tíma sem fyrirtækin
ætla sér til verksins.
Guðjón Jónsson, forsvarsmaður
GGKE-15 hópsins sem freistað hef-
ur þess að bjarga skipinu, segist
ekkert hafa heyrt frá Norðmönn-
unum frá því á föstudag en þá hafi
þeir sagst ætla að taka sér þessa
viku til að fara yfir málið. „Við
stöndum í þeirri trú að við höfum
þessa viku til að koma málum á
hreint,“ segir Guðjón.
Trond Eilertsen, lögmaður út-
gerðarfélagsins Festi í Noregi, seg-
ir á NRK að íslensku eigendurnir
séu við því búnir að fá sendan
reikning, ábyrgð á flakinu sé hjá
Festi. NRK segir Festi að hámarki
vera ábyrgt fyrir tólf milljónum
norskra króna, jafngildi um 130
milljónum íslenskra króna, ábyrgð-
arupphæðin ráðist af tonnafjölda
skipsins.
Þá segir NRK að Seløy Under-
vannsservice, sem fengið var til að
lyfta skipinu, íhugi að höfða mál
gegn Íslendingunum til að inn-
heimta þær liðlega 80 milljónir ís-
lenskra króna sem fyrirtækið telur
sig eiga hjá þeim.
Norska strand-
gæslan tekur yfir
björgun Guðrúnar