Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir blóðbankabílsins: Þriðjud. 30. sept. Hveragerði við heilsugæsluna klukkan 9:00-12:30 þriðjud. 30. sept. Þorlákshöfn við Ráðhúsið klukkan 13:30-17:00 Miðvikud. 1.okt. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti við Austurberg klukkan 9:00-14:30 www.blodbankinn.is NÝR og endurbættur forsalur Al- þingishússins verður tekinn í notk- un í dag, að sögn Karls M. Krist- jánssonar, fjármálastjóra Alþingis. Endurbætur á salnum hafa staðið yfir í sumar. Markmiðið var að færa hann í sem næst upprunalegt horf. Til þess var m.a. notast við upphaf- legar teikningar af húsinu frá ár- unum í kringum 1880. Þegar Morg- unblaðið kom við í Alþingishúsinu í gær var verið að þrífa forsalinn og ganga frá „lausum endum“. Búið er að stækka forsalinn með því að sameina hann anddyri sem áður var. Einnig er búið að skipta um gólfefni og rífa niður salerni við stigann í salnum. Nýrri salernis- aðstöðu hefur verið komið fyrir í kringlu hússins á fyrstu hæð. Að sögn Karls er áætlað að endurbæt- urnar kosti alls um 25 milljónir króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar hafa verið gerðar á forsal Alþingishússins og hefur hann verið færður í upprunalegt horf. Áætlaður kostn- aður 25 milljónir Nýr og bættur forsalur ALÞINGI Íslendinga, 130. löggjaf- arþing, kemur saman á morgun, miðvikudag. Þingsetningin fer venju samkvæmt fram í Alþingishúsinu að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Þingið sem verður sett á morg- un er annað þingið eftir alþingis- kosningarnar í vor. Það kom saman í sumar skömmu eftir kosningarnar. Átján nýir þingmenn tóku þá sæti á Alþingi. Þingsetningarathöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30. Forseti Íslands, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, predikar og þjónar fyrir altari ásamt Karli Sig- urbjörnssyni, biskupi Íslands. Að guðsþjónustu lokinni verður gengið til þinghússins, þar sem for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, setur þingið. Að því loknu tekur starfsaldursforseti þingsins, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, við fundarstjórn og stjórnar kjöri for- seta Alþingis. Þingsetningarfundi verður frestað í um einn og hálfan tíma en þegar honum verður fram haldið verða kosnir varaforsetar Al- þingis. Einnig verður kosið í fasta- nefndir þingsins og til Íslandsdeilda þeirra alþjóðasamtaka sem Alþingi er aðili að. Að síðustu verður hlutað um sæti þingmanna, annarra en ráð- herra og forseta Alþingis. Fjárlagaumræða hefst á föstudag Stefnt er að því forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flytji stefnuræðu sína á Alþingi á fimmtudagskvöld, og að í kjölfarið fari fram umræður um hana. Ræðunni og umræðunum verður útvarpað og sjónvarpað af Ríkisútvarpinu og hefst útsending kl. 19.50. Fyrsta umræða um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 2004 hefst síðan kl. 10.30 á föstudag. Alþingi sett á morgun Stefnt að því að forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína á fimmtudag RÚMLEGA sextíu lögreglu- menn taka þátt í setningar- athöfn Alþingis á morgun; hluti þeirra sér um öryggis- gæslu og hluti um „virðing- arþáttinn“ að sögn Karls Stein- ars Valssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Hann segir að embætti ríkislögreglustjóra feli lögreglustjóranum í Reykjavík að sjá um löggæslu og ýmsa þætti sem tengjast þingsetning- unni. Þrettán lögreglumenn, sem allir eru í Lögregluskólanum, mynda heiðursvörð við Alþingi og Dómkirkjuna á morgun. Verða þeir í hátíðarbúningi lögreglunnar, sem einungis er notaður við tækifæri sem þessi. Þegar forseti, ráðherra og þingmenn ganga milli þingsins og kirkjunnar gefa þeir svo- kallaða „lögreglukveðju“ með því að bera hönd að enni. Karl Steinar telur að sú hefð að hafa heiðursvörð við þingsetn- ingu hafi viðgengist í áratugi. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan undirbýr þingsetningu Alþingis. Á myndinni má sjá þá Aðalstein Bernharðsson og Guðbrand Sigurðsson, lögreglufulltrúa Lögregluskólans, ásamt Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni, auk nemenda Lögregluskólans sem sjást stilla sér upp á bak við þá. Lögreglan býr sig undir setningu Alþingis FYRSTI fundur RUBIES, evrópsks verkefnis um upplýsingatækni í dreifbýli, er haldinn hér á landi um þessar mundir. Tilgangurinn er að miðla þekkingu í upplýsingatækni til að auka verðmætasköpun í dreifbýli. Sex stofnanir í fjórum löndum standa að RUBIES-verkefninu. Eru það meðal annars háskólar og rann- sóknastofnanir í Skotlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Þátttakandi af hálfu Íslands er átaksverkefnið Upp- lýsingatækni í dreifbýli (UD) sem starfar á vegum landbúnaðarráðu- neytisins. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri UD, segir að þátttakendur í verkefninu muni miðla þekkingu í upplýsingatækni í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í dreifbýli. Nefnir hann sem dæmi að reiknað sé með að UD leggi fram tvö verkefni, í samvinnu við samstarfsaðila sína hér á landi. Annars vegar er um að ræða uppbyggingu Samtaka afurðastöðva í landbúnaði á gagnagrunni á heima- síðu sinni þar sem bændur geti jafn- óðum fengið niðurstöður efnarann- sókna á mjólkurinnleggi sínu og þannig bætt mjólkurframleiðslu sína. Hins vegar er um að ræða upp- byggingu sameiginlegs bókunar- kerfis bænda sem stunda ferðaþjón- ustu á vegum Félags ferðaþjón- ustubænda. Áætlað er að RUBIES-verkefnið standi yfir í hálft annað ár og að það kosti alls rúmar 63 milljónir. Notkun upplýsingatækni í dreifbýli Miðla þekkingu til að auka verðmæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.