Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú passar bara dagpeningana, Þórólfur minn. Barna- og heilsugæsluhjúkrun Umönnun án veggja Ráðstefnan NoSB,sem stendur fyrirNorrænt samstarf hjúkrunarfræðinga um börn, fer fram í Háskóla- bíói helgina 3.–5. október. Ráðstefnan, sem nú er haldin í þriðja sinn, er samstarfsverkefni fag- deilda barnahjúkrunar- fræðinga og heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga. Um áttatíu fyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni en níu aðalfyrirlesarar, bæði íslenskir og erlendir, verða með stærri fyrir- lestra. – Nú er yfirskrift ráð- stefnunnar Börn í dag – umönnun án veggja, hvað felur það í sér? „Yfirskriftin er sótt til Florence Nightingale sem hélt eitt sinn erindi þar sem hún gerði ummönnum án veggja að umtalsefni. Hún lagði þar áherslu á að starfsemin sem fram færi í þágu barna væri lykilatrið- ið en ekki byggingarnar sem slíkar, þó vissulega kunni að vera gott að eignast góðar byggingar. Á ráðstefnunni er lagt upp með samstarf hjúkrunarfræðinga á breiðum grundvelli, bæði hjúkrunarfræðinga sem starfa í stofnanaumhverfi en einnig hjúkrunarfræðinga sem starfa með börn utan stofnana. Mark- mið okkar er að stuðla að sam- ræðu fólks, að það einangrist ekki innan sinna sérsviða og sé opið fyrir samtali á víðari vett- vangi. Þannig erum við bæði að tala um veggi í eiginlegum og óeiginlegum skilningi.“ – Má tala um að byggja þurfi upp ákveðið net milli hjúkrunar- fræðinga? „Já, bæði hvað þjónustuna og hina faglegu umræðu varðar. Við erum oft að fást við sömu hluti, en sjáum þá frá ólíku sjónar- horni. Þær hjúkrunaraðgerðir sem eru í gangi eru oft ólíkar eft- ir því á hvaða vettvangi þær eru, en börnin eru þau sömu. Og það eru ýmsar aðgerðir sem þróast í heilsugæslu sem gætu verið vel nýtilegar inni á sjúkrahúsum og öfugt. Svona ráðstefna er því vel til þess fallin að fólk miðli þekk- ingu sín í millum.“ – Ef ráðstefnan er hugsuð sem ákveðinn samræðugrundvöllur, hvernig myndir þú þá vilja sjá framhaldið? „Ég myndi vilja sjá reglubund- ið samstarf og að fólk nýti sér þekkingu sína á sviðum hvers annars til þess að skoða mögu- leika á samstarfi. Bæði í þjón- ustu og rannsóknum, ekki síst til að búa til nýja þekkingu um ferli sem við viljum sjá að skjólstæð- ingar okkar fari inn í. Mörgu full- orðnu fólki finnst það ekki geta farið til hjúkrunarfræðings og við viljum gjarnan breyta því. Við viljum að fólki finnist það hafa aðgang að hjúkrunarfræð- ingum almennt, en ekki bara tímabundið inni á stofnun. Að sama skapi þurfa hjúkrun- arfræðingar að átta sig á því að þeir verða að kynna þá þjónustu sem þeir geta veitt mun betur, bæði sín á milli svo þeir geti sent skjólstæðinga sína áfram, en líka að upplýsa skjólstæðinga hvert þeir geti leitað.“ – Hverjir verða aðalfyrirlesar- ar og hvað ætla þeir að gera að umtalsefni? „Páll Biering, lektor við hjúkr- unarfræðideild HÍ og geðhjúkr- unarfræðingur, fjallar um hina auknu þörf á geðheilbrigðisþjón- ustu fyrir unglinga. Bernie Cart- er, prófessor í barnahjúkrun í Bretlandi, gerir grein fyrir þeim rannsóknaraðferðum sem hún hefur beitt til þess að ná til barna, hlusta á þau og ná fram skoðunum barna á þeirri þjón- ustu sem þau fá og vilja fá. Danski hjúkrunarfræðingurinn Hanne Lise Grønkjær fjallar um prógram sem hún hefur þróað sem miðar að því að fyrirbyggja slys í leikskólum. Sóley S. Bend- er dósent við hjúkrunarfræði- deild HÍ ætlar að ræða um hvernig kenna megi unglingum um kynlíf og fjölskylduáætlana- gerð og hvernig byggja megi upp þjónustu kringum það. Suzanne Thoyre, lektor við háskólann í Norður-Karólínu, er frumkvöðull að því að rannsaka ólíkar aðferð- ir í því að slöngumata fyrirbura og kenna þeim síðan að borða. Margaret S. Miles, prófessor við háskólann í Norður-Karólínu, er frumkvöðull í barnahjúkrun í Bandaríkjunum og einn af stofn- endum bandaríska barnahjúkr- unarfélagsins. Rannsóknir henn- ar hafa snúist um það að aðstoða foreldra barna á spítölum og byggja upp stuðningsmódel fyrir foreldra. Marcia Van Riper hefur sérstaklega fengist við hjúkrun í tengslum við meðfædd veikindi og siðferðisleg mál sem því tengjast. Í erindi sínu fjallar hún um rannsóknir sínar á því hvað gerist í lífi fólks þegar það eign- ast barn með downs- heilkenni. Geir Gunn- laugsson barnalæknir mun kynna þverfag- legt samstarfsverkefni varðandi lykla til þess að meta heilbrigði hjá börnum í Evrópu og hvernig megi nota þá til þess að meta heilsufar barna á Íslandi og Magnús Scheving mun halda fyrirlestur um Latabæjar- hugmyndafræði sína.“ Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíð- unni: ww.nosb2003.hi.is og þar er einnig hægt að skrá sig, en ráð- stefnan er öllum opin. Dr. Guðrún Kristjánsdóttir  Dr. Guðrún Kristjánsdóttir fæddist 1959 á Ólafsfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1979, BS- prófi í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands 1983, M.Sc.-prófi í barna- og fjölskylduhjúkrun frá Bostonháskóla 1986 og doktors- prófi frá Norræna lýðheilsuhá- skólanum í Gautaborg 1996. Guðrún er prófessor í barna- hjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Guðrún er gift Rúnari Vilhjálmssyni prófessor í félagsfræði við HÍ og eiga þau þrjá syni. Nauðsynlegt að samræður eigi sér stað Í KRINGUM 300 manns tóku þátt í hjartagöngu Landssamtaka hjarta- sjúklinga á sunnudag, að sögn Ás- geirs Þórs Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka hjartasjúklinga, en gangan hófst við Perluna í Reykjavík. Markmið hennar var m.a. að minna á mik- ilvægi hreyfingar og vekja athygli á hjartasjúkdómum. Lands- samtökin eiga 20 ára starfsafmæli hinn 8. október nk. og halda upp á þann áfanga með ýmsum hætti. Magnús B. Einarson læknir var m.a. sæmdur heiðursmerki samtak- anna. Landssamtökin notuðu einnig til- efnið til að gefa hjartaskurðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss hjarta- og lungnadælu. Þá var hjartadeild spítalans afhent bók, svonefnd Hjartabók, með grunn- upplýsingum um hjartasjúkdóma. Er ætlunin að slík bók verði afhent öllum þeim sem leggjast inn á hjartadeild. Bókin er dönsk en þýdd og staðfærð. Um 300 manns tóku þátt í hjartagöngu Landssamtaka hjartasjúklinga á sunnudag. Morgunblaðið/Þorkell Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri samtakanna, í Perlunni um helgina. Um 300 manns í hjarta- göngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.