Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 10

Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Doktor í raforkufræði  KRISTJÁN Halldórsson varði ný- lega doktorsritgerð sína „Decision Support Mechanism for Renewable Energy Trading“ við raforku- fræðadeild há- skólans í Darm- stadt, Þýska- landi. Kjarni doktorsvinn- unnar snerist um hönnun líkans sem auðveldar orkumiðlara ákvarðanatöku, m.a. fyrir kaup og sölu raforku. Sér- staklega voru þau vandamál, sem lúta að sölu rafmagns unnu úr end- urnýjanlegum orkugjöfum, tekin fyrir. Við gerð módelsins var einkum hinn þýski orkumarkaður hafður til hliðsjónar. Kristján er fæddur í Reykjavík 1. okóber 1968. Foreldrar hans eru þau Kristjana Kristjánsdóttir forvörður og Halldór Ingi Hallgrímsson verk- stjóri. Eftir stúdentspróf við Menntaskólann við Hamrahlíð 1988 lagði Kristján stund á rafmagns- verkfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1993. Ári síðar tók hann lokapróf í tölvunarfræði við sama skóla. Eftir það hélt hann til náms í Darmstadt, þar sem hann lauk diplomprófi í raforkufræðum 1998. Síðan þá og fram að dokt- orsvörninni hefur Kristján starfað við raforkufræðideild skólans jafn- hliða því að vinna að doktorsverkefni sínu. Kristján er nú fluttur heim til Íslands og mun hefja störf við stjórn- stöð Landsvirkjunar innan skamms. Kristján Halldórsson  AGNAR Guðmundsson varði doktorsritgerð við Álaborgarháskóla í Danmörku 16. september síðastlið- inn. Heiti ritgerð- arinnar er „Út- færsla á eigin stöðlum við vöruþróun“ (Implementing Standardized Modules in the Product Archi- tecture). „Á síðasta ára- tug hefur verið lögð aukin áhersla á vöruþróun hjá framleiðslufyrirtækjum. Margar ástæður liggja þar að baki en helst mætti nefna að sérstaða markaða og mikilvægi nýsköpunar hefur aukist,“ segir í fréttatilkynningu um dokt- orsvörnina. Þar segir ennfremur: „Ein af þeim úrlausnum sem fyr- irtæki hafa stuðst við til að mæta auknum kröfum um nýsköpun á mörkuðum til að halda skilvirkni, er að notast við eigin staðla fyrir vöru- einingar. Þessir staðlar gera fyr- irtækjum meðal annars kleift að nota sömu framleiðslueiningar fyrir fleiri vöruflokka.og þróa þær sífellt án þess að breyta þurfi vöruhönnuninni. Þessi lausn hefur aukið framleiðni og fyrirtækin geta betur mætt vaxandi kröfum. Vandamál við þessa lausn eru hinsvegar þau að fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum með að útfæra eigin staðla. Rannsókn doktorverkefnisins beindist þess vegna að því að greina hvaða þættir eru þess valdandi að svo erfitt er fyrir fyrirtæki að útfæra þessa lausn. Niðurstöðurnar sýndu meðal annars fram á að hefðbundin vöruþróunarferli eru ekki hentug séu eigin staðlar notaðir í vöruþró- uninni og nauðsyn þess að aðlaga fyrirtækin breyttum aðstæðum við notkun eigin vörustaðla. Þannig þurfa fyrirtæki að læra að þróa ein- ingar sem má nýta í margar vöruteg- undir án þess að nauðsynlegt sé að að gerðar séu breytingar á vöruteg- undunum sjálfum. Einnig þarf að breyta framleiðslufyrirkomulaginu til þess að nýta þá möguleika sem skapast til aukinnar skilvirkni.“ Doktorsritgerðin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem Ála- borgarháskóli stendur fyrir í sam- vinnu við Tækniháskólann í Kaup- mannahöfn. Við háskólann eru fjórar aðalstofnanir; hugvísinda-, félags-, verkfræði- og raunvísindastofnun. Rekstrarverkfræðistofnunin stend- ur að rannsóknarverkefninu, en á hennar vegum eru mörg verkefni í gangi í samvinnu við danskan iðnað. Agnar Guðmundsson er 34 ára gamall, sonur hjónanna Guðmundar Sigþórssonar skrifstofustjóra og Herborgu Árnadóttur viðskipta- fræðings. Hann lauk námi árið 1995 við Tækniskóla Íslands og masters- námi í rekstrarverkfræði við Ála- borgarháskóla fjórum árum síðar. Varði doktors- ritgerð um vöruþróun Agnar Guðmundsson KRISTJÁN Magnús- son ljósmyndari lést laugardaginn 27. sept- ember sl. á Landspítal- anum við Hringbraut. Hann fæddist í Reykja- vík 14. janúar 1931, og voru foreldrar hans Helga Kristjánsdóttir húsmóðir og Magnús Ingimundarson húsa- smíðameistari. Kristján lauk sveins- prófi í húsgagnabólstr- un 1953, og einnig meistararéttindum í ljósmyndun 1969. Jafn- framt stundaði hann nám í píanóleik við tónlistarskóla og í einkatímum. Á árunum 1948–1961 var hann píanóleikari í KK- sextettinum og hljóm- sveit Björns R. Ein- arssonar. Eftir það lék hann með ýmsum djasshópum og í eigin djasskvartett frá árinu 1981. Hann vann við blaðaljósmyndun á árunum 1958–1969, og rak eigin ljósmynda- stofu frá árinu 1967. Þá var hann virkur radíóamatör með rekstrarleyfi frá árinu 1974. Eftirlifandi eigin- kona Kristjáns er Pálína Oddsdóttir. Dóttir þeirra er Oddrún og er eig- inmaður hennar Leifur Magnússon. Andlát KRISTJÁN MAGNÚSSON DANIR eru með dýrasta skatta- kerfið á Norðurlöndunum en hin Norðurlöndin, þ.m.t. Ísland, eru með helmingi fleiri íbúa á hvern skattastarfsmann, að því er fram kemur í frétt á vefútgáfu Politiken sem birt var fyrir skömmu. Sam- kvæmt fréttinni voru 827 skattaað- ilar á hvert ársverk hjá skatta- yfirvöldum í Danmörku en þeir voru 1.760 á hvert ársverk í Sví- þjóð. Ekki er tilgreint sérstaklega í fréttinni hversu margir eru um hvern skattastarfsmann á Íslandi en Ísland mun vera næst á eftir Svíþjóð í röðinni. Fleiri að innheimta og færri í skattaeftirliti hér á landi Að sögn Indriða H. Þorláksson- ar ríkisskattstjóra var ákveðið á fundi norrænu ríkisskattstjóranna fyrir um ári að gera samanburð á ýmsum sviðum skattaframkvæmd- ar í löndunum. Sú vinna er enn í gangi, að hans sögn. „Í heild þá kemur Ísland mjög þokkalega út [...] og við erum til þess að gera sáttir við það sem þarna kemur fram. Það kemur hins vegar fram ýmis mismunun í báðar áttir. Það virðist vera að í innheimtuhliðinni sé meiri mannskapur hér en í hin- um löndunum og sama er að segja um virðisaukaskattinn en við erum með minna af fólki í almennu skattaeftirliti og almennri skatta- framkvæmd.“ Indriði undirstrikar að samanburður milli landanna sé mjög háður skilgreiningu og skipulagi á skattaumhverfi í ein- stökum löndum. Hjá embætti ríkisskattstjóra starfa um 100 manns og 480-90 manns í það heila ef starfsmenn skattstofanna og innheimtumenn ríkissjóðs eru meðtaldir. Milli 400 og 500 skattstofur í Danmörku Skattgreiðendur, þ.e. einstak- lingar, eru um 225 þúsund á skrá að viðbættum 33 þúsund félögum með virðisaukaskattsskráningu. Spurður út í hið óhemju dýra skattakerfi í Danmörku segir Indriði að þar í landi sjái sveit- arfélögin um álagninguna. Á milli 400 og 500 skattstofur séu í Dan- mörku en hins vegar séu þær átta í Svíþjóð, sex í Finnlandi og um 100 í Noregi. Hér á landi eru skattaumdæmin níu talsins. Danir með flestar skattstofur og dýrasta skattakerfið á Norðurlöndunum Helmingi fleiri um hvern starfs- mann á Íslandi GEIR H. Haarde fjármálaráðherra vakti athygli á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í viðræðum við forseta og forsætisráð- herra Líbanons og óskaði eftir stuðn- ingi ríkisins við þá aðild. Fjármálaráðherra sótti Líbanon heim fyrir helgi og er það fyrsta heim- sókn íslensks ráðherra til landsins. Geir ræddi við Emile Jamil Lahoud, forseta landsins, og Rafic Hariri for- sætisráðherra. Fóru þeir yfir sam- skipti landanna og ástandið í Mið- Austurlöndum. Fjármálaráðherra átti einnig fundi með Riad Salameh seðlabankastjóra og Fuad Abdel Basset Siniora fjár- málaráðherra. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að á þeim fundum var meðal annars rætt um stöðu efnahagsmála og uppbygg- ingarstarfið sem staðið hefur yfir í Líbanon frá lokum borgarastríðsins í upphafi síðasta áratugar. Einnig kemur fram að gagnkvæmur áhugi sé á því að efla viðskipti landanna, ekki síst samstarf og viðskipti á sviði banka- og fjármálastarfsemi og ferða- mannaiðnaðar. Óskað eftir stuðningi Líb- ana við framboð Íslands Geir H. Haarde á fundi með Rafic Hariri, forsætisráðherra Líbanons. STARFSMENN Raunvísinda- stofnunar Háskóla Íslands flugu yfir Vatnajökul fyrir helgi vegna reglubundinna afkomumælinga á jöklinum. Var snælínan könn- uð og í þessari viku er ætlunin að ganga á jökulinn til að lesa af mælistikum sem þar eru á ein- um 50 stöðum auk nokkurra sjálfvirkra veðurstöðva. Finnur Pálsson hjá Raunvís- indastofnun sagði við Morgun- blaðið að engar niðurstöður væru komnar út úr þessum mælingum. Unnið yrði úr þeim á næstu vikum. Með fluginu var tilgangurinn að sjá hver skilin eru á milli bráðnunar í sumar og þess sem ekki hefur náð að bráðna alveg. Mitt á milli er svonefnd snælína. Finnur sagði niðurstöður flugs- ins styðja við þær mælingar sem færu fram á jörðu niðri með því að lesa af stikum. Hann sagði ekkert óvenjulegt hafa sést í þessu könnunarflugi, sem fór fram við bestu útsýnisskilyrði. Snælínan könnuð á Vatnajökli FULLTRÚAR stéttarfélaganna í norrænu ríkisútvörpunum skora á ríkisstjórnir landanna að tryggja rekstrarlegan grundvöll útvarps og sjónvarps í almannaþágu og að sjálfstæði þess verði virt, það styrkt og flokkspólitísk stjórnvöld Norðurlandanna viðurkenni sjálf- stæði almannaútvarps. Þetta kemur fram í ályktunum sem samþykktar voru á ráðstefnu þessara aðila sem haldin var í Munaðarnesi nýlega. Fram kemur að niðurskurður og minnkandi tekjumöguleikar leiði til einhæfara dagskrárefnis, sem þýði að framboð efnis sem höfði til smærri hópa takmarkist. Til lengri tíma dragi það úr tiltrúnni á út- varp og sjónvarp í almannaþágu. Í annarri ályktun frá ráðstefn- unni segir að það valdi stéttar- félögum í norrænu ríkisútvörpun- um miklum áhyggjum að merkja megi breytingu í viðhorfi stjórn- valda til útvarps og sjónvarps í al- mannaþágu. „Pólitísk öfl reyna að hafa áhrif á innihald dagskrárefnis. Slíkar tilhneigingar eiga sér enga stoð í hinni norrænu lýðræðishefð og eru ögrun við sjálfstæði almannaút- varps. Almannaútvarp verður að halda sjálfstæðinu til að tryggja trúverðugleika sinn í nútíma lýð- ræðissamfélagi. Þess vegna krefj- umst við þess að sjálfstæði útvarps og sjónvarps í almannaþágu verði virt, það styrkt og að flokkspóli- tísk stjórnvöld Norðurlandanna viðurkenni sjálfstæði almannaút- varps.“ Rekstur útvarps verði tryggður BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá fjölskyldu Halldórs Laxness: „Að gefnu tilefni vill fjölskylda Halldórs Laxness að eftirfarandi komi fram: Síðastliðið eitt og hálft ár hefur verið unnið að því á vegum okkar og útgáfu Halldórs Laxness að fara í gegnum bréfasafn Halldórs Telja eðlilegt að loka bréfa- safninu fyrir óviðkomandi á handritadeild Þjóðarbókhlöðunn- ar. Meðan verið er að fara í gegnum safnið teljum við eðlilegt að því sé lokað fyrir óviðkomandi, eins og áréttað var með bréfi hinn 18. sept- ember síðastliðinn. Handrit Halldórs sem fyrir eru á safninu er að sjálfsögðu heimilt að skoða sem fyrr, en um birtingu óprentaðs efnis gilda lög um höfund- arrétt. Þessi vinna tekur tíma og er vand- meðfarin og því eðlilegt að við fáum næði til þess að ljúka verkinu, en að þurfa ekki að stjórnast af ævisagna- riturum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.