Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 12

Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI hefur eignast 30,35% hlutafjár í finnska fjárfestingarfélaginu Nor- vestia Oyj sem skráð er í kauphöllinni í Helsinki. Kaupþing-Búnaðarbanki fer með 54,44% atkvæðisréttar. Bankinn greiðir fyrir Norvestia með útgáfu 33,2 milljóna nýrra hluta og er andvirði kaupanna um 5,5 milljarðar króna. Gengi á hlutunum sem bank- inn gefur út er meðalgengi Kaup- þings-Búnaðarbanka síðustu þriggja mánaða, eða 167. Seljandi hlutanna er sænska fjárfestingarfélagið Havsfrun AB sem skráð er á O-lista Kauphall- arinnar í Stokkhólmi. Havsfrun á enga hluti í Norvestia eftir söluna. Salan er gerð með fyrirvara um sam- þykki hluthafafundar Havsfrun en nú þegar hafa eigendur meira en 50% hlutafjár í Havsfrun skuldbundið sig til að samþykkja söluna. Í ræðu á blaðamannafundi sem haldinn var í Helsinki í gær sagði Sig- urður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings-Búnaðarbanka að kaupin væru til hagsbóta fyrir aðra hluthafa Norvestia enda hefði Kaupþing góða reynslu af því að auka verðmæti þeirra félaga sem bankinn hefði keypt eða sameinast. Aðspurður hvort að verðið sem bankinn væri að greiða fyrir hlutinn væri ekki of hátt, sagði Sigurður að inn í verðmatið hafi m.a. verið tekin sú staðreynd að bankinn fái ráðandi atkvæðamagn í félaginu, auk þess sem tímasetningin vinni með kaupunum, efnahagslífið í Finnlandi sem og annar staðar væri að taka við sér eftir að hafa náð botni, að mati stjórnenda bankans, og Norvestia ætti því framtíðina fyrir sér. Spurður um viðbrögð minnihlutaeigenda í Norvestia við því að bankinn sé að borga einum hluthafa mun hærra verð en verðið sem er á markaðnum, sagði Sigurður að hluthafar væru ánægðir, enda sæist það best í því að verð bréfa Norvestia tóku kipp upp á við þegar tilkynningin um kaupin birtist í gærmorgun. Jákvæð þróun fyrir Norvesta Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings-Búnaðarbanka sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin á Norvesta hefðu fengið jákvæðar við- tökur hjá öðrum hluthöfum Norvesta. „Þau skilaboð sem við fáum frá stærstu eigendum í minnihluta er að þeir líta á þetta sem mjög jákvæða þróun fyrir Norvesta,“ sagði Hreiðar Már. Hann sagði að næst á dagskrá í Finnlandi væri að auka eigið fé Kaup- þings Sofi, sem á næstunni verður breytt í Kaupþing Bank Finnland, og sækja síðan um bankaleyfi. Hann sagði að viðskiptahugmynd bankans væri að reka banka á öllum Norður- löndunum og sú umgjörð sem félagið væri búið að skapa sér í Svíþjóð í dag, þar sem búið er að byggja upp fjöl- þætta bankaþjónustu, sé sú umgjörð sem eigi að skapa í Helsinki, Osló og Kaupmannahöfn. „Hugmyndin er að reka alhliða fjármálafyrirtæki á Ís- landi og reka síðan fjárfestingar- banka í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Nýir hlutir 7,5% af heildarhlutafé Eftir viðskiptin nema hinir nýút- gefnu hlutir sem notaðir voru til kaupanna um 7,5% af heildarhlutafé Kaupþings-Búnaðarbanka. Sam- komulag er um að Kaupþing-Búnað- arbanki muni sjá um sölu þeirra hluta sem Havsfrun fær frá bankanum og mun það verða gert innan nokkurra mánaða, að því er segir í fréttatil- kynningu bankans. Eftir viðskiptin verður Norvestia dótturfélag Kaup- þings-Búnaðarbanka en mun þrátt fyrir það vera áfram rekið sem sjálf- stætt félag, skráð í Kauphöllinni í Helsinki. Jafnframt er tekið fram að bankinn hafi ekki í hyggju að auka hlut sinn í Norvestia. „Kaupþing- Búnaðarbanki mun þróa starfsemi Norvestia í samræmi við stefnu bank- ans og með hliðsjón af annarri starf- semi bankans í Finnlandi, en þar á bankinn fyrir dótturfélagið Kaup- thing Sofi,“ segir í tilkynningunni. „Með kaupunum á Norvestia styrkjum við stöðu okkar umtalsvert í Finnlandi og tryggjum okkur vett- vang til að geta aukið umsvif bankans þar. Kaupin eru annað skrefið í sókn okkar inn á finnska fjármálamarkað- inn í kjölfar kaupanna á Sofi í árslok 2001 og í samræmi við þá stefnu bankans að vera leiðandi norrænn fjárfestingarbanki. Kaupþing-Búnaðarbanki hefur tvöfaldast að stærð á hverju ári und- anfarin fimm ár og á sama tíma hefur arðsemi eigin fjár numið rúmlega 30% á ári, sem er vel yfir markmiðum okkar um 15% arðsemi eigin fjár. Horfur fyrir árið 2003 eru góðar og við gerum ráð fyrir því að ná arðsem- ismarkmiðum okkar,“ segir Sigurður Einarsson í fréttatilkynningunni. Í tilkynningunni segir ennfremur að kaupin á Norvestia styrkja veru- lega stöðu bankans á Norðurlöndum og munu strax hafa þau áhrif árekst- ur bankans að eignarstýring bankans á Norðurlöndum muni eflast vegna þekkingar starfsmanna Norvestia á fjárfestingum á Norðurlöndum, og hlutabréfasafn Norvestia muni auka áhættudreifingu verðbréfasafns Kaupþings-Búnaðarbanka um leið og það endurspegli betur markaðs- áhættu bankans í þeim löndum sem hann starfar. „Á sviði fjárfestingarbankastarf- semi mun bankinn eftir kaupin hafa aukið bolmagn til að vinna stærri ráð- gjafar- og fjármögnunarverkefni fyr- ir viðskiptavini, til dæmis í tengslum við samruna, yfirtökur og verðbréfa- útboð. Með öflugri efnahag munu möguleikar bankans á að sölutryggja útboð aukast,“ segir í tilkynningu Kaupþings-Búnaðarbanka. Kaupin á Norvestia munu auka eig- ið fé Kaupþings-Búnaðarbanka um rúmlega 5,5 milljarða króna, en eig- infjárgrunnur bankans mun styrkjast um 12,2 milljarða króna. Greiða myndarlegan arð Í tilkynningunni segir um Nor- vestia að markmið félagsins sé að ávaxta eigið fé til langs tíma fyrir hluthafa sína og greiða út myndarleg- an arð. Félagið fjárfestir nær ein- göngu í skráðum norrænum hluta- bréfum og sjóðum. Á blaðamanna- fundinum var Sigurður inntur eftir því hvort að stefnan um arðgreiðslur félagsins yrði óbreytt. Sagði hann að ákvörðun um það yrði í höndum nýrr- ar stjórnar en hún verður kosin á hluthafafundi í nóvember nk. að sögn Sigurðar. Eignir Norvestia skiptast að 40% hluta í skuldabréf og víxla, vogunar- sjóðir eru 31% af eignunum, hlutabréf 17%, hlutabréfasjóðir 10% og reiðufé 2%. Stærstu einstöku eignir félagsins eru hlutabréf í finnskum símafyrir- tækjum, sem dótturfélagið Neo- markka er skráð fyrir, metin á um 1,5 milljarða króna. Kaupþing-Búnaðarbanki kaupir 30,35% í Norvestia Kaupverðið 5,5 milljarðar króna Ljósmynd/Matias Uusikylä Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings-Búnaðarbanka, kynnti kaup bankans á stórum hluta í finnska fjármálafyrirtækinu Norvestia Oyj á blaðamannafundi í Helsinki í gær. VIKA nýsköpunar hófst í gær. Berglind Hallgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Impru nýsköpunar- miðstöðvar, segir að markmiðið með viku nýsköpunar sé að efla umræðu um nýsköpun og skapa vettvang fyrir hana. Aðstandendur vikunnar vilji vekja almenna umræðu í sam- félaginu um gildi nýsköpunar fyrir efnahagslífið og kynna þann stuðn- ing sem í boði er til nýsköpunar, rannsókna og þróunar. Þeir sem standa að viku nýsköp- unar eru Impra nýsköpunarmiðstöð, Rannís, Rannsóknarþjónusta Há- skóla Íslands, Háskólinn í Reykja- vík og Samtök iðnaðarins. Haldnir verða fundir alla virka daga vikunn- ar þar sem fjallað verður um hin ýmsu málefni er varða nýsköpun. Vika nýsköpunar hófst með fundi í gær þar sem fjallað var um gildi nýsköpunar í hefðbundnum atvinnu- rekstri og fjármögnun verkefna. Fyrirlesarar komu víða að og fjöll- uðu um þessa þætti frá mismunandi sjónarhornum. Í dag verður fundur þar sem rannsóknir í þágu atvinnulífsins verða til umfjöllunar. Á morgun verður fjallað um starfsskilyrði sprotafyrirtækja. Á fimmtudaginn verður greint frá reynslu frum- kvöðuls. Á föstudaginn verða síðan tveir fundir. Þar verður greint frá því sem svonefnd 6. rannsóknar- áætlun ESB býður upp á, annars vegar fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki, og hins vegar til rannsókna í þágu fyrirtækja. Berglind segir mikilvægt að þeir sem vinna að nýsköpun og þróun í atvinnulífinu viti af þeirri aðstoð sem í boði er. Þjónusta Impru í þessum efnum hafi til að mynda aukist talsvert á undanförnum miss- erum og standi jafnt sprotafyrir- tækjum og fyrirtækjum í hefð- bundnum greinum til boða. Vika nýsköpunar sé m.a. haldin til að vekja athygli á þessu. Vika nýsköpunar 29. september til 3. október Markmiðið að efla umræðuna ÚR VERINU ICELANDIC USA verðlaunar ár- lega framleiðendur sjávarafurða á Íslandi fyrir góðan árangur í vöruvöndun frystra sjávarafurða og mikilvægan stuðning á síðasta fiskveiðiári. Að þessu sinni fengu verðlaunin frystihúsin Ísfiskur í Kópavogi, Egilssíld á Siglufirði, Þormóður Rammi-Sæberg í Þor- lákshöfn og Aðgerðarþjónustan í Vestmannaeyjum. Þá fengu frystitogararnir Kleifarberg ÓF frá Ólafsfirði, Sléttbakur EA frá Akureyri, Arnar HU frá Skaga- strönd og Júlíus Geirmundsson ÍS Ísafirði viðurkenningu fyrir vandaða framleiðslu á síðasta fiskveiðiári. SH verðlaunar framleiðendur BRESKA stórmarkaðskeðjan Morri- sons hefur fengið grænt ljós frá sam- keppnisyfirvöldum í Bretlandi til að kaupa öll hlutabréf Safeway-stór- markaðskeðjunnar. Samkeppnisyfir- völd höfðu áður úrskurðað að stór- markaðskeðjunum Asda, Sainsburys og Tesco væri óheimilt að gera tilboð í Safeway. Ekki er talið að þessi kaup hafi neikvæð áhrif á viðskipti Cold- water, dótturfyrirtækis SH, við stór- markaðskeðjurnar, en Coldwater sel- ur töluvert af tilbúnum afurðum til þeirra. Mikil samþjöppun hefur orðið á breska smásölumarkaðnum á undan- förnum árum og ráða nú 5 stærstu stórmarkaðskeðjurnar; Tesco, Asda, Sainsburys, Safeway og Morrisons um 76% markaðarins. Þar af er Tesco með langstærstu hlutdeildina eða rúm 27%, Asda með tæp 17%, Sains- bury með rúm 16%, Safeway með rúm 9% og Morrisons um 6%. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda í Bretlandi er Morrisons hinsvegar gert að selja 53 verslanir Safeway verði af yfirtökunni og nú eru að hefj- ast viðræður við samkeppnisyfirvöld um hvaða verslanir þarf að selja. Þeg- ar það liggur fyrir hefur Morrisons 21 dag til að staðfesta tilboð sitt í Safe- way eða leggja fram annað tilboð. Ekki er búist við að málin skýrist end- anlega fyrr en undir lok ársins. Úrskurðurinn kemur ekki á óvart, enda bjuggust fáir við því að Tesco, Sainsbury eða Asda yrði leyft að gleypa fjórðu stærstu stórmarkaðs- keðju Bretlands. Morrisons gerði um 370 milljarða króna tilboð í Safeway í janúar sl. en í ljósi úrskurðarins má gera ráð fyrir að tilboðið muni lækka. Þó er talið að aðrir aðilar muni sýna Safeway áhuga, m.a. auðjöfurinn Philip Green sem er sagður hafa beð- ið úrskurðar samkeppnisyfirvalda. Þá er talið að Tesco, Asda og Sains- bury muni slást um þær 53 verslanir sem Morrison verður gert að selja, verði af yfirtökunni, auk þess sem aðrir smærri aðilar hafa lýst yfir áhuga á verslununum. Sérfræðingar gera því einnig skóna að Asda muni áfrýja úrskurði samkeppnisyfirvalda. Mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir Breski smásölumarkaðurinn selur sjávarafurðir fyrir um 250 milljarða króna á ári og er einn sá mikilvægasti fyrir íslenskar sjávarafurðir. Cold- water UK, dótturfélag Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Bretlandi, hef- ur t.a.m. átt í umtalsverðum viðskipt- um við bæði Morrisons og Safeway en Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwat- er, á ekki von á að samruni þessara fyrirtækja muni hafa mikil áhrif, að minnsta kosti ekki hvað varðar söl- una. „Við seljum til dæmis kældar af- urðir í Morrisons en ekki í Safeway og erum með ákveðnar vörur í Safeway sem eru ekki í Morrisons. Samruni þessara fyrirtækjan myndi því vænt- anlega hafa einhverjar breytingar í för með sér fyrir okkur en ég á ekki von á því að þær verði til hins verra,“ segir Agnar en minnir á að þessi mál skýrist ekki fyrr en seint á árinu.                                                   !     Morrisons leyft að kaupa Safeway AÐALFUNDUR Samtaka fisk- vinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 3. október nk. Fund- urinn hefst kl. 10.30 en að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flytur Árni M. Mathiesen, sjáv- arútvegsráðherra, ávarp. Þá mun Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf., flytja erindi sem kallast „Við sækjum á erlend mið,“ Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihúss- ins – Gunnvarar hf., mun fjalla um stöðu og möguleika þorskeldis á Íslandi og Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf., held- ur erindi sem hann kallar „Fer fiskurinn til Kína?“ Þá verða pallborðsumræður um ógnanir og tækifæri í íslenskum sjávarútvegi undir stjórn Ara Ed- wald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þátttakendur í um- ræðunum verða þeir Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri land- vinnslu Samherja hf., Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, Gunn- ar Svavarsson forstjóri SH og Þórður Már Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags- ins Straums hf. Ógnanir og tækifæri rædd á aðalfundi SF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.