Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 17
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér ævintýraferð með sérflugi sínu
til einnar fegurstu eyju Karíbahafsins, Dóminíska lýðveldisins. Hér getur þú
valið um glæsilegan aðbúnað, spennandi kynnisferðir og notið lífsins við feg-
urstu aðstæður. Glæsileg 4 og 5 stjörnu hótel í boði og í öllum tilfellum nýtur
þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða
sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á
meðan á dvölinni stendur.
13. nóv. - 7 nætur
Verð kr. 79.950
Flugsæti og skattar.
Verð kr. 98.590
Flug, skattar, gisting á Barcelo
Talanquera – Allt innifalið
íslensk fararstjórn.
Dóminíska
lýðveldið
13. nóvember
frá kr. 79.950
Sérflug Heimsferða
NEMENDUR Mennta-skólans Hraðbrautarhafa nú þegar lokið próf-um eftir fyrstu „önnina“,
eða lotuna eins og tímabilið nefnist.
Ólafur Haukur Johnson skólastjóri
segir að Hraðbraut hafi farið vel af
stað og var meðaleinkunn nemenda
eftir fyrstu lotuna 7,4, sem Ólafur
segir gott veganesti til áframhald-
andi uppbyggingar skólans.
Hraðbraut gefur nemendum kost
á að ljúka stúdentsprófi á tveimur
árum og voru 52 nemendur innrit-
aðir í skólann þegar hann tók til
starfa í ágúst. Nemendur skiptast í
tvo bekki og eru tvær brautir í boði;
náttúrufræðibraut og málabraut.
Námið er byggt upp af lotum sem
eru fimm til sex vikur hver og í
hverri lotu læra nemendur það sem
nemendur eru að læra í öðrum skól-
um á heilli önn, að sögn Ólafs.
„Hins vegar eru teknar fyrir færri
námsgreinar í einu. Við erum með
þrjár námsgreinar í hverri lotu og
kennslumagnið í hverri námsgrein
er helmingi minna en í venjulegum
dagskólum, en u.þ.b. álíka mikið og í
öldungadeildum. Það er kennt í fjór-
ar vikur og síðan koma prófin. Á
þessum fjórum vikum er kennt þrjá
daga vikunnar en þriðjudaga og
fimmtudaga mæta nemendur í skól-
ann og vinna það sem þeir myndu í
öðrum skólum vinna heima hjá sér.
Þá sitja þeir að námi með yfirsetu-
manneskju sem tryggir vinnufrið og
á þessum dögum eru kennararnir til
viðtals, ef nemendur stranda t.d. á
dæmi í stærðfræðinni.“
Hann segir að nái nemendur próf-
um fái þeir vikufrí að lokinni hverri
lotu. Þá geta nemendur kastað mæð-
inni og eftir fyrstu lotuna fóru nem-
endur skólans m.a. saman í óvissu-
ferð. Að sögn Ólafs hefur verið að
þróast mjög öflugt og skemmtilegt
félagslíf í skólanum og góður andi
ríki meðal nemenda, þó að hópurinn
sé lítill. Hann segir að slegist hafi
verið um kosningu í öll embætti á
vegum nemendafélagsins og ljóst að
nemendur hafi góðan tíma aflögu
fyrir utan námsbókalesturinn.
„Það er ótrúlegt hvað svona vel
skipulagðir einstaklingar geta komið
fyrir miklu í sinni stundaskrá. Við
munum leggja áherslu á að styðja
vel við bakið á félagslífi nemenda og
í fyrstu lotunni var kosin stjórn
nemendafélagsins og henni hefur
verið falið að búa til lög fyrir nem-
endafélagið og annað slíkt. Síðan
verður í þessari lotu kosið í ýmsar
nefndir og skólinn mun m.a. taka
þátt í keppnum eins og Gettu betur
og Morfís,“ segir Ólafur.
Menntaskólinn Hraðbraut er nú í
bráðabirgðahúsnæði í gamla hús-
næði Lækjarskólans í Hafnarfirði en
flytur eftir áramót í uppgert hús-
næði á Reykjavíkurvegi 74, þar sem
áður var Iðnskóli Hafnarfjarðar.
„Við stefnum að því að vera með
fleiri nemendur í hverjum árgangi
og fjóra bekki, en fengum ekki nógu
margar góðar umsóknir að þessu
sinni. Það sóttu reyndar 132 um en
eftir að hafa skoðað umsóknirnar
vandlega töldum við að þetta væri sá
hópur sem hefði góðar forsendur til
að ljúka þessu og þetta varð nið-
urstaðan.“
Hugmyndin kviknaði
út frá sumarskóla
Að sögn Ólafs ræðst mat á um-
sækjendum oftast af árangri í próf-
um í grunnskóla og langflestir nem-
endanna koma beint úr 10. bekk.
Hins vegar voru teknir inn nokkrir
eldri nemendur í upphafi og m.a.
stunda tvær konur nálægt fimmtugu
nám á Hraðbraut. „Ég hef nokkuð
góða reynslu af því að kenna í öld-
ungadeildum og við mátum nem-
endur því einnig eftir öðrum viðmið-
unum og reyndum að meta hvort
nemandinn væri tilbúinn að takast á
við verkefnið,“ segir Ólafur.
Engir fastráðnir kennarar starfa
við skólann en í hverri lotu eru yf-
irleitt þrír til fjórir kennarar að
störfum í skólanum. Sökum þess
hver skólinn er lítill hefur verið
ómögulegt að ráða kennara í fullt
starf. „En það hefur gengið mjög vel
að ráða hæfa kennara og við erum
nú að ganga frá ráðningu fyrsta
fasta starfsmannsins.“
Hugmyndin að stofnun Hrað-
brautar kviknaði hjá Ólafi eftir að
hann byrjaði með sumarskóla árið
1993. „Hann er í meginatriðum fyr-
irmyndin að þessum skóla. Við vor-
um þar með nám sem var einungis í
júnímánuði og var þannig uppbyggt
að nemendur komu í skólann og
lærðu þar í fjórar vikur. Það gekk
síðan svo vel að ég fór að skoða hvort
hægt væri að útfæra þetta í heils-
ársnám og sá að það væri hægt. Þá
hvarflaði að mér að hægt væri að
mæta þörfum nemenda sem hafa
meiri getu en meðalnemandinn og
eftir mikla yfirlegu varð þetta nið-
urstaðan,“ segir Ólafur og er bjart-
sýnn á framtíð skólans. Auk Ólafs
eru eigendur skólans tveir; fyr-
irtækið Nýsir, sem m.a. hefur sér-
hæft sig í einkaframkvæmdum, og
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Menntaskólinn Hraðbraut í Hafnarfirði fer vel af stað á upphafsári skólans
Góður árangur
í fyrstu prófum
Menntaskólinn Hraðbraut hóf starfsemi
í ágúst og hefur farið vel af stað. Eiríkur
P. Jörundsson heimsótti skólann og
ræddi við skólastjóra og nemendur.
Ólafur skólastjóri: Ótrúlegt hvað
vel skipulagðir nemar geta komið
fyrir miklu í stundaskrá sinni.
Morgunblaðið/Ásdís
Fartölvur eru ómissandi þáttur í kennslustundum og námi við skólann.
eirikur@mbl.is
52 NEMENDUR stunda nám við Menntaskólann Hrað-
braut, flestir koma beint úr grunnskóla en nokkrir
nemendanna eru eldri og hafa reynt fyrir sér í öðrum
skólum. Þegar blaðamaður gekk um ganga skólans
fyrsta dag annarrar lotu rakst hann á stúlku sem sat
ein á bekk með fartölvu á hnjánum, á meðan aðrir nem-
endur sátu í kennslustund. Aðspurð sagðist Berglind
Ósk Böðvarsdóttir taka próf í sænsku en bekkjar-
félagar hennar sátu í tíma í dönsku. Hún sagðist reynd-
ar bara taka eitt fag í annarri lotu þar sem hún er búin
með stærðfræðina.
„Ég ætlaði í byrjun að fara í Menntaskólann við
Hamrahlíð og taka stúdentinn á þremur árum en síðan
kom þessi skóli og bauð að taka stúdentsprófið á tveim-
ur árum. Mér fannst það mjög sniðugt og síðan er bara
gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Berglind Ósk.
Hún útskrifaðist úr grunnskóla frá Foldaskóla í
Grafarvogi og býr þar í dag. En skyldi ekki vera langt
að sækja skóla úr Grafarvogi í Hafnarfjörð? „Nei,
strætókerfið er orðið voða þægilegt núna og það tekur
í mesta lagi hálftíma að komast hingað,“ segir Berglind
Ósk.
Hvernig líst þér svo á skólann eftir fyrstu lotuna?
„Ég byrjaði á svolítið léttum fögum og það var að-
allega íslenskan sem var erfið. En það var voða gaman í
fyrstu lotunni þó að reyndar hafi síðasta vikan verið
strembin þegar maður var bæði að búa sig undir prófin
og klára allar bækur.“
Nemendur skyldugir til að nota fartölvur
Hvernig er félagslífið í skólanum?
„Mér finnst rosalega gott félagslíf hérna í skólanum,
það eru í raun bara allir vinir og ná voða vel saman.
Hérna eru mjög skemmtilegir krakkar sem eru alls
ekki alltaf á kafi í bókum. Eftir prófin í síðustu viku lot-
unnar fórum við öll í ferðalag og þá var voða gaman,“
sagði Berglind Ósk.
Í fyrstu frímínútum dagsins sátu margir nemend-
anna við fartölvurnar sínar inni í kennslustofunni og
biðu eftir næsta tíma, enda pásan stutt. Davíð Geir Jón-
asson sat fremstur í gluggaröð og sagði það skyldu
nemenda að vera með fartölvu þar sem nemendur
fengju mikið af verkefnum og glósum sent í tölvupósti,
en allir nemendurnir fá netfang hjá skólanum. Davíð
Geir kemur úr Rimaskóla í Grafarvogi og er ánægður
með nýja menntaskólann.
„Ég ákvað að sækja um skóla hér því þetta er
skemmtilegt námsfyrirkomulag, þetta gefur meiri
möguleika og er markvissara og einbeittara. Líka
vegna þess að þetta tekur bara tvö ár og þá fer ég mjög
líklega í háskólanám.“
Að sögn Davíðs líst honum mjög vel á skólann og
kennsluna eftir fyrstu lotuna og gekk vel í prófunum.
Skemmtilegir krakkar sem
eru ekki alltaf á kafi í bókum
Morgunblaðið/Ásdís
Davíð Geir og Berglind Ósk: Ánægð með mennta-
skólann sinn, námsfyrirkomulagið og félagslífið.
EKKI eru þó allir nemendur skól-
ans að koma beint úr 10. bekk og í
frímínútunum sat Bryndís Svav-
arsdóttir, sem verður 47 ára í nóv-
ember, meðal unglinganna. En
hvað kom til að hún dreif sig á
Hraðbraut?
„Ég ætlaði að spara mér tíma, nú
er maður orðinn svo gamall að
maður má ekki vera að því að vera
lengi að læra. Ég var byrjuð í dag-
skóla í Flensborg, því mig langaði í
háskólann að læra guðfræði, og var
búin með eina önn þar.“
Að sögn Bryndísar hefur námið
gengið vel og unglingarnir verið
mjög góðir samnemendur. „Ég fór
meira að segja með þeim í ferðalag
eftir prófin og það var mjög gam-
an.“
Hún reiknar þó ekki með að ljúka
stúdentsprófinu en stefnir a.m.k. á
að ljúka þeim einingum sem nauð-
synlegar eru til að geta innritast í
guðfræðideild HÍ.
„Ég þarf reyndar ekki að ljúka
stúdentsprófi, ég þarf 60 einingar
til að komast í guðfræðina og ef
mér nægir hér einn vetur hugsa ég
að ég láti það duga. Í guðfræðinni
held ég að maður þurfi bara fyrst
og fremst að trúa og þurfi ekki
hvíta húfu til þess að komast þar
inn. Þá er ég ekkert að eyða öðru
ári í húfuna.“
Morgunblaðið/Ásdís
Bryndís: Má ekki vera að því að
vera lengi að læra. Hún ætlar í guð-
fræði að loknu menntaskólanámi.
Hef ekki tíma til að
vera lengi að læra