Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 19

Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 19
Gæti kostað 27 þúsund á hvern íbúa Sandgerði | Bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar ætlar að krefjast þess að Fasteignamat ríkisins taki að ein- hverju leyti þátt í kostnaði vegna ný- fallins dóms Hæstaréttar þar sem bæjarfélaginu er gert að endur- greiða Flugstöð Leifs Eiríkssonar rúmar 37 milljónir kr., auk vaxta. Þurfi bæjarfélagið að greiða upp- hæðina alla jafngildir það því að hver íbúi bæjarins þurfi að greiða tæpar 27 þúsund kr., auk vaxta, en íbúar Sandgerðisbæjar voru um 1.400 um síðustu áramót. Í dómi Hæstaréttar kom fram að vegna oftekinna fasteignaskatta á árunum 1998 til 2000 skuli Sand- gerðisbær endurgreiða 37,4 milljónir króna, en fyrir mistök Fasteigna- mats ríkisins var álagningarstofn fasteignaskatts flugstöðvarinnar ákvarðaður 36,8% of hár. Mistök Fasteignamats ríkisins Sérstakur aukafundur var um málið í bæjarstjórn á laugardag. „Niðurstaða fundarins var sú að mér og lögmanni bæjarins, Jóhannesi Aðalbjörnssyni, var falið að hefja viðræður við Fasteignamat ríkisins um næstu skref,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri. Hann segir að ef það hefði verið vitað að þessi fasteignagjöld væru of há hefði álagningarprósenta miðast við það og verið hærri sem því nem- ur, svo hvernig sem á það er litið hefði Sandgerði haft þessar tekjur. Hann segir að í viðræðunum verði farið fram á að Fasteignamatið deili ábyrgð og taki þátt í kostnaðinum sem sveitarfélagið sér fram á vegna málsins. Sandgerðisbær greiði flugstöð- inni 37 milljónir SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 19 Gluggagægir | Íbúi í Grindavík sá einstakling með myndbandstökuvél sem var að taka myndir inn um eld- húsglugga íbúans um 4.30 aðfara- nótt sunnudags. Heimilisfólkið sá ekki hver var á ferð en sagði mann- inn hafa verið í köflóttri skyrtu. Lög- reglu var tilkynnt um atvikið, en hún segir málið í rannsókn og óskar eftir vitnum.    Handrukkari | Ætlaður handrukk- ari vopnaður kylfu var handtekinn við íbúðarhús í Njarðvík um hádegi á sunnudag. Ekki hafði komið til átaka er lögreglan kom á staðinn. Maðurinn var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð, en hann mun hafa komið við sögu lögreglu áður. Við yf- irheyrslur neitaði maðurinn því að hann væri handrukkari og var hon- um sleppt að loknum yfirheyrslum.    78% nota heimasíðu | Hátt hlut- fall foreldra barna í Njarðvíkurskóla notar sér heimasíðu skólans, en sam- kvæmt könnun meðal foreldra hafa 78% þeirra skoðað síðuna. Þeir sem leita upplýsinga um skólastarfið á síðunni eru 73% foreldra. Athuga- semdir um síðuna eru yfirleitt já- kvæðar, en meðal atriða sem nefnd voru er skipulag, uppfærsla matseð- ils, meiri upplýsingar, upplýsingar um námið almennt, að því er fram kemur á heimasíðu Njarðvíkurskóla. Grindavík | Foreldrafélag Grunn- skóla Grindavíkur bauð í heldur óhefðbundna veislu á laugardag þegar bæjarbúum var boðið að hlusta og taka þátt í umræðum um uppeldis- og menntamál í grunnskólanum. Meðal erinda voru innlegg frá Vigdísi Finnbogadóttur, æskan er okkar fólk, og erindi frá Bergi Ingólfssyni leikara sem fór lip- urlega yfir uppvaxtarár sín í Grindavík fram til dagsins í dag. Einnig voru kynnt viðhorf nem- enda í 10. bekk grunnskólans, eins og þau birtust í nýlegri könnun, og rætt um framtíðarsýn skólans. Íþróttir og pylsuveisla Á meðan foreldrar hlýddu á er- indi hinna ýmsu einstaklinga og gæddu sér á súpu í boði foreldra- félagsins í hádeginu stóð körfu- knattleiksdeild UMFG í stórræð- um í íþróttahúsinu. Öllum skólabörnum var boðið að koma og keppa í þrír á þrjá körfubolta- keppni eða taka þátt í leikjum auk þess að heilmikið knatt- spyrnumót var haldið. Krakk- arnir tóku þessu boði vel og var vel mætt í íþróttahúsið. Krakk- arnir luku síðan degi sínum með pylsuveislu og var á þeim að sjá að þetta væri frábær dagur. „Já, þetta er ágætismæting og erindin mjög góð,“ segir Þor- steinn Gunnar Kristjánsson, for- maður foreldrafélagsins. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá öllum og við í foreldra- félaginu erum mjög ánægð með daginn. Það er búið að vera hreint út sagt frábært að vinna að und- irbúningnum að þessari fjöl- skylduveislu og ótrúlegt hve mik- ið af góðum hugmyndum skaut upp kollinum. Stjórn foreldrafélagsins vill færa öllum bestu þakkir sem gátu séð sér fært að taka þátt í þessu með okkur.“ Morgunblaðið/Garðar Rætt um menntamál: Vigdís Finnbogadóttir ræddi við foreldra barna í Grunnskóla Grindavíkur í hádegishléinu. Ótrúlegur fjöldi góðra hugmynda Víða komið við í umræðum um uppeldis- og menntamál Keppt í körfu: Krakkarnir í Grindavík skemmtu sér vel í íþróttaveislunni sem þeim var boðið til og kepptu í körfubolta í þriggja manna liðum. Njarðvík | Það má ekki á milli sjá hvor blómarósin var sælli í sól- skininu í Reykjanesbæ í síðustu viku. Forvitnin rak Lovísu, nem- anda í 2. bekk í Njarðvíkurskóla, að glugganum og í þann mund sem hún guðaði á hann smellti ljósmyndari af. Engu er líkara en stæðileg tröllskessa sé á hælunum á henni. Alla jafna er mikið líf á skólalóð Njarðvíkurskóla, bæði eftir skóla og á skólatíma, enda mikið um leiktæki og götuþrautir á lóðinni sem laða unga fólkið að. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tvær blómarósir í sólskini Grindavík | Félag slökkviliðs- manna í Grindavík varð þrítugt á dögunum, og fékk af því tilefni góðar gjafir. Gestum og gangandi var boðið upp á veitingar og flutt voru erindi til heiðurs afmælis- barninu. Ásmundur Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Grindavík, var ánægður með daginn: „Þetta var fínn dagur hjá okkur og töluvert af fólki sem heimsótti okkur en reyndar flest boðsgestir. Í dag eru 20 manns í slökkvilið- inu en þeir voru um 30 fyrir þrjá- tíu árum. Sú fækkun kemur að- allega til vegna þróunar í slökkvitækni.“ Morgunblaðið/gpv Boðið var upp á veitingar fyrir gesti og gangandi á afmælinu. „Fínn dagur“ hjá slökkviliðinu UM 96% nemenda í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur sögðust sátt við að búa í Grindavík, og um 82% sögðu að þeim liði vel í Grunnskóla Grinda- víkur. Þetta kom fram í könnun sem nemendur í 10. bekk grunnskólans gerðu meðal samnemenda sinna, en niðurstöður könnunarinnar voru birt- ar á laugardaginn. „Það sem var aðallega spurt um var hvernig þeim [nemendum] líkaði þjónustan, félagslífið og íþróttaaðstaðan í bænum,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur, og einn af aðstand- endum könnunarinnar. Helmingur hefur tekið eftir einelti Guðrún segir niðurstöðurnar almennt lofa góðu fyrir Grindavík sem bæjarfélag. Skiptar skoðanir virðast þó vera um hvort nemendur geta hugsað sér að búa áfram í Grindavík eða ekki, og voru hlutföllin nokkuð jöfn milli þeirra sem gátu hugsað sér það og þeirra sem gátu það ekki. „Það er voðalega jafnt í þessu hverjir segja já og hverjir segja nei.“ Að- spurð hvort þau hefðu tekið eftir einelti í grunnskólanum sagði um helm- ingur nemenda svo vera. Nemendur sáttir við að búa í Grindavík og flestum líður vel í skólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.