Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 20
AUSTURLAND
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Hallorms-staðarskóla, sem starfað hefur viðskólann í 18 ár, þar af við stjórnunhans frá 1995, er útskrifuð frá Kenn-
araháskóla Íslands með líffræði, íslensku og
samfélagsfræði sem valfög. Hún er nú að taka
mastersnám í stjórnun í Kennaraháskólanum
og segir símenntun vera lykilinn að frjórri
hugsun og skapandi úrvinnslu.
„Ég hef fullt af áhugamálum, en stærsta
áhugamálið er vinnan. Það er einfaldlega gam-
an að vera skólamanneskja,“ segir Sif í samtali
við Morgunblaðið í heimsókn á Hallormsstað.
Barnið í forgrunni
Þeir aðilar sem standa að skólanum eru
sammála um að samkennslan hafi fleiri kosti í
för með sér en ókosti og er hún oftar en ekki
skipulögð sem einstaklingskennsla, þar sem
hverjum nemanda er kennt á hans forsendum
og námið skipulagt með hans þarfir í huga.
Sif segir stærstu breytinguna vera þá að
smám saman hafi verið farið út í að nýta kosti
samkennslunnar. Sif segir að hún og Kristín
Björk aðstoðarskólastjóri, sem báðar hafa ver-
ið við skólann lengi, hafi trúað á hið ein-
staklingsmiðaða kerfi. Gerðar hafi verið ýmsar
tilraunir í þessa átt, en fyrir átta árum var
stefna skólans mótuð og þar er kveðið á um að
námið eigi að miðast við þarfir hvers ein-
staklings.
„Við erum svo heppin að vera með fötluð
börn í skólanum sem fá okkur enn frekar til að
beina sjónum að því að hvert barn er einstakt,
enda eru orðin Nemendur eru einstakir ein-
kunnarorð skólans“ segir Sif.
„Það að nám barnanna sé skipulagt út frá
einstaklingsþörfum er í rauninni hugmynda-
fræðin sem skólastarfið byggist á.
Börnin fá tíma til að
vinna á sínu áhugasviði
„Hluti af hinu einstaklingsmiðaða námi er
áhugasvið,“ segir Sif. „Börnin fá tíma til að
vinna á sínu áhugasviði. Í upphafi skólaárs hef-
ur oft verið gerður samningur um áhugasviðið,
hvað nemandinn vill gera og hvernig. Við ætl-
um í vetur að útfæra þetta enn frekar.
Við viljum kortleggja snilligáfu hvers barns
með barninu, foreldrum og kennurum og verja
svo tíma í hverri viku til að vinna með snilld
hvers og eins. Það er lenska í skólakerfinu að
ef þú ert t.d. lélegur í stærðfræði færðu mjög
mikinn aukatíma í stærðfræði. Það er verið að
hjakka í veiku hliðinni þinni. Við viljum vinna
með sterkar hliðar einstaklingsins því það er
líklegt til að styrkja veiku hliðarnar verulega.“
Árangur í gegnum leiklist
„Við erum skólinn í skóginum, þar sem nem-
endur eru einstakir. Við leggjum áherslu á að
hver nemandi fái menntun við hæfi og öðlist já-
kvætt viðhorf til menntunar. Það hefur hver
einasti nemandi úr þessum skóla, frá því að við
fengum tíunda bekk, hafið framhaldsnám.
Hvert einasta barn.
Því miður hafa þau stundum flosnað upp
eins og gerist í framhaldsskólunum og það er
eitthvað sem við þurfum að athuga. Hvort það
að við höldum utan um þau og veitum þeim
einstaklingsmiðað nám geri þeim erfiðara að
fara inn í hópkennslu eða bekkjarkennslu
framhaldsskólakerfisins, eða hvort það er eitt-
hvað annað í framhaldsskólunum sem þessu
veldur þarf að skoða. Brottfall úr framhalds-
skólunum er í raun samfélagsvandamál.
Við komum mjög vel út úr samræmdum
prófum, þrátt fyrir að vera ekki með þessa
beinhörðu ítroðslu greina vegna samræmdra
prófa. Það segir að sú einstaklingsmiðun sem
við höfum sjálf verið dálítið hrædd við að fara
út í í efstu bekkjunum út af samræmdu próf-
unum, skilar samt sem áður fullboðlegum ár-
angri. Við höfum, frá því við fengum tíunda
bekk inn, alltaf verið meðal efstu skóla úr sam-
ræmdum prófum á landsvísu.“
Þetta segir Sif um það hvernig nemendum
skólans reiðir af eftir að út í lífið er komið. Hún
segir nemendur að loknu námi hafa góða inn-
sýn í listir, þjálfun í verkgreinum, þau hafi
lært að nota val í efstu bekkjunum og séu
örugg með sig. „Það eru algjör undantekning-
artilfelli ef þessi börn okkar hafa lent út af
sporinu með t.d. fíkniefni,“ segir Sif. „Við höf-
um verið spurð af hverju við vorum svona há í
samræmdum prófum í fyrra og ég segi að það
sé af því að við kennum svo mikla leiklist. Það
skiptir máli að börnin séu byggð upp sem ein-
staklingar sem eigi sinn rétt. Hér fer fram
nám sem er hannað að þörfum hvers barns og
áhersla lögð á sjálfsmyndina. Sjálfsöryggið
skilar þeim vonandi vellíðan í framtíðinni.“
Gaman í vinnunni
En hvað er það sem heldur henni við efnið í
Hallormsstaðarskóla í næstum tuttugu ár?
„Mér finnst gaman í vinnunni og að gera það
sem við erum að gera hér. Ég hef möguleika á
því að gera hluti sem gætu verið erfiðir annars
staðar. Þá á ég ekki hvað síst við að hér hef ég
einstaklega vel menntað fólk, við erum í stöð-
ugu umhverfi, foreldrarnir mínir eru góðir,
krakkarnir verða eins og börnin mín og svo er
skógurinn auðvitað alveg dásamlegur“. Hún
heldur áfram og nefnir mannlífið á Héraði,
gróskumikið tónlistarlíf og stutta flugleið til
Reykjavíkur.
Maður Sjafnar, Zóphónías Einarsson, er
kennari við skólann og eiga þau tvö börn, Víg-
þór Sjafnar og Sigríði Eir sem bæði eru við
söng- og tónlistanám í Tónlistarskóla Austur-
Héraðs.
Snilligáfa hvers barns kortlögð
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sif skólastjóri: Hér fer fram nám sem er hannað að þörfum hvers barns og áhersla lögð á sjálfsmyndina. Sjálfsöryggið skilar þeim vonandi vellíð-
an í framtíðinni. Á myndinni spjallar hún við Gunnar Kristin Jónsson og Urði Ingu Þórsdóttur í fjórða bekk um lífið og tilveruna.
Gaman að vera skóla-
manneskja, segir Sif
Vígþórsdóttir skólastjóri
Nú stunda 58 nemendur á aldrinumsex til sextán ára nám við Hall-ormsstaðarskóla. Flestir þeirrabúa á sveitabæjum í skólahverf-
inu og er ekið daglega í skólann. Við skólann
starfa um 30 starfsmenn og allmargir þeirra í
hlutastarfi. Fjórtán koma að kennslu og
stjórnun.
Skólinn er samkennsluskóli, þ.e. árgöngum
er kennt saman. Nú eru þrjár deildir eða
námshópar í skólanum, fyrsti til fjórði bekk-
ur, fimmti til sjöundi bekkur og áttundi til tí-
undi bekkur.
Um 15% af nemendum skólans eru fötluð
eða með miklar sérþarfir og er þeim kennt
inni í bekk með jafnöldrum sínum, þ.e. í skól-
anum er unnið eftir hugmyndafræði skóla án
aðgreiningar.
Við skólann er starfrækt tónlistardeild frá
tónlistarskóla svæðisins og sækir um helm-
ingur nemenda skólans einkatíma í hljóð-
færaleik og óperusöng. Þessa dagana er ver-
ið að undirbúa flutning Leikskólans
Skógarsels í húsnæði Hallormsstaðarskóla
og verður starf skólanna fléttað saman að
verulegu leyti.
Skólastjóri Hallormsstaðarskóla er Sif
Vígþórsdóttir og aðstoðarskólastjóri er
Kristín Björk Gunnarsdóttir. Sveitarfélögin
Austur-Hérað og Fljótsdalshreppur reka
skólann í sameiningu.
Í skólanum hefur verið kappkostað að nýta
hið einstaka umhverfi hans sem mest í starf-
inu og er unnið að fjölmörgum umhverfis-
verkefnum, m.a. alþjóðlega umhverfisvernd-
unarverkefninu Grænfánanum. Það miðar að
því að efla vitund nemenda og starfsfólks um
mikilvægi umhverfisverndar. Skólinn hefur
nú náð því marki að mega flagga Grænfán-
anum, sem er formlegt tákn um góða um-
hverfisstjórnun í Evrópu.
Á þessu skólaári er skólinn einn af þremur
skólum landsins sem mun vinna að því að
þróa verkefnið Skólaskógur, sem miðar að
því að gera nokkurs konar útikennslustofu í
skóginum þar sem unnið verður með vist-
fræði skógarins og skógarupplifun.
Frá því í fyrra hefur skólinn ásamt fjórum
öðrum skólum í Evrópu verið þátttakandi í
Comeniusarverkefninu The Tree, þar sem
unnið er að því að gera fræðsluvef um tré.
Allir eru einstakir
Hallormsstaðarskóli, ásamt
sundlaug og íþróttahúsi, er
inni í miðjum Hallorms-
staðarskógi. Steinunn
Ásmundsdóttir heimsótti
skólann, en Hallorms-
staðarskóli hóf göngu sína
fyrir um aldarfjórðungi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þriðjubekkingarnir Steinunn Viðarsdóttir, Björk Jónsdóttir, Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir og
Anna Katrín Harðardóttir, önnum kafnar í skólastofunni þar sem lögð er áhersla á að hver
nemandi fái menntun við hæfi og öðlist jákvætt viðhorf til menntunar.
Skólinn í skóginum
steinunn@mbl.is
Í FEBRÚAR á þessu ári ákvað mennta-
málaráðuneytið að gera heildarúttekt á Hall-
ormsstaðarskóla. Voru lagðir til grundvallar
þættir eins og stjórnun, kennsluhættir, náms-
mat, aðstaða, samskipti utan og innan skóla,
þjónusta, þróunarstarf og umbætur í skóla-
starfi. Framkvæmdi Rannsóknarstofnum
Kennaraháskóla Íslands úttektina og var
henni lokið seint í vor.
Niðurstöður úttektarinnar voru afar já-
kvæðar. Höfundar skýrslunnar, Guðrún
Karlsdóttir og Ingvar Sigurgeirsson, vekja í
skýrslunni athygli fræðsluyfirvalda og kenn-
aramenntunarstofnana á því að Hallorms-
staðarskóli sé dæmi um framúrskarandi
skóla. Þar leggi starfsfólk sig í framkróka
við að ná mörgum mikilvægustu markmiðum
sem skólum voru sett með nýrri námskrá ár-
ið 1999. Nefna þau virka og fjölbreytta
kennsluhætti, foreldrasamstarf og sterk
tengsl heimilis og skóla, tölvu- og upplýs-
ingatækni, samþættingu námsgreina og
áherslu á skapandi starf og tjáningu.
Í skýrslunni kemur fram að viðhorf for-
eldra til skólans séu þau jákvæðustu sem
mælst hafa í hliðstæðum könnunum. Hið
sama gildir um viðhorf nemendanna sjálfra
til skólans. Stjórnun skólans fær mikið lof og
sömuleiðis lýðræðisleg stjórnun og áherslur
á virka þátttöku. Tekið er til þess hversu
starfsfólk skólans nýti vel einstakt umhverfi
hans og leggi áherslu á hvetjandi náms-
umhverfi og snyrtimennsku. Mikil áhersla er
lögð á jákvæða og mikla reynslu skólans af
samkennslu og bent á að eitt af megin-
einkennum hans sé einstaklingsmiðað nám.
Framúrskarandi í
íslenska skólakerfinu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Benedikt Viðarsson og Einar Vilberg Borg-
þórsson líta um öxl upp úr bóklestrinum.