Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 21 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 Akranesi| Fjölbrautaskóli Vest- urlands á Akranesi og Verk- menntaskólinn IT IS Giorgi í Mílanó hafa myndað með sér samstarf og nú í september hafa 10 ungmenni frá Ítalíu dvalið hér á landi. Þetta er í annað sinn sem nemendur frá þess- um skóla koma hingað til lands og í nóvember fara nemendur frá FVA í annað skipti til Mílanó. Heimsóknir þessar eru styrktar af Leonardo-starfsmenntaáætlun Evr- ópusambandsins. Í skóla og vinnu Ítalirnir dvelja á heimilum í Borg- arnesi og á Akranesi og fyrstu vik- una stunduðu þeir nám við FVA. Að sögn Kristjáns E. Guðmundssonar, kennara í FVA, sem hefur umsjón með erlendum samskiptum skólans, var lögð megináhersla á tungu- málanám. Eftir það voru gestirnir í starfsþjálfun hjá ýmsum fyr- irtækjum á Vesturlandi, t.d. hjá Norðuráli og í Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga og einnig hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en að þessu sinni komu rafvirkja- og raf- eindanemar. Kristján sagði að það væri svolítið erfitt að finna vinnustaði fyrir svo marga nemendur á svæðinu, en þetta hefði þó allt gengið upp.„Þetta eru mikil borgarbörn og óhætt að segja að þau hafi upplifað margt sér- stakt og óvenjulegt meðan á dvölinni stendur. Þau fóru í ferð íslensku- nema á slóðir Bárðar Snæfellsáss. Við komum við hjá Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn þar sem nokkrir hugrakkir Ítalir smökkuðu hákarl. Hann samræmist ekki beint hinni hefðbundnu ítölsku mat- argerð!“ Fljótir að læra markið Þá segir Kristján að það hafi verið mikil upplifun fyrir Ítalina að kom- ast í réttir en farið var með þá í Þverárrétt í Borgarfirði. Tveir þeirra ákváðu að prófa að draga fé. Kolfinna Jóhannesdóttir í Norð- tungu kenndi þeim markið sitt og voru þeir fljótir að læra það og skemmtu sér við að draga kind- urnar. Nemendunum er líka boðið í ferð í Landmannalaugar auk þess sem þeir heimsækja orkuverið að Nesja- völlum og fyrirtækið Marel í Reykjavík. Auk nemendanna komu tveir kennarar frá ITIS Giorgi og dvelja í vikutíma hvor. Þeir kynna sér skólahald hér á Skaga og eru nemendunum til halds og trausts. Hinn 11. október halda 10 nem- endur frá FVA til Mílanó þar sem þeir dvelja í þrjár vikur auk fjögurra kennara sem dvelja í viku í senn, en það er hluti af Leonardo-áætluninni að hafa slík starfsmannaskipti. „Það er verið að skipuleggja hjá hvaða fyrirtækjum nemendurnir verða og er örugglega auðveldara að finna þau í stórborginni en hér á Vesturlandi. Ein þeirra sem fer til Mílanó er t.d. að læra söðlasmíði og ég vona að það takist að finna vinnu- stað fyrir hana.“ Ítalskir nemendur í heimsókn hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands Smökkuðu hákarl og drógu fé í réttum Ljósmynd/Kolfinna Jóhannesdóttir Það er leikur að læra: Þessi ítalski piltur var ekki lengi að komast upp á lag- ið með að draga fé eftir að hafa lært markið á fénu frá Norðtungu. Hrunamannahreppi | Unnið er að uppbyggingu vegarkafla á Kjalvegi í framhaldi af því sem gert var fyrir tveimur árum en þá voru byggðir upp um 5 km frá afréttargirðingu Biskupstungnamanna, skammt inn- an við Gullfoss. Að þessu sinni er um að ræða 4,1 km kafla sem nær inn að Sandá. Hún er vatnsmikil þverá sem var brúuð fyrir allmörgum árum og kemur úr Sandvatni en rennsli í það kemur úr Hagavatni við Langjökul. Það er verktakafyrirtækið Nesey ehf. í Skeiða- og Gnúpverjaheppi sem annast verkið. Nesey ehf. var með lægsta tilboðið af 12 verktök- um, sem buðu í þessar vegafram- kvæmdir, sem var innan við 14 millj. króna. Vinna við verkið hófst um miðjan ágúst og verklok eru áætluð í byrjun október. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Uppbygging Kjalvegar Nýtt útibú | Íslandsbanki mun opna nýtt útibú í Ráðhúsinu á Reyðarfirði í byrjun nóvember og verður auglýst eftir starfsfólki í útibúið á næstu dögum. Í tilkynningu frá bankanum segir að markmið bankans með opn- un útibús á Reyðarfirði sé að auka og efla fjármálaþjónustu á Austur- landi. Auk þess vilji bankinn leggja sitt af mörkum til uppbyggingar at- vinnu- og efnahagslífs eystra. „Íslandsbanki hefur ekki verið með útibú á Austurlandi um nokkurt skeið, en um 2.000 einstaklingar og á þriðja hundrað fyrirtæki á svæðinu eru þegar í viðskiptum við bank- ann.“ Bruðl að borga | Blönduósbær, Höfðahreppur og Húnaþing vestra hafa leitað eftir sameiginlegu tilboði frá Halli Hilmarssyni vegna aksturs með nemendur sem stunda nám í Fjölbrautaskólanum á Sauðarkróki í vetur. Í fundargerð má sjá að bæjarráð Blönduóss samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Einn bæjarráðsmaður, Hjör- dís Blöndal, greiddi atkvæði á móti og það varð Ágústi Þór Bragasyni bæjarráðsmanni tilefni til að láta bóka eftirfarandi skoðun: Í Fjölbraut er gaman að vera og koma heim í rútu frá Halli en Hjördís telur það vera bruðl að bærinn borgi með kalli.       Flotlokalausn | Þær endurbætur hafa verið gerðar á dreifikerfi Hitaveitu Reykdæla að smíðað hefur verið inntaksrör í tankinn og í rörinu er loki sem tengdur er við flotholt. Þegar nægilegt vatn er komið í tankinn og flotholtið þar með komið í efstu stöðu hefur það snúið sveif sem fest er við lokann þannig að rennsli í tankinn stöðv- ast. Þegar vatnsborðið lækkar og flotholtið sígur opnast inntaksrörið á nýjan leik. Á þennan hátt er tryggt að ekki sé gengið meira á auðlindina en þörf krefur hverju sinni. Höfundur þessara breytinga er Snæbjörn Kristjánsson, einn upphafsmanna hitaveitunnar. Á heimasíðu Þingeyjarsveitar er spurt hvort hiti á vatninu lækki ekki þegar notkun sé lítil og vatn standi lengi í tanknum. Því er svarað til, að notkun sé það mikil, og þá um leið gegnumstreymi, að hitatap sé vart mælanlegt.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.