Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 22
FRÁ því Guðrún Bergsdóttir komst upp á lagið með aðsauma út alls konar krosssaumsmynstur í strammahefur það verið hennar helsta iðja. Hún tekur sauma-
dótið með sér hvert sem hún fer, nýtir hverja stund og saum-
ar til dæmis í flestum matar- og kaffitímum á vinnustað sín-
um Ási, sem er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða. Þegar
heim kemur tekur hún aftur til við saumaskapinn og unir sér
hvergi betur en með hrúgu af garni af öllum gerðum og í öll-
um regnbogans litum allt um kring og stramma og nál í
hendi.
Afrakstur tómstundaiðju hennar gefur nú að líta á bóka-
safninu í Gerðubergi og er sýningin ein af myndlistarsýn-
ingum listahátíðarinnar Listar án landamæra, í til-
efni Evrópuárs fatlaðra 2003 og tíu ára afmælis
Átaks, félags fólks með þroskahömlun.
Gott litaskyn
Þótt Guðrún sé töluvert þroskaheft segir móðir
hennar, Sigríður Skaftfell, að hún eigi ekki í nokkr-
um vandræðum með að komast allra sinna ferða
einsömul í strætó. „Fyrir nokkrum árum kom svo í
ljós að litaskyn hennar er einstaklega gott og á
margan hátt sérstakt. Hún hefur krosssauminn al-
veg á valdi sínu og þurfti svotil enga tilsögn. Annars
hefur hún verið dugleg að sækja ýmis námskeið hjá
Fullorðinsfræðslu fatlaðra, þar sem hún lærði með-
al annars að sauma á saumavél,“ segir Sigríður.
Núna vinnur Guðrún við að falda klúta í
Ási, en heima saumar hún mynstrin í
krosssaumsstrammana af fingrum
fram og þau verða sífellt flóknari
og litbrigða-
ríkari. Fyrstu
sporin tók hún í grófan
stramma með áteiknaðri ein-
faldri mynd, sem móðir
hennar keypti handa
henni árið 1998. Síðan
hefur hún saumað
fjölda mynda, þar
á meðal þær sem
gestir og gangandi
geta borið augum í
Gerðubergi þessa dag-
ana.
Leiklistin er annað áhuga-
mál Guðrúnar og er hún félagi í
Perlufestinni, tómstundaklúbbi
fyrir fatlaða, sem oft leggur leið sína
á leiksýningar í borginni. Hún er þrjátíu
og þriggja ára og býr í foreldrahúsum, en
hefur verið á biðlista eftir sambýli síðastliðin
tíu ár.
DAGLEGT LÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EKKERT lát er á eftirspurn eftir
fegrunaraðgerðum af ýmsu tagi.
Slíkar aðgerðir hafa m.a. verið rök-
studdar þannig að þær veiti aukið
sjálfstraust og nú síðast betra kyn-
líf. Það hefur sem sagt færst í vöxt
að gera fegrunaraðgerðir á kyn-
færum kvenna, eins og fram kemur
í Guardian.
Aðgerðirnar eru einkum tvenns
konar, þ.e. þrenging á leggöngum
og minnkun á ytri skapabörmum.
Aðgerðirnar hafa einhverja áhættu
í för með sér og þá einkum sýking-
arhættu sem er mikil á þessu svæði.
Konur sem hafa fætt mörg börn
eru meðal þeirra sem óska eftir að-
gerð til að þrengja leggöngin. Aft-
ur á móti hefur líka komið í ljós að
konur óska í auknum mæli eftir
keisaraskurði í stað þess að fæða
börn, til þess að kynfæri þeirra af-
lagist ekki.
Systur Öskubusku
Í krafti vaxandi eftirspurnar
geta læknastofurnar markaðssett
aðgerðir af þessu tagi sem leið til
að auka ánægju af kynlífi hjá kon-
unum sjálfum og bólfélögum þeirra
og verðið er 5.000 pund hjá einni
stofunni, en það samsvarar um 640
þúsund íslenskum krónum.
Fiona Brown, talsmaður þess-
arar stofu, The Harley Medical
Group, segir að margar konur sem
fætt hafa börn hafi ekki eins mikla
ánægju af kynlífi og þær gætu.
Fegrunaraðgerðir eru nú til sér-
stakrar skoðunar í Bretlandi og
Guardian segir að svo gæti
farið að læknastofur
þyrftu að sæta strang-
ara aðhaldi yf-
irvalda.
Yfir hundrað
konur hafa
farið á
einka-
lækna-
stofur í
Bretlandi til að
gangast undir að-
gerðir af þessu tagi sl.
ár og eftirspurnin fer
vaxandi. Frá New York
hafa m.a. borist þær fréttir að
konur láti stytta á sér tærnar til
að passa í þrönga skó sem tískan
boðar. Minnir óneitanlega á söguna
af Öskubusku.
KONA sem vill létta sig getur náð jafnmiklum árangri með hóflegri hreyf-ingu og ákafri áreynslu, samkvæmt
rannsókn sem greint var frá í tímariti banda-
rísku læknasamtakanna, JAMA, í byrjun mán-
aðar. Rannsóknin var gerð á 200 konum hjá
miðstöð hreyf-
ingar og
þyngdarstjórn-
unar við Pitts-
burg-háskóla í
Bandaríkjunum
og kemur fram
að konur í yf-
irþyngd, sem
hófu megrun og
líkamsrækt eftir
margra ára kyrrsetu, hafi lést nánast jafn mik-
ið hvort sem þær stunduðu hóflega eða kröft-
uga hreyfingu. Var munurinn á samanburð-
arhópum einungis rúmlega hálft kíló á einu ári.
„Svo virðist sem áreynsla sé ekki meginþátt-
urinn í langtíma þyngdarstjórnun,“ er haft eft-
ir John M. Jakicic, forstöðumanni miðstöðv-
arinnar.
Regluleg hreyfing, jafnvel tíu mínútur í
senn, virðist hins vegar undirstaða árangurs.
Í niðurstöðum rannsóknar Jakicic misstu
konur sem vörðu þremur tímum á viku í kröft-
uga líkamsrækt, svo sem hlaup eða annað
álíka, 8,7 kíló á ári. Konur sem gengu reglulega
misstu rétt rúm átta kíló. Konur sem hreyfðu
sig reglulega tvo og hálfan tíma á viku misstu
6,9 kíló með mikilli áreynslu en 6,3 með hóf-
legri hreyfingu.
Sambærilegar rannsóknir voru ekki gerðar
á körlum en Jakicic telur ekki ástæðu til þess
að ætla að útkoman yrði öðruvísi hjá þeim.
Hálftími á dag
Meginniðurstaðan er sú að hreyfa sig reglu-
lega, sama hvort ákefðin er mikil eða lítil.
„Og best er að hreyfa sig eitthvað á hverjum
degi,“ segir Jakicic.
Rannsóknin þykir sanna gildi þess að hreyfa
sig í að minnsta kosti hálftíma á dag fimm sinn-
um í viku.
„Margir sem vilja léttast gefast upp eftir
nokkra mánuði því þeim finnst líkamsrækt of
erfið. En byrji þeir röskar gönguferðir reglu-
lega eru meiri líkur á því að þeir haldi þær út.“
Einnig sýnir hún fram á nauðsyn þess að
fækka hitaeiningum. Konurnar 200 sem tóku
þátt í rannsókninni voru að meðaltali rétt rúm-
ir 1,60 sm á hæð og 86,4 kíló. Allar fækkuðu
hitaeiningum í 1.200 til 1.500 á dag og minnk-
uðu hlutfall fitu í hitaeininganeyslunni niður í
30%.
Jafnvægi
„Allt er þetta spurning um jafnvægi,“ er haft
eftir I-Min Lee við læknaskóla Harvard-
háskóla, sem skrifaði viðauka við rannsókn
Jakicic. „Hægt er að hreyfa sig lítið og borða
nánast ekkert og megra sig þannig. Spurningin
er sú hversu mikið maður vill leggja á sig, bæði
í mataræði og hreyfingu. Flestir vilja ekki
skera of mikið niður við sig í mat,“ segir hún.
Rannsakendur mældu þol, eða upptöku súr-
efnis í líkama kvennanna eftir 12 mánaða
hreyfingu og reyndist það jafnframt svipað
þótt misjöfn áreynsla lægi að baki.
„Til skamms tíma verður mesta þyngd-
artapið með því að fækka hitaeiningum. En ef
engin hreyfing er stunduð er þyngdartapið
minna og erfiðara að viðhalda árangrinum þeg-
ar til lengri tíma er litið. Megrun án hreyfingar
gerir nánast ókleift að viðhalda árangrinum,“
segir Jakicic.
Regluleg hreyfing án mikils aðhalds í mat-
aræði er heldur ekki til þess fallin að ná góðum
árangri, sérstaklega ef ætlunin er að missa
fjölda kílóa.
„Ef manneskja fækkar hitaeiningum um
500–1.000 á dag og hreyfir sig í 30–60 mínútur
léttist hún að meðaltali um kíló á viku,“ er haft
eftir Jakicic að síðustu.
Það eru gömul sannindi og ný.
HEILSA |Rannsókn þykir sanna gildi þess að hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag fimm sinnum í viku
Hófleg hreyfing jafn-
góð og mikil áreynsla
Reuters
Lipur og létt: Þeir sem vilja grennast þurfa kannski ekki að leggja alveg svona mikið á sig,
samkvæmt nýrri rannsókn við Pittsburg-háskóla í Bandaríkjunum.
Ef manneskja
fækkar hitaein-
ingum um 500–
1.000 á dag og
hreyfir sig í 30–60
mínútur léttist hún
að meðaltali um
kíló á viku.
Krosssaumur
af fingrum
fram
Tómstundaiðja: Guðrún nýtir hverja stund til að krosssauma.
HANNYRÐIR | Ein af myndlistarsýningum Listar án landamæra
Þróun: Mynstrin verða sífellt flóknari.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Jóra
Víða fínar: Sumar konur leggja ofurkapp á að taka sig vel út hvar sem þær
eru og hvar sem á þær er litið.
Fegruð sköp
og tástytting
ÚTLITIÐ