Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 22
FRÁ því Guðrún Bergsdóttir komst upp á lagið með aðsauma út alls konar krosssaumsmynstur í strammahefur það verið hennar helsta iðja. Hún tekur sauma- dótið með sér hvert sem hún fer, nýtir hverja stund og saum- ar til dæmis í flestum matar- og kaffitímum á vinnustað sín- um Ási, sem er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða. Þegar heim kemur tekur hún aftur til við saumaskapinn og unir sér hvergi betur en með hrúgu af garni af öllum gerðum og í öll- um regnbogans litum allt um kring og stramma og nál í hendi. Afrakstur tómstundaiðju hennar gefur nú að líta á bóka- safninu í Gerðubergi og er sýningin ein af myndlistarsýn- ingum listahátíðarinnar Listar án landamæra, í til- efni Evrópuárs fatlaðra 2003 og tíu ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Gott litaskyn Þótt Guðrún sé töluvert þroskaheft segir móðir hennar, Sigríður Skaftfell, að hún eigi ekki í nokkr- um vandræðum með að komast allra sinna ferða einsömul í strætó. „Fyrir nokkrum árum kom svo í ljós að litaskyn hennar er einstaklega gott og á margan hátt sérstakt. Hún hefur krosssauminn al- veg á valdi sínu og þurfti svotil enga tilsögn. Annars hefur hún verið dugleg að sækja ýmis námskeið hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra, þar sem hún lærði með- al annars að sauma á saumavél,“ segir Sigríður. Núna vinnur Guðrún við að falda klúta í Ási, en heima saumar hún mynstrin í krosssaumsstrammana af fingrum fram og þau verða sífellt flóknari og litbrigða- ríkari. Fyrstu sporin tók hún í grófan stramma með áteiknaðri ein- faldri mynd, sem móðir hennar keypti handa henni árið 1998. Síðan hefur hún saumað fjölda mynda, þar á meðal þær sem gestir og gangandi geta borið augum í Gerðubergi þessa dag- ana. Leiklistin er annað áhuga- mál Guðrúnar og er hún félagi í Perlufestinni, tómstundaklúbbi fyrir fatlaða, sem oft leggur leið sína á leiksýningar í borginni. Hún er þrjátíu og þriggja ára og býr í foreldrahúsum, en hefur verið á biðlista eftir sambýli síðastliðin tíu ár. DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT lát er á eftirspurn eftir fegrunaraðgerðum af ýmsu tagi. Slíkar aðgerðir hafa m.a. verið rök- studdar þannig að þær veiti aukið sjálfstraust og nú síðast betra kyn- líf. Það hefur sem sagt færst í vöxt að gera fegrunaraðgerðir á kyn- færum kvenna, eins og fram kemur í Guardian. Aðgerðirnar eru einkum tvenns konar, þ.e. þrenging á leggöngum og minnkun á ytri skapabörmum. Aðgerðirnar hafa einhverja áhættu í för með sér og þá einkum sýking- arhættu sem er mikil á þessu svæði. Konur sem hafa fætt mörg börn eru meðal þeirra sem óska eftir að- gerð til að þrengja leggöngin. Aft- ur á móti hefur líka komið í ljós að konur óska í auknum mæli eftir keisaraskurði í stað þess að fæða börn, til þess að kynfæri þeirra af- lagist ekki. Systur Öskubusku Í krafti vaxandi eftirspurnar geta læknastofurnar markaðssett aðgerðir af þessu tagi sem leið til að auka ánægju af kynlífi hjá kon- unum sjálfum og bólfélögum þeirra og verðið er 5.000 pund hjá einni stofunni, en það samsvarar um 640 þúsund íslenskum krónum. Fiona Brown, talsmaður þess- arar stofu, The Harley Medical Group, segir að margar konur sem fætt hafa börn hafi ekki eins mikla ánægju af kynlífi og þær gætu. Fegrunaraðgerðir eru nú til sér- stakrar skoðunar í Bretlandi og Guardian segir að svo gæti farið að læknastofur þyrftu að sæta strang- ara aðhaldi yf- irvalda. Yfir hundrað konur hafa farið á einka- lækna- stofur í Bretlandi til að gangast undir að- gerðir af þessu tagi sl. ár og eftirspurnin fer vaxandi. Frá New York hafa m.a. borist þær fréttir að konur láti stytta á sér tærnar til að passa í þrönga skó sem tískan boðar. Minnir óneitanlega á söguna af Öskubusku. KONA sem vill létta sig getur náð jafnmiklum árangri með hóflegri hreyf-ingu og ákafri áreynslu, samkvæmt rannsókn sem greint var frá í tímariti banda- rísku læknasamtakanna, JAMA, í byrjun mán- aðar. Rannsóknin var gerð á 200 konum hjá miðstöð hreyf- ingar og þyngdarstjórn- unar við Pitts- burg-háskóla í Bandaríkjunum og kemur fram að konur í yf- irþyngd, sem hófu megrun og líkamsrækt eftir margra ára kyrrsetu, hafi lést nánast jafn mik- ið hvort sem þær stunduðu hóflega eða kröft- uga hreyfingu. Var munurinn á samanburð- arhópum einungis rúmlega hálft kíló á einu ári. „Svo virðist sem áreynsla sé ekki meginþátt- urinn í langtíma þyngdarstjórnun,“ er haft eft- ir John M. Jakicic, forstöðumanni miðstöðv- arinnar. Regluleg hreyfing, jafnvel tíu mínútur í senn, virðist hins vegar undirstaða árangurs. Í niðurstöðum rannsóknar Jakicic misstu konur sem vörðu þremur tímum á viku í kröft- uga líkamsrækt, svo sem hlaup eða annað álíka, 8,7 kíló á ári. Konur sem gengu reglulega misstu rétt rúm átta kíló. Konur sem hreyfðu sig reglulega tvo og hálfan tíma á viku misstu 6,9 kíló með mikilli áreynslu en 6,3 með hóf- legri hreyfingu. Sambærilegar rannsóknir voru ekki gerðar á körlum en Jakicic telur ekki ástæðu til þess að ætla að útkoman yrði öðruvísi hjá þeim. Hálftími á dag Meginniðurstaðan er sú að hreyfa sig reglu- lega, sama hvort ákefðin er mikil eða lítil. „Og best er að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi,“ segir Jakicic. Rannsóknin þykir sanna gildi þess að hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag fimm sinn- um í viku. „Margir sem vilja léttast gefast upp eftir nokkra mánuði því þeim finnst líkamsrækt of erfið. En byrji þeir röskar gönguferðir reglu- lega eru meiri líkur á því að þeir haldi þær út.“ Einnig sýnir hún fram á nauðsyn þess að fækka hitaeiningum. Konurnar 200 sem tóku þátt í rannsókninni voru að meðaltali rétt rúm- ir 1,60 sm á hæð og 86,4 kíló. Allar fækkuðu hitaeiningum í 1.200 til 1.500 á dag og minnk- uðu hlutfall fitu í hitaeininganeyslunni niður í 30%. Jafnvægi „Allt er þetta spurning um jafnvægi,“ er haft eftir I-Min Lee við læknaskóla Harvard- háskóla, sem skrifaði viðauka við rannsókn Jakicic. „Hægt er að hreyfa sig lítið og borða nánast ekkert og megra sig þannig. Spurningin er sú hversu mikið maður vill leggja á sig, bæði í mataræði og hreyfingu. Flestir vilja ekki skera of mikið niður við sig í mat,“ segir hún. Rannsakendur mældu þol, eða upptöku súr- efnis í líkama kvennanna eftir 12 mánaða hreyfingu og reyndist það jafnframt svipað þótt misjöfn áreynsla lægi að baki. „Til skamms tíma verður mesta þyngd- artapið með því að fækka hitaeiningum. En ef engin hreyfing er stunduð er þyngdartapið minna og erfiðara að viðhalda árangrinum þeg- ar til lengri tíma er litið. Megrun án hreyfingar gerir nánast ókleift að viðhalda árangrinum,“ segir Jakicic. Regluleg hreyfing án mikils aðhalds í mat- aræði er heldur ekki til þess fallin að ná góðum árangri, sérstaklega ef ætlunin er að missa fjölda kílóa. „Ef manneskja fækkar hitaeiningum um 500–1.000 á dag og hreyfir sig í 30–60 mínútur léttist hún að meðaltali um kíló á viku,“ er haft eftir Jakicic að síðustu. Það eru gömul sannindi og ný.  HEILSA |Rannsókn þykir sanna gildi þess að hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag fimm sinnum í viku Hófleg hreyfing jafn- góð og mikil áreynsla Reuters Lipur og létt: Þeir sem vilja grennast þurfa kannski ekki að leggja alveg svona mikið á sig, samkvæmt nýrri rannsókn við Pittsburg-háskóla í Bandaríkjunum. Ef manneskja fækkar hitaein- ingum um 500– 1.000 á dag og hreyfir sig í 30–60 mínútur léttist hún að meðaltali um kíló á viku. Krosssaumur af fingrum fram Tómstundaiðja: Guðrún nýtir hverja stund til að krosssauma.  HANNYRÐIR | Ein af myndlistarsýningum Listar án landamæra Þróun: Mynstrin verða sífellt flóknari. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Jóra Víða fínar: Sumar konur leggja ofurkapp á að taka sig vel út hvar sem þær eru og hvar sem á þær er litið. Fegruð sköp og tástytting  ÚTLITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.