Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 27

Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 27 Í GEGNUM tíðina hefur Heim- dallur barist fyrir hugsjónum Sjálf- stæðisstefnunnar. Sú barátta hefur borið ríkulegan ávöxt og verið þjóð- inni til heilla. Árið 1947 sagði Ólafur Thors í afmælisriti Heimdalls: ,,Er ekki ofmælt, að hin frjálslynda fram- farastefna Heimdallar hafi í ríkum mæli fest og aukið fylgi flokksins.“ Þessi orð standast fyllilega tímans tönn. Við viljum halda baráttunni áfram og tryggja að Heimdallur verði leið- andi afl, jafnt innan Sjálfstæðis- flokksins sem í þjóðfélagsumræð- unni. Kraftmikil hugsjónabarátta er öflugasta tækið til þess að laða að áhugasamt fólk til fylgis við flokkinn. Miðvikudaginn 1. október verður aðalfundur Heimdallar haldinn í Val- höll. Við undirritaðir bjóðum okkur fram til stjórnarsetu, ásamt 10 öðrum einstaklingum undir forystu Atla Rafns Björnssonar. Ástæða þess að við sækjumst eftir því að sitja í stjórn Heimdallar er sú að við teljum að fé- lagið sé mikilvægur vettvangur til að koma á framfæri hugsjónum um auk- ið frelsi einstaklingsins og minni af- skipti hins opinbera. Að sjálfsögðu gegnir Heimdallur einnig því mik- ilvæga hlutverki að vekja áhuga ungs fólks á stjórnmálastarfi – en leiðin að því markmiði er sú að vekja áhuga ungs fólks á málefnum og hug- sjónum. Við hvetjum unga sjálfstæðismenn til að kynna sér málefnin okkar á www.hugsjonir.is Ungir sjálfstæðismenn hafa alltaf þorað að segja hug sinn og standa fast á skoðunum sínum. Stundum eru þær skoðanir ekki í samræmi við stefnu flokksforystunnar, en einmitt þá er mikilvægast að Heimdallur bregðist ekki. Almenningur gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn þurfi stundum að gera málamiðlanir, til dæmis í stjórnarsamstarfi, en þeir sem starfa í ungliðastarfi þurfa hins vegar ekki að gera málamiðlanir. Heimdallur þarf að vera rödd skyn- seminnar og veita aðhald frá hægri þegar aðrir þegja. ,,Nú er það trúin á boðskap og hug- sjónir Heimdallar og baráttuhugur liðsins, sem ræður.“ (Ólafur Thors, 1947). Hugsjónir skipta máli! – Atla Rafn sem formann Heimdallar Eftir Ragnar Jónasson og Kristin Má Ársælsson Höfundar eru Heimdellingar. Kristinn Ragnar ÞAÐ getur verið erfitt að vera kona. Við erum með lægri laun, erum í færri stjórnunarstöðum og þurfum í senn að vera gáfaðar, myndarlegar, mæður, konur og fé- lagar. Er alslæmt að vera kona? Jú, sannanlega eigum við nokkuð í land með að ná sömu hæðum og karlmenn á vinnumarkaðnum en er ójöfnuður forsvarsmanna fyr- irtækja rót alls ills? Að dómi greinarhöfunda er margt í sam- félaginu sem sýnir fram á að skil- yrðin eru til staðar fyrir konur til að sækja í sig veðrið og grípa tækifæri sem gefast. Þrennt má benda á þessu til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur hlutfall kvenna í háskólanámi aukist til muna. Konur eru nú um 70% há- skólastúdenta, sem sýnir að skil- yrðin fyrir þátttöku kvenna í námi eru betri en áður og konur hafa nú meira sjálfstraust til að sækja nám sem tengist áhugasviði en ekki kyni þeirra líkt og e.t.v. var áður. Námsbrautir sem nánast undantekningalaust voru sóttar af karlmönnum eru nú kynntar sér- staklega fyrir konum og þær hvattar og jafnvel styrktar til að sækja það nám. Dæmi um þetta er verkfræðinám við Háskóla Ís- lands. Í annan stað hafa fyrirtæki í dag gert sér grein fyrir kostum þess að hafa blandaðan hóp stjórnenda. Staðreyndin er sú að öflugar konur eru eftirsókn- arverðir starfskraftar. Konur eru metnar til jafns við karlmenn og eftir lögleiðingu fæðingarorlofs karla eru verðandi mæður ekki lengur akkilesarhæll fyrirtækja. Konur ættu því ekki að vera ragar við að krefjast sömu starfa, launa eða fríðinda og karlmenn því tæki- færið er til staðar og konum ber að grípa það. Í þriðja lagi má benda á þá ánægjulegu þróun að konur virð- ast vera að sækja í auknum mæli í starfsemi stjórnmálahreyfinganna. Nefna má sem dæmi kynjahlutföll innan Sjálfstæðisflokksins. Nú eru skráðar konur um 46% flokks- manna. En betur má ef duga skal! Að vera flokksmaður eða virkur flokksmaður er tvennt ólíkt. Því miður virðast konur veigra sér við að taka stefnuna út á vígvöll stjórnmála og hvatning hreyfinga mætti ugglaust vera meiri. Af reynslu greinarhöfunda er starfið innan Heimdallar í senn ögrandi, lærdómsríkt og skemmtilegt. Virð- ing og traust til karla og kvenna er í jafnvægi og á hvorugt kynið er hallað í þessu starfi. Innan flokksins er togast á um hugsjónir en aldrei kyn þess er ber hug- mynd á borð. Slík þróun í grasrót- arstarfsemi Sjálfstæðisflokksins á vonandi eftir að skila sér í aukn- um áhuga allra kvenna á stjórn- málum og stjórnmálaþátttöku. Næstkomandi miðvikudag er aðalfundur Heimdallar og verður þá kosið til stjórnar félagsins. Greinarhöfundar eru í framboði ásamt tíu öflugum einstaklingum. Formannsefni hópsins er Atli Rafn Björnsson, fráfarandi gjald- keri félagsins. Þessir einstaklingar hafa allir reynslu af starfsemi Heimdallar og þeir munu leggja sitt af mörkum til að auka enn frekar þátttöku kvenna í stjórn- málum. Þess verður í hvívetna gætt að allir njóti sömu tækifæra án tillits til kyns eða stöðu. Áhugasömum er bent á heima- síðu framboðsins www.hugsjon- ir.is. Konur og Heimdallur Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Svanhildi Sigurðardóttur Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Heimdallar. Svanhildur Heiðrún Lind Á MORGUN miðvikudag verður kosið til stjórnar Heimdalls. Þegar félagsmenn ganga til kosninga er mikilvægt að þeir hafi í huga hvert hlutverk Heimdallar er, hvernig hægt er að bæta starf Heimdallar og vinna að því að treysta og endurheimta fylgi ungs fólks. Staðreyndin er sú að ungt fólk, sem jafnan hefur verið sterk- asti hópur Sjálfstæðisflokks í kosn- ingum, skilaði sér ekki nægilega vel í alþingiskosningunum nú í vor. Heimdallur, sem er fjöl- mennasta svæðisfélag ungra sjálf- stæðismanna, hefur því verk að vinna. Nú liggur fyrir hverju nú- verandi stjórn hefur skilað. Af- staða til einstakra stefnumála skiptir að sjálfsögðu miklu, en eins og við boðum þá skiptir ekki minna máli að almennir fé- lagsmenn fái tækifæri til að koma að mótun stefnunnar og til þess þarf virkt félag. Heimdallur þarf að verða sýnilegri, virkari í þjóð- félagsumræðunni og aðgengilegri ungu fólki. Tveir skýrir kostir Nú standa félagsmenn frammi fyrir tveimur kost- um. Að velja óbreytt ástand í starfi Heimdallar eða breytingar. Við boðum breytingar. Við höfum lagt fram og kynnt skýr markmið sem við ætlum að vinna eftir til þess að Heimdallur verði á ný öfl- ugasta félag sjálfstæðisfólks. Við viljum lágmarka hlutverk ríkins, en standa vörð um það á sviðum sem skipta máli: Þannig stöndum við fyrir hægri- stefnu sem lítur svo á Samkeppnisstofnun sé af hinu góða til þess að ná fram virkri og heilbrigðri sam- keppni á markaði. Við stöndum fyrir hægristefnu sem lítur svo á fæðingarorlofslöggjöfin hafi verið jákvætt skref í átt til þess að koma í veg fyrir kyn- bundinn launamun og styrkja stöðu feðra. Við vilj- um umræðu um menntamál, skattamál og atvinnu- mál, sem tekur mið af hagsmunum ungs fólks og skattgreiðenda, en ekki sérhagsmunahópa. Við vilj- um að Heimdallur sýni meira frumkvæði í því að tala til ungs fólks, skýra og gera hægri stefnuna að- laðandi fyrir ungt fólk. Við erum fólk sem hefur víðtæku reynslu af félagsstarfi innan háskólanna sem og menntaskóla. Við munum gefa út reglulegt fréttablað um Heimdall, stefnu hans og starf. Við ætlum að sækja markvisst inn í framhaldsskóla og háskóla til að fá ungt fólk í ríkari mæli til að taka þátt í starfinu. Málþing og umræðufundir verða haldnir reglulega um mál sem eru á döfinni hverju sinni og um þau mál sem Heimdallur ætlar að beita sér fyrir. Skemmtilegt starf Við, sem bjóðum okkur fram á morgun miðvikudag, með Bolla Thoroddsen sem formannsefni, viljum skapa lifandi samfélag fyrir alla félagsmenn. Þann- ig verður Heimdallur á ný öflugasta stjórn- málahreyfing ungs fólks í Reykjavík. Bolli Thoroddsen – skýr valkostur fyrir Heimdall Eftir Brynjar Harðarson og Stefaníu Sigurðardóttur Brynjar er nemi í VÍ og frambjóð- andi í stjórn Heimdallar. Stef- anía er nemi í FB og frambjóð- andi í stjórn Heimdallar. Stefanía Brynjar Laugavegi 63 • sími 5512040 Pálmatré Vönduðu silkiblómin fást í                       !  Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.