Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 33
skarð sem erfitt verður að fylla
upp í.
Við sem eftir erum yljum okkur
við fallegar minningar og kveðjum
góðan mann með fallegt hjarta
sem er í huga okkar algjör perla.
Ingi sagði mér að hann hefði ekki
komist í gegnum þessi veikindi án
Gunnu sinnar. Við skulum passa
hana fyrir þig, Ingi minn.
Elsku Gunna, Heiða, Inger
Birta, Anna Kristín, Óli og
Berglind litla, Ágúst og Inger
Birthe, við vottum ykkur öllum
dýpstu samúð. Guð verði með ykk-
ur.
Rúna, Ragnar, börn
og fjölskyldur þeirra.
Hann Pétur Ingi er látinn langt
fyrir aldur fram, aðeins 49 ára.
Ég kynntist Inga, eins og hann
var alltaf kallaður, árið 1973 þegar
Gunna systir mín kynnti hann fyr-
ir okkur á Grýtubakkanum. Ekki
get ég gleymt þeirri stundu þegar
hann mætti þar með vatnsgreiðslu
og skipt í miðju og í krump-
leðurjakkanum og oft hefur verði
hlegið að þessu síðan.
Það verður skrítið að koma í
Deildarás 9, sem alltaf hefur stað-
ið opið bæði fyrir fjölskyldu mína
og vini, getsrisnin í fyrirrúmi hjá
ykkur Gunnu. Það verður skrítið
að heyra þig ekki segja: Hvað er
að frétta? Segja okkur fréttir af
Faxa Re. Segja við Rósu dóttur
mína með stríðnisglampa í aug-
unum: „Nú sefur þú hjá mér.“ Að
heyra þig hlæja. Ef mikið gekk á,
þá stappaðirðu niður fótum og
tókst bakföll. Hvað við hlógum oft
mikið saman, því það var aldrei
leiðinlegt að vera nálægt þér. Þú
spurðir alltaf um krakkana mína
og hvort Jónsi væri að fiska. Þú
hafðir alltaf svo mikinn áhuga á
öllu sem ég sagði eða gerði. Hlust-
aðir af athygli, því ekkert var þér
óviðkomandi sem sneri að fjöl-
skyldu þinni. Enda varstu svolítið
forvitinn, með sjónvarpið í gangi
og hlustaðir á fréttir í útvarpi af
öllum rásum.
Ég á eftir að sakna allra sum-
arfríanna sem við fórum í saman,
hvort sem það var í sumarbústað,
sem þér fannst ekkert sérstakt því
það var ekki nóg að gera, bara
borða og sofa. Enda hef ég aldrei
kynnst eins vinnusömum manni og
þér. Eða gönguferðirnar sem við
fórum um Ísland.
Ég man hvað þú sagðir í okkar
fyrstu göngu saman sumarið 1997,
þegar við lögðum á stað með fimm
daga birgðir á bakinu frá Hornsvík
á Hornströndum og þú sagðir:
„Hvað er maður að gera, ég sem á
þennan fína jeppa?“ Við gengum
meira að segja saman á Ítalíu í
Dolimida-fjöllum La dolce vita (líf-
ið er yndislegt). Manstu hvað við
hlógum mikið við Gardavatnið?
sem átti að vera svo góð afslöppun
eftir erfiða göngu, þegar við vor-
um að stikna úr hita og þorna upp
af þorsta í 37°C hita og við ósk-
uðum þess að vera komin heim til
Íslands í rok og rigningu. Þá sagð-
ir þú: „Og við sem borgum fyrir
þetta.“
Þú komst seinast til Eyja um
seinustu áramót. Ekki fannst mér
þú vera alveg eins og þú áttir að
þér að vera. Og svo nú í mars
fékkstu úr því skorið að þú værir
með krabbamein.
En samt léstu þig ekki vanta í
gönguna nú í sumar þótt fárveikur
værir, enda mikið hreystimenni,
eins og sagt var um þig þegar þú
hjólaðir hringinn rétt fyrir 40 ára
afmælið þitt. Hver hjólar hringinn
annar en Ingi hreystimenni í
Deildrási 9?
Hvað það var gaman að sjá ykk-
ur Gunnu, hve þið áttuð vel saman
og tryggðina, vináttuna og hvað
þið voruð hamingjusöm. Stundum
sagðir þú: „Við hugsum m.a.s.
eins, ég ætlaði einmitt að fara að
segja þetta.“ Þú varst svo ánægð-
ur með fjölskylduna þína og hún
með þig.
Og alltaf varstu svo raunsær.
Þegar okkur öllum fannst þetta
allt svo óréttlát þá sagðir þú: „Er
það ekki óréttlátt að ungt fólk deyi
í bílslysum eða börn úr krabba-
meini?“
En nú get ég ímyndað mér fagn-
aðarlætin þegar þú hittir hana
mömmu, tengdamóður þína, eitt-
hvað hljótið þið að faðmast, kyss-
ast og hlæja, þið sem voruð alltaf
svo miklir vinir.
Ingi, þú varst svo mikil persóna
og ekki bara mágur minn heldur
mikill vinur, mikið á ég erfitt með
að hugsa um lífið án þín.
Já, án Inga verður stórt skarð í
lífi okkar allra sem þekktum hann.
Ég mun ætíð geyma minningu
þína í hjarta mínu.
Elsku Gunna, Heiða, Anna
Kristín, Inger Birta, Óli og Berg-
lind, megi Guð hjálpa ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Þórlaug Steingrímsdóttir.
Í Spámanninum stendur: „Skoð-
aðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hryggð
þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“ (Spámaðurinn, Kahlil Gibr-
an.)
Þessi orð eiga svo sannarlega
við þegar við grátum Inga nú, því
hann var okkur mikill gleðigjafi.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
fjölskyldurnar höfum átt saman
þar sem Ingi hefur látið okkur
veltast um af hlátri og hlegið
manna mest sjálfur þessum ein-
staka smitandi hlátri sem enginn
gat staðist. Það var alveg sama
hvert umræðuefnið, var Ingi gat
séð spaugilegu hliðarnar á öllu.
Oftar en ekki gerði hann grín að
sjálfum sér því hann tók sjálfan
sig ekki of hátíðlega og sögur hans
af samferðafólki sínu fengu okkur
til að emja af hlátri þar sem lýs-
ingarnar voru svo sjónrænar og
húmorinn mjög léttur og krydd-
aður, en aldrei var þetta gert með
þeim hætti að það særði neinn því
það var ekki Inga háttur að tala
illa um nokkra manneskju.
Það var gott að eiga hann að
sem samferðamann og forréttindi
að eiga hann sem bróður og mág
því betri mann var ekki hægt að
eiga að ef á hjálp þurfti að halda
hvort sem það var til að kíkja á
bílgarmana í gamla daga eða þeg-
ar staðið var í stórræðum því Ingi
var úrræðagóður og snjall við
lausnir á tæknilegum málum, ekk-
ert vafstur, heldur málunum redd-
að á einstaklega laginn hátt og
gert góðlátlegt grín að okkur hin-
um sem stóðum og horfðum á
hann í aðdáun vinna verk sín. Þeir
eru ófáir samferðamenn hans sem
hafa fengið Inga til liðs við sig
með loftpressuna og séð hann
handleika hana af miklli snilld.
Ingi hefur kennt okkur sam-
ferðamönnum sínum eitt og annað
hér á lífsleiðinni án þess að vera
meðvitaður um það sjálfur, t.d. var
eyðslusemi ekki hans stíll, besta
dæmið er þegar hann kornungur
maður byggði húsið í Deildarási 9,
eljusemin og dugnaðurinn var með
ólíkindum, hann hafðir gaman af
því að eiga góða bíla, en nýr bíll
var ekki keyptur fyrr en búið var
að vinna fyrir honum.
Hann kenndi okkur einnig að
það er gott að eiga sér drauma og
láta þá rætast einhvern tímann á
lífsleiðinni þegar hann keypti sér
splunkunýtt silfurlitað mótorhjól í
fyrrahaust og ljómaði eins og 16
ára peyi þegar hann sýndi okkur
gripinn. Hann kenndi okkur nýtni
og sparsemi án þess að vera nísk-
ur. Hann kenndi okkur að ham-
ingjuna er ekki að finna í því að
eignast allt sem hugurinn girnist
heldur því að vera samkvæmur
sjálfum sér og öfunda ekki nokkra
manneskju af velgengni hennar
heldur samgleðjast. Hann kenndi
okkur líka að það eru forréttindi
að vinna við það sem gefur manni
mestu gleðina, ekki vera að eltast
við peninga og völd, en það duldist
engum sem til Inga þekktu að
starfið hans hjá Faxamjöl átti hug
hans allan og honum leið hvergi
betur en í vinnunni að fjölskyldu
sinni og heimili undanskildu, því
það var hans líf eins og svo vel
kom fram í veikindum hans. Hann
kenndi okkur síðast en ekki síst að
lifa lífinu lifandi og njóta augna-
bliksins.
Elsku Gunna mín, við vitum að
þú og fjölskyldan voruð honum
allt, við vitum líka að hann var
þakklátur fyrir að fá að kveðja
heima en þar sýnduð þið ást ykkar
og kærleika til hinstu stundar og
var ómetanlegt fyrir okkur að fá
að vera með ykkur þessa síðustu
daga hans.
Elsku Heiða, Anna Kristín, Ing-
er Birta, Óli og litla Berglind, við
biðjum góðan Guð að vera með
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóh.)
Hafðu þökk fyrir lífið sem þú
gafst okkur.
Erik og Jónína.
Fleiri minningargreinar um Pét-
ur Inga Schweitz Ágústsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR RAFN GUÐMUNDSSON
málarameistari,
Naustahlein 30,
Garðabæ,
sem lést mánudaginn 15. september, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
1. október kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnarson,
Pétur Guðmundsson, Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir,
Guðmundur K. Guðmundsson, Svanlaug Sigurðardóttir
og barnabörn.
ÁRNI KRISTJÁNSSON,
Holti,
Þistilfirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
Húsavík, mánudaginn 22. september, verður
jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn
4. október kl. 14.00.
Arnbjörg Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Þórhalla Kristjánsdóttir,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Þórunn Aðalsteinsdóttir
og fjölskyldur.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
ÁSLAUGAR ELLU HELGADÓTTUR
frá Kothúsum, Akranesi,
til heimilis á dvalarheimilinu Höfða.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis-
ins Höfða og Sjúkrahúss Akraness fyrir góða
umönnun, skilning og hlýhug.
Helgi Friðrik Leifsson, Dóra Hervarsdóttir,
Oddbjörg Leifsdóttir, Gísli Jónsson,
Jón Þórir Leifsson, Jenný Á. Magnúsdóttir,
Jófríður Leifsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR SVERRISSON
frá Hvammi,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
27. september.
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Indriði Valdimarsson,
Sigríður Herdís Guðmundsdóttir,
Sverrir Guðmundsson, Sigþrúður Margrét Þórðardóttir,
Guðmundur Stefán Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
Hvassaleiti 37,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 27. september.
Þórarinn B. Kjartansson,
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, Jónas Gunnar Einarsson,
Kjartan J. Kjartansson, Lilja Einarsdóttir
og barnabörn.
GUNNAR ALBERTSSON,
Thyrasgade 4,
Kaupmannahöfn,
lést á Bisbebjerg spítalanum í Kaupmannahöfn föstudaginn 19. septem-
ber síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram.
Börn, tengdabörn og barnabörn.