Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 37

Morgunblaðið - 30.09.2003, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 37 Elsku frænka. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hvíl þú í friði. Anna. HINSTA KVEÐJAÉg hef aldrei átt því láni að fagna að hafa kynnst ömmum mínum og öf- um þar sem þau voru látin eða létust þegar ég var mjög ung. Þetta ömmu- og afaleysi skipti mig engu máli því ég átti það sem í mínum huga var miklu betra, hana frænku. Stefanía, eða „frænka“ eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, var ein af systrum mömmu. Í mínum huga átti hún sess við hlið mömmu og pabba. Þegar ég var yngri og var að biðja bænirnar þá taldi ég upp alla þá sem ég vildi að Guð passaði sérstaklega vel fyrir mig og þá byrjaði ég alltaf á mömmu, pabba og frænku og síðan komu aðrir fjölskyldumeðlimir koll af kolli. Frænka var alltaf mjög mik- ilvæg innan fjölskyldunnar, kom mikið í heimsókn þegar við systkinin vorum yngri og ekki var hægt að halda upp á neinn merkisviðburð innan fjölskyldunnar án þess að hún væri með. Mér þótti alltaf ákaflega vænt um frænku enda væri það óendanlegur listi að ætla að telja upp allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Þegar ég var yngri voru það alltaf pakkarnir frá frænku sem voru mest spennandi á jólum og afmælum. Þeg- ar ég eltist þá var það ósjaldan sem hún stakk upp á því að við færum saman í bæinn að kíkja á kaffihús og oftar en ekki kom ég heim með ein- hverja tískuflíkina sem mig hafði langað í lengi. Eftir að ég komst á fullorðinsár og var búin að eignast mína eigin fjöl- skyldu kom frænka oft í heimsókn og við spjölluðum yfir kaffibolla eða fengum okkur göngutúr saman. Fyrir þremur árum síðan ákvað frænka að hún vildi eyða ævikvöld- inu á bernskuslóðunum á Vopnafirði og fluttist hún þangað haustið 2000. Eftir að hún flutti vorum við dugleg- ar að vera í símasambandi en síðan þá hef ég aðeins hitt hana tvisvar, sumarið 2001 þegar haldið var ætt- armót á Vopnafirði og nú síðast í sumar þegar við fjölskyldan ákváð- um að heimsækja hana og sýna henni yngsta fjölskyldumeðliminn okkar. Þessi heimsókn er mér óend- anlega dýrmæt núna þar sem ég náði að hitta hana og faðma í síðasta sinn. Ég ætla ekki hér að rekja ævi frænku enda ekki tilgangurinn með þessari kveðju. Ástæða skrifanna er einungis sú að þakka fyrir dýrmæt kynni af konu sem ávallt reyndist mér og mínum vel og sem hefur ætíð verið svo stór þáttur í mínu lífi. Elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt og allt. Erla S. Jensdóttir. Stefanía Ásbjarnardóttir eða frænka eins og hún var kölluð af fjöl- skyldunni er búin að kveðja þennan heim eftir langt og gifturíkt lífsstarf. Okkar leiðir lágu fljótlega saman eftir að við Anna systurdóttir hennar kynntumst. Hún átti eftir að vera góð- ur og sannur vinur alla tíð og mikil stoð og stytta fyrstu árin við okkur hjónaleysin og síðar við börnin okkar. Það hefur verið mikil breyting á daglegu lífi hennar, þegar hún tók okkur Önnu, unga parið, inn á heimili sitt heilan vetur á meðan við lukum námi. Með því móti sýndi hún stuðn- ing sinn og hafði ekki fleiri orð um það. Stefanía var ekki bara frænka, hún var frænkan okkar og barnanna okkar. Svo mikils mátum við Stef- aníu að við fórum fram á það að fá að skíra fyrstu dóttur okkar eftir henni og var það auðsótt mál. Við reyndum að heimsækja hana sem oftast þegar við áttum leið til Reykjavíkur og var ávallt gott og þægileg að heimsækja hana. Eftir að Stefanía flutti til Vopnafjarðar fyrir nokkrum árum urðu heimsóknir okkar stopulli, en við gerðum okkur þó far um að heimsækja hana austur á hverju ári. Nú síðast í byrjun ágúst heimsóttum við hana og var hún þá nýlega komin á sjúkradeildina í Sundabúð og áttum við með henni góða stund. Okkur fannst hún hafa sama viljastyrkinn og taldi hún sig þá komast fljótlega aftur upp í íbúð- ina sína, þar sem henni leið vel. Við Anna og börnin viljum þakka frænku samfylgdina og biðjum guð að varðveita minningu hennar. Sigurður Viggósson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vesturbær „amma“ óskast! 15 mánaða, blíðan strák vantar pössun 4—6 tíma á dag. Bæði kemur til greina að fá mann- eskju heim eða að hann fari til „ömmu“/dag- mömmu með fá börn. Uppl. í s. 864 2211. LAUS STÖRF • Skrifstofustjóra á framkvæmda- og tæknisvið • Stuðningsfulltrúa í Hjallaskóla • Umsjónarkennara á yngsta stig í Hjallaskóla • Námsráðgjafa í Kársnesskóla • Leikskólakennara í Álfatún v/Álfatún, deildarstjóra • Leikskólasérkennara með umsjón • Talmeinafræðing í hlutastarf Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðurnesja verður haldinn í veitingasal Matarlystar, Iða- völlum 1, Keflavík, í dag, þriðjudaginn 30. sept- ember, kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, mætir á fundinn. Félagsmenn fjölmennum. Útvegsmannafélag Suðurnesja. ÓSKAST KEYPT Vélsmiðjutæki Óskum eftir notuðum vélum og verkfærum til almenns vélsmiðjurekstrar. Upplýsingar í síma 892 3250. TIL SÖLU Eignir þrotabús til sölu Allar eignir þrotabús Íslenska vatnsfélagsins ehf. eru til sölu. Meðal eigna eru tvær vélasam- stæður (átöppunarvélar), lyftari árg. 1991 (JL 0928), plastpökkunarvél, loftpressa, verkfæra- kassar, rafmagnsmótorar, umbúðir o.fl. Tilboð óskast í eignirnar fyrir mánudaginn 6. október nk. Nánari upplýsingar um eignirnar eru veittar á skrifstofu skiptastjóra hjá LOGOS lög- mannsþjónustu í síma 540 0300 eða með tölvu- pósti heidar@logos.is. F.h. Gunnars Sturlusonar hrl., skiptastjóra, Heiðar Ásberg Atlason hdl. Styrkur til listamanna Með fyrirvara um að bæjarstjórn samþykki framlag fyrir árið 2004, er Ryvarden-styrkurinn auglýstur, að upphæð 20.000 norskar kr., sem veittur er einum styrkþega. Styrkurinn er veitt- ur í tengslum við Galleri Ryvarden, Ryvarden- vitann og styrkþeginn þarf að dveljast og vinna í vitanum 4—6 vikur, úthlutunarárið. Í vita- varðarbústaðnum, sem er á landi, er vinnu- stofa. Æskilegt er að styrkþeginn haldi sýningu um páskana 2005. Nánari upplýsingar um Ryvarden og úthlutun- arreglur er hægt að fá hjá Sveio-bæjarfélaginu í síma 00 53 74 80 00. Um styrkinn geta sótt listmálarar, grafíklista- menn og/eða teiknarar, sem eru meðlimir í listamannasamtökum sem tengjast Norske Billedkunstnere eða sambærilegum íslenskum samtökum. Umsókn, ásamt verkaskrá og ljósmyndum af 5 verkum, á að senda Sveio kommune, Post- boks 40, 5559 Sveio, Noregi, fyrir 1. nóvem- ber 2003. Umsóknir á að merkja: „Ryvarden- stipendet“. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 6003093019 III  FJÖLNIR 6003093019 I Fjhst.  Hamar 6003093019 I Fjhst.  HLÍN 6003093019 IV/V Lækningasamkoma í kvöld þriðjudagskvöldið 30. septemer kl. 20.00 í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík. Andrew Pearkes frá Englandi predikar, kennir um heilagan anda og biður fyrir sjúkum. Væntum þess að heilagur andi snerti við fólki á mjög sérstakan hátt. Mikil lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Upplýsingar í síma 564 4303. Vineyard christian fellowship international. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.