Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 39 un Kvenfélags og Ungmenna- félags Njarðvíkur, einnig að stofn- un Barnastúkunnar „Sumargjöf“ þar sem Karvel var gæslumaður í 15 ár. Það væri lengi hægt að telja upp þau félög og nefndir sem hann starfaði í. Það var þung sorg er Karvel missti eiginkonu sína Önnu árið 1959 og yngsta soninn, Eggert, 1962. Kannski þykir Karvel vænst um störf sín með æskunni. Hann fór að semja barnabækurnar á efri ár- um, bækurnar um Refinn og sel- ina þrjá. Hafa þær verið lesnar í barnatíma útvarpsins. Á svipuðum tíma eða í kringum 90 ára ald- urinn var hann eftirsóttur í skóla- heimsóknir til að fræða börnin og segja þeim sögur frá liðinni tíð. Fór hann bæði í skóla á Suð- urnesjum og í Reykjavík. Það voru hljóðir og prúðir hlustendur sem afsönnuðu að nútímabörn gætu ekki setið og hlustað lengur en 45 mínútur í einu. Árið 1963 hóf Karvel sambúð með Þórunni Maggý Guðmunds- dóttur og eignuðust þau saman einn son. Afkomendur Karvels eru nú orðnir 103. Þrátt fyrir erilsama og við- burðaríka ævi þá er alltaf sama hlýja viðmótið hjá honum. Síðustu árin hefur hann dvalið á Garð- vangi við góða umönnun starfs- fólks. Ég vil árna honum heilla á þess- um merku tímamótum með ósk um að Guð gefi honum góða heilsu í náinni framtíð og þakka honum áratuga vináttu. Áki Guðni Gränz. Vinur minn kær, Karvel Ög- mundsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður á Bjargi í Ytri- Njarðvík, er hundrað ára í dag. Ekki er það ætlun mín að tíunda æviferil hans í örstuttri afmæl- isgrein. En ég get ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkr- um fátæklegum þakkarorðum og tjá honum lítið brot af því sem í huga mínum bý, þegar ég lít til liðinna samverustunda og minnist okkar margþættu samskipta, eftir að leiðir okkar fyrst lágu saman. Hann var ungur að árum, þegar ljóst var að hann var afburða sjó- mannsefni. Þrettán ára gamall að- eins keypti hann lítinn bát í félagi við vin sinn og jafnaldra, Sigurð S. Sigurjónsson. Var hann nefndur Sigurkarfi, með vísan til nafna þeirra félaga, Sigurður og Karvel. Reyndist hann hin mesta happa- fleyta og höfðu útgerðarmennirnir ungu talsverðar tekjur og ómælda ánægju af þessu framtaki sínu Karvel kvæntist 20. apríl 1928 Önnu Margréti Olgeirsdóttur frá Grundarfirði, mikilhæfri dugnað- arkonu, sem stóð þétt við hlið eig- inmanns síns og studdi hann með ástúð og umhyggju á allan þann hátt, sem í hennar valdi stóð. Þau eignuðust sjö börn, sem öll náðu fullorðinsaldri. Tvö þeirra eru nú látin. Ester og Eggert, sem fórst ungur ásamt tveimur frændum sínum, bróðursonum Karvels, Ein- ari og Sævari Þórarinssonum. Á lífi eru: Olga María, Guðlaug Svanfríður, Líneik Þórunn, Ög- mundur og Solveig. Með seinni konu sinni, Þórunni Maggí Guð- mundsdóttur, eignaðist Karvel einn son, sem var látinn heita Eggert, í höfuðið á bróður sínum. Karvel var afburða dugmikill sjómaður, frábær skipstjóri og farsæll í öllum sínum störfum. Eftir að hann kom á Suðurnesin margfölduðust umsvif hans, svo hann virtist vart einhamur, hvort sem um var að ræða störf á sjó eða landi. Bræður hans voru nánir samstarfsmenn hans, einkum Þór- arinn, sem byggði með honum Hraðfrystihús Ytri-Njarðvíkur, sem þeir svo ráku saman ásamt útgerðinni. Brátt fór Karvel einnig að gefa sig að félagsmálum á mörgum sviðum og var jafnan í forystu- sveit. Kom hann ótrúlega miklu í verk þar sem hann lagði hönd á plóginn og ekki er fjarstætt að fullyrða, að öll góð mál hafi verið hans mál. Hann var sístarfandi, en samt var alltaf eins og hann hefði nógan tíma. Hann var aldrei að flýta sér. Alltaf gaf hann sér góð- an tíma bæði fyrir fjölskyldu sína og til að spjalla við vini og kunn- ingja, sem urðu á vegi hans eða sóttu hann heim, en þeir voru margir. Ég kynntist Karvel fljótlega eft- ir að ég kom til starfa í Keflavík- urprestakalli. Það var að nætur- lagi síðla árs 1952 sem hann knúði dyra hjá mér þeirra erinda að biðja mig að koma og skíra dauð- veika dótturdóttur sína. Ég brá við skjótt, fór með honum heim til dóttur hans og framkvæmdi hina helgu athöfn. Þeirri næturstund gleymi ég aldrei. Heitar bænir um hjálp og styrk stigu til hæða. Og þeim fylgdi blessun og bæn- heyrsla. Litla stúlkan náði fullri heilsu. Og þegar tímar liðu naut ég þeirrar náðar og gleði að fá að ferma hana á fögrum vordegi. Karvel ók mér heim að athöfn lok- inni. Á leiðinni ræddum við um mátt og blessun bænarinnar. Þar hafði Karvel frá margvíslegri reynslu að segja. Hann var mikill og einlægur trúmaður og var sannfærður um, að í lífi og starfi hefði bænin veitt sér ómælda blessun. Við Karvel urðum brátt félagar í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Hann var framúrskarandi vel máli farinn og var hrein unun að hlýða á hann þegar flutti hann okkur erindi um eitthvað af sínum mörgu hugð- arefnum. Hann var fróður og fjöl- lesinn, og flutti mál sitt á meitl- aðri, íslenskri tungu. Ekki fór á milli mála, að hann var stórvel gefinn, gjörhugull og víðsýnn. Sú staðreynd kemur skýrt í ljós í þriggja binda sjálfsævisögu hans, „Sjómannsævi“, sem út kom á ár- unum 1981–1985. Sú bók er stór- fróðleg, bráðskemmtileg og skrif- uð á gullaldarmáli. Þegar Karvel var 83 ára vann hann til verðlauna í samkeppni á vegum Námsgagnastofnunar fyrir handrit að barnabókinni „Refir“, sem kom út 1990. Og þegar hann var níræður kom út barnabókin „Þrír vinir. Ævintýri litlu selkóp- anna“, eftir hann. Hér verður starfsferill Karvels Ögmundssonar ekki rakinn. Um hann má fræðast í ævisögu hans og ýmsum uppsláttarritum. En fyrir störf sín og framlag allt til góðra mála, til blessunar fyrir byggðarlög sín og fyrir íslenska þjóð hlaut hann margs konar við- urkenningu hin síðari ár. Hann var kjörinn fyrsti heiðursborgari Njarðvíkurbæjar þegar hann var 75 ára. Árið 1968 var hann sæmd- ur heiðursmerki Sjómannadags Keflavíkur og 1976 hlaut hann heiðursmerki Sjómannadags Hell- issands. Einnig var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Allar voru þessar við- urkenningar mjög að verðleikum, af því að það er mála sannast, að hann stóð í flestu framar samtíð sinni. Hann var afreksmaður í starfi, farsæll í framkvæmdum, en stærstur var hann í mótlætinu, þegar sorgir og erfiðleikar sóttu hann heim. Hann var víkingur með gullhjarta. Einn besti og göf- uglyndasti maður, sem ég hefi kynnst og átt samleið með. Hið samúðarríka hjarta hans varð þess valdandi oftar en nokkur veit, að hægri hönd hans vissi ei hvað sú vinstri gjörði. Það er mér vel kunnugt um. Með einlæga þökk í hjarta óska ég mínum elskulega og kæra vini, hetjunni Karvel Ögmundssyni, innilega til hamingju með aldaraf- mælið og bið Guð og góða engla að blessa hann og syngja honum hin fegurstu sólsetursljóð. Í dag, þriðjudaginn 30. septem- ber, verður í tilefni dagsins opið hús í Dvalarheimilinu Garðvangi fyrir ættingja og vini Karvels kl. 15–18. Björn Jónsson. KIRKJUSTARF SEXTÁN kyrrðardagar eru áform- aðir í vetur í Skálholti og verða með ýmsu sniði þannig að fólk getur val- ið um þá eftir áhugasviði sínu. Núna í október verða tvennir kyrrðardagar og er skráning hafin. Kyrrðardagar tengdir útivist HELGINA 10.–12. október verða kyrrðardagar um haust sem sr. Kristján Valur Ingólfsson stýrir. Hann veitir leiðsögn bæði á göngu- ferðum en nú eru fagrir haustlitir í Skálholti sem og á stundunum inni við. Stef þessara kyrrðardaga er: Samhljómur hins heilaga í einkalífi og helgihaldi. Sér Kristján Valur var áður rektor í Skálholti en er nú lektor við guðfræðideildina og jafn- framt verkefnisstjóri á Biskups- stofu. Þessir kyrrðardagar verða haldnir í Skálholtsbúðum sem eru örstutt frá staðnum en henta vel þegar áhersla kyrrðardaganna er á útivist eins og að þessu sinni. Þar er hlýlegur svefnskáli, þrjú smáhýsi og Oddsstofa sem þjónar mest sem tónlistarsalur en á kyrrðardög- unum er þar kapella. Skálholts- búðir eru heimili Sumartón- leikanna í Skálholti á sumrin. Kyrrðardagar tengdir myndlist HELGINA 17.–19. október verða kyrrðardagar með öðrum svip. Þeir verða haldnir í Skálholtsskóla og verður áherzlan á myndlist. Stað- arlistamenn í Skálholti þessa mán- uðina eru hjónin Jón Reykdal og Jó- hanna Þórðardóttir og munu þau ásamt Benedikt Gunnarssyni, sem var staðarlistamaður í fyrra, flytja hugleiðingar um valin verk sín sem verða til sýnis. Slíkir kyrrðardagar tengdir myndlist voru haldnir í fyrra og voru þátttakendum eft- irminnilegir. Staðarlistamenn sýna verk sín í húsakynnum Skálholts- skóla í fjóra mánuði í senn. Í Skál- holtsskóla eru 18 gistiherbergi og er gert ráð fyrir að hver þátttak- andi á kyrrðardögum hafi sitt eigið herbergi, enda felst í Kyrrðar- dögum að fara í hvarf, draga sig í hlé frá amstri dægranna og hvílast andlega og líkamlega. Reglubundið helgihald fer fram í Skálholtskirkju og boðið er upp á trúnaðarsamtöl. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.skalholt.is /kyrrðardagar en skráning er í Skálholtssskóla í síma 486 8870, netfang skoli@skalholt.is Kyrrðardagar í Skálholti á næstunni Skálholt Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakend- um kostur á léttum hádegisverði. Allir vel- komnir. Opinn kynningarfundur á 12 spora vinnunni – hinu andlega ferðalagi verður í kvöld, þriðjudaginn 30. september, kl. 19 í neðri safnaðarsalnum. Allir velkomnir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborg- arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids miðviku- daga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigur- björnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarnason. Fullorðinsfræðsla Laugarnes- kirkju kl. 19.30. (Athugið breyttan fund- artíma!) Í kvöld fræðir sr. Bjarni Karlsson. Gengið er inn um dyr, baka til, á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarssonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15.00. Vetrarnámskeið. Litli kórinn–kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, helgistund, sr. Magnús B. Björnsson, samverustund og kaffi. KFUM&K fyrir 10– 12 ára börn kl. 17–18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfa-námskeið kl. 20. (Sjá nán- ar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10– 12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmti- legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku- lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einars- dóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eft- ir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj- unni. Við höldum áfram með bænabókina og bætum einni bæn á bænasnúruna. Einnig verða söngur, leikir og ný biblíu- mynd. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Þátt- taka ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónarmaður Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 17. Litlir lærisveinar Landakirkju. Kór- æfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Þátt- taka ókeypis. Kór stjóri Joanna Wlaszcs- yk, umsjónarmaður Sigurlína Guðjóns- dóttir. Kl. 20.30 kyrrðarstund í Landa- kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Góður vett- vangur frá erli hversdagsins. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Skráning fermingarbarna kl. 15–16 í safn- aðarheimili. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 18.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf FRÉTTIR Sjö nýjar námsbækur í íslensku ÚT eru komnar sjö nýjar kennslu- bækur í íslensku fyrir framhalds- skóla hjá útgáfufélaginu BláSkógum ehf. Höfundur bókanna er Guð- mundur Sæmundsson kennari til margra ára. Fékk hann styrk menntamálaráðuneytisins til verk- efnisins en þess má geta að allt efni bókanna er einnig aðgengilegt á Netinu, auk kennarabóka með þeim. Bækurnar heita: Viðhorf, ritun og læsi, námsbók fyrir undirbúnings- áfanga í Íslensku 193, Ritun, tjáning og málfræði, námsbók fyrir Íslensku 103, Bókmenntir, mál og menning- arsaga, námsbók fyrir Íslensku 203, Læsi, ritun og tjáning, námsbók fyr- ir Íslensku 102, Bókmenntir og mál- fræði, námsbók fyrir Íslensku 202, Mál og menningarsaga, námsbók fyrir Íslensku 212, og Meistararitun, námsbók í ritunaráfanga, skrifuð fyrir nemendur í meistaranámi (ÍSL 242). Landflutningar – Samskip og ÞÞÞ hefja samstarf LANDFLUTNINGAR – Samskip og ÞÞÞ á Akranesi hafa gengið til samstarfs um flutningaþjónustu milli Reykjavíkur og Akraness. Jafn- framt mun ÞÞÞ annast afgreiðslu fyrir Landflutninga – Samskip á Akranesi. Farnar verða tvær ferðir daglega úr Reykjavík, kl. 10 og 15.30 frá mánudegi til fimmtudags og kl. 10 og 16 á föstudögum. Afgreiðsla ÞÞÞ á Akranesi er á Dalbraut 6 og er hún opin kl. 8–17 alla virka daga, segir í fréttatilkynn- ingu. NÝTT félag, SUT ehf., Slökkvi- og Umhverfis-Tækni, hefur tekið við þjónustu og sölu á slökkvibúnaði og eiturefnabúnaði sem IB ehf. hefur hingað til verið innflutnings- og þjónustuaðili að. Um er að ræða smíði, hönnun og uppsetningu á slökkvibílum og inn- anhússkerfum með ONE SEVEN- tækni. Slökkvibúnaður þessi er framleiddur af þýska fyrirtækinu Schmitz?Fire og hefur SUT ehf. umboð fyrir þetta fyrirtæki á Ís- landi. Fyrirtækið er stofnað af fjór- um aðilum á Selfossi og hefur verið ráðinn einn starfsmaður til að byrja með, segir í fréttatilkynningu. Taka við umboði á slökkvibúnaði Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.