Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 43

Morgunblaðið - 30.09.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 43 DAGBÓK STYTTIST DAGUR Styttist dagur, – styttist yndi, stirðnar hagur, kólnar lyndi, gleðin flýgur skökk með skyndi; skraut og fegurð eyðast, löndin mér leiðast! mótlætis í sjó ég syndi, sokkinn er ég nærri. Betur ég héðan burtu kominn væri! Lukkan bezt þá leikur blíða og lofar gleði skemmtan fríða, svikul hjartað særir kvíða og sorgum myrðir greiðast, löndin mér leiðast! af henni því enginn lýða sig ævi langa stæri. Betur ég héðan burtu kominn væri! Sigurður Pétursson LJÓÐABROT ESSOSVEITIN undir stjórn Guðmundar Sv. Her- mannssonar varð bikar- meistari BSÍ um helgina eftir sigur á Guðlaugi Sveinssyni og félögum í sveit Félagsþjónustunnar. Úrslitaleikurinn var 64 spil og fór 155-138 í IMPum. Í undanúrslitum lagði Esso- sveitin liðsmenn Íslenskra aðalverktaka (131-99), en Félagsþjónustan vann Sparisjóð Siglufjarðar og Mýrarsýslu (118-47). Í Essosveitinni spila: Guðm. Sv. Hermannsson, Björn Eysteinsson, Helgi Jó- hannsson, Ásmundur Páls- son og Guðm. P. Arnarson. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 8763 ♥ Á8542 ♦ K7 ♣Á6 Vestur Austur ♠ KDG92 ♠ 5 ♥ 9 ♥ D76 ♦ 53 ♦ ÁDG9842 ♣G8754 ♣32 Suður ♠ Á104 ♥ KG103 ♦ 106 ♣KD109 Fram að úrslitakeppn- inni var lið Félagsþjónust- unnar skipað fjórmenning- unum Guðlaugi Sveinssyni, Páli Þór Bergssyni, Er- lendi Jónssyni og Sveini Rúnari Eiríkssyni, en í úr- slitunum bættust við stór- skyttur tvær, Magnús E. Magnússon og Jónas P. Erlingsson. Magnús kom sérstaklega frá Svíþjóð til að keppa í úrslitunum. Þeir Magnús og Jónas náðu vel saman, en í spilinu að ofan réðu þeir engu um fram- vindu mála. Guðmundur Hermannsson varð sagn- hafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Jónas Helgi Magnús Guðm. -- -- 3 tíglar Dobl Pass 4 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið var tígull í gegn- um kónginn og Magnús skipti yfir í einspilið í spaða eftir að hafa tekið tvo tíg- ulslagi. Guðmundur drap með ás og tók svo tvo efstu í trompi, en ekki kom drottningin. En það voru möguleikar í stöðunni. Austur átti greinilega að- eins þrjú svört spil og Guð- mundur spilaði næst lauftíu og svínaði fyrir gosann. Það heppnaðist. Þá kom lauf á ásinn og hjarta til austurs. Magnús átti ekk- ert eftir nema tígul og varð að spila út í tvöfalda eyðu. Guðmundur trompaði heima og henti spaða úr borði, og síðan tveimur spöðum í viðbót í KD í laufi. Tíu slagir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Fróðleiksþorsti þinn gerir að verkum að þú ert vel að þér. Þú kannt einnig að hugsa um útlitið. Þú ert því aðlaðandi bæði vegna and- legs og ytra atgervis. Næsta ár gæti orðið mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ástandið í heimsmálunum hefur sterk áhrif á þig í dag. Aðrir menningarheimar eiga greiðan aðgang að þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú veltir fyrir þér hvað þú þarft mikla peninga eða að- stoð til að lifa með þeim hætti, sem þú telur að hæfi. Stundum rætast óskir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það kann að vera að mann- eskja, sem er hjálpar þurfi, verði kynnt fyrir þér. Ef það gerist hefur þú tilhneigingu til að vilja hjálpa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samstarfsmenn koma til þín með vandamál í dag og það kemur ekki á óvart vegna þess að það er í eðli þínu að taka fólk upp á arma þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir fengið skapandi hugmyndir í dag, en ættir að leyfa þér að kunna að meta sköpunargáfu annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir haft hug á að veita þér einhvern munað í dag. Allt sem þú gerir til að lífga upp á heimilið kemur sér vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir laðast að ein- hverjum í dag og smáskot er í lagi. Það er gott að laðast að þeim, sem þér þykir vænt um. Það þýðir að þú ert lif- andi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert fús til að leggja meiri áherslu á gæði en flestir, sérstaklega í mat og drykk. Ef sú er raunin í dag er rétt að láta það eftir sér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir þurft að segja vini frá vandamálum þínum, eða hlusta á vandamál annarra. Hvort heldur sem er mun verða auðvelt að finna sam- hug. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sjötta skilningarvitið verður fyrirferðarmikið í dag. Best er að treysta eðlisávísuninni, hversu órökrétt, sem tilfinn- ing þín kann að virðast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Líklegt er að vinkona þín vilji tala við þig í trúnaði í dag. Annaðhvort munt þú leysa frá skjóðunni eða sýna skilning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver, sem skiptir máli, kann að leita álits þíns í dag. Ekki hika við að láta skoðun þína í ljós. Það gæti bæði hjálpað og leitt til stöðu- hækkunar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 100 ÁRA afmæli. Ídag, þriðjudaginn 30. september, er 100 ára Karvel Ögmundsson út- gerðarmaður, Bjargi, Ytri- Njarðvík. Hann dvelur á Garðvangi í Garði og fagnar þar ættingjum og vinum kl. 15–18 í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. september, verður sextugur Valur Haraldsson deildar- stjóri, Heiðvangi 10, Hellu. Eiginkona hans er Sigrún Bjarnadóttir. Þau eru að heiman. 1. d4 d6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 e5 5. e4 exd4 6. Rxd4 Rc6 7. Be3 Rge7 8. h4 f5 9. h5 fxe4 10. hxg6 hxg6 11. Hxh8+ Bxh8 12. Rxe4 Bf5 13. Rxf5 gxf5 14. Dh5+ Kd7 15. 0-0-0 Dg8 16. Rc5+ Kc8 17. Re6 Kd7 18. Rf4 Re5 19. De2 He8 20. Kb1 Rg4 21. Bc1 Rh2 22. c5 d5 23. Db5+ Kc8 24. Bd3 c6 25. Da4 Rg4 26. Dxa7 Rxf2 27. Bd2 Be5 28. Da8+ Bb8. Staðan kom upp á Skák- þingi Norðurlanda sem lauk fyrir skömmu. Curt Hansen (2.618), annar af sigurveg- urum mótsins, hafði hvítt gegn Heikki Lehtinen (2.362). 29. Ba6! bxa6 30. Ba5! Hd8 31. Dxa6+ Kd7 32. Db7+ Ke8 33. Bxd8 Dg5 34. He1 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–2. Curt Hansen (2.618) og Evgeny Agrest (2.605) 8 vinninga af 11 mögulegum. 3. Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) 7 v. 4.–5. Helgi Ólafsson (2.498) og Jonny Hector (2.538) 6 v. 6.–7. Davor Palo (2.518) og Einar Gausel (2.533) 5½ v. 8.–10. Heikki Lehtinen (2.362), Lars Schandorff (2.525) og Heikki Kallio (2.471) 5 v. 11. Kjetil Lie (2.440) 4½ v. 12. Flóvín Þór Næs (2.330) ½ v. 3. umferð Evrópukeppni taflfélaga fer fram í dag. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið og lesa pistla Hellis- manna frá skákstað á hell- ir.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Mynd/Ragnar Þorsteinsson BRÚÐKAUP. Hinn 29. júní sl. voru gefin saman í Grenjaðarstað- arkirkju af séra Örnólfi Jóhannesi Ólafssyni, þau Hulda Ösp Ragnarsdóttir og Guðlaugur Jó- hannesson. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Arney Ósk og Ey- þór Blær. Við hittumst þá á torg- inu á morgun. Þú getur þekkt mig á hvíta kjóln- um, slörinu og brúðar- vendinum … BIKARKEPPNI Bridssambands Íslands lauk um helgina með sigri Esso-sveitarinnar, áður sveit Guð- mundar Sv. Hermannssonar, sem þannig varði titilinn sem hún vann á síðasta ári. Sveitin spilaði við sveit Fé- lagsþjónustunnar í úrslitaleik á sunnudag. Úrslitaleikurinn virtist um tíma ætla að verða einstefna því eftir tvær lotur af fjórum höfðu bik- armeistararnir náð 60 stiga forskoti. Þriðja lotan var jöfn en í þeirri síð- ustu tókst Félagsþjónustumönnum að ná 43 stigum til baka. Úrslitin urðu 155-138, Esso-sveitinni í vil sem áður hafði unnið sveit Íslenskra aðalverktaka í undanúrslitum en sveit Félagsþjónustunnar vann sveit Sparisjóðs Siglufjarðar & Mýrasýslu. Í sigursveitinni spiluðu Ásmund- ur Pálsson, Björn Eysteinsson, Guð- mundur Páll Arnarson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jó- hannsson. Í sveit Félagsþjónust- unnar spiluðu Guðlaugur Sveinsson, Erlendur Jónsson, Jónas P. Erlingsson, Magnús Magnússon, Páll Þór Bergsson og Sveinn R. Ei- ríksson. Á mjóum þvengjum Þeir Ásmundur og Guðmundur Páll spiluðu öll spil helgarinnar og reyndust andstæðingum sínum erf- iðir. Eins og tilheyrir höfðu þeir einnig smá heppni með sér, svo sem í þessu spili úr undanúrslitaleiknum við sveit ÍAV. Norður ♠ ÁD75 ♥ G102 ♦ ÁK9 ♣Á96 Vestur Austur ♠ G63 ♠ 10842 ♥ 9 ♥ KD7643 ♦ D87652 ♦ 3 ♣D105 ♣82 Suður ♠ K9 ♥ Á85 ♦ G104 ♣KG743 Við annað borðið létu þeir Sævar Þorbjörnsson og Matthías Þorvalds- son sér nægja að spila 3 grönd á spil NS enda aðeins um 30 punktar milli handanna sem yfirleitt nægir ekki í slemmu. Við hitt borðið enduðu Ás- mundur og Guðmundur hins vegar í 6 gröndum. Anton Haraldsson í vestur spilaði út tígli og Ásmundur stakk upp ás og setti tíuna undir, og tók síðan laufaás og spilaði laufi á gosann. En Anton drap með drottningu og spil- aði meiri tígli og nú var útlitið ekki sérlega gott. Aðeins 10 slagir sjáan- legir, hugsanlega 11 ef tígulsvíning- in gengi en sá 12 virtist víðsfjarri. Ásmundur lét tígulníuna í blind- um og þegar Sigurbjörn Haraldsson í austur henti hjarta sá Ásmundur skyndilega örlítinn möguleika. Það var ljóst að austur átti lengd í hálit- unum og hugsanlega átti hann a.m.k. 4-lit í spaða og annaðhvort hjónin sjöttu í hjarta eða KD9. Ásmundur tók næst tígulkóng og síðan laufaslagina og henti tveimur hjörtum í blindum. Og viti menn: Sigurbjörn var þvingaður í hálitun- um. Hann mátti ekki henda spaða af augljósum ástæðum og henti því öll- um hjörtunum en þá gat Ásmundur tekið hjartaás og gætt sér á áttunni. Eins og sést má vinna slemmuna gegn öllum útspilum. Þótt vestur spili út hjarta og brjóti hjartaslag fyrir vörnina dugar það ekki til því austur kemst ekki inn. Spili vestur út hjarta og skipti í spaða inni á laufadrottningu getur sagnhafi svínað tígli, tekið tígulslagina og síð- an laufaslagina og hent hjörtum í borði og austur er í sömu klemm- unni. Lesendur geta hins vegar skemmt sér við að reikna út hve vinningslíkurnar eru miklar. Bikarmeistararnir í brids. Frá vinstri eru Ásmundur Pálsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson og Jón Sigurbjörnsson, forseti Bridssambands Íslands. Bikarmeistararn- ir vörðu titilinn Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS Bridshöllin BIKARKEPPNI BSÍ Bikarkeppninni í brids lauk 28. sept- ember. Undanúrslit og úrslit voru spiluð í húsnæði Bridssambands Íslands við Síðumúla. Minni vinna! w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Labbakúturinn! •Enginn burður •Hleður sig sjálfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.