Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.09.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 45 KEFLVÍKINGAR, sem unnu glæsi- legan sigur í 1. deildinni á nýafstað- inni leiktíð, eru í markvarðarleit en Ómar Jóhannsson, markvörður liðsins og 21 árs landsliðsins, er fluttur til Malmö í Svíþjóð og ætlar að setjast þar að með sænskri unn- ustu sinni. Ómar hefur leikið með Keflvík- ingum undanfarin þrjú ár. Hann kom til liðsins frá Malmö þar sem hann var á samningi en var laus allra mála hjá félaginu í árslok 2000. Ómar hyggst reyna fyrir sér í sænsku knattspyrnunni en hann lék alla leiki Keflvíkinga í 1. deildinni í sumar og þá hefur hann varið mark U-21 árs landsliðsins í öllum fimm leikjum þess í undankeppni EM. „Það er vissulega eftirsjá í Ómari en þetta er hans ákvörðun og við því er ekkert að gera. Við erum svona rétt farnir að líta í kringum okkur með að finna eftirmann Óm- ars en vonandi verðum við búnir að því fyrir áramót,“ sagði Rúnar Arn- arson, formaður knattspyrnudeild- ar Keflavíkur, við Morgunblaðið. Ómar hættur í Keflavík Ómar Jóhannsson ÖRN Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamóti áhugamanna í golfi sem lauk í Svíþjóð á sunnudagskvöldið. Hann lék lokahringinn á 73 höggum og var fjórum högg- um frá efsta sætinu. Norðurlandameistari í karlaflokki var Jonas Blixt frá Svíþjóð sem lék á 216 höggum. Örn Ævar lék samtals á 220 höggum og Finninn Roppe Kakko varð þriðji á 221 höggi. Heiðar Davíð Bragason varð í 10. sæti á 228 höggum, Rúnar Óli Einarsson í 18. sæti á 235 höggum og Sigurður Rúnar Ólafsson í 20. sæti af 20 kepp- endum á 260 höggum. Örn Ævar annar á NM  HRAFNHILDUR Skúladóttir var markahæst í liði Tvis/Holstebro þegar það vann Sindal í fyrstu um- ferð vesturhluta 1. deildar kvenna í danska handknattleik á sunnudags- kvöldið. Hrafnhildur skoraði 5 mörk, Kristín Guðmundsdóttir gerði tvö mörk og Hanna G. Stef- ánsdóttir og Inga Fríða Tryggva- dóttir 1 mark hvor. Þá stóð Helga Torfadóttir landsliðsmarkvörður á milli stanganna hjá Tvis/Holstebro.  ROAR Strand, leikmaður norska meistaraliðsins Rosenborg, braut blað í sögu norskrar knattspyrnu í fyrradag þegar hann varð fyrsti norski knattspyrnumaðurinn til að verða norskur meistari í 12. sinn. Strand hefur unnið alla meistaratitl- ana með Rosenborg en liðið hefur unnið titilinn óslitið frá árinu 1990  SIR Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, neitar þeim frétt- um í enskum fjölmiðlum að liðið sé að reyna að fá Brasilíumanninn Rivaldo til liðs við sig.  MARTIN O’Neill, knattspyrnu- stjóri Celtic, hefur viðurkennt að hafa hitt forráðamenn Tottenham í sumar, en á þeim fundi hefði ekki verið rætt um hvort hann vildi taka við knattspyrnustjórn félagsins. O’Neill mun vera efstur á óskalista Tottenham sem eftirmaður Glenn Holddle, sem leystur var frá störfum fyrir rúmri viku. O’Neill segir fund- inn eingöngu hafa snúist um áhuga Tottenham á tveimur leikmönnum Celtic, Henrik Larsson og Craig Beattie. Þeir hafi hins vegar ekki verið til sölu.  VICENTE Del Bosque, fyrrum þjálfari Real Madrid, er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá rúss- neska meistaraliðinu CSKA Moskva. Liðinu mistókst að komast í Meist- aradeildina þegar það tapaði óvænt fyrir Vardar frá Makedóníu og í kjölfarið hefur verið ákveðið að leysa þjálfarann, Valeri Gazzaev, frá störfum í lok tímabilsins sem verður í desember.  FULHAM hefur verið gert af dóm- stóli að greiða Jena Tigana, fyrrver- andi knattspyrnustjóra 455.000 pund, tæpar 60 millj. kr., vegna ógreiddra launa en honum var sagt upp störfum tæpum tveimur mánuð- um áður en samningi hans við félagið rann út í vor.  RIVALDO var leystur undan samningi við AC Milan sl. föstudag. Nú hafa tvær grímur runnið á vara- forseta AC Milan, Adriano Galliani, sem segist vilja halda í Brasilíu- manninn. Nú stendur til að umboðs- maður Rivaldos hitti forsvarsmenn AC Milan þar sem skoðað verður hvort grundvöllur sé fyrir að leik- maður gangi á ný í raðir Evrópu- meistaranna. FÓLK stórveldunum í norðri undir uggum. AS Roma er búið að eiga við svaka- lega timburmenn að stríða frá því að þeir unnu meistaratitilinn fyrir þremur árum. Fabio Capello var tal- inn hafa búið til liðs sem gæti orðið stórveldi í evrópskri knattspyrnu næstu árin en svo hefur ekki farið hingað til. Í fyrra var árangurinn hræðilegur og það ásamt slæmum fjárhag félagsins boðaði ekki gott og staða Capello var ótrygg. En hann hékk í brúnni og nú virðist skútan tilbúin í langsiglingu. Kaupin á Christian Chivu frá Ajax eru talin kaup sumarsins í ítalska boltanum og hann hefur slegið í gegn með frá- bærum mörkum af löngu færi. Þeim tókst líka að halda í Emerson þrátt fyrir gylliboð Chelsea, en hann var einn besti leikmaðurinn í deildinni í fyrra. Að auki virðist hinn ungi bras- ilíski vængmaður með ítalska nafnið, Alessandro Mancini, vera að springa út og annar spennandi ungur leik- maður er ítalski miðjumaðurinn Daniele De Rossi. Capello er sókn- djarfur þjálfari, en það er ekki hægt að spila með þrjá menn frammi endalaust nema þeir skori og Mont- ella, Delvecchio, Carew og Cassano verða að fara að setja hann reglulega ef ekki á að endurtaka meðal- mennsku undangenginar leiktíðar. Léttara er yfir Laziomönnum nú en í langa tíð. Roberto Mancini þykir einn efnilegasti þjálfarinn í boltan- um og mikið afrek hjá honum að koma liðinu í Meistaradeildina eftir allar þær fjárhagslegu hremmingar sem það hefur gengið í gegnum. Demetrio Albertini hefur gengið í endurnýjun lífdaga á miðjunni eftir að hafa lent í undarlegri krísu við það að verða þrítugur! Albertini er búinn að vera svo lengi í boltanum að það er skrýtið að hugsa til þess að hann sé einungis 32 ára gamall. Laz- io gæti gert góða hluti í vetur. Reuters Hollenski leikmaðurinn Andy van der Meyde, Nígeríumaðurinn Obafemi Martins og Argentínu- maðurinn Julio Cruz fagna marki gegn Arsenal á Highbury í leik í Meistaradeild Evrópu. NÚ nýlega ritaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur og Framari, bréf hér í Morgunblaðið og bryddaði upp á því málefni hvort ekki ætti að sameina íþrótta- félög hér í borginni. Einkanlega sneri þetta að því að fá meistaraflokka félaganna til þess að sameinast og þannig yrði aðeins eitt lið sem keppti fyrir hvert hverfi í borginni. Þjálfun yngri flokka ætti að halda áfram í nærumhverfi barnanna undir merkjum eldri félaga eða sameinuðu nýju félagi. Daginn eftir tók formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, Reynir Ragnarsson, undir þessar hug- myndir hér í blaðinu. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur á undanförnum árum reynt með ýmsum hætti að koma að samstarfi/sameiningu íþróttafélaga í borginn en uppskeran hefur verið held- ur rýr. Samstarfi hefur reyndar verið komið á meðal nokkura félaga í formi samstarfs á milli flokka og deilda í einstökum íþróttagreinum en lengra hefur ekki tekist að ganga í samstarfi félaganna. Hvað kallar á slíkar breytingar? Í borgarsamfélaginu eru sífeldar breytingar. Breyt- ingar í byggðarsamsetningu, þétting eldri hverfa og uppbygging nýrra hverfa, aldurssamsetning í hverf- um og breyting á umferðarmannvirkjum verður til þess að íþróttafélög sem áður áttu sín „hverfi“ hafa ekki lengur sömu stöðu og áður. Á sama svæðinu eru jafnvel mörg félög sem bjóða börnum og unglingum að ganga til liðs við sig. Ný íþróttamannvirki rúmast ekki á þeim svæðum sem afmörkuð hafa verið til afnota fyr- ir félögin. Fjármálaleg staða margra íþróttafélaga er með þeim hætti í dag að það hlýtur að verða gerð krafa um endurskipulagningu hagræðingu samstarf og sam- vinnu frá félagsmönnum þessara félaga. Og síðast en ekki síst er rekstur meistaraflokka sá þáttur starfsemi félagana sem er hvað fjárfrekastur. Hvað er það sem hindrar sameiningar? Ljóst er að ef til slíkrar sameiningar á að koma verður það að gerast með þeim hætti að allir aðilar komi jafnir til leiks. Ekki er hægt að ætla einu stóru íþróttafélagi að yfirtaka annað minna. Nafnamál er eitt af mörgum eldheitum tilfinningamálum sem hljóta að koma upp og finna þyrfti skynsamlegar lausnir á. Hugmynd Jóns Steinars um nafn á nýju sameinuð fé- lagi Fram, Vals, og Þróttar FVÞ var ágæt byrjun á slíkri umræðu. ÍTR er tilbúið í slíkar viðræður Íþrótta- og tómstundaráð hefur á liðnum mánuðum unnið að stefnumótu í málefnum íþrótta- og æskulýðs- mála. Gera má ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á árinu 2004 og ekki er fjarri lagi að ætla að þar komi fram til- lögur um sameiningar og flutning einhverra íþrótta- félaga. Þvingaðar sameiningar verða hins vegar aldrei og því verður allt frumkvæði til sameininga og/eða aukinns samstafs að koma frá íþróttafélögunum sjálf- um. Íþrótta- og tómstundaráð er og á ávallt að vera reiðubúið til þátttöku í slíkri umræðu um sameiningu, flutning eldri íþróttafélaga í ný borgarhverfi og aðrar þær breytingar sem nauðsynlegar eru vegna þróunar borgarsamfélagsins. Anna Kristinsdóttir. Er sameining íþróttafélaga tálsýn eða raunveruleiki? Höfundur er borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.