Morgunblaðið - 30.09.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 53
ÁLFABAKKI
kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05.
KEFLAVÍK
Kl. 8.
AKUREYRI
Kl. 6 og 8.
KRINGLAN
Kl. 6 og 8.
Stórkostleg
gamanmynd sem
er búin að gera allt
sjóðvitlaust í USA
með Jamie Lee
Curtis og
Lindsay Lohan í
aðalhlutverki.
Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma
Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni
geysivinsælu mynd Desperado.
DV
Yfir 100 M$
í USA!
Þetta er sko
stuðmynd í
lagi!
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10. . B.i. 12.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6.10. Ísl tal
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Ísl tal
ÁLFABAKKI
kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
KRINGLAN
kl. 10. B.i. 16.
AKUREYRI
kl. 8 og 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30.
Frá leikstjóranum Ridley Scott sem
færði okkur myndirnar Gladiator,
Hannibal, Blade Runner og Alien
"Skotheldur leikur
og frábært handrit."
HP KVIKMYNDIR.COM
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10. B.i. 10.
KVIKMYNDIR.IS
L.A. TIMES
BBCI
KVIKMYNDIR.IS
HLJÓMAR frá Keflavík héldu
blaðamannafund í gær á Listasafni
Íslands vegna væntanlegrar plötu.
Staðsetningin þótti vel við hæfi,
enda gamli Glaumbær til húsa á
sama stað hér í eina tíð.
Hljómar eru orðnir fjörutíu ára
gömul sveit og á sunnudaginn kem-
ur, hinn 5. október, kemur út ný
plata með sveitinni sem ber einfald-
lega titilinn Hljómar. Sama dag
verður platan kynnt í Austurbæ en
þá verða nákvæmlega 40 ár liðin
frá því sveitin hélt sína fyrstu
hljómleika í Krossinum í Njarðvík,
laugardaginn 5. október 1963. Tón-
leikarnir, sem hefjast kl. 20.00,
verða mynd- og hljóðritaðir (af
Saga film og Rás 2).
Á plötunni nýju leita Hljómar
fanga hjá þekktum skáldum og
textasmiðum, m.a. hjá Einari Má
Guðmundssyni, Guðmundi Andra
Thorssyni, Friðriki Erlingssyni,
Halldóri Gunnarssyni (Þokkabót)
og Þorsteini Eggertssyni. Mun
þetta vera í fyrsta skipti sem Einar
Már semur sérstaklega texta við
dægurlag eða „er stjórnað af laglín-
unni“ eins og Óttar Felix Hauksson,
útgefandi Hljóma, orðar það.
Óttar rekur útgáfuna Sonet, sem
fagnar tveggja ára afmæli um þess-
ar mundir, og hefur hann lengi lát-
ið til sín taka í íslenskum dægur-
tónlistarheimi en þess má til
gamans geta að hann rótaði einu
sinni fyrir Hljóma! Að sögn Óttars
er fyrsta upplag plötunnar nýju á
þrotum og búið að forselja öll ein-
tökin í verslanir.
Hljómar kynna væntanlega plötu
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómar á blaðamannafundinum
ásamt Einari Má Guðmundssyni
en hann semur tvo texta á nýju
plötunni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Hljómar héldu dansleik á Broadway um helgina.
www.sonet.is
Miðar á tónleika Hljóma næst-
komandi sunnudag verða seldir
á vefsíðunni midi.is og í Japis,
Laugavegi.
Á sama tíma verður popp-
minjasafnið Bítlabærinn Kefla-
vík opnað í anddyri
Austurbæjar.
Allt er
fertugum
fært
FYRIR stuttu hélt Hörður Torfason
sína árlegu hausttónleika. Í þetta
sinnið kynnti hann m.a. tuttugustu
plötu sína sem er nýkomin út og heit-
ir hún Elds saga. Þess fyrir utan lék
Hörður að vanda valið efni úr sí-
stækkandi safni sínu og var undir
tekið í salnum er sígild lög eins og
„Þú ert sjálfur Guðjón“ og „Ég leit-
aði blárra blóma“ fengu að hljóma.
Hausttónleikar Harðar Torfasonar
Elds saga kynnt
ÁHUGAFÓLK um kvikmyndir
kemur svo sannarlega ekki að tóm-
um kofunum í Bæjarbíói Hafnar-
fjarðar í kvöld. Þá sýnir Kvik-
myndasafn Íslands kvikmynd
danska kvikmyndagerðarmannsins
og skipstjórans Andrés M. Dam,
„Billeder fra Island“, frá árinu
1939. Myndin er 55 mínútur að
lengd og svart-hvít.
Þessi kvikmynd kafteins Dam er
einhver fegursta Íslandsmynd sem
gerð hefur verið og sýnir vel at-
vinnuhætti hér á landi bæði til sjáv-
ar og sveita.
Myndin var gerð fyrir tilstuðlan
danska flotamálaráðuneytisins og
var hluti hennar sýndur á heims-
sýningunni í New York árið 1938.
Ári síðar jók Dam svo við efni
myndarinnar og frumsýndi í Dan-
mörku undir heitinu „Island under-
fulde ø i sommer, vår og høst“.
Eftir myndina munu nokkrir
ungir Hafnfirðingar sýna nýja
stuttmynd sína, Karamellumyndina,
áhorfendum til kaupauka.
Billeder fra Island verður endur-
sýnd laugardagskvöldið 4. október
fyrir þá sem sjá sér ekki fært að
komast í kvöld.
Fögur
Íslands-
mynd í
Bæjarbíói
Sýning „Billeder fra Island“
hefst kl. 20.00 og kostar 500
krónur inn.