Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 53 ÁLFABAKKI kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. KEFLAVÍK Kl. 8. AKUREYRI Kl. 6 og 8. KRINGLAN Kl. 6 og 8. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. . B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6.10. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KVIKMYNDIR.IS HLJÓMAR frá Keflavík héldu blaðamannafund í gær á Listasafni Íslands vegna væntanlegrar plötu. Staðsetningin þótti vel við hæfi, enda gamli Glaumbær til húsa á sama stað hér í eina tíð. Hljómar eru orðnir fjörutíu ára gömul sveit og á sunnudaginn kem- ur, hinn 5. október, kemur út ný plata með sveitinni sem ber einfald- lega titilinn Hljómar. Sama dag verður platan kynnt í Austurbæ en þá verða nákvæmlega 40 ár liðin frá því sveitin hélt sína fyrstu hljómleika í Krossinum í Njarðvík, laugardaginn 5. október 1963. Tón- leikarnir, sem hefjast kl. 20.00, verða mynd- og hljóðritaðir (af Saga film og Rás 2). Á plötunni nýju leita Hljómar fanga hjá þekktum skáldum og textasmiðum, m.a. hjá Einari Má Guðmundssyni, Guðmundi Andra Thorssyni, Friðriki Erlingssyni, Halldóri Gunnarssyni (Þokkabót) og Þorsteini Eggertssyni. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Einar Már semur sérstaklega texta við dægurlag eða „er stjórnað af laglín- unni“ eins og Óttar Felix Hauksson, útgefandi Hljóma, orðar það. Óttar rekur útgáfuna Sonet, sem fagnar tveggja ára afmæli um þess- ar mundir, og hefur hann lengi lát- ið til sín taka í íslenskum dægur- tónlistarheimi en þess má til gamans geta að hann rótaði einu sinni fyrir Hljóma! Að sögn Óttars er fyrsta upplag plötunnar nýju á þrotum og búið að forselja öll ein- tökin í verslanir. Hljómar kynna væntanlega plötu Morgunblaðið/Kristinn Hljómar á blaðamannafundinum ásamt Einari Má Guðmundssyni en hann semur tvo texta á nýju plötunni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hljómar héldu dansleik á Broadway um helgina. www.sonet.is Miðar á tónleika Hljóma næst- komandi sunnudag verða seldir á vefsíðunni midi.is og í Japis, Laugavegi. Á sama tíma verður popp- minjasafnið Bítlabærinn Kefla- vík opnað í anddyri Austurbæjar. Allt er fertugum fært FYRIR stuttu hélt Hörður Torfason sína árlegu hausttónleika. Í þetta sinnið kynnti hann m.a. tuttugustu plötu sína sem er nýkomin út og heit- ir hún Elds saga. Þess fyrir utan lék Hörður að vanda valið efni úr sí- stækkandi safni sínu og var undir tekið í salnum er sígild lög eins og „Þú ert sjálfur Guðjón“ og „Ég leit- aði blárra blóma“ fengu að hljóma. Hausttónleikar Harðar Torfasonar Elds saga kynnt ÁHUGAFÓLK um kvikmyndir kemur svo sannarlega ekki að tóm- um kofunum í Bæjarbíói Hafnar- fjarðar í kvöld. Þá sýnir Kvik- myndasafn Íslands kvikmynd danska kvikmyndagerðarmannsins og skipstjórans Andrés M. Dam, „Billeder fra Island“, frá árinu 1939. Myndin er 55 mínútur að lengd og svart-hvít. Þessi kvikmynd kafteins Dam er einhver fegursta Íslandsmynd sem gerð hefur verið og sýnir vel at- vinnuhætti hér á landi bæði til sjáv- ar og sveita. Myndin var gerð fyrir tilstuðlan danska flotamálaráðuneytisins og var hluti hennar sýndur á heims- sýningunni í New York árið 1938. Ári síðar jók Dam svo við efni myndarinnar og frumsýndi í Dan- mörku undir heitinu „Island under- fulde ø i sommer, vår og høst“. Eftir myndina munu nokkrir ungir Hafnfirðingar sýna nýja stuttmynd sína, Karamellumyndina, áhorfendum til kaupauka. Billeder fra Island verður endur- sýnd laugardagskvöldið 4. október fyrir þá sem sjá sér ekki fært að komast í kvöld. Fögur Íslands- mynd í Bæjarbíói Sýning „Billeder fra Island“ hefst kl. 20.00 og kostar 500 krónur inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.