Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Minningar í úr- klippualbúmum Nýstárlegt föndur fer sem eldur um sinu Daglegt líf 22 Millistór bíll með góða aksturseiginleika Bílar 4 Sebadoh á Grand Rokk Neðanjarðarsveit upp á yfirborðið á Íslandi Fólk 46 ÞEIR sem hafa hug á að skella sér í leikhús á höfuðborgarsvæðinu geta lent í vanda með að velja þar sem 21 leiksýning er í boði á fjölum atvinnu- leikhúsanna í Reykjavík þessa dag- ana. Lætur nærri að um 40 þúsund leikhúsmiðar séu í pottinum þessa dagana því sýningar eru auglýstar allt að þrjá mánuði fram í tímann. Margir eru þó greinilega þegar búnir að gera upp hug sinn því sam- kvæmt auglýsingum leikhúsanna í Morgunblaðinu í gær eru nær 30 þús- und aðgöngumiðar þegar seldir og uppselt á fjölda sýninga langt fram í tímann. Þar vegur þyngst gríðarleg aðsókn að barnaleikritunum tveimur, Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhús- inu og Línu Langsokk í Borgarleik- húsinu en í báðum leikhúsunum eru um 20 sýningar uppseldar og farið að selja miða á sýningar í janúar 2004. „Við skipuleggjum yfirleitt ekki sýningar svona langt fram í tímann en það er tiltölulega auðvelt með barnasýningarnar þar sem þær rek- ast ekki á aðrar sýningar vegna sýn- ingartímans. Við fengum líka mjög fljótlega eftir frumsýningu fyr- irspurnir um sýningar milli jóla og nýárs, fjölskyldur sem búsettar eru erlendis og ætla að koma heim í jólafrí vildu endilega panta miða og við brugðumst við því með því að ákveða sýningar fram yfir áramót,“ segir Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri. Hann kvaðst sérlega ánægður með barnaleiksýningar beggja leikhúsanna,. „Það er greini- lega alltaf markaður fyrir góðar barnaleiksýningar.“ Selst upp á nokkrum klukkutímum Sigrún Valbergsdóttir, kynning- arstjóri Borgarleikhússins, segir að aðsókn að Línu Langsokk sé með ein- dæmum góð. „Aukasýningar sem bætt hefur verið við hafa selst upp á nokkrum klukkutímum.“ Fleiri sýningar hafa gengið fyrir fullu húsi um langt skeið. Írska leik- ritið Með fulla vasa af grjóti malar Þjóðleikhúsinu stöðugt gull og ekkert lát er á aðsókn aðVeislunni á sínu þriðja leikári. Í Borgarleikhúsinu er söngleik- urinn Grease sífellt sýndur fyrir fullu húsi og verðlaunasýningin Kvetch uppseld svo langt sem áætlað er. Í Iðnó fyllir Björk Jakobsdóttir salinn með Sellófón og fjöldi sýninga bæði í Reykjavík og norðan heiða njóta góðrar aðsóknar. Fjörutíu þúsund leikhúsmiðar í boði Morgunblaðið/Ásdís Uppselt er fram í janúar 2004 á Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Nær 30 þúsund miðar þegar seldir SLEPPI eldislax ítrekað úr kvíum getur hann hæglega útrýmt villtum laxastofnum í Norður-Atlantshafi. Er þetta niðurstaða um- fangsmikillar rannsóknar vísindamanna í Skotlandi, Írlandi og Norður-Írlandi en hún hefur staðið yfir í 10 ár. Tilraunir með blandaðan lax, seiði undan villtum laxi og eldislaxi, sýndu, að lífslíkur þeirra eru fremur litlar en 70% þeirra dráp- ust á fyrstu vikunum eftir að þau klöktust út. Eldislaxinn átti líka erfiðara með að komast af úti í náttúrunni en sá villti og hann er miklu ólíklegri en hinn til að ganga upp í ár til að hrygna. Eldislaxinn vex hins vegar miklu hraðar en sá villti og þeir, sem ganga upp í árnar, bægja burt hinum villtu frændum sín- um. Sagði frá rannsókninni á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Vísindamennirnir, sem fylgdust með tveimur kynslóðum laxa, segja, að mjög mikil afföll séu í blandaða seiðahópnum og þess vegna minnki nýliðunin í stofninum ár frá ári. Haldi eldislaxinn áfram að sleppa úr kvíun- um, muni herða á þessari þróun þar til nátt- úrulegir laxastofnar verði útdauðir. Náttúruúrvalið að engu gert Einn vísindamannanna, dr. Paulo Prodohl, sagði, að villtur lax væri árangur þúsunda ára þróunar, sem hefði „fínstillt“ arfbera hans og gert honum kleift að komast af í náttúrunni. Genablöndun við eldislax myndi gera þetta náttúruúrval að engu. Talið er, að tvær milljónir eldislaxa sleppi úr kvíum við Norður-Atlantshaf á hverju ári. Það er helmingurinn af áætluðum fjölda villtra laxa á þeim slóðum. Eldislax getur út- rýmt nátt- úrulegum stofnum Skoskar og írskar rannsóknir GÓÐIR möguleikar eru á því að konur sem greinast með brjóstakrabbamein nái bata, en um 1.700 konur sem greinst hafa með brjósta- krabbamein eru nú á lífi og hafa margar þeirra læknast. Þetta kom fram hjá Laufeyju Tryggvadótt- ur, framkvæmdastjóra krabbameinsskrárinn- ar, í erindi um faraldsfræði brjóstakrabba- meins, sem hún flutti á málþingi sem Samhjálp kvenna hélt í hringsal Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut í gær- kvöldi. Yfirskrift þingsins var Brjóstakrabba- bein vegna þess að náinn ættingi hefði greinst með krabbamein væri ekki ný af nálinni og oftast væri um mjög litla áhættuaukningu að ræða. Almennt væri ástæðulaust að óttast þótt ættingi hefði greinst með krabbamein enda fengi þriðji hver maður að meðaltali krabbamein á lífsleiðinni. „Hins vegar er rétt að ráðfæra sig við lækni ef um mjög sterka ættarsögu er að ræða,“ sagði hún. mein – hvar stöndum við? en það er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein nú í október. Það miðar að því að fræða um sjúk- dóminn og hvetja konur til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands um röntgenmyndatöku. Í máli Laufeyjar kom fram að 163 konur greinast með brjóstakrabbamein hér á landi að meðaltali á ári og þar af helmingur þeirra 60 ára og eldri, en 37 að meðaltali deyja ár- lega af völdum meinsins. Hún benti jafnframt á að umræða um hættu af því að fá krabba- Morgunblaðið/Jim Smart Á málþinginu Brjóstakrabbamein – hvar stöndum við? var blómabreiða fremst í salnum þar sem voru 160 bleikar rósir sem tákn um fjölda kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein á síðasta ári og 40 hvítar rósir til minningar um konur sem deyja ár hvert úr sjúkdóminum. 1.700 konur á lífi sem fengið hafa brjóstakrabbamein  Góðar horfur/11 ALVARLEG snurða hljóp á þráðinn í friðarumleitunum á Norður-Írlandi í gær, þegar David Trimble, leiðtogi Sam- bandssinna, lýsti því yfir að hann teldi afvopnun Írska lýð- veldishersins (IRA) ófullnægj- andi og að hann gæti því ekki heitið því að taka þátt í fyrir- hugaðri endurreisn n-írsku heimastjórnarinnar. Bresk stjórnvöld höfðu fyrr í gær tilkynnt, að kosið yrði til heimastjórnarinnar í næsta mánuði, en talið var að leiðtog- ar stríðandi fylkinga, Sam- bandssinna og lýðveldissinna, hefðu í fyrrakvöld komist að samkomulagi um að hefja á ný friðarumleitanir. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að þrátt fyrir orð Trimbl- es myndi lausn finnast. Snurða á N-Írlandi Belfast. AFP.  Óvissa um/27 Stærri og breytt- ur Audi A3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.