Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 34
Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr- að. Sýnikennsla frá Völusteini. Gestir frá kirkjukór. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustundirnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun- verður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10– 12 ára kl. 17. Tólf sporin - andlegt ferða- lag: Kynningarfundur kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðar- stund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13–16 Opið hús eldri borg- ara. Söngur, tekið í spil, upplestur, fönd- ur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borg- arar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og ósk- að eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Ath. Í dag fara ferming- arbörn upp í Vatnaskóg. Lagt er af stað kl. 8 frá Laugarneskirkju. Heimkoma er á morgun, fimmtudag, kl. 16. Mömmu- morgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Kirkju- prakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir Heið- dal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl. 19. Unglingakvöld Laugarneskirkju kl. 20 (8. bekkur). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárus- dóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söng- ur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíulestur kl. 17. Lesnir kafl- ar úr Opinberunarbók Jóhannesar. Um- sjón sr. Frank M. Halldórsson. Fyrir- bænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há- deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há- degisverður eftir stundina. Allir velkomn- ir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safnaðar- ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhug- un, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- deginu. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13– 16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þor- valdur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim- ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefn- um til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safn- aðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikulegar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dag- ur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldra- morgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00–16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu um- hverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von- arinnar kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing hjá Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19– 22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.. 11 Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman. 9–12 ára krakkar í kirkjunni. Gluggað verður í bók- ina Dagar með Markúsi. Sr. Fjölnir Ás- björnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðsfélagi og KFUM&K í fé- lagsheimili KFUM&K. Ester Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyr- ir börnin. Glerárkirkja. Hádegissamverur alla mið- vikudaga kl. 12. Alfanámskeið í kirkjunni miðvikudagskvöld kl.19.30. Léttur kvöldverður, fræðsla, umræður og bænastund. Námskeiðið er ókeypis. All- ir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 19 súpa, brauð og biblíufræðsla. Allir vel- komnir. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Hygginn eða heimskur. Sálmur 14. Ræðumaður Jón- as Þórisson. Sungnir söngvar sr. Friðriks Friðrikssonar. Kaffiveitingar eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF 34 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GLERÁRKIRKJA á Akureyri hef- ur fest kaup á flygli af gerðinni Kawai og bætir hann úr brýnni þörf fyrir hljóðfæri í kirkjuna. Hún hefur verið mikið notuð sem tónleikahús og þar hafa komið fram bæði lærðir og leikir, heimamenn í Kór Glerárkirkju og margir aðrir kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Flygillinn, sem nú verður formlega tekinn í notkun á tónleikum kl. 20:30 á fimmtudagskvöldið, verður mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið í kirkjunni og vonandi allt tónlist- arlíf á Akureyri. Á tónleikunum koma fram tveir kórar, sem styrkt hafa kaupin á flyglinum. Þetta eru Karlakór Akureyrar-Geysir undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur og Kór Gler- árkirkju, sem organisti kirkj- unnar, Hjörtur Steinbergsson, stjórnar. Einnig syngja Þórhildur Örvarsdóttir, sópran, Sigrún Arna Arngrímsdóttir, mezzosópr- an, og Óskar Pétursson, tenór, nokkur lög á tónleikunum. Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, mun taka flygilinn til kostanna og spila með kórunum og einsöngv- urunum. Þá mun Bjargarleys- iskvartettinn þreyta frumraun sína á tónlistarsviðinu og verður sú frumraun varla endurtekin! Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg, allt frá lögum eftir Vestmannaeyinginn Oddgeir Kristjánsson til afrísk-amerískrar trúartónlistar. Miðar verða seldir við inngang- inn og kostar miðinn kr. 1.500. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til kaupa á flyglinum. Sérstakir styrktaraðilar þess- ara tónleika eru Sparisjóður Norðlendinga og KEA. Feðgakvöld í Grafarvogskirkju Í KVÖLD, miðvikudagskvöld 22. október, kl. 20:00 verður haldinn sérstakur „strákafundur“ í Graf- arvogskirkju. Öllum ferming- arstrákum í Grafarvogi er boðið að koma með pabba sínum, fóst- urpabba, afa, bræðrum eða frænd- um á þennan fund. Fundarefni kvöldsins verður „Torfæran“. Sérfróðir menn sem stundað hafa torfæruna koma í heimsókn og segja frá þessari frá- bæru íþrótt. Þeir munu sýna víd- eómyndir og torfærubílar verða til sýnis fyrir utan kirkjuna. Stutt helgistund verður í upp- hafi fundar. Í lokin er öllum boðið upp á kók og prins. Fyrstu árin SÉRA Ingþór Indriðason Ísfeld, prestur við Kópavogskirkju, áður prestur við Fyrstu lúthersku kirkjuna í Winnipeg, höfuðkirkju Íslendinga í Vesturheimi, mun á næstu vikum flytja fimm erindi um öran vöxt frumkristninnar. Umfjöllun sína byggir hann á Postulasögunni og heimildum fornleifafræðinnar. Fyrsta erindið flytur séra Ingþór fimmtudaginn 23. október og hefst það kl. 17.30 í safnaðarheimilinu Borgum sem er skammt vestan Kópavogs- kirkju. Að loknu hverju erindi verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Yfirskrift erindanna er: Söfn- uðirnir í Jerúsalem og Antiokkíu; Postulafundurinn í Jerúsalem; Í Aþenu; Æsingar í Efesus; Frá Jerúsalem til Rómar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. Biblíufræðsla og lofgjörðarstund í Bústaðakirkju BIBLÍUFRÆÐSLA verður kl. 19:30 í bókasafninu. Farið í rit ritningarinnar, sögu og baksvið, sem og merkingu orða og at- burða. Lofgjörðarstund kl. 20 í kirkjunni. Falleg tónlist í umsjá Ásgeirs Páls Ágústssonar tónlist- armanns, Kristjönu Thorarensen söngkonu og Guðmundar Sig- urðssonar organista. Notaleg samvera með lofgjörð og bæn. Heitt á könnunni á eftir. Upplögð stund fyrir hjón, fjöl- skyldur og einstaklinga til að auðga andann í góðu samfélagi. Pálmi Matthíasson. Fjáröflunar- tónleikar í Glerárkirkju MINNINGAR I.O.O.F. 7  184102271/2  8.1.*  GLITNIR 6003102219 III  HELGAFELL 6003102219 VI Í dag kl. 18.00 Barnakór. Öll börn hjartanlega velkomin. Kl. 20.00 Hjálparflokkur hjá Inger í Suðurgötu 15. Allar konur velkomnar. Kraftaverkasamkomur með Charles Ndifon í kvöld kl. 20.00 og annað kvöld kl. 20.00. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ZEN HUGLEIÐSLA Námskeið í Zen hugleiðslu verð- ur laugardaginn 25. október kl. 10.30. Upplýsingar og skráning í símum 562 1295 og 697 4545. I.O.O.F. 9  18410228½  Kk. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  18410228  9.0.* Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS HERMANNS GRÍMSSONAR frá Húsavík við Steingrímsfjörð, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi fyrir mjög góða umönnun og hlýhug. Sigurlaug Helgadóttir, Gunnar Gauti Gunnarsson, Steinunn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR R. SIGURÐSSONAR, Keldulandi 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 12G og gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut fyrir ómetanlega umönnun. Óskar Már Sigurðsson, Edda Ragnarsdóttir, Þórunn Laufey Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson, Birgir Sigurðsson, Svava Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR PÁLSSONAR, Digranesvegi 40, Kópavogi. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hann í erfiðum veikindum, einnig til þeirra, sem veittu birtu og yl við útför með orðum, undirleik og söng. Sigurbjörg R. Stefánsdóttir, Guðrún Margrét Sigurðardóttir, Vésteinn Þór Vésteinsson, Una Aldís Sigurðardóttir, Stefán S. Guðmundsson, Stefán Þórarinn Sigurðsson, Guðbjörg Kristín Ludvigsdóttir og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, JÚLÍUS EIRÍKSSON, Uppsalavegi 1, Sandgerði, verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 24. október kl. 14.00. Systkini hins látna og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.