Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 31 ✝ Ólöf Hafdís Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1949. Hún lést á heimili sínu að morgni 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmundur Ingvar Ágústsson, skósmiður og kaup- maður í Reykjavík, f. 13. mars 1917, d. 26. mars 1978, og Guð- finna Sigrún Ólafs- dóttir frá Stóra Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd, f. 2. júlí 1918. Systk- ini Ólafar eru Maja Þuríður, f. 1. maí 1941, Sigrún Hrefna, f. 29. apríl 1947, Kristján Arn- fjörð, f. 30. október 1951, og Ingibjörg Linda, f. 1. apríl 1956. Ólöf Hafdís giftist 23. maí 1981 eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Sigurjóni Guð- mundssyni, f. 7. nóvember 1948. Út- för Ólafar Hafdísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Að morgni sunnudagsins 12. okt. sl. hringdi síminn og mér var tjáð að Hafdís væri látin. Hún lést snögg- lega á heimili sínu, tæplega 54 ára, það hefði hún orðið 17. október. Hafdísi, eins og við kölluðum hana, kynntist ég fyrir rúmum 30 ár- um sem mágkona hennar. Fyrstu búskaparár mín bjó ég í sama húsi, hún uppi hjá foreldrum sínum en við niðri í kjallaranum. Hafdís gekk ekki heil heilsu til lífsins eins og við hin en bar sína fötlun vel. Við Hafdís áttum margar stundir saman. Hún var tíður gestur niðri í kjallara, síðan í Kópavoginum, og nú síðast í Garðabænum eftir að ég flutti þangað. Hafdís var hörkudugleg, bar út blöðin sem barn og unglingur, seinna tók við barnapössun, hún var sér- staklega barngóð, þau voru ófá skiptin sem börnin mín nutu pöss- unar Hafdísar, sérstaklega tók hún ástfóstri við Guðmund son minn. Kannski var það nafnið, því hann ber nafn föður hennar. Þegar Guðmund- ur fæddist var Hafdís stödd í Lúx- emborg að gæta barna Maju systur sinnar, en fæðingargjöfin var send heim til Íslands engu að síður, það varð að vera. Eftir heimkomuna frá Lúxemborg réði Hafdís sig til vinnu hjá afurð- arstöð Goða og vann þar um 11 ár. Hana munaði ekkert um að bera fulla matarpoka heim, þar sem hún gat keypt matvæli á hagstæðara verði fyrir fjölskylduna, þar nutum við góðs af. Þeir voru margir matarpokarnir sem hún útvegaði mínu heimili á meðan hún vann þar. Er fækka þurfti starfsfólki hjá Goða fékk Haf- dís vinnu hjá B&L við þrif nýrra bíla og vann hún þar um nokkurn tíma. Bæði þessi störf voru henni erfið en aldrei kvartaði hún, enda dugnaðar- forkur. Mikið var hún stolt þega hún gat keypt sína fyrstu íbúð í Rauðagerði 8, komin í sína eigin höll. Hafdís giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Sigurjóni Guðmunds- syni, 23. maí 1981. Ekki var minna stoltið er þau skiptu um húsnæði og fluttu í Vesturbergið enda orðin tvö og stækka varð húsnæðið. Hún var mjög minnug og enginn afmælisdagur var í fjölskyldunni sem Hafdís mundi ekki eftir, alltaf hringt til að óska afmælisbarninu til hamingju. Ættfræði var á hreinu hjá henni, ef einhver þurfti að vita um skyldleika var nóg að spyrja Hafdísi. Hafdís passaði systkinabörn sín flest og átti mikið í þeim, sjaldan fór hún í bæinn eða eitthvað nema taka eitt- hvert þeirra með. Hafdís var tíður gestur hjá mér enda hafði hún gaman af að heim- sækja skyldmenni og rifja upp fyrri tíma. Síðasta heimsókn hennar til mín var fyrir stuttu. Allt í einu er við vorum að rifja upp gamlar minningar sagði hún „Helga, manstu þegar ég fór með Guðmund með mér í sjónvarpssal til að horfa á keppni fatlaðra í blaki?“ Þessu var ég löngu búin að gleyma en hún æfði blak með Sjálfsbjörgu í nokkurn tíma og oft fylgdi Guð- mundur með. Er ég flutti á milli húsa í fyrra mættu Hafdís og Sigurjón til að að- stoða við flutninginn óbeðin. Nokkr- um dögum síðar var komið með garðhúsgögnin af svölunum til að færa mér, því þau pössuðu mikið bet- ur á sólpallinn minn en svalirnar heima hjá þeim, þannig var hún, að hugsa um að gleðja aðra. Einkunnarorð Hafdísar voru, að vera góð við alla, sérstaklega börnin, og gera ekki upp á milli, ef einhverj- um var gefið, var öllum gefið eins, það brást aldrei. Við Hafdís áttum margar góðar stundir saman. Hún kom oft við í kaffi. Börnin mín urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Hafdísi sem frænku, veit ég að þau eiga margar góðar minningar um hana, hún var þeim góð frænka. Sennilega hefur hún verið búin að vera lasin einhvern tíma, þó hún hafi ekki minnst á það, því sjaldan var kvartað, þótt heilsan væri slæm. Elsku Hafdís, þakka þér fyrir all- ar stundirnar, minning þín mun lifa í hjarta okkar áfram, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér hin- um megin. Ég vil kveðja þig með ljóðum afa- systur minnar og langafa míns. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þú brosir þó vonirnar brygðust þér hér, þú brostir þó magnaðist kífið með bliknuðum vörum þú brosir við mér og brosandi kvaddir þú lífið. Þó hugraunarþokan sé svipþung og svört og svölun sé erfitt að finna, þín minning hún lifir svo blessuð og björt í brjóstunum ástvina þinna. Haf þökk fyrir allt sem þú gjörðir oss gott uns gengin var lífsól að viði hvert svalandi orð og hvern samúðarvott og sofðu í eilífum friði. (Sigurður Óli Sigurðsson.) Helga. Elsku Hafdís. Við fengum fréttir sunnudaginn 12. október sem við áttum ekki von á. Pabbi var niðri í sjoppu hjá Gumma og hann sagði okkur hvað hefði gerst, að hann hefði verið að koma frá heimili ykkar Sigurjóns. Einnig að Sigurjón hefði farið með fallegar bænir við rúmið ykkar þenn- an morgun þar sem þú hvíldir. Hafdís og Sigurjón, þið voruð allt- af svo góð og vilduð gera hvað þið gætuð til að hjálpa til. Þegar mamma og pabbi fluttu þá voruð þið á fullu að hjálpa til við flutningana. Eitt okkar fékk að eiga flaggstöngina og það voruð þið sem hjálpuðuð okkur að flytja hana en þegar þið sáuð að fáninn var ekki nógu stór gáfuð þið stóran fána á stöngina. Fánann munum við nota til að kveðja þig, elsku Hafdís. Hefðir þú ekki sagt okkur frá fjöl- skyldu pabba hefðum við ekki vitað neitt um hana og fyrir það erum við þér því ætíð þakklát. Það var svo gaman að heyra þegar þú varst að segja frá hvað þú værir sterkari en pabbi, dugleg að vinna og hve mikið þú vissir um ættina þína. En aðal- áhugamál þitt var að umgangast börn. Þegar við eignuðumst okkar börn komuð þið Sigurjón með fyrstu baukana handa þeim. Þið voruð allt- af að þakka fyrir ykkur með gjöfum og gættuð þess að gefa öllum alveg eins. Hafdís, við munum sakna þín. Við vonum að þú hafir fengið góða hvíld og að þér líði vel þarna uppi hjá Guð- mundi afa. Guð geymi þig, við þökk- um stundirnar sem við áttum saman. Elsku Sigurjón, amma, pabbi og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk. Guðmundur, Guðrún, Díana, Björn, Sylvía, Vignir, Ólína, Sesselja og Arnar. Nú ertu farin frá okkur kæra Haf- dís. Ég læt hugann reika og leyfi minningunum að birtast í huganum. Veröld mín væri fátækari ef þín hefði ekki notið við. Ég var lítil stelpa í Rauðagerðinu, fyrsta systk- inabarnið. Þú varst alltaf svo barn- góð. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég átti með þér niður í bæ, á róló í Hlíðunum og heimsóknir til vina og kunningja. Ég fór með þér í mína fyrstu utan- landsferð til Lúxemborgar þegar ég var níu ára. Við fórum líka saman í bæinn þar. Þú hafðir komið þangað áður og gast bjargað þér, ég man ég var stolt af okkur þá. Við áttum okkar stundir og spjöll- uðum um heima og geima er þú komst heim úr vinnunni í Goða, ang- andi af hangikjötslykt. Þú hafðir allt- af þínar skoðanir á hlutunum og varst ekki alltaf sammála síðasta ræðumanni. Fróð varstu um ættir afa og ömmu og hafði ég gaman af því. Þú varst harðdugleg og ósérhlíf- in. Þú keyptir þér íbúð og bíl þótt þú gengir ei heil til skógar og ekki hafð- ir þú bílpróf. Þú kynntist Sigurjóni, þið keyptuð ykkur stærri íbúð og bíla. Stundir okkar urðu færri með árunum en alltaf áttir þú stað í hjarta mínu. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú varst mér sem önnur móðir. Megi góður Guð gæta Sigurjóns þíns og styrkja hann í komandi framtíð. Þín Guðfinna Sif. Elsku Ólöf Hafdís. Ég þakka þér fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst alltaf svo góð við mig. Við vorum mikið saman, fórum í ferðalög með Sjálfsbjörg, til Ísa- fjarðar og á Kirkjubæjarklaustur og með foreldrum mínum í Galtalæk. Eftir að við fórum að búa vorum við ekki í eins miklu sambandi. Ég elska þig mikið. Þakka þér fyrir allt. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Ég votta móður hennar og fjöl- skyldu mína innilegustu samúð. Þórhalla Guðmundsdóttir. ÓLÖF HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Lovísa BílddalRuesch fæddist á Siglufirði 15. desem- ber 1935. Hún lést á heimili sínu í Orlando í Flórída í Bandaríkj- unum 12. september síðastliðinn. Foreldr- ar Lovísu voru hjónin Eugenía Guðmunds- dóttir frá Laugalandi í Fljótum og Gunnar Bílddal, kaupmaður á Siglufirði, sem ætt- aður var úr Svarfað- ardal. Þau eru bæði látin. Systkini Lovísu eru: Guðmundur Bílddal, f. 9.7. 1931, d. 1931, Jóna Ríkey Bílddal, f. 11.8. 1926, d. 1994, Valgerður Bílddal, f. 21.6. 1928, Sigríður Bílddal Freymóðsson, f. 27.2. 1930, d. 2002 og Katrín Bílddal, f. 21.2. 1938. Lovísa á tvær dæt- ur: Sigríði Bílddal Ruesch, f. 23.8. 1953, átti hún með Sigur- jóni Jónssyni, f. 9.4. 1926, d. 24.6. 1991, eiginmaður Sigríðar er Stefán Þröstur Halldórsson, f. 6.4. 1951. Seinni dótt- urina Svönu Carolyn Tolf, f. 28.7. 1963 átti hún með eftirlif- andi eiginmanni sín- um Robert K. Ru- esch, f. 5.12. 1939. Eiginmaður Svönu er Ronald Tolf, f. 4.5. 1963. Börn þeirra eru Ashley Lovísa Tolf, f. 15.7. 1989 og Zachariah Kevin Tolf, f. 22.6. 1992. Útför Lovísu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Lovísa bjó sem barn á Siglufirði til 1947 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks þar sem hún var til 1949 er þau fluttu suður. Hún var, sem barn, á sumrum hjá móðurbróð- ur sínum Jónmundi á Laugalandi í Fljótum og konu hans Valey. Siglu- fjörður var henni kær alla ævi og voru tengsl hennar þangað sterk þó hún hefði ekki tök á því að koma þar eins oft og hún kysi. Lovísa vann margt um ævina. Hún var á símanum hjá hernum, vann hjá Íslenskum aðalverktökum og Tím- anum. Í Bandaríkjunum lærði hún til sjúkraliða og starfaði við það um tíma. Auk þess vann hún við ýmiss konar skrifstofuvinnu. Lovísa hafði gaman af því að taka ljósmyndir og var mjög fær í því. Lovísa hafði góða söngrödd og hafði mjög gaman að því að syngja. Hún söng í stuttan tíma með hljómsveit. Hún spilaði á gítar og hafði alla ævi gaman af að taka lagið í góðra vina hópi. Lovísa giftist Robert K. Ruesch 19. janúar 1963 og áttu þau því 40 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári. Árið 1965 fluttist Lovísa til Bandaríkj- anna og bjó í nágrenni Chicago til 1986. Þá fluttist hún ásamt manni sínum til Orlando í Flórída og bjuggu þau þar þangað til hún lést. Lovísa átti marga vini á Íslandi. Þegar hún kom heim þá gerði hún sér far um að hitta sem flesta og var oft á þeytingi vítt og breitt um land- ið. Þá var oft glatt á hjalla og ósjald- an var vakað fram undir morgun á björtum sumarnóttum við söng og gítarspil. Ef ekki var hægt að heim- sækja vinina þá hringdi hún alltaf og hélt tengslum við þá. Lovísa varð höfðingi heim að sækja í Bandaríkjunum og hafði mjög gaman af því að fá Íslendinga í heimsókn til sín. Þar gerði hún sér far um að greiða götu þeirra eins og hægt var. Elsku mamma. Við systur kvödd- um þig saman í Bandaríkjunum 24. september sl. og var það ógleyman- leg stund. Nú er kveðjan frá okkur hér á Íslandi. Þú varst alltaf Íslend- ingur þrátt fyrir að búa erlendis og Ísland stóð þér alltaf nærri. Því fer vel á að við systur kveðjum þig á báð- um stöðum. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson.) Sigríður Bílddal Ruesch og Svana Tolf. Elskuleg systir okkar, Lovísa, var mjög músíkölsk og hafði undurfagra söngrödd. Lovísa var snemma send í sveit að Laugalandi til Jónmundar móður- bróður síns og Valeyjar konu hans. Var alltaf mikil tilhlökkun að fara í sveitina sem hún leit á sem sitt ann- að heimili og tók miklu ástfóstri við þetta móðurfólk okkar sem og við allar gerðum. Laugalandsfjölskyldan flutti til Akraness og þegar Lovísa kom heim til Íslands var það efst á lista hjá henni að heimsækja sitt frændfólk þar. Lovísa var alla tíð mjög vinsæl. Hún var afar hjartahlý, tilfinninga- rík og mjög trygg vinum sínum og greiddi götu þeirra ef hún gat. Þegar Lovísa var í vinnu á Keflavíkurflug- velli tók hún alla þá flugtíma sem þurfti til einkaflugmannsréttinda en þrátt fyrir hvatningu tók hún ekki einkaflugmannsprófið. Þegar hún var sextug sendi hún okkur myndir af sér í fallhlífarstökki, faðmandi himingeiminn skælbrosandi af ánægju. Síðasta starf Lovísu hér heima var að syngja með hljómsveit á Keflavík- urflugvelli. Þar kynntist hún manni sínum Robert, sem kallaður er Bob. Þau fluttu til Chicago árið 1965. Með Bob átti Lovísa dótturina Svönu. Meðan Lovísa bjó í Chicago var hún formaður Íslendingafélagsins í nokkur ár. Elsku Lova. Nú kveðjum við þig með sárum trega og þökkum mikið vel fyrir samfylgdina í blíðu og stríðu, sorg og gleði og allar skemmtilegu stundirnar. Þínar elskandi systur, Valgerður Bílddal (Didda) og Katrín Bílddal (Kæja). Elsku Lovísa. Nú þegar leiðir okkar skilja vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst mér ætíð góð. Ég þakka þér hvað þú varst krökkunum mínum, þau dýrk- uðu þig og dáðu, þú varst þeim eins og góð amma. Seint líður okkur úr minni ferð okkar til þín árið 1984, þegar þú varst búsett í St. Charles. Hvernig þú tókst á móti okkur og vafðir okkur þínum mjúku örmum. Maturinn sem þú lagðir alla þína sál í. Glaðværð þín og húmor. Kertaljós og spilað á gítar og sungin íslensk ættjarðarlög, því fyrir þér átti að liggja að búa fjarri ættlandi þínu mesta hluta ævi þinnar. Far þú í friði. Bob, Svana, Sigga, tengdasynir og barnabörn, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Já þannig endar lífsins sólskinssaga vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson.) Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og fjölskylda. Lovísa ömmusystir mín er látin. Hún var þó mun meira en ömmu- systir mín því ég leit alltaf á hana sem ömmu mína. Ég á erfitt með að skrifa hvað mig langar að segja um hana Lovísu ömmu því mig langar að segja svo mikið. En eitt mun ég alltaf segja og halda fram og það er að ég elskaði hana mjög mikið. Hún bjó í Bandaríkjum og hjá henni fékk ég að upplifa hluti sem ég mun aldrei gleyma. Hún gaf mér fyrstu háhæluðu skóna þegar ég var aðeins níu ára og hjá henni losnaði fyrsta barnatönnin mín þegar ég beit í grillað maískorn í Chicago 1984. Örlögin haga því þannig að þegar ég skrifa þetta bý ég á Siglufirði. Ör- lögin eru undarleg því á Siglufirði fæddist Lovísa og ólst hér upp. Eftir að ég fékk fréttirnar um Lovísu leit ég út um eldhúsgluggann hjá mér og horfði á fjöllin. Horfði á sömu fjöllin og Lovísa þekkti og elskaði. Elsku Sigga og Svana, hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Áslaug Lovísa Bílddal, Siglufirði. LOVÍSA BÍLDDAL RUESCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.